Vísir - 10.05.1963, Blaðsíða 1
VISIR
53. árg. — Föstudagur 10. maf 1963. — 103. tbl.
Krafo Eysteins og SÍS:
SÍS f Reykjavík: Fjármálaskörungar þess buðu KF í Stokkhólmi 49% f niðursuðuverksmiðjunni.
SÆNSKAR MILLJÓNIR í ÍS-
LCNIKA flSKIDNABINN
★ „Eflum innlent framtak gegn stórkapitalisma“
sagði Eysteinn Jónsson á flokksþingi Framsóknar-
flokksins í vor. En skömmu áður en Eysteinn tal-
aði sem hatrammlegast gegn erlendu fjármagni á
íslandi gerði hann allt hvað hann mátti til þess að
beina erlendu milljónaauðmagni inn í íslenzka nið-
ursuðuiðnaðinn.
Hann sótti um Ieyfi árið 1959, sem einn af
stjórnarmönnum SÍS, fyrir sænska samvinnuauð-
hringinn KF og baðst þess að KF féngi að eiga hér
49% í niðursuðuverksmiðju. SÍS hugðist reisa slíka
verksmiðju með hinu erlenda firma. Hún hefði kost
að nær 20 millj. króna.
★ Þannig hugðist Eysteinn og Framsóknarflokk-
urinn „efla innlent framtak“. Þannig átti að hleypa
útlendingum inn í íslenzka fiskiðnaðinn undir
verndarvæng SÍS. Nú ásakar hann hins vegar ríkis-
stjómina fyrir að vilja nýta erlent fjármagn í fisk-
iðnaðinum.
ÍK Ekkert sýnir betur fláræðið í áróðri Framsókn-
arflokksins en þessi saga, sem skjalfest er í bókum
Viðskiptamálaráðuneytisins.
um þetta mál. Var þar farið fram
á að leyfi yrði veitt til þessa
fyrirtækis og skyldi hið erlenda.
firma eiga tæpan helming þess.
Auk þess fór SÍS fram á að fá
heimiid til erlendrar lántöku til
verksmiðjunnar. Þannig átti að
ryðja hinu erlenda auðmagni
braut inn f íslenzka niðursuðu-
iðnaðinn.
En hvað segir Eysteinn í dag?
Á flokksþinginu f april varaði
hann mjög við erlendu fjármagni
í fiskiðnaðinum og sagði:
„Þetta vandamál er viðtækt og
margþætt en fyrst og fremst mun
verða reynt að komast inn í
fiskiðnaðinn og i gegn um það
inn i landhelgina. . . . Næsta stig
gæti orðið að ná tangarhaldi á
frystihúsunum beint og óbeint og
koma erlendu umráðafjármagni
inn í frystiiðnaðinn. Það gæti ver
ið að þetta yrði látin heita lán, ef
yfirvöld landsins, sem fjármagns-
flutningum ráða inn í landið,
Ieyfa slík lánsviðskipti við ís-
lenzk fyrirtæki. Þegar búið væri
að ná tökum á frystihúsunum og
gera þau háð erlendu hringunum,
þá væru hinir erlendu aðilar
komnir inn í landhelgina“ . . .
Tjetta segir Eysteinn í dag. En
árið 1959 var hann ekki
smeykur við að hjálpa erlendu
auðmagni við „að komast inn í
fiskiðnaðinn“ eins og hann nú
orðar það. Og þá var ekki um-
hyggju hans fyrir að fara varð-
andi landhelgina. Hagsmunir
SÍS voru í veði. Þá- voru þjóðar-
hagsmunir látnir víkja.
Skilur Eysteinn nú loksins
hvers vegna engin tekur mark
Eysteinn: Krafðist sænskra á þeim ásökunum hans að ríkis-
milljóna í fiskiðnaðinn. stjómin vilji selja islenzkan fisk-
iðnað f hendur útlendingum?
