Vísir - 12.06.1963, Síða 15

Vísir - 12.06.1963, Síða 15
V í SIR . Miðvikudagur 12. júní 1983. 15 □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ tnliULt rAI II. ÁSTARÆVINTÝRI í RÓMABORG — Ætli það verði ekki bezt, að þú skiljir hana eftir hjá húsverð- inum ykkar, sagði Marcello, ég geng þarna um kannske einhvern daginn. — Ég bý ekki lengur hjá sign- orinu Comparetti. Hún var farin að verða dálítið þreytandi. Ég not- aði peningana, sem ég fékk fyrir að leika í þessari kvikmynd til þess að leigja mér litla íbúð í San Giovannihverfinu. í henni eru að- eins tvö herbergi. Þetta er mér einkar þægilegt, því að ég á stutt að fara í kvikmyndaverið -— og svo er það frjálslegra. Hún talaði ósköp rólega, og Mar cello fannst einhvern veginn, að hana langaði til þess að vera inni- legri, en líklega ekki gert það vegna hlédrægni, sem hún átti til í ríkum mæli, að því er honum enn fannst, og kannske óttaðist hún, að hann mundi setja ofan í við hana. Einhvern veginn varð hann djarflegri, er hann hafði kom izt að þessari niðurstöðu, og nú spurði hann: — Ertu enn með þessum Meneg hini? Hann reyndi að mæla kæruleys islega: — Þvf er öllu lokið, sagði Anna og var skjót til svars. Því lauk nokkrum dögum eftir að þú fórst. — Hvað kom til? — Ég sagði þér, að það mundi ekki líða á löngu, þar til þvf væri lokið. Hann er kjáni. Það vissi ég frá byrjun. Nú er ég ein og frjáls og get gert það, sem mér sýnist — ég er öllum óháð. Og ég kann þvf ágætlega, að hafa þetta svona. Ég lifi kyrrlátu lífi, fer í kvik- myndahús mér til tilbreytingar. Ef þér dytti í hug að koma og heim- sækja þá held ég, að þér muni geðjast að íbúðinni. Og þá gætirðu tekið peysuna þína um leið. Rödd Önnu hljómaði fersk og örugg og þetta lét vel í eyrum hans, þrátt fyrir allt — það var ágæt tilbreyting að hlusta á hana, eftir að hafa hlustað á rausið í lögfræðingunum, Folster og Monte luco og fleirum þarna f gömlu stof unni. Það var heldur ekki laust við, að það hefði haft sín áhrif, að Fassi sló henni gullhamra fyrir fegurð. Vaknaði nú þrá f huga hans eftir henni og hann varð að játa með sjálfum sér, að forvitni hans var vakin eftir að sjá litlu íbúðina hennar. — Gott og vel ,sagði hann, ég skal koma og sækja peysuna. 2. Kafli. Þegar Marcello sat í leigubíln- um á Ieið sinni í San Giovanni- hverfi til þess að heimsækja Önnu reyndi hann að réttlæta framkomu hennar. í raun og veru, hugsaði hann, var það, sem gerðist í Nap- oli 'léttúðar-ævintýri, og ekkert meira, og hún var innst inni, á- lyktaði hann ennfremur, leið yfir að þetta skyldi hafa gerzt. Hún va rnorðurhéraðabúi, sem hafði leiðzt út í þetta í hinu suð ræna umhverfi, sem hafði vakið nýjar tilfinningaöldur í huga henn- ar og dómgreind hennar raskazt í bili. Og svo hafði það viljað svo til, að Meneghini var að snúast þarna í kringum hana, en hún hafði aldrei, ekki eitt andartak, borið neina ást í brjósti til hans. Það var Napoli, hin suðræna sól, sjór- inn kringum Capri -—-allt þetta hafði haft sfn áhrif; Og.Meneghin- hafði verið verkfæri þeirra afla, sem hér höfðu komið til sögunn- ar. Hún hafði lent í hringiðu og þegar hún losnaði úr henni hafði hugarfar hennar í garð piltsins breytzt, kannske hafði hún blátt áfram fengið óbeit á honum, en hann var henni ekki hæfur hvern- ig sem á það var litið. Hún hafði séð þann reginmun, sem var á þeim, Meneghini og honum — Marcello, sem hún þrátt fyrir allt var bundin traustum böndum. Og vafalaust hefði hún hringt til hans fyrr, ef hún hefði óttast, að hann myndi setja ofan í við hana, en nú, þegar hún var ein og frjáls og iðr- aðist léttúðar sinnar, leit hún allt í réttu Ijósi. Vfst var það hvimleitt, sem gerzt hafði ,en það hafði orðið til að hennar sönnu kostir, heiðar- Ieiki og einlægni, fengu aftur notið sín. Það hafði ekki verið ætlun hennar — það hafði ekki einu sinni flögrað að