Vísir - 22.04.1963, Blaðsíða 10
70
V í S I R . Mánudagur 22. apríl 1963.
RÆÐA INGÓLFS -
^Framhald af bls. 7.
milliþinganefnd til þess að endur-
skoða þessa merku löggjöf.
Nefndin skilaði áliti á s.l. ári.
Þar sem hér eru um mjög mikil-
væga og merka löggjöf að ræða
en miiliþinganefndin ekki stjórn-
skipuð eða kosin af Alþingi,
þótti eðlilegt að nefndarálit bún-
aðarþingsnefndarinnar væri at-
hugað af stjórnskipaðri nefnd.
’-''t nefnd er að ljúka störfum
og hefir gert ýmsar breytingar
á frumvarpi því sem fyrir lá.
Breytingarnar munu tvímæla-
laust vera til bóta og er þar um
ýmis nýmæli að ræða til sam-
ræmis við breytta búnaðarhætti.
Ætla má að ný jarðræktarlög
verði sett á næsta þingi, þar
sem frumvarp hinnar stjórnskip-
uðu nefndar mun vera fullbúið á
þessu vori. Það var fullyrt í um-
ræðunum í gærkvöldi, að land-
búnaðarráðherra héldi jarðrækt-
styrknum niðri með því að miða
jarðræktarstyrkinn við skakka
vísitölu. Þessi ásökun er ekki
svaraverð. Þó þykir rétt að geta
þess að jarðræktarstyrkur er
geiddur nú eftir sömu reglum og
gilt hafa síðan 1948 og vísitalan
er útreiknuð eftir þeim reglum,
sem í gildi eru um úrreikning
hennar.
Jarðræktarstyrkur hækkar veru
lega til þeirra, sem hafa smærri
tún með þeim lögum, sem nú
ganga í gildi um breytingu á lög
um um Stofnlánadeild, þar sem
miðað er við hærri styrk til
þeirra, sem hafa tún undir 15 ha.
í stað 10 ha. áður. í sömu lögum
er gert ráð fyrir að hækka bygg
ingarstyrk á íbúðarhús í sveitun-
um. Á það var minnzt í umræð-
unum i gærkvöldi að vegamálin
væru í miklu öngþveiti. Ekki var
leitazt við að færa rök fyrir þess-
ari fullyrðingu. Þess ber að geta,
að vegafé hefir á undanförnum
árum verið of lítið til viðhalds
og nýbygginga. í tíð núverandi
ríkisstjórnar hefir vegafé verið
aukið hlutfallslega mikið meira
en nokkru sinni fyrr. Þannig hef-
viðhaldsfé verið hækkað um 90%
síðan 1958, fé til nýbygginga um
70%, til brúargerðar um 62% og
til flugvalla 99%. Talið er að
viðhalds- og vegagerðarkostnað-
ur hafi aukizt á þessu tímabili um
45%. Samkvæmt þessu er mun
betur séð fyrir vegamálum en
jvar á meðan Framsóknarmenn
fóru með þau mál.
r
Islenzkur bnllett —
Framhald af bls, 9:
fólk stóð f snjó upp að eyrum,
og í hverri viku héldu vinir
mínin að nú hlyti ég að vera
frosin í hel. En ég skemmti mér
prýðilega við áð lofa og veg-
sama sumarblíðuna hér, þangað
til allir voru farnir að sáröfunda
mig að búa í svona yndislegu
landi. Ó, Iitirnir hérna — þeir
verða mér ógleymanlegir. Og
þetta hreina, styrkjandi loft. Ég
hlakka til að segja vinum mín-
um í Englandi frá öllu hér —
við erum skelfing fáfróð um
ykkur“.
„Hefurðu eignazt marga vini
hér?“
„Já, núna þekki ég orðið
marga. Fyrst var ég dálítið ein-
mana. Ég vildi gjarnan læra ís-
lenzku, en hún er svo voðalega
erfið. Og allir íslendingar virð-
ast tala reiprennandi ensku!“
„Hvað heldurðu, að þú gerir
svo? Ef þú ílendist þá ekki
hér?“
„Ég hef öll réttindi til að
verða R.A.D. prófdómari og
vildi gjarnan reyna það. En ég
er löngu hætt að gera framtíðar-
áætlanir — lífið sér venjulega
um áð breyta þeim!“ — SSB
Eigi að síður geta menn verið
sammála um að þörf sé á auknu
fé til vegaframkvæmda. Ríkis-
stjórnin vinnur að því að svo
megi verða. Milliþinganefnd vinn-
ur að endurskoðun vegalagnanna
og má gera ráð fyrir að þeirri
endurskoðun Ijúki í sumar, þannig
að leggja megi fram frumvarp til
nýrra vegalaga á næsta hausti.
Þegar Framsóknarmenn og Komm
únistar ræða um samdrátt í fram-
kvæmdum, þá eiga þeir erfitt með
að finng orðum sínum stað. Sann
leikurinn er að aldrei hafa fram
kvæmdir verið meiri f landinu
heldur en nú. Aldrei hefur atvinna
verið betri heldur en nú er, og
horfur eru á að svo geti orðið á-
fram. Rafvæðingu landsins miðar
vel áfram 10 ára áætluninni mun
verða lokið á næsta ári eins og
ákveðið var árið 1955, þegar 10
ára áætlunin var gerð að 11 ára
áætlun. Unnið er að framhalds-
áætlun, sem miðast við það að
allir landsmenn hafi fengið raf-
orku ekki seinna en árið 1970.
Gert er ráð fyrir að framhalds-
áætlunin verði fullbúin á næsta
hausti Verður þá unnt að gera
sér grein fyrir því, hversu margir
geta komizt inn á samveitukerfi.
