Vísir - 10.05.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 10.05.1963, Blaðsíða 15
V í SIR . Föstudagur 10. maí 1963. e© framhaldssaga eftir Jane Blackmore stjörnuskin og skuggar Það var sem reiðin yki þrótt hans af nýju og hann fór að fikra sig upp stigann. Hann þurfti ekki að óttast, að glugginn væri krækt- ur aftur — hann vdr það aldrei hvernig sem viðraði — gamla kon- an vildi hafa gott loft í svefnher- bjrginu sínu. Hann stakk inn fingri og lyfti upp króknum og opnaði gluggann betur og hélt niðri í sér andanum, er hann lyfti upp gluggatjaldinu til að gægjast inn. Hann sá að hún lá á bakinu — sofandi. Þá settist hann í giuggakistuna sem snögg- vast og var óðara kominn inn í herbergið. Hannjfullvisaði sig um, að dyrnar á herbergi Sorrel voru lokaðar. Hljóðlaust læddist hann yfir gólfið. Með annari hendi tók hann litla glerhylkið úr vasa sín- um, í hinni hefði hann vasaklút. Hann beitti tönnunum til þess að ná korktappanum úr glerhylkinu. Angan, beisk og sætleg í senn, barst að vitum hans. Honum var ekki fyllilega ljóst af hverju hann aðhafðist þetta. Hann vissi bara, að hann varð að gera það, sjálfum sér til réttlæt- ingar, til þess að sýna, að hann byggi yfir nægu hugrekki til slíkra framkvæmda. Konan í rúminu átti ekki lengur sjálfstæðan persónu- leika. Yfir andliti hennar hvíldi mikill friður. Hann horfði á hana eins og gersamlega ókunnuga manneskju. Og honum fannst það einkennilegt, en honum fannst hann væri sjálf- ur allt' annar maður. Hann væri sjálfur til — en einhversstaðar annarsstaðar. Það var eins og hon um væri stjórnað frá einhverjum fjarlægum stað. 15. kapituli. Vindhviða kom og nú hrikti í glugganum. Loks gat hann hreyft sig úr sporunum. En hann var stirð ur í fótunum. Og hann var hrædd- urvið að hnjóta um eitthvað. Hann beygði sig niður og horfði á konuna sofandi. Það var friður yfir andliti hennar. Hún hafði einskis orðið vör, svaf djúpum, föstum svefni. Andartak svimaði hann, en það leið hjá. Honum varð óglatt og hann lokaði augunum. Hann fálm- wm——iibiiiii ■■iiinurRHJMuaatia aði eftir höndinni, sem ekki var í umbúðum, og lá ofan á rúmteppinu sem hin. Hann þreifaði eftir slag- æðinni, en hann varð einskis var. Hann opnaði augun aftur. Hon- um fannst að hann væri úrvinda af þreytu. Honum fannst það mikil áreynsla að draga andann. Hann átti erfitt með að hugsa. Aðeins eitt vissi hann á þessu augnabliki: Að hann yrði að aðhafgst eitthvað — það var eitthvað, sem hann ætlaði að gera, varð að gera, en hann gat . . ekki . . . munað . . . hvað það var .... .......Hann vissi nú það eitt, að hann varð að komast burt og inn £ sitt eigið herbergi, áður en hann missti allt vald á sér. Ein- hvern veginn komst hann út og i stigann, jokaði glugganum, og komst svo niður. En það var erfitt að ná niður stiganum, Regnið streymdi niður og hann h-ifði ekki sama þrótt og áður. Vindurinn, sem hafði verið honum til uppörvunar, var nú versti fjandmaður hans. Hann var eins og lifandi vera, risi, sem barð- ist við hann. Loks tókst honum að ná niður stiganum.JHann yar alveg að kikna undir byrðinni ér hann bar hann inn í vinnuskálann. Þar datt stiginn úr köldum höndum hans. Það var eins og allar hreyfingar hans minntu á hreyfingar svefn- göngumanns, eins og hverri þeirra færu um. Og eins og svefngöngu- hann væri háður einhverju dular- fullu valdi, sem ekki var frá hon- um sjálfum komið, — það var sem heilabú hans væri aðeins miðstöð, sem fyrirskipanir, er hann laut, fóru um. Og eins og svefngöngu- maður lokaði hann dyrunum á vinnuskálanum og gekk svo heim að húsinu. Það var eins og hann vissi ekki af þv£, að hann var gegn- blautur, og hann mundi ekkert eftir þrepinu í stiganum, sem marraði í, en marrhljóðið heyrðist vart vegna gnauðsins í vindinum og brakinu í veggjum hins gamla húss, sem stundi í faðmlögum stormsins. Undir hurð Davlðs var enn dá- lítil ljósrák. Hljóðlaust læddist hann framhjá dyrum hans og inn í sitt eigið herbergi. Hann flýtti J5 sér að afklæða sig £ myrkrinu. Hann vafði buxunum og peysunni saman og stóð svo kyrr eins og í örvæntingu, ráðþrota. Hann vissi ekki hvað hann átti við þetta að gera. Það brakaði alit £ einu i fjaðra- madressunni £ rúmi Díönu. Hann snéri sér eldsnöggt við, beygði sig niður f fáti og stakk votum fötun- um undir rúmið — einu andar- taki áður en Diana rétti fram hönd sfna til þess að kveikja á náttlamp anum. Birtan frá lampanum bar á hann og hann kenndi til, eins og hann hefði verið stunginn hnifi. Hann hneig niður frekara en að hann settist á rúmstokkinn, og huldi andlitið í