Vísir - 16.05.1963, Blaðsíða 15
V1 SIR . Fimmtudagur 16. maí 1963.
Í5
©©
framhaldssaga
eftir Jane Blackmore
stjörnuskin
og skuggar
hún væri að láta undan ómótstæði-
legri löngun til að leysa frá skjóð
unni um það, sem hann þurfti að
fá vitneskju um, en í þessu opn-
uðust dyrnar og lögreglufulltrúinn
leit aftur reiðilega til þeirra.
Rupert Bagley stóð í gættinni og
hélt í áttina tii þeirra. Rupert birt-
ist nú allt í einu? Eða hafði hann
reiknað út, að nú væri heppileg
stund til að rjúfa samtalið við
Marlene.
— Ég vona, að ég valdi ekki ó-
næði, sagði Rupert ljúfmannlega.
Porchy hefir svo miklum s'törfum
að gegna og þar sem Marlene var
hér bað hún mig að bera þetta
hingað inn.
— Þökk, svaraði fulltrúinn kulda
lega, það var vinsamlegt af yður.
— Porchy spurði eftir Marlene,
bætti hann við. Leyfið þér, að hún
fari?
— Hún getur farið.
— Flýttu þér fram í eldhús,
Marlene, sagði Rupert.
Lögreglufulltrúinn gaf þeim
báðum gætur, er hún gekk til dyra
vaggandi mjöðmunum, en þau litu
ekki hvort á annað, hún og Rup-
ert, en það eins og lá I loftinu, að
eifthvað væri milli þeirra. Það jók i
aðeins grunsemdir hans, að þau i
gættu þess vandlega, að koma ekki I
upp um sig með að líta hvort á j
annað.
Rupert lagði frá sér bakkann.
Svo beygði hann sig niður fyrir
framan opnu eldstóna og bætti kol-
um á eldinn. Enginn gat séð, að
hann hafði ákafan hjartslátt og
ætti erfitt með að draga andann.
Hann hafði staðið dálitla stund
á hleri við dyrnar, og það sem
hann hafði heyrt hafði fylit huga
hans skelfingu. Hann hafði beðið
Marlene innilega, að minnast ekki
einu orði á samband þeirra —
gæta þess umfram allt. Og þó
hafði honum verið ljóst, að hann
gat ekki treyst henni fullkomlega.
Hún var metnaðargjörn. Hún hafði
orðið að varðveita lengi sem leynd
armál hvað hann ætlaði sér með
hana. Og henni fannst hún vera
ósmá persóna í harmleiknum, er
fuiltrúi frá Scotland Yard leitaði
upplýsinga hjá henni. Hún vildi
vekja á sér athygli, — kannski
var það atriði fyrir hana, að það
kæmi mynd af henni í blöðunum.
Of ef hún hefði sagt lögreglufull-
trúanum frá áformum þeirra,
mundi hún áreiðanlega fá birtar
af sér myndir og það oftar en einu
sinni. Hún vissi ekki hvers vegna
hún varð að þegja, hann gat ekki
sagt henni hvers vegna það var
svo hættulegt, að hún segði nokk-
uð. Hann var nærri frávita af
hræðslu. Honum hafði tekizt að
afstýra, að hún segði allt af létta
nú — en mundi honum takast
það næst.
Allt í einu varð hann þess var,
að þeir báðir er þarna voru, horfðu
á hann. Og hann vissi, að annar
hvor þeirra hafði spurt einhvers,
en hann hafði ekki tekið eftir hver
það var — og það hafði einnig
farið fram hjá honum um hvað
hafði verið spurt.
—- Afsakið mig, sagði hann um
leið og hann stóð upp og horfði á
lögreglufulltrúann. Spurðuð þér um
eitthvað?
— Ég spurði hvort yður væri
kunnugt um ákvæði erfðarskrár
frú Vane, sagði hann kuldalega.
Rupert setti upp lögfræðings-
grímuna.
— Er það í samræmi við venju
iegar reglur er þér farið eftir, að
bera upp slíkar spurningar á þenn-
an hátt?
— Um það þurfið þér ekki að
spyrja, en þér þurfið engu að
svara. Ég get hæglega fengið leyfi
til þess að kynna mér þetta atriði.
Rupert kinkaði koili ljúfmann-
lega.
— Fyrst svo er tel ég, að mér
muni heimilt að svara segja frá
því, sem ég veit, eða hvað finnst
yður?
— Að sjálfsögðu er yður það
heimilt.
— Það er mjög fáorð erfðarskrá,
sagði Rupert hægt. David Vane
fær þetta hús og helming lausa-
fjár.
