Vísir - 31.05.1963, Síða 9
VfSIR . Föstudagur 31. mai 1963.
BJARTSÝNIR Á FRAMTÍÐINA
Fram til skamms tíma,*
hefur varla verið hægt
að tala um aðrar atvinnu
greinar hér á landi, en
fiskveiðar og landbún-
að. Á þessum atvinnu-
greinum hefur þorri
landsmanna byggt af-
komu sína og af þeim
hefur ríkið sjálft dregið
björg í bú.
Á síðari árum hefur
þó þriðju atvinnugrein-
inni iðnaði vaxið fiskur
um hrygg, og átt svo
miklum uppgangi að
fagna, að fullvíst er að
ekki muni langur tími
líða þar til hann stendur
jafnfætis, tveim fyrr-
nefndum atvinnugrein-
um.
Óumdeilanlegt er, að iðnað-
arrekstur hvers konar á sér
mikla framtíð hér á landi, ef
rétt er að unnið, og nægilegt
svigrúm gefið þeim mönnum,
sem fremst standa.
Iðnrekendur héldu nýlega
ársþing sitt, og í síðustu viku
fór aðalfundur Iðnaðarbank-
ans fram. Til að fá betri yfir-
sýn yfir viðhorf iðnrekenda
gagnvart aðstöðu iðnaðarins í
landinu, hefur Vísir snúið sér
til formanns Félags fsl. iðnrek-
enda, Gunnars J. Friðrikssonar
forstjóra. Beindi blaðið sérstak-
lega þeirri spumingu að Gunn-
ari, hvað gerzt hefði í þessum
málum á undanförnum árum.
Viðskiptafrelsi.
„Það sem hlýtur að vera mik-
ilsverðast I okkar augum, eru
tvfmælalaust þær efnahagsráð-
stafanir sem gerðar voru árið
1960, og leiddu til þess að við-
skipta- og fjárfestingarfrelsi
komst á. Eftir margra ára tak-
mörkun og stöðvun f þeim efn-
um, var sérlega þýðingarmikið
fyrir rekstur iðnfyrirtækja, að
fá loks tækifæri til að endur-
nýja vélakost sinn og kaupa
hráefni frá nýjum og ákjósan-
legri mörkuðum. Viðskiptafrels-
ið olli að sjálfsögðu gjörbylt-
ingu f þeirri viðleitni atvinnu-
rekenda að framleiða sem bezta
vöruna, auk fjölbreytninnar og
nýjunganna sem fylgdu f kjöl-
farið.
Fjárfestingarfrelsi.
tími hefur liðið án þess að iðn-
aðurinn hafi haft tækifæri til
að byggja yfir sig, endurnýja
húsakost sinn. Ástandið var
þannig á árunum 1956—59 að
fjárfestingarleyfi voru að mestu
takmörkuð og háð duttlungum
misvitra stjórnmálamanna, sem
skorti algjörlega skilning á
þessum þörfum. Var svo komið
að húsakostur alls iðnreksturs
var vægast sagt mjög lélegur.
Með fjárfestingarfrelsinu hefur
orðið gjörbreyting hér á, og tal-
andi tákn þess eru hin fjöl-
mörgu nýju verksmiðjuhús, sem
í byggingu eru, eða eru þegar
risin. Má nefna sem dæmi,
Kassagerðina, Ultima f Kópa-
vogi, Steinstólpar inn í Vogum,
Byggingariðjan í Ártúni o. fl.
o. fl.
Flest iðnfyrirtæki hafa og
endurnýjað vélakost sinn, enda
byrjuðu menn yfirleitt á því.
Lagfæringar |
á skattalögum.
Stórt spor var stigið, þegar
lagfæringar á skattalögunum 'í
voru gerðar, þótt þær hafi þá
aðeins verið áfangi, að því
marki, sem leiðir af sér heil-
brigðan fjármálarekstur fyrir-
tækja. Framhaldið hlýtur að
vera í þá áttina, að kleift verði m
að setja hér á fót almennings-
hlutafélög í ríkari mæli. Á ég
þar við fyrirtæki, sem geta
orðið sjálfstæðar heildir, en
ekki háðar þeim, sem um rekst-
urinn sjá hverju sinni. Þar get-
ur fjöldi manna haft hönd í
bagga, og leiðir það að sjálf-
sögðu til þess, að ef slakað er
á stjóm fyrirtækisins, er hægt
að skipta um framkvæmdar-
stjóra eða forystumenn. Slíkt
ástand sem í almenningshluta-
félögum felst, er bæði aðhald
og hvatning þeim, sem á hverj-
um stað ráða. Gunnar J. Friðriksson formaður Félags íslenzkra iðnrekenda.
Lánsf jármál í betra
horf.
í lánfjármálum eru lögin um
iðnlánasjóð þýðingarmest, en
þau voru samþykkt á slðasta
þingi. Með þeim lögum var iðn-
aðinum gert jafn hátt undir
höfði sem öðrum atvinnugrein-
um. Iðnlánasjóður var að visu
til áður, en einskis megnugur.
Nú hefur hins vegar sjóðnum
verið tryggðar tekjur, og heim-
ilt er að lána úr honum allt að
60% af byggingarkostnaði iðn-
aðarhúsa, sem reist eru. Þau
lán mega vera út á II. veðrétt,
en það eru mjög hagkvæm skil-
yrði.
Sjóðurinn getur lánað út
47 millj. kr. á þessu ári, og er
það jafnmikið og hann hefur
lánað út, samanlagt allt frá ár-
inu 1935."