höndum sér. Diana reis upp til hálfs og studd ist við annan olbogann og horfði á hann syfjuleg á svip. — Er eitthvað að? spurði hún þreytulega. — Ekki neitt. Hann Ieit upp og horfði á hana rannsakandi augum. Hafði hann brugðið nógu skjótt við? Hafði hún séð hann ýta votum fötunum inn undir rúmið. — Það eru ósköp að sjá útlit þitt, sagði hún, og var sem hún væri nú á hröðum veg að glað- vakna. — Það er allt i lagi með mig, sagði hann nöldurslega, en hann varð að stappa i sig stálinu til þess að reyna að láta sem ekkert væri, hallaði sér út af og breiddi yfir sig. — Ég var að fá mér aspir- in. Slökktu ljósið. Hún hélt áfram að stara á hann. — Slökktu á lampaskrattanum, hvæsti hann. Hún gerði það og myrkrið um- vafði þau, en krampakendir drætt- ir fóru um Ifkama hans. Hafði hún orðið nokkurs vör? Grunaði hana nokkuð? Hann var næstum viss um _aðL_ef_Jsvx>. væri myndi hún hafa haldið.áfram að spyrja. Hann hugsaði um það, sem gerzt hafði. Það var eins og að hlaupa alltaf sama hringinn. Smám saman róaðist hann dálitið. Það var búið, — gert. Allt í einu fannst honum orka sín glæðast, eins og logi hefði kviknað hið innra með honum, en svo fannst honum þetta líkast log- um sem skilja eftir sviðna innviðu. Hann hafði gleymt einhverju. Hann hafði skipulagt allt svo nákvæm- Iega. Og þó hafði hann gleymt því, sem mikilvægast var. Hann renndi huganum til svefnherbergis gömlu konunnar, — virti þar allt fyrir sér — án þess að finna neitt. En einu hafði hann gleymt Sönnuninni — sönnuninni, sem nú átti að vera í svefnherbergi Sorrel — sönnuninni fyrir sekt hennar. Og hann bugaðist þarna í myrkrinu í rúmi sinu af skelfingu. Án þess hann vissi af kom eins og angistarvein yfir varir hans. Og í rúminu við hliðina á ,lá Diana kona hans skelfingu lostin og þorði sig ekki að hræra. Hún lá þarna og reyndi að hlusta að- eins á gnauðið £ vindinum, en skelf Ja, frú Petersen, eftir þyngd ættuð þér að vera 3.42 m á hæð. ingin sem hafði náð tökum á Rup- ert náði einnig til hennar. Sorrel stóð við hliðina á rúmi frú Vane. Stormurinn hafði lægt. Öllum skýjum hafði feykt burt og himinn var heiður og blár. Sól var risin og sólargeislarnir virtust á einlægu iði í herbergi Felicity Vane, en hún vissi það ekki. Sorrel stóð þarna með tébolla £ hendi. Bollann, sem Porchy hafði komið með fyrir aðeins einni éða tveimur mfnútum. Hún starði á fölt, lifvana and- litið, eins og lömuð. Hún vissi, fann á sér, að nú hafði það gerzt. — þetta, sem þau höfðu óttazt, og samt gat hún vart trúað þvl, að svona væri þetta. Langt, titrandi andvarp leið frá brjósti hennar. Hverju sem hún vildi trúa eða trúa ekki þá var Felicity Vane liðið lík. En ég, hugsaði hún, stend hérna, og er.í fullu fjöri. Svo komu hugsanirnar hver á fætur annari um hvernig þetta mundi hafa gerzt. Dyrunum hafði verið læst. Slár fyrir. Hún hafði einmitt verið að draga frá slána frá sfnum eigin dyrum, þegar Porchy kom með teið. Hún lagði frá sér tebollann og gekk að dyrun- um sem vissu út að göngunum. Sláin var fyrir að innanverðu. Hvernig gat þetta hafa gerzt? Hún — Sorrel — var hin einasta, sem hafði haft aðgang að þessu herbergi f nótt. Það lá við, að hún Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegi 11, simi 24616. P E R M A, Garðsenda 21. simi 33968 Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætismeg in. Simi 14662. Hárgreiðslustofan HÁTÚNI 6, sími 15493. HárgreiðDustofan SÓLEY Sólvallagötu 72, Sími 14853. Hárgreiðslustofan PIROL A Grettisgötu 31, simi 14787, Hárgreiðslustofa "ESTURBÆJAR Grenimel 9, slmi 19218. Hárgreiðslustofa SVÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR, LITTLE FIRE BtKP VEKY LITTLE, FELL INTO TREETOP WEST OF 5IS JI5AK0, THE í 'OKK. WE CLIW.B TKEE FOK HIVví WHEKE GREATFHZE SPKEA7 WE C0UL7 KIOT ENTEK UWTIL MANy 7AYS FASSE7! „Hús litlá Eldfuglsins brotna í marga hluta ... mikill eldur“, sagði höfðinginn. Tarzan: „Það hefur orðið sprenging í flugvélinni". Höfðinginn: „Litli Eldfuglinn mjög lftill, hann féll niður í hreiður storks, sem var i háu tré. Við klifra upp í tréð. Mikill eld- ur breiddist út. Við ekki komast fyrr en eftir marga daga“. Tarzan: „Heyrðirðu nokkur hróp frá eldinum?“ „Aðeins hávaði, mikill eldur“, sagði höfðinginn. Tarzan: „Komust engir aðrir af?“ Höfðinginn: „Eintóm aska, fólk með litla Eldfugli brann allt“. Freyiugötu 1, simi 15799. Hárgreiðslus<.oia AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdðttir) Laugavegi 13, sími 14656. Muddstofa á sama stað. S t r e t c h kvenbuxur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.