henni, að blekkja hann, eða leyna hann neinu, og einmitt það hverig hún hafði ját- að allt í Zi Teresa sýndi einlægni hennar og að henni þótti vænt um hann. Þá var hún vansæl af því að hún hafði ekki þrek til þess að slíta tengslin við Meneghini, en hún vissi þá, og hafði líka sagt honum það, að þetta ævintýri væri brátt á enda. Og hann komst enda að þeirri niðurstöðu, að hún hefði sýnt honum hollustu á sakleysis- legan hátt — falið sig honum - játað allt, mælzt til þess óbeint, að hann gerði eitthvað til þess að losa hana úr viðjunum. En hann hafði rokið burt frá henni, vegna þess að honum fannst sínu karl- mannlega stolti misboðið, og hann hafði skilið hana eftir í miklum vanda. Hefði hann haft þrek til þess að horfast í augu við allt og verið kyrr f Napoli hefði hann mjög auðveldlega getað losað hana við Meneghini. Hann hefði sann- arlega átt að geta gert sér grein fyrir þessu öllu, og ekki átt að rjúka burt í fússi, því að það var . honum óverðugt. Hann hafði kom- ið fram eins og óheflaður sölumað ur. I raun og veru hafði það verið illa gert, lítilmannlegt, af honum, að yfirgefa hana, eftir hina ein- lægu játningu hennar. Og ofan á allt þetta yrði að bæta þeirri staðreynd, að ef hann hefði farið til Napoli viku fyrr, hefði þetta alls ekki gerzt. Og þá hefði það verið hann, sem notið hefði með henni nokkurra yndislegra daga í Napoli og á Capri, f töfraheimi, þar sem tilfinningarnar stundum báru menn ofurliði. Marcello, sem hafði verið djúpt særður, hugleiddi þetta allt með stærðfræðilegri nákvæmni, ef svo mætti segja, hann fann rökin hvert af öðru, og setti þau fram eins og hann gerði við samningu ritgerða, til þess að sanna eitthvað, unz allt stóð óhrekjandi fyrir framan hann á prentaðri síðu. Á Piazza Re di Roma steig hann úr Ieigubilptim og fór að leita ;að 'húsiiiú,' sem íbúð önnu var í. Það kom í ljós, að Anna átti heima í nýju fveruhúsi. í stiga- göngum var enn veggfóðurs- og málningarlykt. Þegar hann fór upp f lyftu, sem var lítil og þröng og Ioftlítil, varð hann gripinn sterkri þrá eftir henni, nú, er endurfund- arstundin var að renna upp. Effir nokkrar sekúndur yrði hann hjá henni. Hann nam staðar fyrir ut- an dyrnar á fbúð nr. 18. Hann beið stundarkorn áður en hann hringdi bjöllunni. Hann vildi vera alveg rólegur — öruggur með sig. Anna opnaði dyrnar. Hún var klædd morgunslopp. Augu hennar virtust vera dálítið rök, er hún sá hann, og hún brosti til hans. Hún hafði sett upp hárið á sama hátt og hún var vön áður en hún fór til Napoli. Hún tók þétt í framrétta hönd hans og leiddi hann inn. í litlu íbúðinni hennar var lítil setustofa með legubekk og tveimur hægindastólum, en á svefn herbergiskytrunni var einn gluggi, og úr honum sá á toppa trjánna á Piazza Re di Roma og hluta af hinni nýju Via Appia með stór- hýsunum, en framhliðar sumra voru sem einn gluggi til að sjá. Anna sýndi honum nýju íbúðina. Hún var dálítið vandræðaleg, minnti hann næstum á skólastúlku. ! íbúðinni var allt með einfaldleik- ans blæ og allt hreint og hver hlutur á sínum stað. í einu-horninu var litla útvarpsviðtækið hennar og grammófónninn, hlutir, sem hann kannaðist ósköp vel við. Og þar sem skápurinn var opinn til hálfs sá á kjólana hennar, sem hann kannaðist svo vel við. — Seztu niður, sagði Anna og benti á legubekkinn og settist svo hjá honum. Marcello var líka dálitið órór, og hann fann jafnvel til dálítillar sektar, þegar hann nú sat þarna við hlið þessarar ungu stúlku, sem var svo einmana f stórborginni, til neydd að gera allt á eigin spýt- ur og án verndar í hinum sora- lega heimi kvikmyndanna. Sá bragur einfaldleika, íburðarleysis og reglu, sem þarna var á öllu, sýndu metnað byggðan á heiðar- leika, tekinn í arf án vafa frá sinni hreinu og beinu verkamannastétt- arætt f Treviso. Á legubekknum lá eitthvað prjónadót, sem hún hafði vafa- Iaust