Vísir


Vísir - 12.06.1963, Qupperneq 7

Vísir - 12.06.1963, Qupperneq 7
7 V í SIR . Miðvikudagur 12. júní 1963. : :■■■■■■■. vv S* í gær opnaði menntamálaráð- herra dr. Gylfi Þ. .Gíslason sýn- ingu á brezkri list í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Félagið Ang- lia gengst fyrir sýningunni, en hún er kornin hingað á vegum British Council. — Sendiherra Breta á íslandi, Mr. B. BoiOthby mæltí einnig nokkur orð. Á sýning'unni eiga nokkrir beztu listamenn Breta máiverk, m. a. heimskunnir málarar, sem Graham Sutheriand og Ben Nicholson. Máiverkin eru nær öll abstrakt, 18 að tölu. Sýning- in er opin almenningi fram yf- ir helgi. Ræða menntamálaráðherra við opnunina fer hér á eftir: í margar aldir hafa Bretar og íslendingar átt með sér mik- il og góð viðskipti. Bretar eru næsti nágranni íslendinga í Ev- rópu. Frá Bretlandseyjum kom talsverður hluti þeirra manna, sem í lok níundu aidar tók þátt í undarlegu, en undursamlegu ævintýri, einu af furðufyrirbær- um veraldarsögunnar, — land- námi hrikalegs eylands langt norður í höfum og stofnun sjálf- stæðs ríkis við rætur víðáttu- mestu jökla Norðurálfu og ógn- arlegra eldfjalla. Líklega hafa þeir fullhugar,, sem skráðu fyrsta kaflann í þeirri viðburða- ríku sögu, sem síðan hefur gerzt hér, — við stormasömustv. strönd Atlantshafs, verið að stærri hluta frá Bretlandseyjum en yfirleitt hefur verið talið. Þaðan er ef til vill sumpart runnin sú seigla, sem til jíess hefur þurft að Iifa menningarlífi í meira en þúsund ár, í svalviðr- um norðursins, fjarri suðrænni sól, langa vegu frá öllum öðr- um þjóðum, oft við ófrelsi og kröpp kjör. En um íangar aldir sögu sinn- ar hefur íslenzk þjóð ávallt varð veitt tengsl sín við það fólk, sem byggir hitt stærsta eyland Evrópu, Stóra-Bretland. Bretar hefðu getað kpmizt af án íslend- inga. En íslendingum hafa öld- um saman verið viðskipti við Breta og siglingafrelsið, sem þeir varðveittu á höfunum, mik- ils virði, ein af mörgum for- sendum þess, að hér yrði komið á fót fullvalda ríki. Að þessu leyti hafa þættir í sögu íslendinga og Breta slung- izt saman. Við höfum þekkt til Breta sem einnar helztu við- skiptaþjóðar okkar, einnar mestu siglingaþjóðar heims, upp| hafsþjóðar iðnbyltingarinnar, Við höfum þekkt minna til hinn- ar miklu menningarþjóðar, seml byggt hefur Bretlandseyjar. Sú þjóð er sannarlega ekki aðeins' þjóð afkastamikils iðnaðar ogl umfangsmikillar kaupsýslu. Hún: er jafnframt þjóð fornrar ogl mikillar menningar, hreinnar og| skýrrar hugsunar, djúprar og einlægrar virðingar fyrir frelsil og mannhelgi, þjóð vísiiida, fyr-| irmannlegrar, en lifandi listar. TMTenningarþjóðin Bretar hefurl miðlað mannkyni miklu á liðnum öldum. 