Vísir - 26.04.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 26.04.1963, Blaðsíða 7
VlSIR . Föstudagur 26. apríl 1963. 7 Köngulóin: Erlingur Gíslason og Haraldur Bjömsson. GRIMA: ÞRÍR LEIKÞÆTTIR Partí: Kristín Magnúsdóttir, Nína Björk Ámadóttir og Erlingur Gíslason. inn sé á yfirborðinu sóttur í líf Sesars Borgía, Alexanders 6. páfa, Lúkrezíu og Don Sjúans eru þessi höfn þó að minni hyggju fyrst og fremst til þess ætluð að birta þekktar stærðir til að eiga auðveldara með per- sónusköpun. Og það tekst ein- mitt ágætlega vel, sérstaklega með stærstu hlutverkin tvö sem öllu máli skipta. Þátturinn birtir manni einkennlega reynslu, veit ir áhorfandanum sýn inn í hugar heim hrottaskaparins sem dylst undir kátlegu yfirborði. Helgi Skúlason nær mjög sterkum tökum á þættinum, nýt- ir leikarana til hins ýtrasta og vinnur ótvíræðan sigur sem leikstjóri. Allt einkennist af festu og öryggi og nákvæmni svo hvergi ber út af. Drýgstan þátt í ágæti sýningarinnar á Haraldur Bjömsson. Ég vildi mega afgreiða leik hans með einu orði: snilld. Erlingur Gísla- son sýnir einnig mjög góðan leik á móti Haraldi; tvímæla- laust bezti Ieikur hans til þessa og sýnir svo ekki verður um villzt að Erlingur er vaxandi leik ari sem vænta má mikils af í framtíðinni. Helga Bachmann er fögur kona og nýtur vel hið litla hlutverk Lúkrezíu ogPétur Ein- arsson sem áður hefur vakið á sér athygli sýnir hér enn góða leikhæfileika, ÞÓTT hér hafi ýmislegt verið gagnrýnt í verkum Odds Bjöms- sonar dylst engum sem þessa sýningu sá að hann býr yfir miklum hæfileikum sem leikrita skáld. Kemur það einkum fram í því hve vel honum tekst að knýja málið til fylgis við sig 'og ná miklu lífi út úr einföldunk hlutum. Þessir einþáttungar spá góðu um framtið Odds Bjöms- sonar. Af þeim sökum vil ég þakka Grímu fyrir að kynna verk hans og fyrir það að sýna okkur hvað einþáttungar eru í rauninni skemmtilegt form þótt þeir virðist eiga nokkuð erfitt uppdráttar. Þá er ekki annað en færa fram ámaðaróskir í til- efni af vel heppnuðum sýning- um og hvetja fólk til þess að gefa fyllsta gaum að því sem hér er á ferðinni. Njörður P. Njarðvík. EFTIR ODD BJÖRNSSON LEIKSTJÓRAR: HELGI SKÚLASON OG GISLI ALFREÐSSON Leikflokkurinn Gríma hefur frá upphafi þjónað nýstárleik- anum og á þakkir skilið fyrir það. Grfma kynnti Max Frisch fyrir reykvfskum leikhúsgestum og hefur síðan haldið áfram kynningum sínum við misgóðar undirtektir en óbilandi þraut- seigju. Á miðvikudagskvöldið kynnti Grfma Odd Bjömsson fyr ir leikhúsgestum en útvarps- leikrit hans Einkennilegur mað- ur var flutt fyrir nokkru. Ungir leikritahöfundar eiga sem kunn- ugt er f fá hús að venda með sýningar á verkum sfnum og ærið oft hafa þau fáu hús reynzt þröng inngöngu. Af þeim sökum hafa tilraunaleikhúsin svo- nefndu alls staðar gengt mikils- verðu hlutverki vegna þess að sjónarmið þeirra eru önnur og ekki eins einstrengingsleg og hinna virðulegu leikhúsa. Til- raunaleikhúsin eru djarfari og tefla í meiri tvísýnu, þess vegna er yfir þeim einhver ferskur blær. Þessu hlutverki hefur Grfma gengt með prýði og aukið skemmtilegri fjölbreytni f leik- listarlíf Reykjavíkur. Hins vegar ieyndi þátturinn því ekki að hann er skrifaður af manni sem hefur margt til brunns að bera. Innan um eru skemmtilegar setningar og eink- um tekst framhaldssagan sjálf vel. Báðir skiluðu leikararnir hlut- verkum sínum þolanlega og Valdimar Lárusson þó sýnu bet- ur sem von var til þar sem hann er miklu vanari leikari. Sýnir hann betri mímík en áður hefur til hans sézt og raddbeiting var með ágætum. Sveinbjörn Matthí asson er byrjandi á leiksviði og ber þess nokkur merki. Hann fellur vel í hlutverkið hvað