Vísir - 12.06.1963, Side 2

Vísir - 12.06.1963, Side 2
VÍSIR . Miðvikudagur 12. iúní 1963. FTn1 tfTnLT '&/////Æ. ALVÖRU TALAÐ EÓP-mótið um- tfeiUa í kvöU Hið margumtalaða EÓP-mót frjálsíþróttamanna fer fram í kvöld á Melavellinum, en á þessu vori eru liðin 70 ár frá fæðingardegi Erlendar heitins Péturssonar og 20 ár frá því að fyrsta EÓP-mótið var haldið. Keppendur eru 48 frá 5 fé- lögum (KR, ÍR, Ármanni, FH og Héraðssambandi Stranda- manna) og meðal þeirra flestir af beztu íþróttamöimum lands- ins. Keppt verður í 12 greinum karla og kvenna og má búast við spennandi keppni og góðum ár- angri. T. d. er ekki ósennilegt, að íslandsmetið sé i hættu, eink- um í hástökki, stangarstökki og jafnvel 110 m grindahlaupi, en aðrar keppnisgreinar eru kúlu- varp, 100 m hlaup karla og kvenna, kringlukast, 800 m hlaup, langstökk, 400 m hlaup, 3 km hindrunarhlaup og 4x100 m boðhlaup. Athygli skal vakin á því, að mótið hefst stundvíslega kl. 8 í kvöld. Skíðamenn verðlaunaðir Verðlaunaafhending fyrir drengjaflokk og stúlknaflokk á Skarðsmótinu, sem haldið var á Siglufirði um hvítasunnuna s. I., fór fram í Reykjavík í gær. Þar sem sigurvegarar voru frá Reykjavik úr báðum flokk- um, annaðist Skíðaráð Reykja- víkur verðlaunaafhendinguna. Lárus Jónsson, Skíðafélagi Reykjavíkur, annaðist verð- launaafhendinguna og mælti nokkur orð til þessara ungu skíðakappa. Sigurvegari í drengjaflokki varð Eyþór Haraldsson, ÍR, og nr. 2 varð Tómas Jónsson, ÍR, og nr. 3 varð Marteinn Kristj- ánsson, Siglufirði (vantar á myndina). Sigurvegari í stúlknaflokki varð Jóhanna Helgadóttir AAAAAAAAAAAAA/WWW , Við vinnum iandskepsmma' — segja Danir, sem eiga í erfið- leikum vegna kostnaðar af ferð- inni til íslands Danir undirbúa nú af kappi lið sitt í frjálsum íþróttum, en það mun keppa í Reykjavík við ís- lenzka landsliðið í frjáls- íþróttum dagana 1. og 2. júlí n. k. „Við vinnum“, segja Danir og benda jafn- framt á, að íslendingar séu vanir að vaxa með verk- efnunum í þessari íþrótta- grein. Danir eru annars i mestu vand- ræðum vegna landskeppninnar og kostnaðarins, sem hún veldur þeim. Ferðin hingað mun kosta 1200 krónur danskar á hvern þátt- takanda og þessi kostnaður gerir það að verkum, að ákveðið hefur verið að fara ekki með þjálfara í ferðina, sem er þó venjan. Er bent á að vel sé hægt að komast af án þjálfara, enda naumur tími til æfinga og hefur verið ákveðið að fararstjórarnir Börge Mathiassen og Arne Halvorsen taki að sér hlutverk þjálfarans og skapi hinn rétta anda í liðinu. Danirnir munu nota 32 menn í hinar 18 greinar keppninnar, þann- ig að sömu menn keppa i fleiri en einnl grein, en þetta er með- fram gert til þess að spara kostn- að. Danska liðið leggur upp frá Kaupmannahöfn 30. júní með flug- vél frá Flugfélagi íslands, en vegna flugmannaverkfallsins höfðu ráð- stafanir verið gerðar til að leigu- véi flygi með liðið ef svo færi að deilan væri ekki leyst, en vitan- lega kemur það ekki til. • TILRAUNALANDSLIÐIÐ var reynt í fyrrakvöid í Laugardal gegn hálfatvinnumönnum ( slakri þjálfun. Liðið veldur að- standendum sínum að vonum hinum mesta höfuðverk, enda brást svo til hver maður, a. m. k. að miklu leyti. • Margir eru farnir að hugsa fram í tímann, en eftir tíu vik-# ur bíður fyrsta verkefni liðsins — sennilega gegn Japan — í Reykjavík, en stuttu síðar gegn Stóra-Bretlandi í Laug- ardal og viku sfðar í Lundún- um. • Undanfarin ár hefur landslið ís- lands þvf miður ekki mætt til keppni samæft. Menn hafa ver ið rifnir með rótum úr félags- liðum sínum og settir í lið með mönnum, sem þeir hafa rétt þekkt í sjón og með nafni. Samæfing