Vísir


Vísir - 11.05.1963, Qupperneq 15

Vísir - 11.05.1963, Qupperneq 15
ITÍSIR . Laugardagur 11. maí 1963. t------------- nfiiiiiiiaaa»í!iwimi» 15 ©© tramhaldssaga eftir Jane Blackmore stjörnuskin og skuggar bugaðist. Hún þrýsti höndum að brjósti sínu eins og til þess að draga úr slögum hjartans, sem voru svo áköf, að það var eins og allt væri að springa. Samtimis leit hún með óttatillit í augum í kringum sig, eins og í von um að finna eitthvað, eitthvert sönnunar- gagn, eitthvað, sem gæfi einhverja vísbendingu. En allt var á sínum stað. Allt virtist vera með sömu ummerkj- um og kvöldið áður. Hún leit á snyrtiborðið með kremkrukkum, rétti allt í einu fram hönd sína, eins og í leiðslu, eins og hún.hefði séð eitthvað, fundið eitthvað. Hún var næstum eins fljót að fram- kvæma og hugsa. Hún stakk hend- inni f vasann og dró upp vasaklút og stakk litla glerhylkinu í hann og stakk svo hvorutveggja í vasann Hún hafði gætt þess að snerta það ekki með fingurgómunum. Og nú komst allt 1 einu hraði á hugsanir hennar. Hún fór að hugsa skýrt og ákveðið. Nú mátti hún ekki láta hræðslu yfirbuga sig — ekki nú. Og hún vissi hvað gera skyldi. Hún gekk öruggum skrefum gegnum svefnherbergi sitt fram í göngin, og inn í herbergi Davíðs án þess að berja að dyrum Hann stóð alklæddur úti við gluggann. Hann snéri sér við, er Jiún kom inn. Hún þurfti ekki að segja neitt. Hann gekk á móti henni, eitt eða tvö skref, andlit hans var dapurlegt, áhyggjufullt á svip, —• tillit augna hans bar því vitni, að hann elskaði hana og hafði óttazt um hana. Augu hennar voru starandi og eins og þau hefðu stækkað. Það var eins og hún hvorki sæi eða fyndi til. Hann tók f hönd hennar. Hún var köld. Hann hélt í hana eina sekúndu, sem var eins og Iöng stund. Andlit hennar var náfölt, og koparrauða hárið hennar úfið eftir nóttina. Hún bærði var- irnar, eins og hún ætlaði að reyna að segja eitthvað, en gat engu orði upp komið. — Það hefir þá gerzt, sagði hann vonleysislega. Hún kinkaði kolli. Klæddu þig, sagði hann stutt- lega. Ég hringi þegar til lögregl- unnar. Hún horfði á hann, eins og ein- hvern sem hún sá í fjarlægð: — Þú ert þegar klæddur. — Ég hefi ekki farið úr fötunum í nótt. Andartak var hann eins og hann vissi ekki hvað gera skyldi. — Ef ég bara, byrjaði hann, — en hann lauk ekki við setninguna, það var ekkert ef lengur. Hann gekk til hennar og lagði handlegginn um herðar henni, en hún vék sér undan. Hún gekk á undan honum út í göngin. Við stigann nam hún staðar, snéri sér að honum og horfði á hann. Hann var alvarlegur og strangur á svip. — Þú munt fá grun um, að ég hafi gert það, sagði hún. — Nei, Sorrel, nei, — en tillit augna hans bar óvissu vitni. Hún horfði á hann rólega. — Jú, sagði hún lágt, — en ég gerði það ekki. Hann gat engu svarað. Hvorugu þeirra gátu orð komið að gagni nú. Hann langaði til þess að þrýsta kossi á fölar varir hennar, en hann vissi, að það mundi hvorugu þeirra verða til hughreystingar. Hún varð að finna, trúa, að hann bæri traust til hennar, án þess hann snerti hana, án þess hann segði: neitt — finna að ást "hans værl bjarg, sém veitti honum algert traust á henni. Hann reyndi að senda henni hugskeyti, svo að hún yrði fyrir þeim áhrifum, að hún sannfærðist um þetta, en hún bara stóð þarna og virtist ómótækileg fyrir öllum áhrifum. Stóru augun voru enn starandi, varirnar saman bitnar. Svo hljóp hann niður stigann. Hún snéri sér við og horfði á eftir