Vísir - 12.06.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 12.06.1963, Blaðsíða 3
 V í S IR . Miðvikudagur 12. júní 1963. ewiaiflBfiBBttaaaHaiiBtt Þorsteinn Kjatval elzti þátttakandinn í Snæfellsnesför Ferðafélagsins. Hann er 85 ára. Yngsti þátttakandinn, Ástríður Þorsteinsdóttir 14 ára gömul tekur sér hvíld eftir erfiða jökulgöngu. A Snæfellsnesi Ferðafélag íslands hefur frá stofnun þess efnt til ferða vest- Ur á Snæfeilsnes um hvítasunn- iina ár hvert. Fyrstu ferðimar voru famar á skipum vestur á Amarstapa en síðar með bifreið um. Þessar ferðir hafa jafnan verið fjölsóttar og náð miklum vinsældum, enda er Snæfells- nesið ótvírætt í röð fegurstu byggðarlaga á íslandi. Náttúru- fegurðin allt í senn hlýleg, fjöi- breytileg og mikilúðleg. Litafeg urð er fádæma mikil. Há- mark fegurðarinnar er Snæfells jökull sjálfur, einn i • röð feg- urstu jökia íslands sama úr hvað átt hann sést. Gangan á hann er auðveld ef færi er sæmi legt og útsýni af honum vítt, sama hvert horft er. Hitt er svo annað mál að oft setur hann upp gráa þokuhettu þegar gesta er von. Er þá úfinn og óblfður ásýndum og neitar heimsókn- um. Á siðustu hvítasunnu skartaði Snæfellsjökull sfnu fegursta skarti og sjaldan hefur verið fegurra uppi þar, en einmitt þá. Um 50 manns á vegum Ferða- félagsins gengu yfir jökulinn þveran, hófu gönguna frá Arnar stapa og komu niður að Rifi við Breiðafjörð. Það var 10 ki. ganga í glampandi sól og breiskjuhita. Á Ieiðinni óku Snæfellsfarar fram á lítinn fólksbíl, sem hafði ekið' helzt til langt út á vegbrúnina. Af- leiðingin varð sú að bflinn valt á hliðina en margar hendur hjálpuðust að við að rétta hann við og koma upp á veginn aftur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.