Vísir - 10.05.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 10.05.1963, Blaðsíða 7
VÍSIR . Föstudagur 10. maí 1963. 7 Denisovichs Tvær nýiítkomnur bækur: Dagur í lífi ívans Unnið að endurbyggingu skeneinunnar og eldhússins í Árbæ. (Ljósm. Vísis B.G.) Dagur í lít'i ívans Denisovichs eftir Solzhenitsyn rússneska sagan, sem vakið hef- ur athygli um allan heim.erkom in út hjá Almanna bókafélaginu í þýðingu Steingríms Sigurðs- sonar. Út er komin hjá Almenna bóka- félaginu önnur bók mánaðarins fyrir maimánuð, hin kunna rúss- neska saga Dagur í lífi ivans Denisovichs eftir Alexander Solz- henitsyn. Þýðandi er Steingrímur Sigurðsson. Þessi saga, sem varð heimsfræg næstum sama daginn og hún birt- ist í fyrsta sinn, gerist í rússnesk- um fangabúðum á Stalínstímanum, Ekkert þessu líkt hefur nokkru sinni birzt í sovétbókmenntum bergmálaði í blöðum um allan heim en í Rússlandi seldist tímarits- heftið. þar sem sagan birtist, upp á nokkrum dögum, og aðalpersóna sögunnar, Ivan Denisovichs, varð umræddasta persóna Sovétríkj- anna. Höfundur bókarinnar, Alexand- er Solzhentisy er 45 ára að aldri, stærðfræðingur að menfitun. Hann var liðsforingi í heimsstyrjöldinni og hlaut þá tvisvar heiðusmerki fyrir vasklega framgöngu. Árið 1945 var hann tekinn fastur „vegna ógrundaðrar pólitískrar ákæru”, að því er segir í hinu rússneska ævi- ágripi hans. Árið 1957 var honum veitt „uppreisn”. Hann settist þá að í bænum Ryazan rétt hjá Mos- kvu og kenndi þar stærðfræði við gagnfræðaskóla fram á árið 1962 Dagur i Iifi ívans Denisovichs er fyrsta ritverkið, sem hann send- ir frá sér. Bókin er 176 bls. að stærð. Kápu teikningu hefur Atli Már gert, prentun hefur Víkingsprent annazt en Bókfell bókbandið. Arbæjarsafn verður vsrður og vinarkveðiur opnað í byrjun júní — Það er von okkar að hægt verði að opna Árbæjarsafmð i byrjun júnímánaðar. þó svo að veðráttan hafi verið okkur held- ur erfið, sagði Lárus Sigurbjörns son í viðtali við Vísi í gær. — Hingað til landsins e>- von stórra ferðamannahópa í byrj- un júnímánaðar og aðsókn er- lendra ferðamanna hefur alliaf verið að aukast. Einnig hafa sum ir þeirra, sem um hópana sjð, spurzt fyrir um það, hvort v>5 hygðumst halda upp á Jóns- messuna með svipuðu sniði og í fyrravor. Og höfum við ákveð- ið það, svo framarlega sem veð- ur leyfir, sagði Lárus. ♦----- FRAMKVÆMDIR VIÐ SAFNIÐ Um þessar mundir er unnið að fullum krafti við safnið. Ver- ið er að endurbyggja skemmuna og eldhúsið í gamla bænum. Við Dillonshúsið er unnið að innrétt- ingu eldhúss, en í húsinu hefur sem kunnugt er farið fram veit- ingasala á sumrin. Við tilkomú eldhússins skapast aukið hús- rými í Dillonshúsi og uppgang- ur verður mun betri upp á kistu loft og í minningarherbergi Jón- asar Hallgrímssonar. — Hvað verður um Væringja- skálann, sem fluttur var að Ár- bæ í fyrra? — Að miklu leyti verður það undir skátunum komið. Skálinn er á sérstökum æskulýðssvæði. Við höfi’.m hlaðið torfveggi utan á hann. En eftir er að setja torfþak á skálann, en torfþök vantar á tvö önnur hús á svæð- inu. Eggert Guðmundsson hef ég beðið um að teikna myndir úr Islendingasögunum til þess að setja upp í Væringjaskálanum. Síðan vona ég að skátarnir setji upp smá flaggstöng, girðingu og komi fyrir gömlum minjagripum í skálanum. ir Ijósastaurar. Annar er frá 1876 og hinn er fyrsti gasljósa- staurinn í Reykiavík frá 1908. einnig hefur pósturinn frá „Baií- arísbrunninum” verið fluttur uppeftir. — Hvað geturðu sagt okkur um Skólavörðuna og Sjóbúð? —- Ég vona að okkur takizt að byrja í sumar á Sjóbúð, en erfitt er að segja um Skólavörð- una, vegna þess að komið hefur til greina og miklar líkur eru á að svæðið verði stækkað og að sjálfsögðu verður Skólavarðan að standa þar sem svæðið er hæst. En við vinnum alltaf að því, að viða að okkur éfni í y<§kólavörðuna. Að síðustu, hvernig verð- ur fyrirkomulagið á rekstri úti- vistarsvæðisins í sumar, Lárus? Ég vona að allt' verði með svipuðu sniði og undanfarin suni ur. Komið hefur til greina að hafa dans á laugardagskvöldum og þá að sjálfsögðu dansaðir ein göngu gömlu dansarnir, en veðr áttan ræður miklu um hvað hægt verður að hafa úti. Vörður og vinarkveðjur Ný bók eftir Snæbjörn Jónsson. i Út er komín hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar ný bók eftir Snæbjörn Jónsson. Ber hún heitið Vörður og Vinarkveðjur og er úrval úr greinum Snæbjarnar. Hefur dr. Finnur Sigmundsson landsbókavörður valið efnið í sam- ráði við höfund, en