Vísir - 05.06.1963, Síða 10

Vísir - 05.06.1963, Síða 10
w mwjjiwwgi V í S I R . Miðvikudagur 5. iúní 1963, 80 ára: Jóhann Sigurðsson „Jóhanni verður allt að gæfu. Það er nú kannski ekki að spyrja að heppninni hans Jóhanns." Þann- ig heyrðist oft til orða tekið, er rætt var um Jóhann í Borgargerði, og eigi felldu menn slíkt hja! eftir að hann varð Jóhann á Úlfsstöð- um. Þegar Jóhann lagði út í það ómögulega — kej ?ti jörð á tíu þús- und og eitt hundrað krónur, litu menn þó undrandi upp og sögðu vorkennandi: „Nei, nú hefur Jóhann færzt of mikið í fang. Þetta klýfur hann þó aldrei, þótt lánsamur sé.“ En lánið var með Jóhanni. Hann réð jafvel við það ómögulega. Það kom sem sé f Ijós, að hann gat greitt tfu þúsund og eitt hundrað krónur og meira til. Hann gat jafn- framt ræktað og byggt og var ekk- ert smátækur f þvf fremur en öðru. Það óx allt í höndum hans. Þannig eru góðbændur og þeir, sem á- vallt horfa fram og aldrei brestur áræðið. Jóhann er af skagfirzkum bænda- ættum, fæddur að Bjarnastöðum í Blönduhlíð 5 júnf 1883 Foreldrar hjónin Sigurður Jónsson og Sigur- laug Sveinsdóttir búendur að Bjarnastöðum og Yztu-Grund Eigi var auður í búi þeirra Bjarna staðahjóna, og fæddist Jóhann upp við kröpp kjör, svo sem títt var á þeim árum. Um fermingaraldur fór hann um sinn úr foreldrahúsum og réðst í vinnumennsku, en mun hafa kunnað sjálfræðinu og stund- aði sjó frá Ólafsfirði eitt sumar. Lögheimilið var þó áfram í ætt- sveitinni. Jóhann er Skagfirðingur að allri nerð. Og f Skagafirði lá gull gæf- unnar grafið f frjómagni fslenzkr- ar moldar. Tuttugu og eins árs að aldri byrjaði hann búskap með for- eldrum sfnum f Hjaltastaðakoti í Blönduhlfð og hefur aldrei síðan leitað atvinnu utan síns héraðs Á Miðgrund í Blönduhlfð bió um þessar mundir ekkjan Nikolína Magnúsdóttir og átti mannvænleg- ar dætur, hét ein Ingibjörg, þá gjaf- vaxta mær, frfð kona og gervileg svo að af bar, og kvenkostur góð- ur, þótt eigi yrði heimanmundur á veraldarvfsu reiddur frá Miðgrund á úlföldum Ekki segir hér af kvonbænum unga bóndans í Hjaltastaðakoti, en hitt er vfst, að giftusamlega hefur til tekizt, og er ólfklegt, að Jó- hann hafi annað meira gæfuspor stigið á ævinni. Þau Ingibjörg stóðu fyrir altari 28. dag aprilmánaðar ár ið 1908 og þágu kirkjulega hjóna- vígslu, sem vel hefur enzt. Sama ár kevptu þau iörðina Borgargerði í Norður^rdal og fluttust bangað um vorið. Verð iarðarinnar var kr. 1100. auðvitað allt í skuld, og bú- stofn fremur lítill. F.i að síður var bar á vissan hátt mikill auður saman kominn í búi, stórbimur bóndans, viliastyrkur og áræði. sem aldrei brást, starfsöm og hög hönd húsfrevíunnar og myndarskapur á allan hátt, en lund með beim hætti, að siálfsagt hafa allir erfiðleikar horfið, er drottningin á dalabænum sté fram, glaðvær og varð allt að gæfu. Veizlur voru haldnar. efnin uxu og biartstfni var nóg. Haust eitt setti bóndinn öll lömb sín á vetur — hvert einasta ,en kvittaði kauDStaðarskuld sína með spari- sjóðsláni. f Borgargerði fæddust og þrjú af fiórum börnum þeirra hjóna. En svo er það árið 1914. sem Jóhann kaupir Clfsstaði á kr. 10,000, og þótti það geypiverð, að margir töldu í óefni stefnt m. a. vegna þess að iörðin var ekki laus úr ábúð. Með vori 1917 Iosnuðu þó Úlfsstaðir úr ábúð, og fluttist þá fjölskyidan þangað búferlum. Úlfsstaðir eru í hjarta Blönduhlíð ar, einni