— Og hinn heiminginn?
— Hann rennur til mín, sagði
Rupert og brosti afsökunarlega.
— Til yðar ?
— Já.
— En hvað um frú Bagley?
Rupert yppti öxlum.
— Hún fær alla skartgripi —
og þeir eru mikils virði — sumir.
— En enga peninga?
— Frú Vane leit svo á, að bezt
væri að ég hefði þá með höndum.
Hann yppti öxlum. — Frú Bagley
á til að vera eyðslusöm úr hófi
fram.
— En þið ætlið að skilja? Breytti
frú Vane ekki erfðaskránni er
henni varð það kunnugt?
— Það er ég viss um, að hún
mundi hafa gert . . .
Hann iauk ekki við setninguna,
en lögregiufulltrúinn lauk við hana
fyrir hann:
— . . . ,ef hún hefði lifað.
Það var allt í einu eins og hann
hefði fengið remmubragð I munn-
inn.
— Vitanlega mun ég sjá um, að
Díönu skorti ekkert sagði Rupert.
— Vitanlega mun hana ekkert
skorta, sagði lögreglufulltrúinn
þurrlega og vottaði fyrir hæðni í
rödd hans:
— Rétturinn sér um það.
— Rétturinn? spurði Rupert
kuldalega og hvasslega.
Lögregiufulltrúinn horfði á hann
á móti og beið örlítið áður en
hann svaraði. Hann fann að hinir
biðu í spenningi:
— Rétturinn úrskurðar henni
sjálfsagt lífeyri.
Rupert hló uppgerðarhlátri. Svo
sagði hann óvænt:
— Maður gæti næstum haldið,
að einhver grunur hefði fallið á
mig?
Lögreglufulltrúinn gat ekki var-
izt að hugsa sem svo, að Bagley
þessi mundi óheimskur, hvað sem
annars mætti um hann segja.
— Þar til ég hefi aflað sannana
eru allir undir grun, sagði hann.
Hann hugieiddi hvort Rupert
muni segja eitthvað á ný til þess
að leiða grun að Sorrel Thornhill,
en af því varð ekki.
— Þér hafið sjálfsagt rétt fyrir
yður, svaraði Rupert, þar til sökin
sannast á einhvern, hljóta allir að
vera undir grun.
Við þessi orð jókst enn álit lög-
reglufulltrúans á Bagley. Hann
vissi jafnan hvenær hann skyldi
sækja fram og hvenær hörfa. Og
um leið og Rupert gekk til dyra
sagði hann rólega:
— Drekkið nú kaffið, herrar
mínir, áður en það verður kalt.
18. kapituli.
Það lá við, að Rupert fengi tauga
áfall, er hann kom inn í svefn-
herbergi sitt og konunnar og sá
hana sitja alklædda við snyrtiborð-
ið og vera að bursta hár sitt.
— Hvar eru þau? spurði hann
umsvifalaust.
Hann hafði tekið sér stöðu fyrir
aftan hana og þau horfðu hvort á
annað í speglinum.
Einkennilegum glömpum brá fyr-
ir í augum hennar.
— Við hvað áttu?
Hann var kominn í flugstig með
Ég hcld að úrsmiðurinn hljóti að
ar samstilltar.
tapa á því að hafa allar klukkum-
að þrífa í axlir hennar og hrista
hana.
— Láttu ekki eins og asni. Þú
tókst þau. Hvað gerðirðu við þau?
Hún sneri sér við á baklausa
stólnum, sem hún sat á, og horfði
á hann.
— Ef þú gætir nú gefið mér ein
hverja hugmynd um um hvað þú
ert að tala, Rupert ....
— Fötin mín, hrópaði hann æst-
ur. Hann þekkti varla sín eigin
rödd. Ég veit þú veizt vel um hvað
ég er að tala.
— Fötin þín, Rupert, sagði hún
sakleysislega.
— Vertu ekki með neinn leikara
skap. Ég á við buxurnar mínar og
peysuna. Hvar eru þau?
— Ó, þessi gömiu föt, sagði hún
kæruleysislega.
— Hvar eru þau?
Hún sneri sér aftur við og fór
að bursta hárið á ný og fór sér
hægt.
Hann starði á hana og fór að
gera sér grein fyrir hvað fyrir
henni vakti.
— Af hverju sendirðu Marlene
eftir þeim?, spurði, hún lágt.
— Það átti að hreinsa þau og
pressa, svaraði hann. Hann horfði
á hana rannsakandi augum. Ó1 hún
einhverja grunsemdir? Hvers-vegna
lagði hún sérstaka áherzlu á nafn
Marlene?
