Vísir - 26.04.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 26.04.1963, Blaðsíða 2
2 £&I^ÍI8œ3Si$8^M&S&5S6SeSSaSS§lil^lfæi? Þróttur „burstaði" íslandsmeis tarana Þeir sem leið áttu fram hjá íþróttavellinum í gær um 6-leytið spurðu margir þá sem innan vallarins voru hvernig staðan í leikn um væri og fengu það svar að staðan væri 4:0 fyrir Þrótt, 2. deildarliðið sem væri innan veggjanna að etja kapp við sjálfa íslands meistarana, Fram. Þannig var staðan eftir fyrri 45 mínúturnar, sem voru mjög góðar af hálfu Þrótt- ar, sem átti leikinn að mestu leyti og hefði getað farið með stærri sigur af hólmi. Fram tókst á fyrstu mínútu að skapa nokkra hættu við Þróttar- markið, en áður en varði var tafl- inu snúið við og Þróttarar taka leikinn í sínar hendur og mörkin koma á færibandi út hálfleikinn. ic 2. mín.: Ólafur Brynjólfsson, miðherji Þróttar fær innkast inn í vítateiginn. Snjöll af- greiðsla Ólafs, er hann „vipp- aði“ yfir vörn Fram og Geir markvörð, — 1:0. ic 17. mín.: Fyrirgjöf g kemur frá vinstri fyrir Frammarkið og Þróttarar leika boltanum milli sín innan teigs og Ólafur Brynjólfsson afgreiðir hann að lokum í netið með góðu skoti, — 2:0. '4r 17'/2- nu'n.: Framarar hefja leik eftir annaö mark Þróttar, en missa hann jafjjhratt. Þrótt- arar sækja beinustu leið upp miðjuna og það er Jens Karls- son, hinn ötuli innherji sem skorar, — 3:0. „imbo-Rokk-Tvist'*, Þróttarar önnumkafnir við að sigra íslands- meistarana. ic 21. mín.: Ekki líður langur tími þar til Geir markvörður hirðir boltann úr neti sínu. Ax- Framh. á bls. 3. / Valur vam 1:0 en KR átti allan leikinn með 3. flokki í fyrra, geta orðið góðir með tímanum, en meistara- flokkur er líklega nokkuð stremb- Framh. á bls. 3. m Halldór, Kristleifur, Agnar skokkuðu rólega í mark. Skrítið KR-samflot í Víðavangshlaupi Þrír KR-ingar hlupu í mark, allir í hnapp í 48. Víðavangshlaupi ÍR. Erfitt reyndist að skera úr um röð þeirra en Kristleifur Guðbjörnsson hafði samt vinninginn, hafði sþerrt út brjóstið, en tveir næstu voru svo hnífjafnir að þeir voru úrskurðaðir með hlut kesti: Halldór Jóhannesson varð þannig annar en Agn- ar Leví þriðji. ÉÍÍÍ&mrHúw' fwéitir Skozki leikmaðurinn Ian Ure, sem keppti hér vorið 1960 með Dundee var fyrir helgina seldur til enska félagsins Arsenal fyrir 80.000 pund. Langhæsta verð sem borgað hefur verið fyrir varnar- leikmann í heiminum. <s>------------------------------------ KR-ingarnir eru annars grunaðir um að hafa ákveðið þetta einstæða samflot, enda haft eftir sigurveg- aranum eftir hlaupið: ,,Ég lagði heldur mikið á mig í lokin“, annar átti sem sé að sigra, hinn hreini íþróttaandi var fyrir borð borinn, en keppnin fyrirfram ákveðin. KR vann 3ja manna sveita- keppnina, enda eina félagið sem átti sveit, og vann til eignar bikar sem gefinn var til minningar um Hallgrím heitinn Benediktsson. Úrslit í Víðavangshlaupi ÍR voru annars þessi: 1. Kristleifur Guðbjörnsson, KR, 11.33.9 2. Halldór Jóhannesson, KR, 11.33.9 3. Agnar Levl, KR, 11.33.9 4. Kristján Guðmundsson, ísa- firði, 11.55.0 5. Jón Gunnlaugsson, Umf. Bisk., 12.42.0 6. Vilhjálmur Björnsson, UMSE, 12.47.0 Fleiri voru þátttakendur ekki. Suður I Hafnarfirði fór fram í gær sambærilegt hlaup og þátttak- endur voru yfir 40! Hér í Reykja- vik er hins vegar að grotna niður þessi skemmtilega „tradisjón" frjálsíþróttanna og hefur heyrzt að reynt verði að hafa hlaupið næsta ár og þar næsta, I 50. skiptið, en hætta síðan, enda virðist ekki grundvöllur fyrir því eins og nú er ástatt. Það voru Valur og KR, gömlu fjendurnir í knatt- spyrnulífi Reykjavíkur, sem opnuðu knattspyrnu- árið 1963 á síðasta vetrar- dag, með hröðum og skemmtilegum leik í sand- kassavelli eins og hann get ur verið verstur. Austur- bæjarliðið fór með sigur af hólmi í þetta sinn, skoraði eitt mark, glæsilegt að vísu, en átti mjög lítið í leiknum, og sýndi ekki nándar nærri eins góðan leik og KR. Mark Valsmanna kom eins og þruma úr heiðskfru lofti. Berg- steinn Magnússon var með knött- inn I 30 metra fjarlægð frá marki, en skaut snögglega, og enda þótt markvörðurinn hefði nokkurn tíma til að átta sig, tókst honum ekki að ná til knattarins, enda skotið fast og eftir vindi, og að auki út við ^stöng neðst I markið. KR-ingar sóttu mun meira allan leikinn en sú sókn borgaði aldrei fyrir sig með marki, þó stóð Sig- þór útherji fyrir svo til opnu marki en spyrnti himinhátt yfir. Halldór átti einnig ágætis færi í námunda við mark Vals, en allt fór á sömu leið og einna helzt leit út fyrir að Valur hefði fengið hina frægu „KR-heppni“ að láni I þessum leik. Valsliðið virðist ekki máttugt þrátt fyrir sigur sinn yfir Bikar- meisturunum. Liðið hrósaði sigri mest fyrir einstæða heppni og góð- an leik markvarðarins Björgvins Hermannssonar, sem sagt er að hafi ekki mætt á eina einustu æf- ingu í vor. Nýliðar liðsins, Her- mann Gunnarsson og Bergsveinn Alfonsson, kornungir menn, léku Þessi mynd er úr leik K.R. og Vals, en hann var oft á tíðum spennandi og allvel Ieikinn. Hér skall hurð nærri hælum, eftir skot að marki Vals bjargaði Björgvin marki Vals naumlega. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.