veðursælustu sveit Norð- urlands, en voru í bennan tlma nið- urnídd jörð, hvað heldur mátti telia til ávinnings fyrir Jóhann. Hann þurfti einmitt að briótast um, rækta og byggja. Það gerði hann h'ka svo um munaði. í Borgargerði hafði hann hafizt handa um fram- kvæmdir. en hér varð ailt stærra í sniðum. Það var tekið að yrkja iörð með aðferðum. sem þá voru taldar nýtízkulegar. Plægingamenn komu og eriuðu iörðina, og hlöð- ur og peningahús risu af grunni fbúðarhús úr steinsteypu var byggt árið 1924. sæmilega stórt og all- veglegt á þeirrar tíðar mælikvarða og annað sinnar tegundar í Akra- hreppi. Þannig liðu árin, og ekki brestur Jóhann ráð. Hann sýnist fara hægt að öUu, en hefur ævin- Iega einhver ráð, þótt eitthvað gangi öndvert. Skuldir eru borg- aðar, og efnin aukast Jóhann á Úlfsstöðum er orðinn stórbóndi. Svo komast börnin til þroska og njóta- öll nokkurrar menntunar. Kannski er það mest gæfa þeirra Úlfsstaðahjóna að eiga vel gerð og mannvæn börn. Þótt Jóhann hafi ávallt þurft at- hafnasvið rúmt, bar hann þó gæfu til að fá jörðina í hendur elzta syni sínum, þegar aldur fór að honum sjálfum. Úlfsstaðir voru gerðir að ættaróðali árið 1943, og eru nú, i höndum Sigurðar N. Jó- hannssonar og konu hans Hólm- fríðar Jónsdóttur, meðai myndarleg ustu höfuðbóla héraðsins. Og þar á Úlfsstöðum una þau hjónin Jó- hann og Ingibjörg, í kvöldroða dags, sem orðinn er langur og góð- ur. Jóhann er nokkuð farinn að heilsu hin síðustu ár og dvelur nú um sinn á sjúkrahúsi tii hressing- ar. Jóhann á Úlfsstöðum var gervi- legur maður á yngri árum, fríður sýnum og bar sig vel, stilltur mað- ur og flýtti sér jafnan hægt, bók- elskur og greindur vel, ljóðaunn- andi mikill, höfðingi heim að sækja, glaður jafnan og viðræðugóður, enda vinsæil og vinmargur, kann mjög ^el með að fara þá hluti, sem gleðja geð guma. Verzlunarmaður var Jóhann á árum áður og samn- ingamaður með þeim ágætum, að hann var stundum fenginn til að reka slík erindi fyrir aðra, og þótti jafnan vel gefast. Jóhann hefur gegnt mörgum trún aðarstörfum fyrir sveit sína, var m. a. hreon'nefndarmaður um ^koið og mörg ár formaður Bún aðarfélags Akrahrepps, vann þar bæði mikið starf og gott, hvatti menn bæði beint og óbeint til rækt unarframkvæmda. Stjórn búnaðar- fé!agsins annaðist tímafreka og margháttaða fyrirgreiðslu vegna fé- lagsmanna á beim árum, og félag- 'ðið eignaðist dráttarvél með jarð- vinnslutækium. OIli sú nýbreytni báttaskilum í ræktunarmálum á fé- lagssvæðinu. Mun Búnaðarfélag Akrahrepps hafa verið meðal fyrstu búnaðarfélaga sýslunnar, sem eign- aðist slfk tæki. Miðað við tíma og iðstæður efast ég um, að öðru sinni hafi verið meiri gróska í fé- lagsstarfi búnaðarfélagsins en ein- mitt á þessum árum. Börn þeirra Úlfsstaðahjóna eru þessi, talin í stafrófsröð: Jónas Gunnlaugur húsgagnasmíðameistari á Akureyri, kvæntur Rósu Gísla- dóttur, Nikolína húsfreyja í Sól- .SELUR Blu*S0)\ Opt Record '62, má greiðast með fasteignatryggðum bréf- um. Volvo Station '55. Ford Consul 4 dyra '62. Chevrolet '55 Volvo St. '61. Comet '63. skipti á Mercedes Benz 220 '60—62 óskast. Ford Consul '62 2 dyra. Ford Taxi '57—’59 Volvo Amazon ’58 Ford Merkury 2 dyra '55. Comet 2 dyra ’61 VW '62. Opel Record ’60. Opel Caravan ’55—60. Kaiser '54. Moscwitsh ’55—'60. Allar gerðir af jeppum. Úrval af öllum gerðum vörubif- reiða BIFREIOASALAN Borgartúni