hefur ekki verið til í liðinu, og er samæfing þó álitið TALSVERT atriði í knattspyrnu, enda þurfa leik-® menn að þekkja talsvert hugs- anagang hver annars og leik- aðferðir til að ná sambandi. • Meðan að svo er sem nú, að ekki sé svo mikið sem reynt að þjálfa leikmenn saman sem landslið verður ekkert lands- lið, þ. e. ekki landslið, sem hægt er að kalla því nafni. • Við vitum vel, að f landsliðs- æfingum eru mörg ljón á veg- inum og það er reyndar ekki alíslenzkt vandamál. Félögin vilja ógjarnan missa menn sfna af æfingum.sfnum því við það rofna tengslin við félagið nokk uð. Erfitt reynist að koma við æfingum fyrir landslið, keppn- istímabilið stutt, en leikir orðn ir margir, leikmenn dreifðir um landið o. s. frv. Engu að síður verða landsliðs- æfingar að komast á. Eitt skipti í viku ætti að nægja, leikmenn kynnast betur og verða frekar ein heild en ella en spurningin er hvað hægt sé að gera. Við verðum að hafa ,,prógram“ fyrir landsliðið og það verður að setja snemma á keppnistímabilinu. Æfing verður ákveðin þennan eða þennan dag. Langar helgar eins og t. d. hvftasunnan ættu að notast til dvalar með lands liðið t. d. á Laugarvatni, Haukadal eða öðrum viðlfka stöðum. Þessi mál eru mjög mikilvæg fyrir íslenzka knattspyrnu og þurfa að vinnast af alúð. Stanz Iaus töp á knattspyrnuvellin- um eyðileggja sjálfsvirðingu knattspyrnumanna okkar og trú á hæfileikum, þar sem einn sigurleikur getur lyft Grettis- taki og orðið knattspyrnunni lyftistöng, þetta þekkja marg- ir knattspyrnumenn frá liðn- um árum. —jbp — Átti að fnrni- kvæma yfirmat E. B. Malmquist hefur sent blað- inu athugasemd við yfirlýsingu Neytendasamtakanna varðandi at- hugun á markaðskartöflum hér í borg. Hann kveðst af tilefni þessa hafa átt viðtal við Svein Ásgeirs- son formann Neytendasamtakanna og beðið hann um að gefa upplýs ingar um hvaða aðili hefði fram kvæmt umgreinda rannsókn og hvernig hún hefði verið unnin. Formaður Neytendasamtakanna neitaði að gefa upplýsingar um þetta en tók fram að á kartöflun- um hefðu verið svo áberandi kláða skemmdir, að varan gæti ekki full- nægt kröfum 2. flokks. E, B. Malmquist telur mjög ólík- legt að um kláðaskemmdir hafi verið að ræða. Sfðan gagnrýnir hann harðlega málsmeðferð Neyt- endasamtakanna, segir að þau hefðu f þessu tilfelli átt að óska eftir því að landbúnaðarráðherra skipaði sérfróðan mann til að framkvæma yfirmat. Vegna þess að það var ekki gert telur E. B. Malmquist að rannsókn Neytendasamtakanna sé einræðis- kennd og lítils virði. Listfræðsluráðstefna í Montreal í ágúst I ágúst í sumar verður haldin í Montreal í Kanada alþjóðaráð- stefna um listfræðslu. Eru það samtökin INSEA sem standa fyrir ráðstefnunni, en þau voru stofnuð Danskir sundbolir á börn og fullorðna fyrirliggjandi á lager. Fallegir og ódýrir. HEILDSALAN . Sími 16205 árið 1951 að tilhlutan Menningar- og fræðslustofnunar Sameinuðu þjóðanna. INSEA heldur slikar ráðstefnur á þriggja ára fresti, sú fyrsta var haldin í Parfs 1954, önnur í Haag og sú þriðja í Manila. Á hverri ráðstefnu er tekið fyrir eitthvert viðfangsefni varðandi almenna list- fræðslu. Viðfangsefni Montreal-ráðstefn- unnar sem á að standa 18.—24. ágúst verður „Listfræðslan sem leið til gagnkvæms skilnings milli þjóða“. Þar sem ráðstefnan er haldin í Kanada munu kanadísk listvinafélög vinna að undirbún- ingi ráðstefnunnar, en á ráðstefn- unni verða haldin fjölmörg erindi og sýningar á listaverkum. Sérstök listsýning verður f Listasafni Montreal. Ráðstefnuna munu sækja fulltrúar víðsvegar að úr heimin- um. n

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.