Vísir - 10.05.1963, Blaðsíða 9
VÍSIR . Föstudagur 10. maí 1963.
9
notfæra sér þá andvaraleysi
andstæðinga sinna sem treystu
á vopnahléssamningana.
Qrðið Laos rímar á móti al-
þjóðaorðinu kaos, sem þýð-
ir öngþveiti. Þar með væri í
rauninni gefin nægileg lýsing
á því ástandi, sem nú ríkir í
þessu forna, frumstæða kon-
ungsríki í Suðaustur Asíu.
Laos er ákaflega frumstætt
land. Þar hefur ekkert breytzt
í margar aldir. Mekong-fljótið
rennur ietilega gegnum dal
sinn mórautt af árframburði og
fólkið stritar fáklætt á rfsökr-
unum. Þéttir frumskógar þekja
stóra hluta þess og vegir eða
jámbrautir hafa vart verið til
þar til skamms tfma.
Um síðustu aldamót innlim-
uðu Frakkar það í nýlenduveldi
sitt f Indó-Kína, en það breytti
litlu, fornöld með höfðingja og
kirkjuvaidi ríkti sem áður á
þessu landssvæði. Þegar franska
nýlendan liðaðist f sundur varð
Laos sjálfstætt konungsríki og í
fyrstu virtist allt ætla að halda
áfram óbreytt. Það var innilok-
að rfki, líkt og Sviss í Evrópu,
hafði hvergi aðgang að sjó og
bundið f einangruh með háfjöll-
um og frumskógum. Menn héldu
að Laosbúar fengju þvf að lifa
f friði, einir út af fyrir sig, með
þvl og að þjóðin var ákafiega
friðsöm og óáreitin.
'p’n Adam var ekki lengi í
Paradfs. I uppreisnarstyrj-
öld kommúnista gegn Frökkum
f Viet Nam kom það nokkrum
sinnum fyrir, að hersveitir
kommúnista Ieituðu skjóis og
undirbjuggu árásir frá land-
svæði Laos. En eftir að komm-
únistar fengu yfirráð yfir norð-
urhluta Viet Nam f vopnahlés-
samningnum f Genf 1954, kom
í ljós, að næsta skrefið f út-
þensluaðgerðum þeirra var
Laos. Innrásarher frá Viet Nam
sótti inn yfir landamærin og
innan skamms réðu kommúnist-
ar yfir stóru landssvæðum f
norðurhluta landsins og hafa
haldið þeim mikið síðan. Þeir
Ég man nú ekki hvað oft
vopnahlé hefur verið gert
í Laos. Síðast var það gert í
fyrra eftir samningafundi f
Genf, sem höfðu staðið mánuð-
um saman. Og þetta síðasta
vopnahlé voru kommúnistar
einmitt að rjúfa nú fyrir nokkru
og hafði þá tekizt að veikja svo
andstæðinga sína, að þeir náðu
mjög mikilvægu landssvæði í
hjarta Laos á sitt vald.
Nokkur hluti Laosmanna var
í hitteðfyrra orðinn svo leiður
á sífelldum svikum kommún-
ista, að þeir ákváðu þá að þola
ekki lengur framferði þeirra.
Þessir menn voru kallaðir
„hægri menn“, þó það sé út í
loftið að nota hinn evrópska
mælikvarða um hægri og
vinstri austur í þessu frum-
stæða landi. En foringi þess
hóps Phoumi Nosavan leitaði
eftir aðstoð Bandaríkjamanna
til að stöðva framsókn komm-
únista. Rökstuðningur hans var
sá, að kommúnistar fengju ó-
takmarkaða aðstoð frá félögum
sfnum f Viet Nam og Kína. Það
væri þvf ekki nema eðlilegt að
andstæðingar þeirra leituðu
einnig eftir erlendri aðstoð til
að jafna metin.
Þessa aðstoð veittu Banda-
ríkjamenn síðan og gerði hún
„hægri" mönnum sfðan kleift að
hefja gagnsókn gegn kommún-
istum. í fyrstu létu kommún-
istar hart mæta hörðu og
sæðir bardagar voru háðir
f rótum fjalllendisins f norður-
hluta landsins. En síðan komust
kommúnistar á þá skoðun, að
rétt væri fyrir þá að semja
vopnahlé á ný.
p'n það er ekki aðeins vopna-
hlé sem kommúnistar reyna
að notfæra sér til að koma fram
áformum sfnum. Annað hugtak,
hlutleysið, hafa þeir einnig tek-
ið f þjónustu sfna og notað það
f kænskubrögðum sfnum.
Þegar Laos fékk sjálfstæði
var þvf lýst hátíðlega yfir, að
Uppdráttur sem sýnir Laos. Ætlun kommúnista er að leggja Laos undir sig. Næsta skrefið í landvinn-
ingaáætlun þeirra er svo Suður Viet Nam.
„KAOS“ I LAOS
hafa og notað fátæktina og hin
frumstæðu þjóðfélagslegu skil-
yrði til að magna innanlands-
deilur. Hópur fylgismanna kom-
múnismans hefur komið upp í
landinu, en þó er talið að aðal-
styrkur kommúnistahersveit-
anna sé kominn beina Ieið frá
herbúðum kommúnista í Viet
Nam og Kfna.
