Vísir - 26.04.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 26.04.1963, Blaðsíða 5
V í SIR . Föstudagur 26. apríl 1963. 5 Sigurður Benediktsson býður upp einn dýrgripinn. ir vilja kaupa en enginn selja — Það undarlega er„ sagði Sigurður Benediktsson, að þeg- ar allt verðlag er á toppi og málverk, listmunir og gamlar fágætar bækur seljast hærra verði en nokkru sinni fyrr þá kippa menn að sér hendinni og hætta að selja, Ég skil þetta ekki, bætti Sigurður við, skilur þú það? — Nei, ég skil það ekki heldur. , — Fólk er svo undarlegt!' Það er engin leið að botna neitt í þvf. Maður skyldi ætla, að einmitt nú þegar hátt verð er í boði, myndi það sækjast eftir að selja það sem það vill verða af með en það virðist vera annað upp á teningnum. Fram að þessu hefur verið nægilegt framboð bæði á göml- um bókum og listmunum og stundum þannig að óþarflega stutt hefur verið milli uppboð- anna. Það sem af er þessu ári hef ég haldið eitt — segi og skrifa — eitt einasta málverka- uppboð en ekkert bókauppboð. Þetta hefur aldrei komið fyrir hjá mér áður. — Fékkstu hátt verð fyrir málverkin á slðasta uppboðinu þínu? — Málverk hafa aldrei selzt á hærra verði en einmitt þá. Sem dæmi skal ég nefna þér að þá seldist málverk eftir Gunn- Iaug Blöndal fyrir 31 þúsund krónur. Þvílíkt verð hefur aldrei fengizt fyrir mynd eftir hann til þessa. Annars má segja það um myndir hans að þær hafa að undanförnu verið í ört hækkandi verði. Myndir hans og blómamyndir Kristínar Jónsdóttur hafa hækkað hvað mest allra málverka. Ég held t. d. að blómamyndir Kristínar hafi ferfaldasí að verðgildi á skömmum tíma. ' ‘ —- Ilvaðá máívefk seljast annars hæztu verði? — Ásgrímur, Jón Stefánsson og Kjarval eru þar í sérflokki. Það er örugglega hægt að reikna með háu verði fyrir mynd eftir hvern þeirra sem er. — Færðu stundum fleiri en eitt málverk frá hverjum stað á uppboðin þín? — Það er ákaflega misjafnt. Það er miklu oftar að það eru eitt eða tvö málverk frá hverj- um einstakling, en stundum líka fleiri. Og frá einu dæmi get ég sagt þér þar sem hjón hringdu til mín og báðu mig að taka öll málverkin sín á upp- boð. Þau voru orðin þreytt á þeim og vildu endurnýja safn- ið sitt, fá ný málverk í staðinn Þetta málverkasafn hjónanna nægði mér á heilt uppboð. Dag- inn eftir sóttu þau 90 þúsund krónur til mín. En þetta var á þeim árum sem krónan var meira virði en nú. Þá þótti mikið að fá 10 þúsund krónur fyrir eitt málverk. Nú er það engin goðgá að fá 30 þús. kr. eða jafnvel meir fyrir eina slíka mynd. — Auk málverka og bóka selurðu skartgripi ýmsa og list- muni? — Það er sjaldgæft að ég haldi sérstök uppboð með list- munum einum, en mjög oft á- samt málverkum. Ef um góða og fallega gripi er að ræða fara þeir oft á geypilegu verði, ekki síður en málverk eða bækur. — Hvenær byrjaðirðu á þessum uppboðum? ^ Ég efndi-til þess fyrsta 2.'