Vitað er að margir bæir eru þann
ig í sveit settir að þeir geta ekki
fengið raforku nema frá disel-
stöðvum. I athugun er með hverj-
um hætti unnt er að veita þeim
aukna aðstoð vegna aðstöðumun-
ar. Ríkisstjórnin hefir lagt fram
þjóðhagsáætlun, sem gerð hefir
verið ítarleg grein fyrir. Með Þjóð
hagsáætluninni er gert ráð fyrir
aukinni uppbyggingu og fram-
kvæmdum eins miklum og fjár-
hagskerfið og mannafli leyfir.
Atvinnuvegir landsmanna ganga
vel, framleiðslan eykst I landbún-
aði, sjávarútvegi og iðnaði. Upp-
bygging, og bætt lífskjör fyrir al-
menning mun örugglega halda á-
fram, ef haldið verour þeirri
stefnu, sem farið hefur verið eftir
síðan viðreisnin hófst. Stjórnar-
andstaðan vill vlkja af þessari leið
og taka upp stefnu vinstri stjórn
arinnar að nýju.
Nauðsynlegt er að Islendingar
geri sér grein fyrir öllum stað-
reyndum og Iáti eigin dómgreind
ráða, þegar valið verður á milli
stefnu ríkisstjórnarinnar og þeirra
sem vilja rífa niður og eyðileggja
þann árangur, sem náðst hefur í
efnahagslegri uppbyggingu þjóð-
arinnar. „
VW—’62 115 þús.
VW—’57 70 þús.
VW-rúgbrauo ’62 120 þús.
Opel Kapitan ’60 180 þús.
Chevrolet ’55 100 þús.
Chevrolet ’57 100 þús.
Ford '60 Galexie 200 þús
Skipti
Ennfremur hundruð ann-
arra bifreiða með ýmis-
konar greiðsluskilmálum.
BIFREIÐ ASALAN
Símar 11025 og 12640
HÖFUM TIL SÖLU:
Fjölbreytt úrval jeppa-bifreiða, þ. á m. Land-Rover og
Austin-Gipsy 1962.
OPEL CARAVAN, REKORD og KAPITAN flestar árgerðir
MERCEDES-BENZ, flestar árgerðir.
VOLKSWGEN, flestar árgerðir.
VOLVO ?958, ekinn 45 þús. mílur.
UNIMOG 1954 með glæjum. Kr. 50 þúsund.
HÖFUM KAUPENDUR A BIÐLISTA AÐ:
FORD TAUNUS.
FORD ANGLIA og PREFECT.
VOLKSWAGEN 1958—1961.
Látið RÖST annast fyrir yður viðskiptin, það er beggja
hagur. Komið og skráið bifreiðina til sölu hjá RÖST,
því þangað beinast viðskiptin í vaxandi mæli.
Allt gert til að þóknast viðskiptavinunum.
BIFREIÐAS ALAN
RÖST
Símar 11025 og 12640
Við breytum bílum í peninga
og peningum i bíla.
Komið - Skoðið - Seljið - Kaupið
Landrover ’62 benzín Opel Capitan ’59
Taunus Station ’58 Chervrolet ’58 orginal
Chervrolet Station ’58 Renau Daulphin ’61
Ford ’56 2 dyra og Pontiac ”55.
Hringið í sima 23900 og 20788.
snoa $mm twi
FISKUR
Reyktur fiskur, ýsuflök, ný
ýsa og sólþurrkaður saltfisk-
ur, nætursöltuð ýsa,
fiskur, saltsíld í lauk. Egg
og lýsi
FISKMARKAÐURINN ^
Langholtsvegi 128. "
Simi 38057
Hjólbardaverkstæðið M Y L L A N
Viðgerðu á ails Kona, njOlbörðum - Selium einnv 'a.
-tærðn bióinarða vonduð vinna Hagstætt verð
M Y L L A \ Þverholtt 5.
Frægt
fólk
Sumir rnuna ef til vlll eftir
unga Bandaríkjamanninum
Garry Davis sem frægur varð
sem „heimsborgari nr. 1“,
þegar hann sagði skilið við
bandaríka vegabréfið sitt og
bjó sér til annað.
Garry Davis
Nú er hann orðinn 41 árs
og er orðinn alveg uppgefinn
á hlutverki sínu sem heims-
borgari, því að satt að segja
hefur þvi ekki verið sérlega
vel tekið. Hann hefur nú (með
bandarískt vegabréf í lagi)
setzt að á Thahiti.
— Ég verð að viðurkenna
að heimurinn er ekki nógu
þroskaður ennþá til að taka
við hugmyndum minum, segir
Garry og andvarpar . . . en
hann verður að viðurkenna að
hann hefur valið sér heppileg
an stað til að dveljast á með
an hann er að ná sér eftir
vonbrigðin.
Farouk fyrrverandi Egypta-
landskonungur ætlar að fara
að kvænast í þriðja skipti. Sú
hamingjusama er rauðhærð
sópransöngkona IrmaCapcce
Farouk
Minutolo að nafni. Irnia var
fegurðardrottning í Napoli fyr-
ir tíu árum og þá kynntist
Farouk henni. Síðan hafa þau
verið góðir vinir og hefur
Farouk styrkt hana til söng-
náms. Farouk er nú 43 ára
gamall.
f Irma tilkynnti fyrirætlun
þein.i skömmu fyrir páska —
en ekki hefur verið gefið upp
hvar eða hvenær hjónavígslan
! fari fram — „En það er satt“,
| segir brúðurin tilvonandi.