Sfðan kommúnistar réðust
fyrst inn f Viet Nam fyrir tæp-
um tfu árum hefur svo rfkt ó-
friður og algert öngþveiti í
landinu. 1 fyrstu höfðust komm-
únistamir við f fjalla- og frum-
skógahéruðum, en sfðar færðust
bardagamir f aukana og hinn
rauði her færði sig niður f dal-
ina. Sfðan hafa kommúnistar
haldið áfram að breiða út rfki
sitt, fært sig stöðugt upp á
skaftið og það em þeir enn að
gera. Þeir hafa til skiptis gert
vopnahlé eða rofið vopnahlé.
Aðferðimar eru þær sömu og
beitt var f borgarastyrjöldinni
f Kfna. Mestu sigra sfna hafa
kommúnistar ekki unnið á víg-
völlum, heldur við samningaborð
og með vopnahlésskilmálum,
sem þeir voru ákveðnir f að
svíkja við fyrsta tækifæri og
landið yrði hlutlaust. Vildi það
með þessu fylgja fordæmi ind-
versku hlutleysingjanna. En all-
ir vita nú hvemig kínverskir
kommúnistar hafa notfært sér
hlutleysi þjóðanna í Suður-
Evrópu til að færa sig upp
á skaftið. Inverjar urðu til
dæmis að þola mikil von-
brigði þegar kommúnistar virtu
hlutleysi þeirra að vettugi og
réðust inn f indversk landamæra
héruð. Sama sagan hefur gerzt f
Laos, kommúnistar mátu hlut-
leysisyfirlýsinguna einskis og
réðust inn í landið.
Tjrátt fyrir það var enn öflugur
flokkur „hlutleysingja** f La-
os, sem horfði á það með skelf-
ingu, að stórveldastyrjöld væri
nú að hefjast að fullu í landinu.
Þessi hópur vildi nú enn freista
þess að koma á vopnahléi f land
inu. Sumum virtist að tilgangur
þeirra væri að halda hlffisskildi
yfir kommúnistunum ,sem voru
orðnir allaðþrengdir, enda mátti
með nokkrum rökum segja, að
hlutleysingjarnir" væru hlynnt
kommúnistum. Hefur m. a.
verið bent á það, að foringi hlut
leysingja, Súvanna Púma, er
bróðir foringja kommúnista, Sú-
fannú Vong.
Snerust „hlutleysingjar" nú
gegn „hægri“ mönnum og varð
niðurstaðan sú á endanum, að
þeir neyddu þá loksins til að
fallast á vopnahlé. Samningar
um vopnahlé stóðu lengi yfir og
fóru fram í Genf, þar sem nefnd
sex þjóða með Breta og Rússa
f sameiginlegu forsæti fjallaði
um málið. Samningamir stóðu
lengi yfir aðallega vegna þess,
að hægri menn treguðust við að
fallast á vopnahlé. Héldu þeir
þvf fram að vopnahlé yrði
kommúnistum einum til fram-
dráttar. Þeir myndu nota fyrsta
hentuga tækifæri til að svfkja
vopnahlésskilmálana, eins og
þeirra væri vandi.
Það var ekki fyrr en Banda-
ríkjamenn höfðu dregið aftur að
stoðina við hægri menn og bein-
línis beitt þá nauðungarráðstöf-
unum, sem þeir fengust til að
semja. 1 þessu máli var það
stefna Bandaríkjanna, að bezt
væri að forðast þátttöku í nýrri
erfiðri styrjöld, sem gæti orðið
mjög blóðug og óhugnanleg.
Þá kom annað til, sem hafði
áhrif á afstöðu Bandaríkjanna.
Um langt skeið höfðu Rússar
haldið uppi fögrum loforðum um
að þeir vildu friðsamlega sam-
búð við vestræn ríki. Krúsjeff
óskaði jafnvel eftir nýjum per-
sónulegum fundi með Kennedy
og Iofaði bót og betrun. Nú litu
Bandarikjamenn svo á, að Laos-
málið væri hentug prófraun fyr-
ir friðarvilja kommúnista.
Tjví miður hafa þeir ekki stað-
izt þá prófraun. Fyrir
nokkru réðust kommúnistar til
atlögu. Þeir höfðu notað vopna-
hléð vel til að undirbúa árás-
ina, safnað að sér vopnum og
vistum. Síðan þegar tíminn var
þeim hagstæður létu þeir til skar
ar skriða og hafa nú mál skip-
azt þannig, að þeir hafa náð á
sitt vald hinni svokölluðu
Krukkusléttu, sem er svo köll-
uð vegna sérkennilegra risa-
stórra leirkera er setja vlða svip
sinn á hana. En leirker þessi eru
legstaðir löngu liðinna kynslóða.
Slétta þessi er ekki I sjálfum
Mekong-dalnum, en hernaðar-
lega mjög þýðingarmikil, þar
sem hún er miðsvæðis og
skammt frá henni til tveggja að-
alborga landsins Luang Prabang
og Vientiane.
Tjannig hafa kommúnistar enn
8 einu sinni styrkt skákstöðu
sína með brögðum, en eftirtak-
anlegast er, að í þetta sinn
beindu þeir vopnum sínum að
„hlutleysingjunum", er mest
urðu þeim að liði í fyrra. Bar-
dagarnir á Krukkusléttu hafa
staðið milli herja kommúnista
og hlutleysingja. Og jafnframt
Framh. á 10. síðu.