I Simar 18085 og 19615 T 1 L S ö L U: De soto ’55, 8 cyl sjálfskipt- ur, minni gerð. 50 þús. Chevrolet ’50, 6 cy!.. bein- skiptur verð 30 þúsund Zodiack ’55. sem nýr. verð 70 þúsund Chevrolet ’55, beinskiptur 6 cyl., þúsund Chevrolet ‘59 t fyrsta flokks lagi, 110 þúsund. Opel caravan ’55, verð 40 þúsund Moskviír ’58, verð 40 þús. ViIIys station ’51 með drifi á öllum, verð 60 þús. Zodiack ’58, fyrsta flokks biil á 110 þúsund. SKÚLAGATA 55 — SÍMI I5glí heimagerði, ekkja Gísla Gottskálks- sonar kennara og verkstjóra, Sig- rún húsfreyja í Laugarbrekku við Varmahlíð, gift Sigurði Jónassyni skógarverði og Sigurður Norðdal óðalsbóndi að Úlfsstöðum, kvænt- ur Hólmfríði Jónsdóttur frá Viði- völlum. Um leið og ég árna Jóhanni Sig- urðssyni allra heilla á þessum merkilegu tímamótum ævinnar bakka ég þeim hiónum báðum Ianga og trausta vináttu við mig og fjölskvldu mína fyrr og síðar. En alveg sérstaklega bakka ég fram lag hans til þess að gera hérað okkar og land fegra. betra og byggi legra — fyrir það, sem hann hef- ur gert til þess að enn megi þró ast gróandi menningarlíf í íslenzkri sveit. Slíkra verka er vert að minn- ast og óska þess iafnframt að þeir menn, er þau vinna, verði lang- lífir í landinu. Egilsá, 25. maf 1963. Guðmundur L. Friðfinnsson. ÍWntim p í prentsmiftja A gúmmlstlmplagerð Einholti 2 - Slml 20960 Bílakjör [Síýir bílar, Commer Cope St. 6IFREIÐALEIGAN, Bergþórugötu 12 Simar 13660. 14475 og 36598. Auglýsið í VISIR - jbad marg-borgar sig Fjórði hver miði vinnur að meðaltali Haestu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. körfu- Kjuklingurinn • * í hádeginu á kvöldin ...... ávallt I á borðum .... •••• í nausti -j<. fólk 4 Þegar við heyrum nafnið MARLENE DIETRICH, horfa þeir sem komnir eru á miðjan aldur fram fyrir sig og segja dreymandi: „Ó, Dietrich, feg- ursta kona heims“. Þeir sem eru dálítið yngrj scgja: „Ynd- isleg kona — fegursta amma heims“. En hvað segir unga kynslóðin? Marlene Dietrich Hún hefur heyrt um Marlene Dietrich og ef til vill séð hana á kvikmynd — en hefur hún sérstakar mætur á henni? Nú virðist svo vera að hin 60 ára gamla stjarna sé að verða eftirlætisgoð unga fólks- ins úti um Evrópu, eftir að hún kom fram í sjónvarps- þætti og söng lagið „Sag mir wo die Blumen sind“ (Segðu mér hvað blómin eru). Hún er þegar komin ofarlega á vln- sældarlistann. Eins og flestir muna, „sló Marlene í gegn“ í kvikmynd- inni „Blái engillinn“, sem þýzki kvikmyndatökustjórinn Jaseph von Stemberg gerði, en hann „uppgötvaði“ Mar- lene Marlene hét áður Maria Magdalena von Losch og átti heima i Berlín Eftir Ieik sinn í „Blái engillinn“ lék hún í kvikmyndum f Þýzkalandi og eftir 1930 f Bandaríkjunum. Hin síðari ár hefur hún haft eigin „show“ víða um heim. Hún hefur sungið með sinni sérkennilegu hásu rödd og dansað og sýnt fótleggina, sem margir telja fullkomna. En nú hefur framkoma hennar á sviði og röddin hása á ný beint kastljósinu að henni — vel gert af sextugri konu. * Hinn mikli enski leikari, Sir Laurence Olivier, sem nú er 56 ára, vann nýlega mál sem hann höfðaði á hendur stórblaðinu „Time and Tide“ Sir Laurence Olivier. Olivier móðgaðist þegar blað ið sagði frá því að hann færi vikulega til dávalds, sem dá- leiddi hann og fullvissaði hann siðan um að hann væri enn ungur og án nokkurra elli- marka.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.