Vísir


Vísir - 12.06.1963, Qupperneq 8

Vísir - 12.06.1963, Qupperneq 8
8 V1S IR . Miðvikudagur 12. júni 1963, VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aöstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn 0. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingai og ^greiðsla Ingóifsstrœti 3. Áskriftargjald er 65 krónur ð mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 Mnur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Kosningarnar Tíminn er gleiður yfir úrslitum kosninganna og miklu meira en efni standa til. Framsóknarflokkurinn vann að vísu tvö þingsæti, en þrátt fyrir þá lagfær- ingu á kjördæmaskipuninni, sem gerð var fyrir fjór- um árum, skortir enn nokkuð á að fullkomið jafnrétti hafði náðst. Þótt viðreisnarflokkarnir misstu eitt þingsæti, mega þeir vel una úrslitum kosninganna, því að þau eru ótvíræð traustsyfirlýsing á stefnu þeirra. Það er mjög sjaldgæft að ríkisstjórn, sem setið hefur í fjögur ár, fái slíka traustsyfirlýsingu. Stór hópur kjósenda er venjulega óánægður með þá stefnu og stjómarfar, sem ríkir á hverjum tíma, og venjan er því að þeir flokkar, sem að ríkisstjórn standa, tapi fylgi. Hér var þessu öfugt farið nú. Stjómarflokkamir juku fylgi sitt úr 54,9% í 55,7%, m. ö. o. þjóðin vottaði viðreisninni traust sitt í kosningunum. Stjómarflokkarnir höfðu sagt þjóðinni það fyrir kosningamar, að þeir mundu starfa saman áfram, ef þeir fengju meirihluta, og að viðreisnarstefnunni yrði þá haldið áfram. Andstöðuflokkar ríkisstjórnarinnar höfðu hins vegar ekkert sagt um, hvað við mundi taka, ef þeir næðu völdum, en helzt var þó að skilja þá svo, að það yrði eitthvað í líkingu við stefnu vinstri stjóm- arinnar, sem frægust er að endemum allra ríkisstjóma, sem setið hafa á fslandi. Þetta vildi meirihluti þjóðarinnar ekki, minnugur þess ástands, sem hér ríkti fyrir 4—5 árum. Og þótt margir hugsandi menn í landinu kysu flokka stjóm- arandstöðunnar af gamalli tryggð, er áreiðanlegt að þeir vilja í raun og vem ekki breytta stjómarstefnu. Framsóknarfólkið hefur sennilega trúað því, að efling flokks síns mundi hafa bætandi áhrif á stjómarstefn- una, en þar gætir þeirrar skammsýni, að kommúnistar mundu óhjákvæmilega móta afstöðu Framsóknar- flokksins að nokkm leyti, vegna hins nána samstarfs, sem verið hefur milli flokkanna síðasta kjörtímabil og þess andlega skyldleika, sem með þeim er. Tap kommúnista Því var spáð hér í blaðinu fyrir kosningarnar, að kommúnistar mundu tapa fylgi. Sá spádómur reyndist réttur, enda mæltu öll skynsamleg rök með því, að svo færi. Stefna þeirra er dauðadæmd í lýðræðisþjóðfélagi, unga fólkið fylgir þeim ekki, og því er ósigur þeirra vís. Sjálfstæðisflokkurinn má vera sérstaklega ánægður með úrslit þessara kosninga, þótt hann bætti ekki við sig þingsætum. Hann jók fylgi sitt verulega og þróunin sýnir að áhrif hans eru vaxandi með þjóðinni. Aukið fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík hlýtur að vera stundarfyrirbæri. Borgarbúar munu átta sig á því áður en langt um líður, að hann er ekki þeirra flokkur. Christine Keeler og vinir hennar & S.l. föstudag var blökkumað- ur frá Vesturlndíum dæmdur f þrlggja ára fangelsi fyrir árás á sýningarstúlkuna Christine Keeler, og er þaö annar í röö- inni hinna blökku kunningja hennar, sem dæmdur er tll fang elslsvlstar, — hinn einnig fyrir árás á hana, sem alkunnugt er, því áö viö fyrri réttarhöld þoröi hún ekki aö koma fram, en flýöi til Spánar — og var nú allur hennar ferill orðinn blaöamatur, meö þeim afleiðingum m. a. að sjálfur hermálaráðherrann flækt ist í málið, og varö aö biðjast lausnar, og nú er svo komið, að jafnvel framtíð sjálfs forsætis- ráöherra Bretiands kann að vera í hættu og stjórnar hans, vegna afleiðinga þessara mála. Þriöji kunningi sýningarstúlk- unnar, sem nú er i fangelsi (í gæzluvarðhaldi) er hinn kunni læknir, dr. Ward. Christine Keeler var viðstödd réttarhöldin yfir blökkumann- inum Aloysus „Lucky" Gordon í fyrri viku. Er þeim 'IáUk var henni ekið í Rolls Royce bifreið frá Old Baily. Það var í marz 1961, sem þau fyrst kynntust, en hún var þá 21 árs, — hann söngvari f „jazzklúbbum", í við lögum. Heldur hann því fram, að ástasamband hafi verið milli m Ward læknir. þeirra frá þvl þau hittust í ann- að sinn. Varð hann snemma haldinn ákafri afbrýðisemi. Ann ar Vestur-Indíumaður, John Arthur Edgcombe, var í marz s. 1. dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir árás á Christine, en var sýknaður af ákæru um að hafa ætlað að myrða hana. Gordon beið fyrir utan Old Baily, með- an sá dómur var upp kveðinn. Eftir flóttann frá Spáni, þegar Christine var komin heim aft- ur, gekk hún fyrir dómara, og svaraði fyrirspurnum hans. Hálf um mánuði síðar leitaði Gordon hana uppi og réðst á hana. Áður en kviðdómur felldi úr- skurð, „sekur" eða „ekki sekur“ um árás, sagði dómarinn við kviðdómendur, að það kæmi þeim ekki við, að almenningur hefði rætt um menn viðriðna þetta mál né heldur hver væri hörundslitur sakbomings, hér væri um ekkert annað að ræða en það að ungfrú Keeler ætti rétt á sömu vemd og hver annar brezkur þegn. Um sakboming, sem 13 sinn- um hafði verið dæmdur fyrir árásir, innbrot og þjófnaði, sagði dómarinn, að hann hafi sannfærzt um, að hann hefði ógnað ungfrú Keeler og haft of- beldi i frammi við hana. — Kvað, hann sér vera það hryggðarefni, að hánn gæti ekki eftir gildandi reglum fyrirskip- að, að hann skyldi ger landræk- ur. Gordon staðhæfði margt við réttarhöldin varðandi ungfrú Keeler,, svo sem aö hún hefði sagt sér, að hún hefði þekkt Ward læknir frá því hún var 14 ára og verið í símavændi frá þvf hún var 17 ára. — Og hann krafðist þess, að Profumo og Ward læknir væru leiddir sem vitni. Neitaði hún staðhæfingum hans. Það, sem hér hefur verið sagt, er ekki tekið fram til þess, að smjatta á hneykslismálum, held ur til þess að það komi fram hverja reginspillingu hér er um að ræða á bak við, en á þann vettvang hafa illu heilli flækzt menn, sem nutu álits og virð- ingar, og málið allt orðið svo alvarlegt og víðtækt, að það get- ur haft enn örlagaríkari afleið- ingar að margra áliti en enn er fram komið. Christine Ekið var frá Old Baily i Rolls Royce bifreið.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.