1 öllum heims- álfum liggja spor brezkrar menn; ingar, brezkrar hugsunar, brezkr ar tækni. Nú gefst okkur íslend- ingum færi á að kynnast svo- litlu sýnishorni af brezkri list. Fyrir meðalgöngu félagsins Ang lia hefur verið komið fyrir hér sýningu nokkurra brezkra úr- valsmálverka. Ástæða er til þess að fagna sérhverju tækifæri, sem gefst til kynna af andleg- um afrekum svo ágætrar þjóð- ar sem hinnar brezku, og þakka þeim, sem að því hafa stuðlað. Málverk er ekki aðeins list, sem lifir sínú lífi, þjónar manninum — sogði dr. Gyifi Þ. Gísiason mennfa- mólaráðherra við opnun brezku»iistsýn- ingarinnar í gær Við opnun sýningarinnar í gær. Boothby, brezki sendiherrann. sem slíkum í leit hans að ham- ingju, skilningi, sannleika. Það er ávallt einnig spegilmynd af manninum, sem skóp það, og þeirri þjóð, sem fæddi hann, ,&4alHWl-J.ér- ir,- -ser>v .aðeins einn UstamaðuiT hefði getað dregið, hljómur af streng, sem býr í brjósti að- Dr. Gylfi Þ. Gíslason og Mr. B. eins einnar þjóðar,. bjarmi af svip aðeins eins lands. TjV ég býð þessa brezku mál- verkasýningu velkomna til íslands, fagna ég ekki aðeins á-- gætum listaverkum, heldur eirin-: ig kærkominni kynningu á brezkri menningu. Sýningin er opnuð! r rr . • - ' * v'í' ‘ > *' ' •• •• ••...' • /Avv. //y/.'< • ■■ '/.•r.í-Vx Íi* H*il f.í ' X; . ■' HOGft Stiórnar- kreppa í Grikklandi Stjómarkreppa er skollin á í Grikk landi og fara nýjar kosningar fram innan tíðar. Orsökin er deila milli Karaman- lis forseta, sem verið hefur for- sætisráðherra hátt í áratug, eða lengur en nokkur annar, og Páls konungs. Viidi Karamanlia, að kon ungshjónin frestuðu fyrirhugaðri opinberri heimsókn til Bretlands 9 júlí, en er Friðrikka drottning var þar síðast, tii þess að vera í brúð- kaupi Alexönclru prinsessu, efndu Grikkir þar tií mótmæla og heimt- uðu að sléppt yrði úr haldi póli- tískum' föngum í Grikklandi. Er sagt, að drottning og dóttir henn- ár hafi naumlega sloppið hjá hnjaski. Einnig kom til óeirða f Aþenu. Karamanlis óttast, að vinstri flokkarnir muni nota sér þetta mál tii að koma af stað upp þotum og vinna sér fylgi. — Kon ungur neitaði að hætta við förina en kvaðst mundu heyra álit nýrrar ríkisstiórnar. í blöðum hefur bess verið getið að það sé einkum Friðrikka drottn ing sem vilji halda óbreyttri áæt!- un, þrátt fyrir óþægindin síðast. „ Undraskipið" með 4 manna áhöín Meðan fiskveiðiráðstefna mat vælastofnunar Sameinuðu þjóð- anna stóð yfir í London á dög- unum, skýrði Vísir frá ýmsum nýjungum, sem fram komu á þessari ráðstefnu og vöktu mikla athygli, en heimildarmað ur blaðsins var Jakob Jakobs- son, sem var fulltrúi ríkisstjórn ar íslands á ráðstefnunni. Hér birtist mynd af fyrsta skipi þessarar gerðar, en það er byggt fyrir Ross-togarafélag- ið í Grimsby, og öðru skipi af sömu gerð verður hleypt af stokkunum í júlí. Þessi skut- skip, sem eru um 200 lestir að stærð, eru ætluð til veiða * Ncrðursjó. Það sem iangmesta athyglj vekur í gerð þeirra er hinn tæknilegi útbúnaður, sem er svo fullkominn að með hand- tökum í stjórnklefa er hægt að setja út vörpuna og taka hana inn, fjarstýra trollvindum og gálgum, svo að aðeins þarf f jör urra manna áhöfn á Kessi ski- Þilfarið er te'!'n'<ð - ’eð a'-'5 lega nýju sniði, Ekki þr.rf a beygja sig til að gera að aflan- um fiskinn, né vinna úi inusalur eins og í ; 7iskgeymslan er '5 Talið er að öll ’erð essara iiskiskipa kunni ð eiga eftir að valda byltingu ikveiðum, gera þær auðveld- i.-i og spara mikinn tilkostnað.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.