Vísir - 16.05.1963, Blaðsíða 7
VÍSIR . Fimmtudagur 16. mai 1963.
’vKseimíf^
Flyzt í nýtt
húsnæði
Bæjarfógetaembættið á Akureyri
hefur flutt í ný húsakynni með
allar skrifstofur sínar, ásamt
Tryggingastofnuninni sem heyrir
undir embættið.
Áður voru skrifstofur bæjarfó-
'Tetaembættisins að því leyti tví-
skiptar að afgreiðsla Trygginga-
stofnunarinnar var á öðrum stað,
en nú verða þær allar undir einu
baki og einum og sama stað, sem
er á 2. hæð í nýja Útvegsbanka-
húsinu í Hafnarstræti 7. Hefur
bæjarfógetaembættið tekið undir
sig alla hæðina, sem er 400 fer-
metrar að stærð. Þarna verður
rúmgóður afgreiðslusalur, dómsal-
ur og skrifstofur fyrir bæjarfógeta,
fulltrúa hans og annað starfslið.
Áður voru bæjarfógetaskrifstof-
urnar til húsa í Póst- og símahús-
inu á Akureyri.
Vegaskemmdir á
Austurlandi
Vegir á Austurlandi eru mjög
ilia farnir vegna óhagstæðrar veðr
áttu að undanförnu, en núna mn
helgina spilltust þeir enn og sums
staðar eru þeir svo slæmir að ekki
eru einu sinni hægt fyrir vega-
vinnutæki að hreyfa sig til viðgerð
ar.
Frost er enn ekki farið úr jörðu
svo að vatn stendur allt uppi og
bleytir það veginn svo þeir eru
víða alófærir.
Stórkostlegt rigningarveður var í
alla fyrrinótt og fram eftir degi í
gær. í því veðri hljóp snjóskriða
yfir Oddsskarðsveg og Iokaði hon
um. I dag átti að hefja framkvæmd
ir við að ryðja snjónum af vegin-
um. Ekki er vitað hvað það tekur
langan tíma.
ÞS hljóp aurskriða yfir veginn í
Eskifirði, Iokaði allri umferð og
skemmdi ræsi. Þarf að skipta um
rðr í ræsinu og eins að moka aur-
inn af veginum, en öðru leyti
urðu ekki teljandi skemmdir af
völdum þessa aurhlaups.
Firmakeppni
FÁKS
Fjórða fjrmakeppni Hestamanna-
félagsins Fáks fór fram á sunnu-
dag. Þátttaka var mjög góð og
tóku alls 253 fyrirtæki þátt í keppn
inni. Var þetta góðhestakeppni og
bar Kápan h.f. sigur úr býtum, en
fyrir hana keppti Sveipur, 10
vetra gamall, ættaður fra Kistu-
felli. Annar í röðinni urðu Jöklar
h.f. fyrir fyrirtækið keppti Hjalti
Hreinsson, jarpur hestur ættaður
norðan úr Skagafirði. Þriðju urðu
Landleiðir h.f., en fyrir þá keppti
Skuggablakkur, ættaður úr Skaga-
firði. Keppnin fór mjög vel fram,
þrátt fyrir að veður væri fremur
óhagstætt.
Byrjað að semja
við Pólverja
Komnir eru til Reykjavíkur Pól-
verjar til að semja um kaup á
frystum flökum og flatfiski af
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Samningaviðræður áttu að hefjast
í gær.
Á síðasta ári keyptu Pólverjar
2000 tonn af flökum og flatfiski af
SH og 3000 tonnn árið þar áður.
Er búizt við að Pólverjar muni
kaupa ekki minna magn á þessu
ári en síðasta ári.
/ hvað hafa hækkanir
ríkisútgjaldanna faríð?
Stjórnarandstaðan hefur reynt
að nota það til árása, að
útgjöld og álögur ríkissjóðs hafi
hækkað á kjörtímabilinu. Ey-
steinn Jónsson, sem virðist vera
mjög ósýnt um að fara með
tölur, þótt hann hafi manna
Iengst verið fjármálaráðherra,
segir hækkunina 1400 milljónir.
Þetta skakkar nú ekki nema 300
millj. kr. hjá Eysteini, og er víst
ekki mikið á hans vfsu. En í
ofanálag reynir hann og mál-
gagn hans, Tíminn, að telja fólki
trú um, að allar þessar milljón-
ir hafi horfið í einhverja eyðslu-
hít.
Það er því ekki úr vegi að
rifja upp, þótt áður hafi verið
gert, í hvað þessir peningar hafa
farið.
Hækkunin er semsé ekki 1400
millj., heldur rúmar 1100 millj.
og útfrá þeirri tölu verður að
ganga, því hún er sú rétta, hvað
sem Eysteinn og Tíminn segja.
Fé þessu hefur verið varið
þannig:
Tíl þessara framkv*mda var hafkkun
fjárlaga varið árin 1958 -1963
rwn« anaw
I$kílar***««.....*.......158 míllj
Almannatry^ingar........ 397 —*
NiSurtjrei Jélur & uppba?tur * • • Z 8 % —*
Sam^onqur, vegir.brýr * • • • 1 3 3
Sami-als 950 -
1. TiI félagsmála — aðallega almannatrygginga . . . 397 millj. kr.
2. Til lækkunar á vöruverði innanlands og upnbóta á
útfluttar landbúnaðarafurðir 282 -------
3. Til skóla og fræðslumála 138--------
4. Til atvinnumála og bættra samgangna 133 r—••—
Samtals 950millj. kr.
Eftir eru þá aðeins 150 millj.
kr. sem kalla mætti beina hækk
un gjalda. Og þegar haft er í
huga, að þjóðinni hefur fjölgað
og framleiðslan aukizt á þessum
árum, þarf enginn að undrast
þessa upphæð.
