Vísir - 30.05.1963, Síða 9

Vísir - 30.05.1963, Síða 9
9 V í S I R . Fimmtudagur 30. maí 1963. ☆ „Diplómatalífið hefur verið mér góður skóli“, segir Elisabeth Cappe- len, eiginkona norska sendiherrans hér á landi. „Það er lærdómsríkt að kynnast fólki af mörg- um þjóðemum og sjá, hvemig umhverfi og staðhættir í ólíkum lönd um hafa áhrif á hugsun- arhátt og skoðanir íbúa þess. Oft hefur maður til hneigingu til að dæma að óreyndu, en þegar maður fer að þekkja bet ur það, sem undir yfir- borðinu býr, breytast sjónarmiðin. í grundvall aratriðum eru mennimir sjálfum sér líkir, hvar sem er í heiminum. Þeir era fyrst og fremst manneskjur“. „Og haldið þér, að meiri gagnkvæm kynni milli þjóða og einstaklinga af ólíkum þjóðern- um gætu komið í veg fyrir styrjaldir?" „Ja, auðvitað fer það eftir hugarfari fólks. Ef það fer til annarra landa í þeim tilgangi að kynnast Iífsviðhorfum þar og reyna að skilja þau, held ég, að 'ÍF'-irí , aird-i Norsku sendiherrahjónin með dætritm sfnum. Það er miklu opinskárra en við Norðurlandabúar og ekkert hrætt við að láta f ljós tilfinn- ingar sínar. Við myndum kann- ske kinoka okkur við að bj.óða ókunnugu fólki hjálp og tala við það að fyrra bragði af ótta við að verka framhleypin eða uppáþrengjandi, en Bandaríkja- menn gera sér enga rellu út af slíku. Og mér finnst það mjög aðlaðandi eiginleiki. Ef til vill þjóðaborg, að hún hefur eigin- lega engin sérkenni. Maður gæti verið hvar sem er. Ég kunni reyndar ágætlega við mig í Sviss, það er ekki það, og við gátum auðveldlega komizt til Noregs í bílnum, svo að okkur fannst við aldrei vera langt að heimaíi". >(~)g þaðan fóruð þið til Brazilíu?" aldrei nógu vel, þvf að við vor- um ekki nema tvö ár í Rio. En dætur okkar tala hana reiprenn andi — þær tala jöfnum hönd- um norsku, ensku, frönsku og portúgölsku, og nú eru þær að læra íslenzku". „Hvað eru þær gamlar?“ „Sú eldri er þrettán ára — hana ætlum við að senda til Noregs í haust, svo að hún geti farið í skóla þar og kynnzt lanðí -loíiígfiH maa fftwv eix;>- ljómandi fallegt og glaðlynt fólk, sem elskar líf og liti, söng og dans. Fátæktin er mikil f Brazilíu, en fólkið klæðir sig smekklega og ber sig af reisn, og það er einstaklega hreinlátt, fer í bað mörgum sinnum á dag og gengur í tandurhreinum föt- um, þó, að þau séu stundum slitin og bætt. Elskulegar og aðlaðandi manneskjur". „p’ignuðuzt þér marga vini þar?“ „Já, fjölmarga. Annars tók það sinn ttma f byrjun að koma heimilinu f lag og telpunum f skóla, fata þær upp og svoleið- is. Þá var að heimsækja allar sendiherrafrúrnar — fimmtíu talsins. Og sfðan komu þær aft- ur f heimsókn til mfn, ein og ein í senn. Ekki svo að skilja, að ég hefði ekki ánægju af að kynnast þeim, en þetta var nokkuð umfangsmikið. Við eign- uðumst marga góða vini f Braz- ilíu, og ég verð að játa, að ég skildi eftir dálftinn hluta af hjarta mfnu f Rio. Það er ógleymanlegur staður". „Voru viðbrigðin ekki mikil að koma frá Rio til Reykjavík- ur?“ „Jú, að mörgu leyti, en það var verst að fá ekki nógu langan tíma til umskiptanna. Mér finnst nefnilega, að maður þurfi að smáflytjast milli landa, þ. e. a. s. f huganum fyrst. Um leið og ég veit, til hvaða lands við eigum næst að fara, byrja ég að flytja þangað f hugsun minni. Ég reyni að lesa sem mest um nýja landið og íbúa þess, kynna mér menningu þess og staðhætti og læra tungumál- ið. Það er líkast því að flytja jurt úr einum jarðvegi í annan. Ræturnar verða að fylgja með. Við fórum frá Rio í ágúst í fyrra og komum til íslands f september. Það var of snögg breyting — lfkaminn var kom- slfk ferðalög geti orðið til mik- ils góðs. En ef það vill hafa allt eins og heima hjá sér og fordæmir aðra fyrir að vera ekki eins og því þóknast, að þeir séu, þá er lftið gagn í að ferðast“. „Það hlýtur þó að víkka sjón- deildarhringinn í flestum til- fellum, ef fólkið ferðast mik- ið?