Vísir - 16.05.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 16.05.1963, Blaðsíða 10
10 V1SIR . Fimmtudagur 16. maí 1963. y írskur galdrakarl — sP%nselur 8/m«Soa - BIFREIÐASÝNING í DAG - Ford Consul ’62 Opel Record ’60 Chevrolet St. ’55 Opel Record ’62 Selst gegn fasteignatr. bréfum Chevrolet 2 dyra ’55 VW ’59 Chevrolet 48 og ’49 Mercedes Benz 180 48—49 Ford Anglia 55 sendibíll VW ’57 Fiat St. ’60 VW ’61 Landbúnaðarjeppi ’54 Ford St. ’54, 4 dyra. VW rúgbrauð, sæti fyrir 8 Ýmis skipti koma til greina. Volvo St. ’55 Skoda 440 ’57 Ásamt öllum eldri árgerðum af 4 og 5 manna bilum, Reno, Aust in, Morris, Hillmann, Vauxhall, Ford Prefect, Ford Yunior. Aliir árgangar af vörubílum. Gjörið svo vel, komið, skoðið bílana. BIFREJÐASALAN Borgartúni 1. Simar 18085 og 19615 Húseigendur Er hitareikningurinn öeðlilega hár? Hitna sumir miðstöðvar- ofnar illa? Ef svo er, þá get ég iagfært það. Þið, sem ætlið að láta mig hreinsa og lagfæra miðstöðvar- kerfið í vor og sumar, hafið samband við mig sem fyrst. Ábyrgist góðan árangur. — Ef verkið ber ekki árangur þurf- ið þér ekkert að greiða fyrir vinnuna. Baldur Kristiansen pípulagningameistari Njálsgötu 29 — Sími 19131 SÆNGUR 1 ýmsum stærðum. — Endur- nýjum gömlu sængumar. Eigum dún og fiðurheld ver. Dún- og fiðurhreinsun Kirkjuteig 29 . Sími 33301 Framhald at bls. 9: segja mér ganginn í fjórum eða fimm öðrum pantomimes, þrem- ur leikritum og auk þess skáld- sögu, sem hann er með í smíð- um. Ég man ekki greinilega, hvað gerðist í hverju verkinu, en þarna voru undrageitur og kynjadýr af ýmsu tagi, róbot frá Marz — hann varð ástfang- inn af jarðneskri stúlku og ást- arjátningarnar komu eftir ein- hvers konar Morse-kerfi á papp- írsrúllu út úr brjóstinu á hon- um — og viðburðirnir hver öðrum óskiljanlegri. Nauðsyn að gera brjálaða hluti. Tómas syngur og dansar og leikur öll hlutverkin í einu. Það er farið að draga af mér við að horfa á þetta ofboðslega lífsfjör. „Ekki virðist þig skorta ímyndunarafl, hvað sem öðru Iíður“, styn ég á endanum, þegar lokið er leikriti um hálf- vitlausan ofvita og þrjá geð- sjúklinga, sem koma í heimsókn til hans og finna upp ráð til að bjarga heiminum. „Það er írskur eiginleiki", svarar Tómas. „Skáldsagan mín á að gerast á járnbrautar- stöð. Og ég er að skrifa leikrit, sem á að heita: „Love Thy Neighbour““. „Er það eitthvað um sam- vizku mannsins gagnvart heim- inum, eins og allir eru að skrifa leikrit um núna?“ „Nei, ekki beint. Ég vildi gjarnan. skrifa um atómsprengj- ur og Efnahagsbandalagið, en veit ekki nóg um það enn. Ég er þekktur fyrir að semja fanta- síur“. „Því trúi ég vel“. „Og líka fyrir að sviðsetja alls konar furðulegar sýningar. Ef einhver fer t.d. allt í einu upp til himnaríkis — eða niður til vítis — í leikriti, er ég venjulega látinn stjórna því. Það er nauðsynlegt að geta gert brjálaða hluti, galdra og svo- leiðis". „Og þá kemur sér vel að eiga galdranorn fyrir ættmóður". „Já, en samt er ég nógu normal og mannlegur til að Ianga stundum að fara til lands, þar sem aldrei hefur þekkzt leikhús eða leikarar, engin blöð koma út, bækur ekki til, kvik- myndir þvi síður — engin svo- kölluð siðmenning". Hann er líka ljóðskáld og. mælir meira að segja vísur af munni fram, þegar sá gállinn er á honum. Helzt á írsku, en hann er jafnfær f ensku. „Segðu mér nú snöggvast, hvað þú hefur ekki gert — það er fljótlegra", gríp ég fram í, þegar hann er í miðjum ljóða- bálki. Saga — Framh. af síðu 4 er 10 daga ferð til írlands. Fyrsta daginn er flogið frá Rvík til Dublin með stuttri við- stöðu í Glasgow. Gisting og morgunverður. 2.—7. dagur: Ferð með langferðabíl um feg- urstu héruð írlands. Gisting og allar máltíðir meðan á ferð- inni stendur. 8. dagur: Dvalið í Dublin. Gisting og morgun- verður. 9. dagur: Flogið frá Dublin til Glasgow. Gisting og morgunverður. 