Vísir - 05.06.1963, Qupperneq 7
7
Athafnaf relsið er undir-
þjóð, en þar eru talin einna bezt
lífsskilyrði í Evrópu. Þangað
kem ég árlega á ferðalögum og
þar á ég gamla skólafélaga starf
andi á mörgum sviðum iðnaðar-
ins. Þar eru þó tækifærin hvergi
nærri þau sömu eins og hér og
lífsskilyrðin ekki sambærileg.
En forsendan fyrir því að ungu
fólki sé búin björt framtíð hér á
landi er þó auðvitað sú að
stjómarstefnan sé rétt, að upp-
byggingin sé ör og viturlegri
stefnu fylgt í efnahagsmálun-
um. Ella lokast sundin, atvinnu-
leysið heldur innreið sína og
stöðnunin hefst á nýjan leik.
Cvein Guðmundsson er óþarfi
^ að kynna ítarlega fyrir les-
endum Vísis. Hann stjórnar
einni umfangsmestu og fullkomn
ustu vélsmiðju landsins og er
löngu þjóðkunnur maður fyrir
starf sitt í íslenzkum iðnaði.
Fyrirtæki hans hefir verið í far-
arbroddi á sínu sviði um margra
ára skeið og leyst vandasöm
verkefni af höndum með mikilli
prýði. Um margt hefir vélsmiðja
Sveins verið brautryðjandi og
fjölmargar vélar smíðað síðustu
árin fyrir sjávarútveginn, sem
áður þurfti að flytja inn til
Iandsins. Síðustu misserin hefir
smiðjan verið önnum kafin við
að gera vélar fyrir síldarverk-
smiðjur landsins, sem nú eru í
örri stækkun og á hinni miklu
fiskiðnaðarsýningu í Lundúnum
á Héðinn eina deildina. Hefir
hún vakið mikla athygli og hafa
þegar borizt pantanir til Héðins
erlendis frá á vélakosti sem
nemur milljónum króna. Sveinn
Guðmundsson hefir auk aðal-
starfs síns sinnt mörgum á-
byrgðarstörfum í þágu íslenzks
iðnaðar og við þessar kosningar
skipar hann 8. sætið á lista
Sjálfstæðisflokksins hér í höfuð-
borginni.
— Það hafa skjótt skipazt
veður í lofti f íslenzku atvinnu-
lífi, segir Sveinn þegar við spjöll
um um stjórnmálaviðhorfið.
Vonleysistímabilið er nú í nokkr
um fjarska og við vonum að það
komi aldrei aftur. Almenningur
var búinn að fá sig fullsaddann
á þeirri uppgjöf og því vonleysi,
sem vinstri stjórninni fylgdi og
á haftaárunum upp úr styrjöld-
inni. Þá var allt í stöðnun eða
R.ætt við Svein Guðmundsson
jafnvel f hreinni afturför.
Skömmtun var í algleymingi og
höft á öllum sviðum atvinnulífs-
ins. Menn voru dregnir fyrir
lög og dóm fyrir það að byggja
sér bílskúr, sumarbústað eða
skipta um glugga i húsi sínu.
Biðraðahugsunarhátturinn var
farinn að setja mark sitt á þjóð-
ina og ótal leyfi þurfti til þess
að lifa í Iandinu. Svarti markað
urinn með peninga og vörur var
þá í algleymingi og enginn vildi
líta við íslenzku krónunni er-
lendis.
En nú er öldin önnur. Það
datt víst engum í hug að freisið
myndi koma á svo skömmum
tíma sem raun ber vitni um. Og
þess vegna er straumurinn svo
sterkur til Sjálfstæðisflokksins.
Menn vilja ekki hverfa aftur til
gamla tfmans og fylgja því þeim
flokk, sem hefir leyst fjötrana
af lífi einstaklinga í landinu og
atvinnulífinu. Að vísu eymir
enn eftir af haftahugsunarhætt-
inum hjá sumum. Það eru þeir
sem lifa í gamla tímanum og
óska eftir þjóðnýtingu og sósíal-
isma á sem flestum sviðum. En
þeim hræðum fer óðum fækk-
andi.
