Vísir - 22.04.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 22.04.1963, Blaðsíða 9
VISIR . Mánudagur 22. apríl 1963. Spjaílað við Elizabeth Hodgshon ballettkenn- ara Þjóðleikhússins „Einn, tveir... vinstri, hopp — einn, tveir, ágætt, svona ... já, svona!“ Það er mikið um að vera í ballettskóla ÞjóðleikhUssins. Ungu dansmeyjarnar leggja sig allar fram. Nú er um að gera að standa sig, því að prófin eru fram undan, og það engin venju- leg próf — fyrir mánaðamótin er von á prófdómara frá Royal Academy of Dancing I Bretlandi, þeirri virðulegu og mikilsvirtu stofnun. Engin furða, þótt taug- arnar séu dálítið spenntar. Kennarinn, Miss Elizabeth Hodgshon, þýtur fram og aftur um gólfið, hrópar fyrirskipanir á ensku, leiðréttir, gefur sýnis- horn. Engu má muna, linan verð ur að vera hrein og óbrotin, jafn vel ein lítil handhreyfing getur eyðilagt fallegustu arabesque, allur líkaminn verður að vera undir fullkominni stjóm. Það er enginn hægðarleikur að vera ballettdansari — kannske gerir engin listgrein jafnógnarlegar kröfur til túlkenda sinna. „Þú kvíðir auðvitað ekki síður fyrir en þær?“ „Nei, áreiðanlega ekki. Ég er ánægð með framfarimar hjá þeim í vetur, en nokkrir mán- uðir eru svo stuttur tími, að maður getur ekki gert nærri nóg. Fyrst þurftu þær að venj- ast mér og mínum kennsluað- ferðum, sem voru þeim nýjar, svo er vandamálið að gera sig _ skiljanlegan — æ, ég vildi, að ég kynni fslenzku!" „En mér sýndist þær alveg skilja þig, þó að þú talaðir tóma ensku og frönsku". „Þær eru farnar að finna þetta á sér. Fyrst varð ég allt- af að sýna þeim hverja einustu hreyfingu, en núna gengur það miklu betur. Þær þurftu lfka að læra frönsku nöfnin á sporun- um og svo margt og margt. Það er nóg að kunna bara sporin, ballettinn felur f sér ótalmargt annað en dansinn einan". íslenzkur ballett. „Þú kemur aftur næsta vet- ur?“ „Já, ég kem aftur. Þetta er erfitt starf, en það er líka lif- Vlð kennslu í ballettskólanum. „Ó, það gerist nú ekki á nokkrum mánuðum! En fyrst er að leggja grundvöllinn. Sem stendur býður ballettinn ekki upp á mikla framtfðarmöguleika á íslandi, en þetta getur allt breytzt, og^ þá er betra að vera viðbúinn — undirbúningurinn verða að læra að spila á hljóð- færi, enda er ómögulegt að hugsa sér ballett án tónlistar. Jafnvel þó að engin músik sé við ballett, verður dansarinn að finna hana í sjálfum sér. Og í öllum ballettskólum þarf að hafa mikla tónlistarkennslu, ef Of hávaxin. „Hefurðu ekki dansað á sýn- ingum?“ „Jú, ég hef dansað sóló í ýmsum söngleikjum eins og t. d. Leðurblökunni, Oklahoma, Annie, Get Your Gun, o. fl. En Islenzkur í sköpun! Miss Hodgshon klappar sam- an lófunum, og kennslu er lok- ið. Námsmeyjarnar blása mæð- inni, þurrka svitann af enninu, tínast síðan út. En þær eru tæp- lega uppgefnari en kennslukon- an sjálf. Hún er líka móð og rennblaut af svita, og hún varp- ar öndinni léttara, þegar hún getur setzt niður og látið fara vel um sig. Fyrstu R. A. D.-próf á íslandi. „Við erum allar ein tauga- hrúga“, segir hlín brosandi. „Maður veit aldrei, hvemig fer f prófunum, þó að allt gangi vel í tímum. En ég vona það bezta“. „Hvenær kemur prófdómar- inn?“ „í lok þessa mánaðar. Annars býst ég við, að Þjóðleikhús- stjórinn láti blöðin vita, þegar þar að kemur, svo að ég ætti ekki að segja of mikið. En þetta er mjög mikilvægt, því að það er í fyrsta sinn sem R.A.D.-próf hafa verið tekin á íslandi. Próf- dómarinn, sem kemur, Miss Mar ion Knight, er einn af þeim beztu, sem við höfum“. „Og gefa þessi próf einhver réttindi?" „Já, þær, sem standast þau, eru um leið orðnar fullgildir nemendur-f Royal Academy of Dancing og geta stundað þar nám, ef þær fara til Bretlands. Og auk þess hafa þær rétt til að keppa um skólastyrki, sem R.A.D. veitir efnilegum nemend um. Það er líka gott fyrir þær að ganga undir próf, því að þá fá þær betri mælikvarða að miða við í framtíðinni“. andi og skapandi, maður er að byggja upp og hlúa að ungum gróðri. Og mig langar að fylgj- ast með árangrinum að minnsta kosti fyrst um sinn“. „Hvemig lízt þér á möguleik- ana að koma hér upp íslenzkum ballettflokki?" Elizabeth Hodgshon. verður að fara fram núna, því að það tekur alltaf nokkur ár að koma upp góðum ballett- flokki. Og skólastarfið þarf að skipuleggja betur og bæta við námsgreinum". „Hvað eru nemendumir marg- ir?