honum. Dyrnar á herbergi Ruperts og Díönu voru lokaðar. Það var sem helkuldi nísti sál hennar, helkuldi heiftar, sem varð að brjótast út með einhverjum hætti. Hún gekk að dyrum þeirra ;og óð inn. Diana sat upprétt í rúm- inu og var að drekka morgunteið sitt. TiIIit augna hennar bar vitni einhverri skelfingu, sem hún reyndi að dylja. Hún virtist búa yfir ein- hverju, sem gat brotizt út f ljósum loga. Rupert stóð við rúm sitt. Hann virtist nýstaðinn upp og var að sveipa um sig morgunsloppnum. Hann leit snöggt á Sorrel undir eins og hún kom inn. — Frú Vane er dáin, sagði'hún, háum rómi. Hún var — myrt! Það var ógerlegt að sjá á svip- num á andliti Ruperts hver áhrif þessi orð höfðu á hann, en Diana missti bollann úr hendi sér, og tevatnið flæddi yfir rúmteppið, en enginn virtist veita því athygli. Varir hennar bærðust, en hún kom engu orði upp. — Myrt, sagði Rupert, og nú var eins og ómur frá brostnum 1 streng í rödd hans. Sorrel horfði á hann athugandi augum. Það var eitthvað annað og meira en það, að honum yrði um þetta, sem rödd hans bar vitni. Skelfing? Var það vegna hylkisins, sem hún var með í vasanum? Ætti hún að sýna það nú? Eða bíða þar til lögreglan kæmi? Það var eins og hann hefði fund- ið hve hikandi hún var og það gerði hann öruggan og rólegan. Hún varð að líta undan dáleið- andi tilliti augna hans. — Hvernig geturðu vitað það? spurði hann rólega, öruggur. Hún varð að taka á öllu, sem hún átti til, að hlaupa ekki á brott. Fann, að hún hafði ekki þrek tii þess að skilmast við hann. — Ég hef séð hana, sagði hún. — Er það allt? Hún reyndi að skilja hvað hann átti við með þessari furðulegu spurningu og einkum með þessu orði — „allt“. — Var hann að reyna að komast að hvort hún hefði fundið hylkið? — Er það? sagði hann, eins og hann væri að endurtaka fyrri spurninguna og horfði hvasslega á 'hana. — Það var nóg, svaraði hún kuldalega. Hann starði á hana þögull og hún sá hve hann hugsaði hratt og mikið um hvað gera skyldi. Hann horfði stöðugt á hana. Svo virtist hann hafa tekið ákvörðun. — Ég verð að fara inn til henn- ar, sagði hann. Diana fór allt í einu að snökta ög‘Tiutdi*áhdlit sitt milli Svæflanna. Sorrel fylgdist nú með hverri hreyfingu Ruperts og sá hve hik- andi hann var allt í einu orðinn. Hvers vegna. Var það eitthvað, sem hann vildi ekki að hún tæki eftir? Eitthvað mikilvægt. Það var eng- inn vafi hve mikið Diönu hafði orðið um þetta — hún var að berj- ast við að verða ekki gripin móður- sýkisæði. Hún var áreiðanlega ekki sek. Snökt hennar fór í taugarnar á Sorrel, og meðaumkunin, sem vaknað hafði, hvarf henni. Nú var mest um vert að varðveita sína eigin ró. Hún varð að fara á eftir Rupert og gefa gætur að honum. Bíða þess augnabliks, er honum yrði eitthvað á, sem kæmi upp um hann. Hvað svo sem það mikilvæga var í þessu herbergi þá varð það að bíða. Rubert var kominn að dyrunum á herbergi frú Vane, þegar hún náði honum. Hann var að reyna að opna þær. —. Þær eru enn læstar. sagði hann' og kenndi sigurhreims í rödd- inni. — Þér vissuð vel, að þær mundu M m Mér finnst að þið ættuð heldur að gefa kennslukonunni yTKar konfektkassa. vera það, sagði Sorrel kuKirtSWg«. — Eins og yðar dyr. Þetta var ekki sagt spurnartón. Hann gekk framhjá henni, inn í hennar herbergi, og gegnum það og að herbergi frú Vane. Sorrel hélt kyrru fyrir f dyragættinni. — Hefurðu tekið nokkuð hérna inni, Sorrel? spurði hann allt f einu. — Var eitthvað