J7g þekki vel hugsunarhátt
unga fólksins, heldur
Sveinn áfram. í Héðni vinnur
fjöldi iðnnema, duglegir og bráð
myndarlegir ungir menn. Stund
um heyrist það að æskan sé að
spillast og hún sé ekki eins dáð
mikil og hér áður fyrr. Ég held
að þetta sé rangt. Mér finnst að
unga fólkið nú á tímum sé
miklu þroskaðra en á þeim dög-
um, er ég var að alast upp. Og
ungi rmenn sýna mjög mikinn
áhuga á starfi sínu og í því að
afla sér sem beztrar menntunar,
og sýnir hin aukna framhalds-
menntun iðnaðarmanna þetta
bezt. Atvinnubyltingin sem hér
hefir orðið síðustu áratugina ligg
ur öll á tæknisviðinu. Stórvirk
atvinnutæki leysa verkamanninn
af hólmi. En sú bylting þarf að
verða miklu örari á næstu ár-
um. Verknámið þarf að aukast
á öllum stigum og hinn ný'
Me'~faraskóli og Tækniskólinn
sem nú er stofnaður, munu
verða mikilvægir áfangar á
þeirri leið. Og tæknimenntun
ungra manna verður að fara
sem allra mest fram hér heima
og vera sniðin eftir okkar þörf
um og sérstöku aðstæðum. Við
þurfum að varpa gömlum kredd
um fyrir borð, endurskoða
margt í verkkunnáttu okkar og
miða starf okkar og menntun
við hina breyttu tíma sem við
nú lifum á. Þannig forðumst við
að verða eftirbátar annarra
þjóða. Og sá sem man eftir því
hvernig ástandið í verklegum
efnum var hér fyrir 30 árum,
hlýtur að undrast hver breyting
er orðin. Þá voru fáir verkfræð-
ingar í landinu og varla nokkr-
ir tæknifræðingar og lítil verk-
efni fyrir þá nýju stétt. En nú
blasa verkefnin hvarvetna við.
JJafvæðing landsins er hljóð-
lát bylting, sem geysimiklu
hefir valdið um framfarirnar og
er undirstaða nýrra átaka.
Og nú er talað um stóriðju.
Um hana má, og á, að tala í
fullri avöru. Hún er engin
draumsjón. Með henni gengur
ný öld í garð okkar. litlu þjóðar
og ef rétt er á haldið getur hún
stórlega aukið velsæld þjóðar-
innar um ókomna framtíð. Ná-
grannar okkar eru senn búnir
að fullnýta rafvæðingarmögu-
leika sína. En land okkar er enn
að mestu ónumið frá því sjón-
armiði. Satt er það og rétt, að
hér verður að fara varlega og
búa vel um alla hnúta. En ég
óttast ekki erlenda tækni-
reynslu. Við eigum einmitt að
nýta hana okkur til hagsbóta
~em kostur er. Og ég hygg að
fjármagnið verði ekki hér sá
Þrándur í Götu sem margir
hyggja. Ef fólkið fær aftur fulla
trú á gjaldmiðlinum, þá verður
auðvelt að stofna hér almenn-
ingshlutafélög um stóriðju og
afla mikils fjár innanlands. Þá
þurfum við ekki að sækja mest
allt fjármagnið til annarra
landa, þá vofu sem Tíminn ótt-
ast svo mjög þessa dagana, þótt
áður hafi hræðslan verið minni!
Tslenzkum iðnaði þarf líka að
aukast olnbogarúm. Efling
iðnaðarins í landinu hefir mik-
inn gjaldeyrissparnað f för með
sér. Og svo er þar annað atriði
ekki síður mikilvægt. Nú er
mikið talað um tollalækkanir
í Evrópu. Ef verndartollar á iðn
aðarvörum verða lækkaðir, sé
ég ekkert þvi til fyrirstöðu að
íslenzkur iðnaður keppi á er-
lendum mörkuðum og selji þar
vöru sína. Hún á að geta verið
jafngóð og jafnódýr og það
sem í öðrum löndum er fram-
Ieitt.