“ „Eitthvað um 170. Alltof margir fyrir mig eina, en mér hefur verið lofað aðstoðarkenn- ara næsta vetur. Þá þurfum við að skipta þessu 1 fleiri deildir, bæta við námsgreinum eins og karakterdansi, þjóðdönsum, lát- bragðslist o fl. í vetur hef ég ekki komizt yfir neitt nema rétt tæknina. En mig Iangar að kenna þeim dansa ‘ úr frægum ballettum og gera námið meira alhliða". „Em engir drengir í ballett- skólanum?" „Jú, það em 14 drengir, en þeir em flestir byrjendur og mjög ungir. Þeir em fullir af áhuga alveg eins og stúlkumar". Tónlistarkennslu ábótavant. „Hvað myndirðu segja um hæfni íslenzku nemendanna samanborið við dansara af öðr- um þjóðernum?" „Þeir hafa einn slæman galla — þá skortir tilfinningu fyrir músíkinni. Líklega er ekki nóg um tónlistarkennslu í skólun- um. í brezkum skólum er t. d. mikið kennt um tónlist og hvernig hægt sé að læra að njóta hennar, það eru nemenda- hljómsveitir í flestum venjuleg- um skólum, og börnin læra tón- fræði, tónlistarsögu og hljóð- færaleik. Allir dansnemendur vel á að vera. Hljóðfærið, meló- díurnar, andinn í músikinni — þetta er sjálf sál ballettsins". Hún stendur upp og tekur nokkur spor á gólfinu. „Þetta er alltof hart gólf, það er bein- Ifnis hættulegt að dansa ballett á steingólfi. En þeir lofuðu mér því hátíðlega, að ég skyldi fá gott trégólf fyrir næsta vetur, og ég vona, að þeir standi við það!“ Samdi dansana í Pétri Gaut. öðm hverju ganga hinar kyn- legustu vemr gegnum salinn. Það em púkar og þursameyjar úr höll Dofrans, því að sýning stendur yfir á Pétri Gaut. í há- talaranum heyrast miklar æs- ingaræður frá sviðinu. Gunnar Eyjólfsson er orðinn hás af dramatfk. „Æfðir þú ekki dansana í Pétri Gaut, Elizabeth?" „Jú, og samdi þá líka. Ég von- ast til að gera meira af slíku næsta vetur". „En hvemig er með þig sjálfa og þínar æfingar? Finnst þér ekki erfitt að halda þér í þjálf- un án kennara?" „Jú, það er nú það versta. En ég er svo óttalega löt eins og flestir dansarar — við verð- um alltaf að hafa einhvern, sem rekur okkur áfram. Við og við rýk ég upp og segi við sjálfa mig: „Svona, þetta dugir ekki lengurl Nú verður þú að taka þig til og keppast við!“ En það stendur ekki lengi. Þegar ég kem til London, ætla ég strax að fara í tíma“. ég gat ekki orðið ballettdans- mær, af þvf að ég er of há- vaxin“. „Hvað ertu há?“ „1.70. Það er mjög slæmt fyrir dansmeyjar að vera svo hávaxnar: Ég var pínulítil, þangað til ég varð fimmtán ára, en þá fór ég að vaxa og vaxa, og á einu ári stækkaði ég svo mikið, að allir mínir framtfðar- möguleikar og loftkastalar hrundu f rúst. Það var hræði- legt. Ég get ekki lýst þvf, hvern- ig mér leið. En ég gat ekki hætt að stækka, hvernig sem ég fór að, og varð að taka því eins og hverjum öðrum forlögum. Svo Iærði ég að kenna f stað- inn“. „Og hvernig fellur þér það?“ „Vel. Ja, stöku sinnum er það ergilegt og þreytandi, en það em flest störf einhvern tíma, hversu skemmtileg sem þau kunna að vera. Það er kenn- arablóð í ættinni minni, og ég hef víst erft eitthvað af því. Og ég hugsaði mér álltaf, að ég vildi heldur verða góður kennari en léleg dansmær — ég veit svo sem ekki, hvort það hefur tekizt, en ég reyni eins og ég get. Og mér finnst vænt um nemendurna mfna“. Sumarblíða á íslandi. „Hvernig kanntu við þig á íslandi? Nú ertu búin að vera heilan vetur, og ekki geturðu sagt, að þú hafir verið óheppin með veðrið!“ „Nei, öðru nær. Ég var alltaf að fá bréf að heiman, þar sem Framhald á bls. 10. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.