lfkamsburði snertir en ýkir um of andlitsdrætti t. d. notar hann munn og tungu óhóflega mikið meðan hann er að hlusta á fram haldssöguna en það kann þó að vera sök leikstjórans, Helga Skúlasonar, sem að öðru leyti svo sannarlega ekki að ófyrir- synju að menn eru farnir að láta sér detta í hug að sálin sé ekki til. Þegar maður horfir á sam- kvæmi eins og það sem hér er til sýnis er til dæmis afskaplega erfitt að láta sér detta í hug að fólk sé gætt ódauðlegri sál. Hér er tómið dýrkað og asninn. Oddur Björnsson hefur miklu meira vald á þessu viðfangsefni en kyndurunum því þetta þekkir hann af eigin raun eins og flestir Reykvíkingar. Hér iðar líka allur þátturinn af lífi, stundum meira að segja að manni finnst nóg um. Það er þess vegna hreinn óþarfi að grfpa til billegra bragða eins og hér er stundum gert af höfundi og leikstjóra með því t. d. að setja svart nef á ráðherrann, leiða fram hross og risaeðlu. Þótt þessu væri öllu sleppt hefur þátturinn lítils misst. Gísli Alfreðsson KÖNGULÓIN. VIÐ LESTUR FRAMHALDSSÖGUNNAR. Fyrsti einþáttungurinn af þremur nefnist Við lestur fram- haldssögunnar og gerist I klefa tveggja kyndara. Höfundur bregður á Ioft snöggri mynd af andleysi og tómleika heimskra manna. Þessi þáttur er lakastur hinna þriggja og mest fyrir það að kyndaramir em báðir gerðir að hreinum bjánum. Myndin verður dauf og lífvana af því hvergi örlar á neinum átökum. Auk þess býður mér grun að höfundur þekkir ekki sjómenn. Það er í þeim meiri kergja og festa en þessum kyndurum. hefur leyst verk sitt vel af hendi. Hann hefur lagt áherzlu á ömurleikann og tómleika- kenndina sem hefði þó ef til vill mátt ná enn betur fram með not kun hljóða t. d. með lágum vélar dyn. PARTÍ. Næsti þáttur er býsna lifandi og beitt ádeila á „samkvæmis- líf“ ákveðins hluta Reykvíkinga nú á dögum. Þótt ærið margt sé fært í stílinn og stundum an- að í hreinan absúrdisma munu margir kannast við sitt af hverju úr þessu líflega partíi. Það er leikstjóri nær hraða í sýninguna og góðum heildarsvip en sums staðar skortir nokkuð á ná- kvæmni. Ekki er ég heldur alls kostar ánægður með alla hlut- verkaskipun. Gæinn er til dæm- is hvergi nógu gæjalegur og stingur f stúf við pæjuna, Ást- hildi Gísladóttur, sem stendur sig með ágætum og „átti“ allt sviðið um hrfð. Þá er bóndinn einnig alltof utanveltu í með- förum Grétars Hannes og ég hef tilhneigingu til að skrifa það á reikning leikstjórans. En þetta eru minni háttar atriði sem vega hvergi nærri upp á móti því sem til Iofs má segja um sýninguna. Erna Guðmundsdóttir skilaði ágætum leik með mikilli gleði og sannfæringarkrafti. Einnig kom Kristfn Magnús á óvart með snotrum leik, en hún er byrj- andi. Erlingur Gfslason lék ráð- herrann með glæsibrag og ég vil leyfa mér að fagna því að sjá Valdimar Helgason aftur á leiksviði eftir langt hlé. Valdi mar Helgason er á margan hátt traustur og öruggur leikari þeg- ar hann fær hlutverk við sitt hæfi og í þessari sýningu var hann á réttum stað. Valdlmar Lárusson lék Jobba ágætlega framan af en ekki get ég alls kostar fellt mig við flutning hans á ræðunni, þar tókst hon um ekki að vera drukkinn á nægilega eðlilegan hátt. Pétur Einarsson, Nína Björk Matthfas- dóttir og Sveinbjörn Matthías- son fara með smærri hlutverk. Vi5 lestur framhaldssögunnar: Valdimar og Sveinbjöm Matthíasson. Með síðasta þættinum rís leik sýning Grímu hæst í öllum skiln ingi. Höfundurinn seilizt þar lengst til fanga og tekst að skapa eftirminnilegt listaverk þótt stutt sé og ef til vill eilítið fálm- kennt. Þátturinn gneistar af Iífi, átökin eru mikil, hröð og glímu- tökin fast spennt. Þótt þáttur-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.