Vísir - 18.06.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 18.06.1963, Blaðsíða 11
VlSIR . Þriðjudagur 18. júní 1963. /J Slysavarðstofan í Heilsuverndar- stöðinni er opin allan sólarhring- inn. Næturlæknir. kl. 18—8. Sími 15030. Neyðarvaktin, sími 11510, hvern virkan dag nema laugardaga kl. 13—17. Næturvarzla vikunnar 15.—22. júní er í Vesturbæjar Apóteki. Utivist barna: Börn yngri en 12 ára tii kl. 20.00. 12—14 ára tii kl. 22\00. Börnum og unglingum innan 16 ára aldurs er óheimill að- gangur að veitinga-, dans- og sölu- stöðum eftir kl. 20.00. ÚTVARPIÐ Þriðjudagur 18. júní. Fastir liðir að venju. 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 20.00 Einsöngur: Pavel Lisitsjan syngur óperuaríur. 20.25 Frá Mexíkó, I. erindi: Frum- byggjar og upphaf menning- ar (Magnús Á. Árnason list- málari). 20.45 Tónleikar. Yehudi Menuhin stjórnar. 21.00 Móðir og barn, — svipmynd- ir frá ýmsum tímum: Dag- skrá Kvenréttindafélags ís- lands í umsjá Elínar Guð- mundsdóttur og Guðbjargar Arndal. 22.10 Lög unga fólksins. 23.00 Dagskrárlok. ÁHEIT OG GJAFIR Áheit. Strandakirkja. Kr. 3.000 frá G. Þ. 200 frá Ó. H. A. 300 ,frá S. E. Styrktargjöf: Torfi Guðbjörns- son: kr. 1.000 frá N.N. Fréttafilkynning frá Sjalfsbjorg Þeir voru heppnari með veðrið 17. júní i Reykjavík Fréttatilkynning frá Sjálfsbjörg. Fimmta þing Sjálfsbjargar, lands sambands fatlaðra, var haldið í Reykjavík dagana 31. maí til 2. júní. Þingið var sett í Skátaheim- ilinu við Snorrabraut föstudaginn 31. maí kl. .13.30. Formaður Sjálfs- bjargar í Reykjavík, Sigurður Guð- mundsson, bauð fulltrúa velkomna, en þingið -var haldið i boði félags- ins. Formaður landssambandsins Theódór A. Jónsson setti þingið með stuttri ræðu. Afhenti formað- ur Sigursveini D. Kristinssyni merki félagsins úr gulli, fyrir störf hans I þágu Sjálfsbjargar, en Sig- ursveinn er upphafsmaður að stofn- un Sjálfsbjargar félaganna. t>& af- henti Pállna Snorradóttir fyrir hönd félagsdeildanna, landssam- bandinu mjög fagran fundarhamar ÝMISLEGT 19. júní fagnaður Kvenréttinda- félags íslands verður haldinn að Hótel Borg miðvikudaginn 19. júní kl. 8,30. — Allar konur eru að vanda velkomnar, og þá sérstak- lega vestur-íslenzkar konur. MINNINGARSPJOLD Munið minningarsjóð Guðrúnar Gísladóttur Björns. — Minningar- spjöld fást hjá frú Sigríði Eiríks- dóttur Aragötu 2, Sigurlaugu Helgá dóttur yfirhjúkrunarkonu Bæjar- spítalanum, Sigríði Bachman yfir- hjúkrunarkonu Landspítalanum, Jónu Guðmundsdóttur Kópavogs- braut 11, Guðrúnu Lilju Þorkels- dóttur Skeiðarv. 9,'Halldóru Anfír- úsdóttur Kleppsvegi 48, og í verzl- un Guðlaugs Magnússonar Lauga- vegi 22A. Minningarspjöld Frikirkjunnar fást í verzluninni Mælifelli, Aust- urstræti 4 og I verzluninnS Faco, Laugavegi 37. Minningarspiöld blómsveigssjóðs Þorbjargar Sveinsdóttur eru seld hjá: Áslaugu Ágústsdóttur, Teiga- gerði 17, Guðfinnu Jónsdóttur, Mýrarholti við Bakkastíg, Guðrúnu Benediktsdóttur, Laugarásvegi 49, Guðrúnu Jóhannsdóttur, Asvalla- götu 24, í skóverzlun Lárusar