Nýju lögin um Iðnlánasjóð
eru stórt spor fram á við. Það
er sjálfsagt og eðlilegt að ís-
lenzkur iðnaður leggi sjálfur af
mörkum til uppbyggingar þess-
araratvinnugreinar. Efling Iðn-
aðarbankans er og góður fram-
faravottur og gleðilegur, en á
síðasta ári jókst sparifé, sem
í bankann var lagt, um 40 millj.
króna. Þar hafa nýir ötulir
bankastjórar komið, og er ekki
að efa að viðgangur bankans
mun verða mikill næstu árin.
Um hann er hin bezta samstaða
iðnrekenda og iðnaðarmanna,
og samstarf þeirra hefir vaxið á
síðustu árum.
Ég held að enginn geti efazt
um hinn mikla árangur, sem
náðst hefir á siðustu misserum
í lífi þjóðarinnar. Verzlunar-
frelsið er stórkostleg hagsbót.
Um það getur enginn efazt.
Ekki einungis fyrir iðnaðar-
menn, sem nú eiga svo miklu
auðveldara með að afla sér hrá-
efnis, heldur og fyrir verzlunar-
stéttina og allan almenning. Nú
á fólk frjálst val og mikið úr-
val og það fer til innkaupa.
Og það er reyndar sama hvert
litið er. Æ fleiri koma sér upp
eigin húsnæði og ég hygg að
með sanni megi segja, að hvergi
búi tiltölulega jafn margir í eig
in íbúðum eins og hér. Ná-
grannaþjóðir okkar á Norður-
löndum þekkja ekki slíkt í sama
mæli. Vinur minn einn I Sví-
þjóð lét t. d. rita son sinn á
lista yfir íbúðir þegar hann var
skírður! Þá var von til þess að
hann fengi íbúð, er hann var
kominn á giftingaraldurinn.
170 við skulum vera þess minn
ug, að hér ræður öllu hverri
efnahagsstefnu er fylgt í land-
inu. Ef vinstri stjórn kemst aft
ur á laggirnar, þá hefst aftur
tímabil haftanna, vöruþurrðar
og gjaldeyrisvandræða. Þá gríp
ur vonleysið aftur um sig. Við
þurfum vonandi ekki að óttast
slík ódæmi eins og sakir standa,
en við þurfum allir að vinna vel,
svo loku verði fyrir það skotið
að hið gamla tímabil verði aftur
nýtt.
Margan vinstri manninn hefi
ég talað við sem segir: í þetta
sinn fylgi ég ekki hinni gömlu
stefnu vinstri manna. Viðreisnin
hefir sannfært mig.
Því vildi ég að lokum segja
þetta: Þjóðin er dugleg og bjart
sýn og henni hefir aldrei vegnað
betur en nú. Við skulum ekki
láta vandræðastefnu nýrrar
vinstri stjómar breyta sigrí f ó-
sigur.
— Það er ekki í nokkru
landi álfunnar eins mikl
ir möguleikar fyrir ungt
fólk að afla sér mennt-
unar, atvinnu og efna
eins og hér á lanai, sagði
Sveinn Guðmundsson
forst]. vélsm. Héðinn,
er fréttamaður Vísis
rabbaði við hann dag-
stund um hvítasunnuna.
— Ég þekki þetta nokkuð af
eigin raun hélt hann áfram. Ung
ur stundaði ég tækninám í Sví-
Sveinn Guðmundsson. Mynrin er tekin í vélsmiðju Héðins.
VfSIR . Miðvikudagur 5. júní 1963.
.....*mMSSxesmíl+ imiajanaa—» ■■?xs
t