Þannig er þá sannleikurinn
um útgjaldahækkunina. Ailt eru
þetta tölur, sem hverjum og ein-
um á að vera auðvelt að ganga
úr skugga um, ef hann vill hafa
fyrir því. Og raunar er það
skylda hvers kjósanda, ef hann
er í vafa og vill greiða atkvæði
af ábyrgðartilfinningu, að leita
sér réttra upplýsinga, þegar
svona mikið ber á milli.
Framlög til verklegra
framkvæmda meira
en tvöfaldast.
í forustugrein Tímans 12. okt.
1962 var sagt að „ekkert Iát
væri á samdrættinum í verk-
Iegum framkvæmdum ríkisins“,
og í .'.tvarpsumræðunum nú fyr
ir skömmu héldu stjómarand-
stæðingar þessu óspart fram.
Eysteinn Jónsson sagði að fram
lög til verklegra framkvæmda
væru nú mjög af skornum
skammti og Kar. Guðjónsson,
þingmaður kommúnista, hélt þvi
fram, að þau hefðu lækkað hlut
fallslega í tíð núverandi ríkis-
stjómar.
Hvað er rétt í þessu?
Eins og fjármálaráðherra tók
fram í fyrmefndum útvarpsum-
ræðum, fellum við undir hug-
takið „verklegar framkvæmdir“:
brýr, hafnir, flugvelli, skóla og
sjúkrahús. Séu eingöngu tekin
framlög til nýrra framkvæmda,
en viðhaldskostnaði sleppt,
verða tölumar sem hér segir:
Árið 1958 var varið til þess-
ara framkvæmda 90 millj. kr.
Árið 1963, skv. fjárlögum 197
millj. kr.
Hækkunin er 107 millj. kr.
og hafa því framlögin meira en
tvöfaldazt í krónutölu. En þar
með er auðvitað ekki allt sagt.
Tilkostnaður hefur hækkað, og
því er villandi að bera saman
krónutölumar án frekari skýr-
inga. Það verður að umrcikna
tilkostnaðinn eftir vísitölu bygg
ingarkostnaðar. En við þann
umreikning kemur í ljós, að
raunveruleg hækkun er 42%.
Hér er því eki aðeins um meira
en tvöföldun krónutölunnar að
r*6a, heldur er hækkunin yfir
40% að notagildi.
Þeir sem fá út úr þessu „hlut
fallslega Iækkun“ á framlögum
til opinberra framkvæmda,
hljóta að nota einhverja undar-
lega reikningsaðferð, sem óvíða
mun vera kennd, nema ef vera
kynni í skóla Karls Guðjónsson-
ar og á stjórnmálanámskeiðum
Framsóknarmanna.
Þessar tölur tala sínu máli
_um það, sem gerzt hefur á kjör
timabilinu: Stóraukin framlög
til verklegra framkvæmda, auk-
inn stuðningur við atvinnuvegi
og menningarmál og margföld-
un almannatrygginganna.
Stjórnarandstæðingar eru sí-
fellt að klifa á þvf, að ár frá
ári fari hlutfallslega minna af
ríkistekjunum til verklegra
framkvæmda og að í mörgum
tilvikum sé um stórkostlega
Iækkun að ræða, miðað við
notagildi fjárins.
Hvemig reikna þeir þetta?
Skulu hér tekin nokkur dæmi
um fjárveitingar til helztu verk-
legra nýframkvæmda í fjárlög-
um 1958 og 1963:
Vegir . .
Brýr . . .
Hafnir . .
Flugvellir ,
Skólar . .
Sjúkrahús
1958
24.880 millj. kr.
16.308 -------
13.755 -------
6.653 -------
19.828 -------
8.490 -------
31.500
13.212
66.823
16.730
Samtals 89.934 millj. kr. 196.770 millj. kr.
Heimsóttu
Grund
Tvöfaldur kvartett frá Strætis-
vögnum Reykjavíkur heimsótti
nýlega vistfólk á Elli- og hjúkr-
unarheimilinu Grund, og skemmti
því með söng sínum undir stjórn
Hallgríms Jakobssonar. Vísir hefur
verið beðinn um að færa þeim
beztu þakkir allra á Grund fyrir
liugulsemina og þessa ágætu
skemmtun.
Þessi tafla sýnir hve gífurleg
hækkunin er í krónutölu. Þá
segja stjórnarandstæðingar:
Þetta er ekkert að marka.
Krónutal: nú og 1958 er á eng
an hátt sambærileg! Þeir nota
þó þann samanburð miskunnar-
laust þar sem þeim þykir það
henta. En það er rétt, að sam-
anburður krónutölunnar er ekki
réttur mælikvarði á notagildi
fjármagnsins. Þess vegna þarf
að umreikna samkvæmt vísitölu
byggingarkostnaðar, eins og
gert var hér að framan, og þá
fæst raunhæfur samanburður
milli ára. Samkvæmt þeim út-
reikningi hafa allir liðir á töfl-
unni hér á undar. hækkað að
notagildi, frá því sem var á fjár
lögum 1958. Hækkunin er að
meðaltali 42,3%, en einstakir lið
ir hækka allt upp að 119%.
Þeir kjósendur, sem kunna að
hafa látið rangfærslur stjórnar-
andstöðunnar villa sér sýn, eða
vita ekki hverju þeir eiga að
trúa, ættu að kynna sér stað-
reyndirnar, og þá munu þeir
komast að raun um, að það sem
hér hefur verið sagt, er sann-
leikurinn um þessi mðl.
1963
42.300 millj. kr.
26.205 ------
Munið glæsilegasta happ-
drætti Sjálfstæðlsflokksins
Fimm bílar Dregið 5. júní