Vísir - 26.04.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 26.04.1963, Blaðsíða 6
6 VISIR . Föstudagur 26. aprfl 1963. VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og nfgreiðsla Ingóifsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Á Landsfundi í gær komu Sjálfstæðismenn saman til fundar hér í höfuðborginni. Kosningar eru framundan. Eftir rúm- an mánuð munu kjósendur þessa lands ákveða með atkvæði sínu hverjir fara með stjóm ríkisins næstu fjögur árin. Það er því nauðsynlegt að menn staldri við, líti yfir farinn veg og spyrji: Hvemig hefir þjóð- inni og landinu vegnað undir ríkisstjórn Ólafs Thors? Svarið er: þjóðinni hefir vegnað óvenju vel. Einstakt blóma- og hagsældartímabil hefir verið á þessu landi síðustu misserin, eftir að árangur ráðstaf- ana ríkisstjóranrinnar tók að koma í Ijós. Og það eru ekki einungis Sjálfstæðismenn, sem svara spuming- unni á þennan hátt. Allir drenglundaðir menn, sem ó- vilhallt dæma, hljóta að komast að sömu niðurstöðu. fslenzka þjóðin var komin fram á barm hengiflugsins árið 1958, eins og Hermann Jónasson réttilega sagði. Óðaverðbólga var skollin á. Með samtaka björgunar- aðgerðum, sem gerðar hafa verið að beztu manna yfir- sýn, hefir hættunni verið bægt frá. í stað hraps í hyl- dýpi óðaverðbólgu og þjóðargjaldþrots hefir hafizt nýr tími á þessu landi, tími uppbyggingar og auðsældar, tími frelsis í viðskiptum, bjartsýni og stórhugs. At- vinnuleysið er orðið að þjóðsögn, traust þjóðarinnar út á við hefir verið endurvakið, framleiðsltækin streyma inn í landið. Þetta er staðreynd, sem allir réttsýnir menn ljúka upp einum munni um. Um hana verður ekki deilt. Hér skulu örfá helztu framfararmálin nefnd: Landhelgismálið farsællega leyst. ♦ ir Láglaunamenn hafa verið gerðir skattfrjálsir. jr Tollar lækkaðir um 100 millj. króna. ir Framkvæmdaáætlun um stóraukna fjárfestingu gerð. it Almennatryggingar auknar og bættar. Þetta eru einungis fimm dæmi — fimm megin- vörður á leið þjóðarinnar til bættra lífskjara. Fimm sigrar, sem lengi mun verða minnzt. Á Landsfundi sínum munu Sjálfstæðismenn marka stefnu næstu ára. Margt er enn ógert. En grund- völlurinn hefir verið treystur með viðreisninni. Þjóðin er nú ekki lengur lítilsvirt vanskilaþjóð, heldur hefir hún aftur áunnið sér fyrra traust sitt. Og inn á við hefir trú manna á land sitt og framtíð stór- eflzt. Það er vorhugur í mönnum. Framundan eru enn bætt lífskjör, meiri hagsæld til sjávar og sveita. En aðeins ef stjórnarstefnan er rétt. Víðsýn umbótastefna og aukið frelsi einstaklings- Ins til starfs og dáða eru þau tvö leiðarljós sem flokk- urinn mun starfa eftir enn sem fyrr. Hjónin Rada Krúsjeff og Adsjúbei ritstjóri. Myndin tekin í heimsókn þeirra til Rómaborgar á dög- unum. Frú Rada er sjálf ritstjóri tímarits um visindi. Þau eiga þrjá syni 11, 8 ög 4 ára. Börnin hafa ekki heim- sótt afa sim í KREJIU. Fyrir nokkru var Adsjúbei, hinn kunni ritstjóri rússneska blaðsins Isvestía á ferðalagi í Rómaborg og með honum eigin- kona hans, Rada, sem er dótt- ir Krúsjeffs forsætisráðherra Sovétríkjanna. Ferð þeirra vakti talsverða athygli m. a. fyrir það að Adsjúbei ritstjóri gekk á fund páfa, Jóhannesar 23., og hefur það ekki áður gerzt að svo háttsettur maður frá Sovét- ríkjunum ræddi við yfirmann kaþólsku kirkjunnar. Meðan stóð á dvöl þeirra hjónanna í Rómaborg, náði ít- alskur blaðamaður að ræða stutta stund við Rada, dóttur, Krúsjeffs, og fer það samtal hér á eftir: — Hvað er kærasta æsku- minning yðar? spurði hann fyrst. — Æ, það er svo langt síð- an. Ég man það ekki. — Hvað er sorglegasta æsku- minning yðar? — Þegar Leonid bróðir minn félí f styrjöldinni 1942. O — Hvað finnst yður sérkenni- legast við föður yðar? — Það sérkennilegasta við hann er að hann er ekki í nokk- urn minnsta hátt merkilegur eða einkennilegur sem persóna. Hann á eitt frfstundagaman. Honum finnst gaman að fara á veiðar. — Hvað haldið þér, að föður yðar þyki sérkennilegast við yð- ur sjálfa. — Spyrjið föður minn. O — Hvemig er listasmekkur föður yðar? Hvaða list líkar honum bezt, eða hefur hann nokkru sinni iðkað list sjálfur? — Hann heldur mest upp á klassíska tónlist. Stutt sumtul við dóttur Krúséffs — Hvort lfkar yður betur að búa í borg eða í kyrrð úti í sveit? Er nokkur ágreiningur innan fjölskyldunnar um hvort sé betra? — Bæði er þægilegt. Hver og einn f fjölskyldu okkar býr þar sem honum sjálfum sýnist. O — Leika börn yðar sér nokk- um tfma við afa sinn? Bera þau virðingu fyrir honum? Hafa þau nokkurn tíma farið að heimsækja hann í Kreml? — Já, auðvitað leika þau sér við afa sinn. Auðvitað bera þau virðingu fyrir honum. Þau hafa aldrei komið til hans í Kreml. — Hvað vill faðir yðar, að börn yðar verði, þegar þau eru orðin stór? — Að þau verði góðir komm- únistar. O — Hver er mesti matmaður- inn f fjölskyldu ykkar? Hvort finnst ykkur betri rússneskur, franskur eða ítalskur matur? — Ivan yngsti bróðir minn er mesti matmaðurinn. Hvað mat- arsmekk viðvíkur erum við al- heimsborgarar. — Hver í fjölskyldu ykkar borðar mest kavíar og drekkur mest vodka? — Bæði er skaðlegt fyrir heilsuna og við smökkum hvor- ugt. O — Þykir yður vænt um dýr og hvaða dýr? Hver er mesti dýravinurinn f fjölskyldunni? — Já, ég held mikið upp á skepnur, sérstaklega hesta og hunda. Ég er líffræðingur að menntun. — Hvert er viðhorf yðar til íþrótta? Hvaða íþrótt þykir föð ur yðar vænzt um? Hefur hann iðkað íþróttir? — Mér þykir skemmtilegast að vera á skfðum. Faðir minn kýs eins og ég sagði áður dýra- veiðar. Þegar hér var komið sögu, komu embættismenn aðvífandi og sögðu að frú Rada hefði ekki tíma' til að svara fleiri spum- ingum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.