Vísir - 16.05.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 16.05.1963, Blaðsíða 16
ma Flmmtudagur Fæddi í bíl Akureyri í morgun. í nótt skeði sá atburður á Akur- eyri, að kona, sem verið var að flytja í sjúkrabifreið til fæðingar í sjúkrahúsinu, 61 bamið á leiðinni i spítalann. Það var lögregluþjónn, sem ók bflnum, en með honum var eigin- maður konunnar og voru þeir tveir einir í bifreiðinni, þegar bamið fæddist. Fæðingin gekk að óskum og tóku læknar við konunni og baminu þegar að spítalanum var komið. Hér birtist mynd af hinu nýja flutningaskip Eimskipafélagsins Bakkafossi, sem var tekin ev skipið var afhent félaginu. Skip ið hét áður Mille Héering og var enn ekki búið að mála það með litum Eimskipafélagsins, en það verður gert í fyrstu ferð þess, en skipið er nú á siglingu til Finnlands. Bakkafos er 4*4 árs gamalt skip, vel með farið og fallegt. Kaup þes em einn liður í við- leitni Eimskipafélagsins til að auka sem mest og bæta þjón- ustuna við hafnir út á landi. Með þeim minni flutningaskip um, sem nú hafa bæzt 1 flotann, Mánafoss og Bakkafoss verður auðveldara að annast flutninga beint til hafna úti á landi og út- landa. Bakkafoss er 1600 brúttó tonn eða nokkru stærri en Mánafoss, sem er 900 tonn. Skipstjóri er Magnús Þorsteins son sem var áður skipstjóri á Reykjafossi. Áhöfn er 21 mað- ur. Fyrsta ferð Bakkafoss er sem sagt til Finnlands, en þangað sækir hann farm af staurum, til rafmagns og símalagningar. Sigl Framhald á bls. 5. nam 175 milljónum kr. Hafði aukizt um 31 prósent Síðastliðinn þriðjudag var haldinn í Bændahöllinni í Reykjavík fulitrúafundur fyrir allar félagsdeildir Siáturfélags Suðurlands. Fundinn sóttu 67 af 70 kjömum fulltrúum víðsvegar að af Suðurlandi, auk stjómar og nokkurra gesta. Fundarstjóri var kjörinn Pét- ur Ottesen, fyrrverandi alþingis maður, formaður félagsins, en fundarritari Þorsteinn Sigurðs- son, formaður Búnaðarfélags Is lands. Forstjóri félagsins, Jón H. Bergs, flutti skýrslu stjórnarinn<s> ar um starfsemi félagsins á ár- inu 1962. Viðskipti félagsins ins vom á þvl ári umfangsmeiri en nokkurt annað ár, en féiagið hefur starfað síðan árið 1907. Heildarvörusala félagsins nam 175 milljónum króna og hafði aukizt um rúmlega 31 af hundr- aði frá árinu áður. Mestur hluti sölunnar em afurðir félags- manna og framleiðsluvömr fyrir tækja félagsins. Alls var siátrað hjá félaginu um 155 þúsund Framh. á bls. 5 Ráðist á bílstjóra í morgun var ráðizt að manni, sem sat við stýri bifreiðar sinnar á götu einni hér í Reykjavík og honum veittur áverki á andlit, auk þess sem föt hans vom rifin og eyðilögð að meira eða minna Ieyti. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar hafði einn af bifreiðarstjórum Morgunblaðsins farið í bifreið á Vitastíg að sækja starfsfélaga sinn. Rétt í þann mund, sem hann var að stöðva bifreiðina var litlum steini hent í hana. Varð ökumanni um leið litið út og sá hver valdur var að þessu, en það var drukkinn maður, sem stóð á horni Grettis- götu og Vitastígs. Sá drukkni slangraði að því búnu £ áttina til bifreiðarinnar og þegar hann var kominn að henni réðist hann að ökumanninum í gegnum opinn bíl- gluggann og sló hann með stein- hnullungi £ andlitið. Höggið kom rétt við augað og hrein mildi að ekki lenti i auganu sjálfu. Hlaut ökUmaðurinn við þetta mikið glóð- arauga. Kom árásin honum mjög á óvart og þeim mun fremur sem hann mun ekki hafa borið kennsl á manninn. Hann gat lika litla björg sér veitt, þvf að vél bilsins var í gangi og hann þurfti að hafa gætur