Lúðvíkssonar, Bankastræti 5 og I bókaverzlun Sigfúsar Eymundsson- ar, Austurstræti. Minningarspjöld Sjálfsbjargar féiags fatlaðra, fást á eftirtöldum stöðum: Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti, Bókaverzlun Stefáns Stefánssonar, Laugavegi 8, Bóka- búðinni Laugarnesvegi 52, Verzl. Roði, Laugavegi 74, Reykjavíkur Apóteki, Holts Apóteki, Langholts, vegi, Garðs Apóteki, Hólmgarði 32, Vesturbæjar Apóteki. — í Hafnar- firði: Valtý Sæmundssyni, öldu- götu 9. sem Ríkarður Jónsson, myndhöggv- ari hefur gert. Mættir voru til þings 31 fulltrúi frá 9 félagsdeildum: Reykjavík, Arnessýslu, Isafirði, Siglufirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Vestmannaeyjum og Keflavík. Fulltrúi félagsins í Bolungarvík gat ekki sótt þingið. Starfsmenn þingisins voru kjör- in eftirtalin: Forsetar: Sigursveinn D. Kristinsson, Siglufirði, Theodór A. Jónsson, Reykjavík. — Ritarar: Ólöf Ríkarðsdóttir, Reykjavík, Pálína Snorradóttir, Isafirði, Ást- geir Ólafsson, Vestmannaeyjum og Sigurbjörn Ketilsson, Keflavík. TILKYNNING Dagana 22. og 23. júní n.k. verð- ur haldin tugþrautarkepþni Meist- aramóts Islands í frjálsum íþrótt- um 1963. Einnig verður keppt í 10 km hlaupi og 4x800 m boð- hlaupi. Frjálsíþróttasamband ís- lands áskilur sér rétt til þess að láta fara fram að auki, ef þörf krefur vegna vals f Iandslið vegna lan'dskeppninnar við Dani 1. og 2. júlí n.k., aðrar greinar éða greinar, sem falla undir ofansagt. Þátttökutilkynningar skulu hafa borizt í pósthólf 1099 í síðasta lagi fimmtudaginn þ. 20. júní. Frjálsíþróttasamband Islands. ir Menntamálaráð hefur falið stjórn Rithöfundasambands fslands að út- hluía dvalarstyrkjum tiir tveggjá' rithöfCmda aó fjárhæð kr. 10.000.ÓÓ til hvors. Umsóknir um styrki þessa skal senda skrifstofu rithöfundasam- bandsins, Hafnarstræti 16, Reykja- vík, fyrir 1. júlí n.k. # morgundagsins EFNALAUGIN BJÖRC Sólvallagötu 74. Simi 13237 Barmahlið 6. Simi 2333/ Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Fylgdu út í æsar öllum varúðarráðstöfunum f umferð- inni og á vinnustað, svo að ekkert óhapp komi fyrir. Skjót- ræði gæti komið þér í koll, síð- ar. Nautið, 21. apríl til 21. maí: „Ekki er allt gull sem glóir". Láttu aðra ekki ginna þig til að sleppa höndum af þeim verðmætum, sem þú kannt að hafa komizt yfir í fortíðinni. Ihugaðu hlutina rólega. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Það eru litlar horfur á að aðstæður heima fyrir verði með rólegu móti í dag. Reyndu að kæfa eldinn. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Þú getur verið þess fullviss, að þú verðir látinn vita um það, að þú hafir gert skekkju, og þú ættir ekki að reyna að breiða yfir mistök þín. Það er betra að leiðrétta hlutina strax. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Þú ættir að forðast að hleypa vinum þinum inn í fjármálin, því að ef svo fer þá geturðu tapað hvoru tveggja. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Þú hefur talsverða tilhneigingu til að vera uppstökkur, slíkt getur hæglega orðið þér til minnkunar. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Ef einhver héfur leikið á þig á fjármáiasviðinu að undanförnu, þá eru miklar líkur til þess að dagurinn verði mjög viðburða- ríkur á því sviði. Drekinn, 24. okt. til.22. nóv.: Horfur eru á að þú komist í nokkra fjárhagsörðugleika í dag og að erfitt reynist um inn- heimtu. Taktu ekki þátt í áhætt- um annarra. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þú ættir að leitast við að fullnægja kröfum yfirboðara þinna eða félaga. Það er auð- veldara en að eiga f endalausu þrefi. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Draumar þínir virðast eiga langt í land með að rætast. Gefðu ekki upp á bátinn það, sem kann að vera þitt, til að hlaupa eftir draumsýnum. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Leitastu við að koma auga á hinar veiku hliðar fjár- málastefnu þinnar, og reyndu að bæta þær áður en þær hafa valdið tjóni. Fiskarnir, 20. febr. til 20. márz: Vertu viðmótsþýður, þótt aðrir kunni að hafa allt á horn- um sér. Þú kemst hjá leiðinleg- um deilum á þahn hátt. menn útskrífast GOLFTEPPA og HÚSGAGNA HREINSUNh.e SÍMI 33101 Lögregluskólanum í Reykjavik var slitið í gær og útskrifuðust úr hionum 15 nemendur, þar af 6 úr Reykjavík og 9 utanbæjarmenn. Þetta er í fyrsta skipti sem Lög- regluskólanum er slitið eftir að nýju lögin um lögregluskóia gengu í gildi á Alþingi s.l. vetur. Sam- kvæmt þeim verður lögreglustjór- inn í Reykjavík stjórnandi skólans, en annars hefur Erlingur Pálsson yfiriögregluþjónn haft umsjón með ! slcólanum og verið einn af aðal- j itennurum hans. \ Skólinn starfaði í 13 vikur í vet- ur og var kennslan bæði bókleg og verkleg. Meðal kennara voru ýmsir yfirmenn lögreglunnar og starfs- menn rannsóknarlögreglunnar. Þeir Erlingur Pálsson og Sigurður Þor- steinsson varðstjóri önnuðust lög- regluæfingar allar. Meðal kennara utan lögreglu voru m. a. Símon Jóh. Ágústsson sálfræðingur, Bjarni Konráðsson læknir, Jón Oddgeir Jónsson, Runólfur Þórar- insson norrænufræðingur og fleiri. Kennslan er í höfuðatriðum snið- in eftir lögregluskólum nágranna- þjóðanna fyrir byrjendur, en mun þó í flestum greinum vera fyllri hér og strangari að því er Erlingur Pálsson tjáði Visi. Hér eftir kemst enginn maður til lögreglustarfa hér á landi nema hann hafi áður lokið prófi f Lögregluskólanum. Allir 15 nemendurnir stóðust próf með ágætum, en utanbæjar- mennirnir taka allir til starfa sem lögreglumenn víðsvegar út á lands- byggðinni, þ .e. í Kópavogi, Kefla- vík, Keflavílcurflugvelli, Hafnar- firði, Akranési og Þórshöfn. Sú viðbót sem Reykjavíkurlögreglan fær er ekki nema hluti af því liði sem hana skortir. Þegar fangarnir koma að dóms- húsinu er Kirby búinn að opna handjárnin. Hann tekur þá snöggt viðbragð og þýtur burt, með heila herdeild af löggum á eftir sér. Róninn, sem stendur eftir, gátt- aður af þessu framferði „hlekkja- nauts" sfns, hrópar ánægjulega: „Hey, þakka þér íyrir frakkann."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.