10. dagur: Dval- ið i Glasgow fyrri helming dagsins, en flogið síðan til Reykjavíkur. Hefur Saga gefið út bækling um þessar IT-ferðir sínar, auk þess sem hún gefur allar nánari upplýsingar um þær. BIFREIÐASALAN „Já, það er þrennt". Hann telur á fingrunum. „Ég hef ekki skrifað leikrit, sem hefur slegið í gegn á alþjóðlegum vettvangi — en ég á það eftir —- ég hef ekki drukkið mig fullan, og ég hef ekki komið til Bandaríkjanna". Tvær óskir. Hann hallar sér aftur og verð- ur skáldlegur á svipinn. Ég vona með sjálfri mér, að inn- blásturinn verði á ensku, en ekki írsku. „Einu sinni var ég hér um bil dáinn úr Iungnabólgu", seg- ir hann óvænt. Hann kinkar kolli með áherzluþunga. „Já, þá fór ég að hugsa, hverju ég myndi sjá mest eftir, ef ég dæi. Og komst að þeirri niðurstöðu, að mér þætti verst að hafa aldrei orðið ástfanginn, aldrei átt börn og aldrei ferðazt út fyrir írland. Nú, ég dó ekki, heldur lifnaði við aftur. Og ég hef kynnzt ástinni — ég elska konuna mína. Ég á þrjú börn: tvo drengi og eina telpu. Hún er alveg vitlaus, stelpan, fimm ára gömul, og þær sögur, sem krakkinn býr til og telur kenn- aranum sínum og öðrum trú um! Hún hefur aldeilis hreint villt ímyndunarafl... ég veit ekki, hvert hún sækir þessa ó- náttúru. Sú held ég, að búi til lygasögurnar um mig, meðan ég er í burtu. Já, hvað var ég að segja? Jú, og ég hef líka ferðazt víða. En nú á ég tvær óskir i viðbót. Mig langar að fá sönnun, sem nægir mér per- sónulega, að Guð sé til. Og að það sé líf eftir dauðann. Þetta eru hlutir, sem maður verður sjálfur að sannreyna innra með sér, svo að þeir vermi mann eins og hlýtt Ijós, sem aldrei slokknar. JHugsaðu þér, hvað það hlýtur að vera dásamlegt að finna Guð innan í sér og alls staðar. Hvílík reynsla!" Hann situr kyrr áreiðanlega einar tíu sekúndur. Svo sprettur hann upp aftur. „Skrifaðu nú samt ekkert hræðilegt um mig. Þú mátt það ekki — ég fæ ein- hvern til að þýða það fyrir mig, svo að ég kemst að öllu“. „Ætli þú megir það. Ef ég skrifa svona einn tíunda af því, sem þú hefur sagt, halda allir, að þú sért snarvitlaus". Hann verður hugsi. Svo bros- ir hann og veltir vöngum. „Ja, hver veit? Kannske er ég það!“ — SSB Frá Rínarhéruðum, sem Ferðaskrifstofan Saga efnir til ferða til. Laugavegi 146. — Símar 11025 og 12640 BIFREIÐAEIGENDUR: Við "iljum vekja athygli bíleigenda á, að við höfum ávallt rc .upendur að nýjum og nýlegum FÓLKSBIF- REIÐUM, og öllum gerðum og árgerðum af JEPPUM. Látið RÖSl því skrá fyrir yður bifreiðina, og þér getið treyst því, að hún selzt mjög fljótlega. KAUPENDUR: Nýir og ýtarlégir verðlistar liggja frammi með um 700 skráðum bifreiðum, við flestra hæfi og greiðslu- getu. — Það sannar yður bezt að RÖST er miðstöð bif- reiðaviðskiptanna. — RÖST REYNIST BEZT — RÖST S.F. Laugavegl 146. — Símar 11025 og 12640 Soffía Loren komst í „stuð“ fyrir skemmstu. Klædd eins og dóttir rómversks keisara tók hún að dansa eins og óð væri — hvort það var twist, rock, limbo, bossa nova eða einhver annar dans, vitum við ekki. Soffía komst i „stuðið“ i hléi, sem gert var á töku kvikmyndarinnar „Fall róm- verska keisaradæmisins“, sem um þessar mundir fer fram á Spáni, rétt fyrir utan Madrid. Soffia Ieikur Lucillu dóttur Marcusar Árelíusar. „Stuðið“ breiddist út og stjórnendur, tæknifræðingar, aðstoðarmenn og margir fleiri þustu að til að horfa á dans- inn og sumir tóku þátt f hon- um. Upptakan tafðist nokkuð og má gera ráð fyrir að fram- Ieiðandinn Samuel Bronston hafi orðið fyrir dálitlu tapi, því að á meðan stjaman dans aði, biðu um 3000 „statistar“ í skrautvögnum með hestum spenntum fyrir. En Bronston sagði aðeins: „Ánægðir leikarar gera stór- kostlega mynd“. Pólverjar flytja mikið af kolum til Rússlands. Nú gongur eftirfarandi gáta í Varsjá: — Hvaða munur er á orku- lindunum tveimur — sólinni og koiunum? Svarið: — Sólin hreyfist i vestur en kolin í austur. Soffía Loren .iaaiiinMiwtiiii ■muu ji tmæ>

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.