“ „Já, tvímælalaust. Og ég held, að það sé mjög ákjósan- legt, að sem flestir fari út og sjái önnur lönd. Á sfðustu árum hefur þetta færzt mjög f auk- ana, enda fer áhugi á alþjóðlegu samstarfi sffellt vaxandi". „1 hvaða löndum hafið þér búið lengst?" „Utan Noregs höfum við ver- ið lengst f Bandarfkjunum, Sviss og Brazilfu. Við höfum lítið dvalizt f Noregi síðustu tólf árin, aðeins farið þangað f frf- um. Við vorum fjögur ár í Was- hington — það var fyrsta land- ið, sem maðurinn minn var sendur til sem diplómat". „TJvernig kunnuð þér við lif- A ið f Bandaríkjunum?" „Ég skil ekki, að nokkur manneskja geti annað en kunn- að vel við sig þar. Lífsþægindin eru ótrúleg og fólkið einstak- lega gestrisið og vingjamlegt. eimir enn eftir af gamla land- nemahugsunarhættinum: þá var lifið erfitt og lífsbaráttan hörð, og fólk varð að hjálpast að eftir beztu getu, þegar úr litlu var að spila. Mér fellur Ifka vel, að Bandaríkjamenn eru svo bless- unarlega lausir við öfund og meinfýsi. Þeir eru hreyknir af stóru bílunum sfnum og ánægð- ir að komast vel áfram f lffinu, en þeir gleðjast ekki sfður yfir annarra velgengni og eru Iausir við allan smásálarskap". „Var ekki loftslagið f Was- hington svolítið þreytandi?" „Jú, sérstaklega á sumrin, það er voðalega rakt. Og maður getur ekki farið út að ganga fyrir utan borgina, því að j.ar eru tómar mýrar og allt fullt af skordýrum. Maður missir af snertingu við náttúruna, og þess saknaði ég mikið“. „Hvemig var Sviss?“ „Æ, Genf er svo mikil al- „Já, og það urðu mikil við- brigði. Allt var nokkum veginn eins ólíkt og mögulegt hefði ver- ið“. „Kunnuð þér vel við yður í Rio?“ „Alveg dásamlega — ég hefði gjaman viljað vera þar lengur. Brazilfa er töfrandi land, nátt- úrufegurðin dæmalaus og fólkið ákaflega indælt. Það hefur eng- ar áhyggjur af morgundeginum, heldur nýtur líðandi stundar. „Guð er á okkar bandi“, segir það og er hið ánægðasta". „Menn halda venjulega, að Guð sé þeirra megin, ef veðrið er nógu gott“. „Já, það er auðvelt að hugsa þannig, þegar sólin skín dag eft- ir dag, og maður er umkringdur af fegurð og gróðri, hvert sem litið er“. „Hvernig gekk yður að tala portúgölskuna?" „Ég lærði hana þvf miður sínu og þjóð. Hin er ellefu, og hún fer í íslenzkan skóla næsta vetur". „Var ekki óskaplega heitt í Brazilfu?" „Jú, þvf er ekki að neita — kaldasti tími ársins er eins og hlýtt sumar í Noregi. Mestu hitarnir eru um jólaleytið. Þá fórum við út á strönd ... ég saknaði jólatilfinningarinnar, sem maður hefur, þegar allt er á kafi f snjó. Annars er ekki gert mikið veður út af jólunum í Brazilíu; aðalviðburður ársins er kjötkveðjuhátíðin í marz. Konurnar em að safna sér allt árið fyrir einum kjól. Og það er ekkert smáræði, sem um er að vera, meðan hátíðin stendur yfir: það er sungið og dansað á götunum dögum saman, trúar- legar skrúðgöngur fara um borg ina með mikilli viðhöfn og dýrð, keppni fer fram í zamba og öðr- um þjóðdönsum — þetta er inn hingað á undan sálinnl, ef svo má segja“. „En nú eruð þér farin að venjast við?“ „Já, mikil ósköp, en það er allt öðruvfsi með lsland en önn- ur lönd, sem ég hef komið til, þvf að íslendingar og Norðmenn eru svo líkir f hugsunarhætti. Við þekkjum sömu Iöngu og dimmu vetuma og dásamlegu sumardagana, harða lffsbaráttu og ómilt loftslag. Ég var svo lánsöm að alast upp á sveitabæ f Noregi, og ég gleymi aldrei fyrstu vordögunum, þegar snjóa tók að leysa og veðrið að hlýna, fuglarnir sungu f trjánum og lækimir niðuðu — það var eins og jörðin sjálf væri að vakna af þungum svefni. Ég finn þetta sama samband við náttúmna hér á íslandi, þar sem hægt er að ganga úti f hreinu lofti og leggjast niður f fallegum laut- um án þess að þurfa að óttast eitruð skordýr og slöngur. Og það er indælt að búa f svona lítilli borg, þar sem maður þekk- ir marga og getur fylgzt méð öllu því helzta, sem efst er á baugi hverju sinni“. „'U'vemig gengur að læra íslenzkuna?" „Ja, heldur hægt, en ég geri Framhald a bls. 10. SpjallaB v/ð frú Elisabeth Cappelen eiginkonu norska sendiherrans hér

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.