Tómas Guð- mundsson, skáld, ritar formála. Alls eru 32 ritgerðir í bókinni og skiptast í tvo hiuta. Nefnist hinn fyrri Vörður með fram veg- inuni og er greinar ýmislegs efnis, svo sem um bókmenntir, bókaút- gáfu og bókaverzlun o.fl. í síðari hlutanum Vinarkveðjum, eru minn- ingargreinar um ýmsa látna vini höfundarins, en hann er sem kunn- ugt er þekktur fyrir hispursleysi og snjallar mannlýsingar í slíkum j greinum. ! Aftan á kápu bókarinnar segir m.a.: Til'hennar (útgáfu bókarinn- ar) er öðru fremur stofnað í þakk- ar skyni við höfundinn fyrir þann skerf, sem hann hefur lagt tii ís- lenzkrar bókagerðar og bókmenn- ingar á langri ævi. En einnig mátti sín mikils nauðsyn þess, að almenn ingur fengi greiðari aðgang en ver- ið hefur að hinum merku og marg- víslegu ritstörfum Snæbjarnar Jónssonar. Þorri ritgerða haijs er á víð og dreif í blöðum og tímarit- um. En vegna þess hvers éðlis margar þessara ritgerða eru, hlýtur fyrir þeim að liggja að verða safn- að í bækur. Fer vel á því að það starf sé hafið, meðan höfundar- ins nýtur enn við. Bókin er 198 bls. að stærð. Hún er prentuð og bundin í Prent- smiðjunni Hólum, en Tómas Tóm- asson hefur gert káputeikningu. Er frágangur allur hinn snotrasti, en einkar látlaus. Lítil var „bragarbótin44 TVEIR MERKILEGIR LJÓSASTAURAR. Lárus sagði að fluttir hefðu verið að svæðinu tveir merkileg- Heigi íryggvason. Lítil var „bragarbótin” hjá Þórunni Elfu Magnúsdóttur i Vísi 3. þ. m. við grein mína 17. þ. m. Hún þykist eiga sökótt við mig ,af því að ég leyni þeirri staðreynd, að Vinnubók í landa- fræði eftir Jón Þórðarson flytji þann fróðleik í lestrarbókar stíl. sem ég sé að kalla eftir til handa börnúm á ungum aldri. Ég talaði í grein minni nokkuð út frá námskrá skólanna, sem gerir ráð fyrir, að „mætti til dæmis taka yfirlit yfir helztu ár og vötn, helztu aðalatvinnu- vegi“ o. s. frv. Það mun hafa orðið lesendum ljóst, að ég vil ekki iáta nægja yfirlitskennda upptalningu, heldur bækur, sem tala rækilega við hina ungu les- endur um þau efni, sem náms- skráin er þarna að tæpa á. Ég vitnaði og í þá staðreynd, að til væru allmargar bækur um hitt og þetta á frjálsum markaði og henta vel til að auka lestrar- leiknina. Ályktunin auðskilin: Við þurfum að eignast aðgengi- legar og myndskreyttar lesbæk- ur, sem kynna landið og þjóð- ina og atvinnuvegi á þann hátt, sem er áhugavekjandi fyrir börn jafnvel neðarlega í barnaskólan- um, en ég ræddi út frá náms- skránni, sem tiltók tíu ára ald- ur. Vinnubók J. Þ. getur verið góð á sínum stað, og hann hefur lagt í hana mikla vinnu og al- úð, en hún fullnægir alls ekki þeim kröfum, sem ég er að tala um, enda aldrei ætlað að gera það, þó að hún nefni að vísu marga þá hluti, sem ég taldi upp úr námsskránni. Hún gefur að mestu stuttort yfirlit. Ef frúin vill ræða um, hvort ofannefnd vinnubók sé heppileg til að vekja áhuga yngstu nemenda í landafræði, er ég tilbúinn í þær umræður, en þó ekki til þess eins og gera „kjaftafag" úr öllu saman. Ég myndi þá gera sam- anburð við ýmsar þær eriendar bækur, sem fyrirliggjandi eru i búðum í höfuðborginni og hjá okkur kennurum. Um slíkar bæk ur getur enginn misskilningur komizt að, hvort lesbækur séu eða ekki, eins og greinarhöf. get ur um viðvikjandi misskilningi kennara á ofannefndri Vinnu- bók. Ekki tel ég, að sá eigin- leiki bókarinnar, sem greinar- höf. nefnir einnig, að bókin er öll á skriftarletri, þótt snilldar- legt sé, en ekki prentletri, nema kápan, bendi sérstaklega til þess að hún sé ætluð sem Iesbók ung um börnum. Að minnsta kosti er slíkt ekki venja hingað til. Að endingu þetta. Mér segir svo hugur um, að ef við hefð- um átt eitthvað veruiegt lestr- arefni af því tagi, sem ég var að óska eftir að aðrar þjóðir leggja sinum litlu börnum upp i hendur, til að ræða rækilega við þau og vekja þeirra barns- lega áhuga myndi það Iestrarefni hafa gefið bókum J. Þ. byr I segl, — þá hefði viðtaka þeirra margvíslegu heimilda, sem höf. hefur þarna safnað saman og borið á borð, orðið alme'nnari og kærkomnari. Meðal annars af þessari ástæðu hefði mátt taka vel undir mín orð um þörf á les- bókum um land og þjóð fyrir lítil börn. Það er ekki von, að allir þeir, sem fást við kennslu með nokk- urri vinnubókargerð, séu sam- mála um allt þar að lútandi. En ef samstarf er ein af hinum góðu dyggðum í slíkri starfsemi, ætti ekki að hrúga upp óþörf- um sundrunarefnum í umræðum um það mál. Helgi Tryggvason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.