verið með f höndunum, ,er hann bar að dyrum hennar. —; Mér þykir vænt um að þú komst, sagði Anna kyrrlátlega. Mig langaði til þess að sýna þér íbúð- ina og mig langaði líka til að hitta þig aftur. Þú ert eina manneskjan, sem mig alltaf langar reglulega mikið til að sjá. Hún mælti rólega og næstum í tón undirgefni. Marcello var orðinn mjög hrærð- ur og tók nú hönd hennar og hélt henni milli beggja sinna. — Augu hennar fylltust tárum af þakklætiskennd, og hann hallaði sér að henni og kyssti hana, og hún-kyssti hann á móti, mjúklega, eins og áður og var þess ljúft að minnast. Og svo hallaði hún sér aftur í algerri undirgefni. En þeg- ar hún þannig virtist vera að kom- ast á það stig, er menn gleyma heim og gleyma sér, varð hann gripinn annarlegum áhrifum, sem hann hafði ekki orðið fyrir áður. Stafaði þetta af einhverri nýrri reynslu, sem hún hafði orðið fyr- ir Kannski hafði vakið nýjar kenndir hjá henni, sem hún vildi finna að nýju, og nú með honum, og hann fann til sárs stings af- brýðisemi í brjósti sínu, og spillti það ánægju hans. En frá þessum degi voru þau aft- ur saman eins og áður. Þau hitt- ust annanhvorn dag, fóru f kvik- myndahús í hverfinu, og stundum voru þau sáman allan daginn, og þá oftast í íbúðinni hennar. Og Anna var alltaf mild f skapi og góð honum.' Aldrei var nú minnzt á það, sem gerzt hafði í Napoli. Og Marcello taldi sér trú um, að hún hefði algerlega gleymt Meneg hini. Aðeins einu sinni nefndi hann nafn hans, til þess að sjá hversu T A R Z A N Tarzan: ketta er virkilega ó- á eftir fiðrildi, og hrópað: Fíðr- i runnana. Skyndilega kallai verið hérna á undan okkur. — kannað landssvæði, Ito, það lítur ildin hér eru líka risavaxin. Hann hann. TARZAN, sjáðu hérna, Tarzan: Já, þetta er frumstæð ekki út fyrir að hér hafi neinn hleypur áfram á eftir þvf, og inn FLJÓTUR. Ito: Það hefur einhver höggmynd af andliti. verið á undan okkur. Ito hleypur henni yrði við, og þá sagði hún: Hann er tilkomuminnstur allra, sem ég hef kynnzt. Allt sem honum viðkemur er mér gleymt. Anna hafði hlutverk í söngva- mynd, sem um þessar mundir var unnið að. Brátt varð hún að vera allan daginn í Scalera, en Marcello fór þá í íbúðina og beið þar til hún kom heim á kvöldin, en hún var þá fyrir nokkru búin að láta hann fá lykil að henni. Hún kom vana- lega um sólsetursbil, án þess að hafa þvegið af andliti sínu smyrsl og farða, því að hún sagði að sér félli betur að gera það heima. Marcello virti hana oftast fyrir sér, er hún gerði það, — horfði á hana gegnum hálfopnar baðher- bergisdyrnar, eða hann stóð í gætt- inni og hallaði sér að dyrastaf, og hún sagði honum allt sem gerzt hafði þann og þann daginn. Frá þeirri stundu, er þau fóru að vera saman aftur fann hann til þess, hvernig honum fór að þykja vænna um hana. Hann gerði sér grein fyrir, að þessi stúlka var hon um það, sem engin hafði áður ver- ið honum, eða gat orðið. Honum fannst svo aðlaðandi hve blátt á- fram hún var og laus við alla óeinlægni, og honum fannst, að hann gæti ekki með nokkru móti án samvistanna við hana verið. En hún vakti einnig með honum lostakenndir, sem hann innst inni fyrirvarð sig fyrir, eins og þegar hún gekk um íbúðina allsnakin og sama var að segja um áhrifin, sem hann varð fyrir, er hún fann upp á ýmsu til fjölbreytni í ástaleik þeirra. Það var honum auðvelt, að vera henni trúr, því að engin kona gat veitt honum það, sem hún veitti hhonum. Hann hafði áður verið því vanur, að dæma hart, að einangra sig í fyrirlitningu á öllu mannlegu, er vakið hafði með hon- um mótþróa, andúð, en nú varð hann æ nánara bundinn þessari so^UR SELUR 8/ Vörubíll Chervrolet ’53 Góður bíll. Dodge Weapon ‘51 fyrir 15 manns. Gjörið svo vel og skoð ið bílana. BIFREIÐASALAN BORGARTÚNI 1 Símar 19615 og 18085 Saumlausir nælonsokkur kr. 25.00

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.