— Það þurfti að þurrka þau.
i Hann sá leiftrið I augum hennar
í speglinum.
Hann hélt niðri í sér andanum.
Hún ól þá ekki grunsemdir vegna
Marlene, heldur vegna þess, að föt
in voru blaut.
— Já, sagði hann og reyndi að
mæla rólega. Ég blotnaði í gær.
Þú manst kannski, að það var
úrhellisrigning.
— Já, ég man vel eftir því,
Rupert, sagði hún rólega, lagði
frá sér hárburstann og fór að farða
sig af mikilli nákvæmni. Þú varst
klæddur þínum venjulegu fötum,
þegar þú ókst til skrifstofunnar í
gærmorgun. Og þú fórst að hátta
fyrir hádegi.
T
A
R
Z
A
H
TARZAN, 5Y RfrPEATINS
WWS TWE 0RPHÁNE7
&0y MISHT HAVE
HEAR7 AS AKJ INFANT
FROMHIS PAKENTS--
5EF0RE THE SHOCIé
OF THE PLANE
ACCIPENT- HAS
HELPEP THE SOYS
SU5C0NSCI0US
MIN7 5KEAIC A
FIVE-yEAK SAKKIEK
OF SILENCE.
IL-I-605I
Með lagni og þolinmæði reyn-
ir Tarzan að kenna drengnum að
tala. Hann endurtekur aftur og
aftur orð, sem líklegt er að hann
hafi heyrt sem bam, svo sem
Hann veitti athygli brennandi
augnaráði hennar.
— Og þú fórst ekki á fætur fyrr
en í morgun —
Hvert orð brenndi sig inn í með
vitund hans.
— . . . eða fórstu kannski á
fætur aftur fyrr?
Honum rann eins og kalt vatn
milli skinns og hörunds — og ekki
sízt kom ónotalega við hann af
hve mikilli ástúð hún nefndi nafn
hans — og. það hvað eftir annað.
— Vitanlega ekki, sagði hann
hægt, eins og lamaður af þvf, hvem
ig hún horfði á hann í speglinum.
— En þá er furðulegt, að fötin
skyldu vera rennblaut?
— Hvað hefirðu gert við þau?
kreisti hann út úr sér.
Hún rétti fram hönd sína, opn-
aði skartgripaskrín sitt og valdi sér
demantsnælu með stjörnulagi og
festi í kjól sinn.
— Ég held, að það sé viðeig-
andi að bera þennan skartgrip í
dag, sagði hún og virti sjálfa sig
fyrir sér í speglinum. Manstu,
Rupert, að mamma gaf mér hann
í brúðkaupsgjöf?
Hann beit á vör sér. Honum
fannst þetta óviðeigandi, skamm-
arleg framkoma, — það var engu
líkara en að hún væri að fara í
samkvæmi.
— Hvað gerðirðu við þau, hróp
aði hann nærri frávita.
Það var eins og hún stirðnaði.
Augu hennar urðu einkennilega
stór og dökk.
— Ég geymi þau, sagði hún.
— Hvar?
— í góðum stað.
Nú missti hann vald á sér. Hann
fór að leita eins og óður maður.
Hann opnaði hverja skúffuna á fæt
ur annarri og rótaði í þeim, opnaði
klæðaskápinn, leitaði þar, bak við
gluggatjöldin, leitaði undir rúminu.
En hann fann ekki neitt.
Han sneri sór að henni. Hann
dró andann þungt. Demantsstjarn-
an glitraði á barmi hennar. Hann
hafði verið svo viss um, að hann
þekkti konu sína niður f kjölinn,
en varð nú að viðurkenna, að hún
var, eins og aðrar konur, „óútreikn
anleg“. Hann vissi ekki hvað hann
gat sagt eða gert? Hann hafði enga
Strigaskór
Gúmmískór
Burnastígvél
pabbi og mamma, og reynir að fá
drenginn til að muna eitthvað af
þvf, sem skeði fyrir slysið. Svo
kemur að því að þeir kynni sig,
og Tarzan segir: Ég heiti Tarzan,
þú heitir Ito. Og drengurinn end-
urtekur: Ég heiti Tarzan, þú heit-
ir Ito. Nei, Ne:, segir apamaður-
inn, ÉG heiti Tarzan. ÞÚ ert Ito.
ÉG er Tarzan. Það virðist samt
ekki ætla að ganga því að hinn
segir lfka: ÞÚ ert Ito, Ég er
Tarzan.