- maf 1953. Og á þessu 11 ára tímabilí nef ég haldið samtals 95 uppboð. Ég vonast til að 100. uppboðið verði fyrir n. k. áramót. Þetta hafa ýmist verið bóka- eða málverkauppboð. — Þú segist ekkert bókaupp- boð hafa haldið enn á þessu ári? — Um þetta eru allir að spyrja, sumir í síma, aðriir sem hitta mig úti á götu. Nei, síð- asta bókauppþoð hélt ég fyrir jól, en þá fékkst mjög hátt verð fyrir bækur enda góðar bækur í boði. Meðal annars má nefna að Sýslumannaæfin, sem voru slegnar fyrir 7 þúsund krónur, en það er miklu hærra verð en nokkru sinni áður hefur fengizt fyrir þær. Svipuðu máli gegndi um ýmsar aðrar bækur sem þá voru seldar. Það voru ekki nema 52 bækur á nppboð- inu. Þær voru allar frá sama manni og fyrir þær fékk hann um 60 þúsund krónur, eða á 2. þús. kr. fyrir hverja bók til jafnaðar. Þrátt fyrir þetta fæst enginn til að láta bók á uppboð lengur, enda þótt ég hafi mikið auglýst eftir gömlum bókum svo og málverkum og listmun- um. Líklega er fólk orðið svo ríkt að það munar ekki neitt um 60—70 þúsund krónur. Það vill heldur eiga skræðurn- ar. — Finnst þér að áhuginn á uppboðunum hafi rénað? — Ekki hjá kaupendunum, síður en svo. Þeir eru alltaf að spyrja og þeir virðast eiga næga peninga til að kaupa fyrir. En þetta er ekki nóg. Einhverjir verða að fást til að selja, ef af uppboðunum á að geta orðið. — Eiga bókasafnararnir í landinu ekki nóg af tvítökum til að selja? — Frá bókasöfnurum hef ég aldrei fengið nema fánýtt rusl. Ef þeir eiga sæmilega bók í tví- t'áli, láta þeir hana alls ekki á uppboð — þá vilja þeir skipta á henni og fá einhverja góða bók í staðinn. Beztu bækurnar, sem á uppboð koma, eru oftast úr dánarbúum, þar sem erfingj- arnir hafa ýmist ekki áhuga á bókunhm, geta ekki komið sér saman um skiptin eða þurfa á peningum að halda. Annars er það um bækur frem ur en um marga aðra muni, að þær komast smám saman úr umferð og í hendur safnara eða annarra fastheldinna manna. Fyrir bragðið verður minni hreyfing á fágætum og dýrmæt- um bókum með hverju árinu sem líður. — Er þá ekkert uppboð fram undan hjá þér í vor? — Jú, það vona ég. Ég er búinn að fá sæmilegan kjarna í málverkauppboð, þarf aðeins nokkra góða muni til viðbótar, annað hvort málverk eða skraut muni. Um bækur gegnir að visu nokkuð öðru máli, þar hef ég aðeins nokkurt hrafl og þar á meðal nokkrar góðar og fágætar bækur. Samt vonast ég til að geta haldið bókauppboð áður en langt um líður, ef mér berst einhver viðbót upp í hendurnar. — Hvenær býstu við að þessi uppboð verði haldin? — Ekki seinna en I næsta mánuði. Það er varla hægt að búast við að af þeinvgeti orðið í þessum mánuði úr þessu. Oti- lokað er það þó ekki, t. d. ef einhver vildi selja bókasafn, eða nokkur málverk. Það er hægt að undirbúa og skipuleggja upp boð á þrem dögum ef svo ber undir. Rafsuðu — Logsuðu vír — Vélar — Varahlutir fyrirliggjandi. Þ. ÞORGRÍMSSON & Co. Suðurlandsbraút 6. Sími 2 22 35. Bjóðum yður ALLSKONAR VÁTRYGGINGAR Vekjum sérstaka athygli á Hagkvæmum slysatryggingum og Hinni nýju bifreiðadeild * AÐALSKRIFSTOFAN 4 HÆÐ BIFREIÐÁDEILD GÖTUHÆÐ GÓÐ BlLASTÆÐI Simar: 15434 og 16434 Hafnarfjörður Ungling vantar til að bera út Vísi. Uppl. frá kl. 19,30—20,30 í síma 50641. Afgreiðslan Garðaveg S. Laugavegi 178

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.