á bílnum. En við þessa árás drap hann á vélinni og fór út úr honum. Réðist árásarmaðurinn þá að hon- um að nýju eftir að ökumaður hafði spurt hann hver tilgangur hans væri með þessari árás. Framh. á bls. 5 Deilan í Sandgerði: Þjóðviljinn falsar frásögn af afstöðu LÍÚ Vinnustöðvun sú, er verkalýðsfélag Miðnes- hrepps boðaði á báta Guðmundar á Rafnkels- stöðum, hefur nú komið til framkvæmda, eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu. Ágreiningi hef ur verið vísað til Félags- dóms, en Vinnuveitenda sambandið og LÍÚ hafa lýst vinnustöðvunina ó- löglega og krefjast þess að henni verði aflýst. Verður sú krafa vinnuveit- enda og LÍÚ f fyrstu tekin fyr- ir. Á ýmsu gengur £ sambandi við deilu þessa, og var m. a. gerð tilraun til þess að vinna að málamiðlun í fyrradag. Eggert Gíslason, skipstjóri á Sigurpáli, einum báta Guðmundar, bar undir LÍÚ málamiðlunartillögu frá verkalýðsfélaginu, þess efn- is, að verkfallinu yrði aflýst, ef báðir aðilar samþykktu að visa ágreiningsmálinu til Félags- dóms og hlýða úrskurði hans. LlÚ ljáði samþykki sitt við þessari tillögu, en þegar Eggert bar svar Landsamsbandsins aft ur til verkalýðsfélagsins í Sand- gerði, vildi það við ekkert kann ast og neitaði þessari málamiðl- un. Frásögn Þjóðviljans af þess- um atburði í morgun er alröng og sannleikanum gjörsamlega Framh. á bls. 5 Bát stolið í fyrrinótt var stolið trillubát, sem stóð á fjörubakkanum vestur á Granda. Auðséð var, að bátnum hafði ver ið stolið, því hann hafði verið sjó- settur á spýtum í stað hlunna og sáust verksummerkin £ gær. Báturinn bar ekki nein skrásetn- ingarmerki, en þetta var 5 metra langur norskur bátur, breiður, svart ur að lit að neðan, en hvítur að ofan og með grænan borðstokk. í bátnum var Gauta-vél. Leitað var í gær víðsvegar með sjó fram að bátnum, en án árang- urs. Biður rannsóknarlögreglan þá, sem einhverjar upplýsingar kunna að gefa, að láta hana vita hið skjótasta. Vörusala Sláturfélagsins Ðanski ballettinn heUur sýningur hér / september Frá vinstri: Kirsten Petersen, Frank Shaufuss og Friðbjöm Bjöms- son í „Napoli“. Öldungurinn Friðbjöm virðist furðu sprækur þrátt fyrir sín fjörutíu ár. í september er von á hinum konunglega, danska balletti hingað til lands. Eins og kunn- ugt er, þykir þetta einn af beztu ballettflokkum heimsins, og eiga íslendingar þvi von á góðri skemmtun, þegar hinir frægu dansarar koma í haust og halda sýningar £ Þjóðleikhúsinu. Alls koma 65 manns, þar af 40 dans- arar, og hafa með sér allan sviðsútbúnað. Sýndir verða þrfr eða fjórir ballettar, hver öðrum frægari: La Sylphide, Graduation Ball, Études og ef til vill Coppelia. Meðal aðaldansaranna verða Kirsten Petersen pg Kersten Simonsen og kannske hinn heimsþekkti Erik Bruhn, sem nú er að dansa i Bandarikjunum. íslenzki dansarinn, Friðbjörn Björnsson, verður liklega með £ förinni, en hann er farinn að dansa minna en áður fyrir elli sakir — hann er 40 ára gamall, en starfsaldur ballettdansara er sorglega stuttur. Friðbjörn er nú kominn á eftirlaun, en kennir við ballettskóla konunglega, danska ballettins og semur kóreógrafiu, þegar hann má vera að. Hann samdi m. a. dansana í hinum vinsæla söngleik „Teen- ager Love“. Er vonandi, að hinn fertugi öldungur sjái sér fært að hökta eitthvað um sviðið, þegar ballettinn sýnir hér i haust, því að fyrir fáeinum ár- um þótti hann bezti Frantz, er nokkru sinni hafði sézt i Coppelia, og varla siðri sem liðs- foringjaefnið i Graduation Ball.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.