Jþað var árið 1959 að Við-
skiptamálaráðuneytinu barst
fyrsta bréfið frá stjóm Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga
Miklar endurbætur hjá
SíldarverksmiÖjum rtkisins
Vísir átti í gærmorgun viðtal við
Vilhjálp Guðmundsson framkvstj.
hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, um
undirbúning í verksmiðjunum fyrir
sumarsíldveiðarnar, og kvað hann
hvarvetna vera unnið að margvís-
legum endurbótum með aukið
vinnsluöryggi og bætta aðstöðu til
síldarmóttöku fyrir augum.
Verið er að setja upp soðkjarna
Hópur íslenzkra
ráðstefnu FAO
Hilmar Kristjónsson stjórnar
róðstefnunni
átvegsmanna á
um veiðitækni
Hinn 25. þ. m. hefst f London
önnur alþjóðaráðstefna Mat-
vælastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna um veiðarfæri og veiði-
tækni og undirbýr fslendingur-
inn Hilmar Kristjónsson þessa
ráðstefnu og stjórnar henni.
Hilmar er yfirmaður Fiskveiöi-
deildar FAO f Rómaborg og
stýrði hinnl fyrri ráðstefnu um
veiðarfæri og veiðitækni, sem
haldin var i Hamborg 1958.
Hópur islenzkra útvegsmanna,
útgerðarmenn og forstjórar
fiskvinnslustöðva, sækir ráð-
stefnuna f London með til-
stuðlan Fiskifélags tslands og
verður Már Elisson, skrifstofu-
stjóri Fiskifélagsins, fararstjóri.
Vfsi er kunnugt um að eftir-
taldir forvígismenn í útgerðar-
málum verða í þessum hópi:
Ingvar Vilhjálmsson Reykjavík,
Margeir Jónsson, Keflavík, Að-
alsteinn Jónsson, Eskifirði, Sig-
hvatur Bjamason, Vestmanna-
eyjum, Magnús Gamalielsson,
Ólafsfirði, Jón Héðinsson,
Húsavík, Óskar Kristjánsson,
Súgandafirði, og úr stjórn Fiski-
félagsins Pétur Ottesen og Jón
Axel Pétursson. Þá hefir blaðið
og heyrt að Kristján G. Gísla-
son muni sækja þessa ráðstefnu
en hann flytur inn mikið af
veiðarfærum.
Vísir hefir áður sagt frá
væntanlcgri þátttöku íslenzkra
iðnrekenda í vörusýningu mik-
illi og kaupstefnu, sem haldin
verður í Londön í sambandi
við veiðarfæra- og veiðitækniráð
stefnu FAO, sem hér hefir ver-
ið skýrt frá.
Már Elísson sagði I viðtali við
blaðið í morgun að búast mætti
við að flestallar þjóðir heims
sendi fulltrúa á veiðitækniráð-
stefnuna í London, sem yrði hin
merkasta, ef dæma mætti af
fyrri rástefnunni á þessu sviði,
sem Hilmar Kristjánsson hafði
veg og vanda af fyrir hönd
Framhald á bls. 5.
tæki í verksmiðjunum á Skaga-
strönd, Húsavik og Reyðarfirði. Á
Seyðisfirði er verið að reisa við-
bótarmjölskemmu, stækka bryggj-
una framundan verksmiðjunni og
endurbæta löndunaraíistöðuna með
tilliti til væntanlegrar umskipunar
á síld og síldarflutninga norður,
eins og voru í fyrrasumar.
Þá er verið að setja upp nýjar
mjölskilvindur í verksmiðjunum á
Siglufirði og Raufarhöfn og eiga
þær að leysa af hólmi gömlu hristi
síurnar í verksmiðjunum. Sú breyt-
ing á að bæta vinnsluna til muna
og gera hana öruggari.
Forstöðumaður
Fræðslumyndasafns
Stefáni Júlíussyni yfirkennara í
Hafnarfirði hefur verið veitt staða
forstöðumanns Fræðslumynda-
safnsins frá 1. maí að telja. Um-
sóknarfrestur um starfið rann út
um áramót og voru umsækjendur
þessir: Einar Pálsson, Garðar Vi-
borg, Gestur Þorgrímsson, Stefán
Júlíusson, Gísli Guðmundsson og
Sturla Pétursson.
v.