hér, sem ég hefði getað tekið? , Þetta svar kom eins og ósjálfrátt af vörum hennar, en það hljóm- aði næstum eins og einhver annar hefði sagt það, og henni fannst sem hjartað væri að hætta að slá. Hann horfði nístingskalt á hana, en hún horfði nú rólega í augu hans, og það var hann, sem leit undan. — Lögreglan vill ekki að hrófl- að sé við neinu, sagði hann og virtist nú mikið niðri fyrir. — Það ættir þú að vita, bætti hann við. Það var eins og allt hefði verið svo óraunverulegt í svip, en nú blasti raunveruleikinn við á ný, blákaldur, nakinn og hún sá sigur- glott á vörum Ruperts. Hann hafði drepið Felicity Vane. Hafi nokkur vafi leynzt með henni var hann horfinn. Hann hafði skipulagt glæp sinn þannig, að hún yrði eina manneskjan, sem grunur gæti fallið á. Hún, sem var eina manneskjan, sem hafði að- gang að herbergi frú Vane, gat farið þar út og inn, allra sinna ferða. Lögreglan mundi koma og spyrja hana spjörunum úr. Það mundi verða farið með hana á lög- reglustöðina. Og f þetta skipti mundu allir fá grun á henni. Hann gekk hægt til hennar. Hún sá sig- urtillit augna hans. Sá, að hann taldi sig hinn sterka mann, sem gat marið hana undir hæl sínum. Það vottaði ekki fyrir miskunnsemi í svip hans. Hún ætlaði að mæla, en gat að- eins hvíslað hásum rómi: — Þér ... þér! Hann fór að tala, en hún heyrði ekki hvað hann sagði, en hún sá hann eins og i þoku fyrir augum sér: — MORÐINGI- kallaði hún. Það kom allt f einu eins og gos, ásök- unin, sem fólst í þessu eina orði. Og húo bætti við: — Með þetta sleppið þér ekki. — Geri ég það ekki? sagði hann hæðnislega. Tilfinningarnar báru hana ofur- liði. Hún gekk frá honum og henni fannst ekki skipta neinu máli leng- ur hvort hann var þarna eða ekki. Hún tók stól og settist við dyrn- ar. Beizk tár hrundu af hvörmum hennar. Þessi kona hafði opnað heimili sitt fyrir henni. Tekið henni vel sem konuefni sonar síns. Hafði reitt sig á hana. Og svo hafði hún — Sorrel — launað henni með að sofa værum svefni, þegar mest reið á að hún héldi vöku sinni. Og einu sinni áður hafði hið sama komið fyrir. Nú var allt um seinan. Nú gat hún ekkert gert til úrbóta, — bara setið þarna sorgbitin og hjálpar- vana, þar til lögreglan kæmi og vafalaust sakaði hana um glæp, sem hún ekki hafði framið. 10. kapituli. Tveir menn stóðu fyrir dyrum úti. Davíð horfði á þá rannsakandi augum. Hann þekkti hvorugan. —- Þetta voru meðalmenn á hæð, ann- ar talsvert farinn að grána á hár yfir gagnaugunum, hinn var hold- ugri í andliti, ljós á hár. Annar gráeygur, hinn bláeygur, en tillit augna beggja rannsakandi og ró- Iegt, án þess að gefa neitt til kynna. — Burke lögreglufulltrúi, sagði hinn eldri. Og hér er Dobson, und- irforingi f lögregluliðinu. — Ég er Vane læknir, sonur frú Vane. Gerið svo vel að ganga inn. Kurteist, formlegt, þvingað sam- tal. Davíð gekk á undan þeim inn í forstofuna. — Þið viljið kannski fara beint upp? sagði hann í dyrunum, er bíl var allt í einu ekið að húsinu i skyndi. Þeir dokuðu við. „Hús Eldfuglsins kom niður, þarna. Eitt stykki enn uppi í \ trénu“ sagði höfðinginn. Tarz-: an: „Þarna er hluti úr væng flugvélarinnar. Ef til vill númer á honum — þá get ég fengið að vita hvaða flugvél betta var" Höfðinginn: „Þetta of langt frá eldi til að brenna. Ekki einu sinni miklir vindar feykja þvf niður. Tarzan: „Ég ætla að klifra upp og lita á það“. Barnalöt t- jr.: jftaa

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.