Varðandi lánsfjármálin, gat
Fjárfestingarfrelsið var einn- Gunnar þess og, að lögum Iðn-
ig mjög kærkomið. Óhóflegur aðarbankans hefði verið breytt
— segir Gunnar J.
Friðriksson formaður
fél. ísl. iðnrekenda
og nú er bankanum heimilt að
auka hlutafé sitt ótakmarkað,
en áður var það lögbundið við
6 y2 millj. kr.
Framkvæmdaáætlun.
„Þess verður að geta," hélt
Gunnar áfram, „að iðnrekendur
eru mjög ánægðir með þá ráð-
stöfun stjórnarvalda að leggja
fram framkvæmdaáætlun og
beina fjárfestingunni 1 ákveð-
inn farveg. Kemur slík skipu-
lagning og áætlun að miklu
gagni fyrir iðnaðinn af skiljan-
legum ástæðum.
Tækniskólinn.
Eins og þróun þjóðfélagsins
ber með sér, þá hlýtur iðnaður-
inn að taka við þeirri fólks-
fjölgun sem verður 1 landinu.
Til þess að svo geti orðið, þarf
þó að auka alla almenna mennt-
un varðandi iðnaðinn, og byggja
verður upp stóran og öflugan
hóp tæknimenntaöra manna.
Fyrsta skrefið I þessa átt
hefur nú ])egar verið stigið
með lögunum um Tækniskól-
ann og ber að fagna þvl. Iðn-
aðarmálastofnunin hefur og
efnt til námskeiða, og sömu-
leiðis verkstjóraskólinn. Allt
stuðlar þetta að þvl að veita
fólki meiri menntun og fræðslu
1 hagræðingu og sklpulagi.
Einn draugur eftir.
Af þessari upptalningu má
sjá, að iðnrekendur hafa
mjög fengið leyst úr brýnustu
vandræðum sínum á undan-
förnum árum, og sé ég ekki á-
stæðu til að draga dul á það.
Stjórnarvöldin hafa mjög greitt
götu okkar, gefið viðskipti og
fjárfestingu frjálsa, aukið lánsfé
að miklum mun og gert tilraun-
ir til að byggja upp iðnað á
eðlilegan og skipulegan hátt.
Þetta ber að þakka. Hinu er
ekki að leyna, að hér er margt
sem betur mætti fara, því enn
er við lýði það fyrirkomulag,
sem iðnrekendur og reyndar
allir þeir sem sjálfstæðan at-
vinnurekstur reka, hafa hvað
mesta andúð á. Á ég þar við
verðlagshömlurnar. Allt starf
okkar og öll heilbrigð uppbygg-
ing getur orðið til einskis ef ó-
raunhæf verðlagsákvæði eiga
að fá að hindra eðlilega þróun.
Þau verðlagsákvæði sem hér
eru enn í gildi eru stærstu
þornin í holdi iðnrekenda".
Bjartsýnir á
framtíðina.
„Hvað um það," sagði Gunn-
ar J. Friðriksson, að lokum,
„ég held ég geti mælt fyrir
munn flestra iðnrekenda, þegar
ég segi að við erum bjartsýnir
á framtíðina, og mikill hugur
er í mönnum. Sú bjartsýni mun
haldast, þjóðinni til góðs, svo
framarlega sem frelsið I verzl-
un og fjárfestingu er við lýði."
MARGT UNGT FOLKIJUNI
FERÐ V.-ÍSLENDINGA
Tvelr hópar Vestur-lslendinga eru
væntanlegir hingað til lands fyrir
17. júní, sem kunnugt er, og leggur
annar hópurinn af stað frá Winni-
peg, hinn frá Vancouver, B. C., vest
asta fylki Kanada.
Blaðið Lögberg-Heimskringla hef
ur gefið út aukablað, samtals 32
bls., í tilefni heimferðarinnar, prent
að á vandaðan pappír með mörgum
fróðleiksgreinum um ísland og á-
gætum myndum. Eru nokkrar grein
anna á ensku. Blaðið flytur kveðjur
James K. Penfields, ambassadors
Bandaríkjanna á íslandi, og Hall-
gríms Fr. Hallgrimssonar, aðalræð-
ismanns Kanada á íslandi. Grettir
Jóhannsson ræðismaður átti hug-
myndina að útgáfu blaðsins. Vann
hann að henni með Haraldi Bessa-
syni prófessor og Ingibjörgu Jóns-
son, ritstjóra Lögbergs-Heims-
kringlu.
í ritstjórnargrein í blaðinu segir,
að í ferðinni taki „þátt fólk á öll-
um aldri, fólk, sem komið var til
fullorðins ára er það kvaddi ætt-
jörðina — fólk, sem aðeins á æsku
spor sin á íslandi — menn og kon-
ur borin og barnfædd hér í álfu".
Og ennfremur:
„1 þessum hóp verður og margt
yngra fólk, sem á örðugt með að
mæla á íslenzka tungu, en íslenzkt
blóð streymir I æðum þess engu
síður en hinna, og það langar til
að kynnast frændum sínum á Is-
landi. Fáeinir fylgjast með hópn-
um, sem venzlaðir eru íslendingum
en eru orðnir íslenzkir í anda vegna
sambúðarinnar við þá“.
Það munu verða alls um 150
manns sem koma, 110 manns frá
Vancouver og um 40 manns frá
Winnipeg.