Vísir - 20.07.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 20.07.1963, Blaðsíða 1
ksss&'sæ Eftir biskupinn yfir 'lslandi, herra Sigurbjörn Einarsson VÍSIR hefir farið þess á Ieit við biskup tslands, herra Sigurbjöm Einarsson, að hann ritaði stutta grein fyrir blaðið i tilefni af vígslu dómkirkjunnar í Skál- holti og endurreisn Skálholtsstaðar. He fir biskupinn góðfúslega orðið við beiðni blaðsins og fara orð hans hér á eftir. ]\Jeð þjóðinni býr dulið afl, sem tiltölulega auðvelt hefir reynzt að virkja til endurreisnar Skálholts. Þjóðin hefir sýnt heilbrigð viðbrögð í endurreisnarstarfinu eins og hún gjarnan gerir þegar mikið liggur við. j^íaður fagnar á þessum degi því, sem hefir áunnizt, hlýtur að finna til þakklætis gagnvart þjóðinni og forgöngu- mönnum hennar fyrir það, sem gert hefir verið. En hitt er jafnaugljóst, að þetta er aðeins upphaf að öðru ennþá meira. Kirkjan er komin, og hún hefir öll skilyrði til þess, sakir síns yfirbragðs og búnaðar, að verða þjóðar- helgidómur. En auk alls annars hefir hún það, sem engin önnur nýreist kirkja hefir. Hún stendur á grunni Skálholts- kirkna hinna fomu, á kirkjugrunni Gissurar Hvíta, á þeim stað þar sem mestu skörungar og andans menn og bæn- heitustu synir þessa lands hafa flutt heilagt orð og heilagt bænamál. J skjóli þessarar kirkju verður nú hafin gróðursetning, upp- bygging andlegrar, trúarlegrar miðstöðvar. Okkar kynslóð endist ekki aldur né orka til annars en að brjóta landið, ef svo mætti segja, og gróðursetja fyrstu græðlingana. Aðrar kynslóðir koma á eftir og vísarnir verða að meiðum, „ef þjóðin er sjálfri sér trú“. Enn ófundinh í gærkvöUi Þokan forveldaði leitarflugið Blaðið í dag SKÁLHOLTSBLAÐ Siða 1 Ávarp biskups. — 3 Kirkjan eignast Skálholtsstað. — 7 Sumarbúðir i Skál- holti. — 8.-9. Skálholt í spegli sögunnar. — 16 Framtíðaráætlun Kirkjuráðs. Maðurinn sem týndist á Arn- arvatnsheiði, Garðar Ólafsson, tannlæknir í Keflavík, var ó- fundinn í gærkvöld og hafði þá verið týndur í tvo sólarhringa. Leitarflugvél flaug yfir heiðar- svæðið í gær, en leitarskilyrði voru ekki nægilega góð vegna þoku. Niðaþoka var þegar mað- urinn týndist og yfirleitt hefur þoka torveldað alla leit. í gær- kvöld var leitað aðstoðar Flug- björgunarsveitarinnar og ætlaði hún að gera út leiðangur, ef nauðsyn krefði. Einnig hafði ver ið haft samband við Lárus bónda í Grímstungu í Vatnsdal, en skemmst mun til byggða í Vatnsdalinn frá þeim stað þar sem Garðar varð viðskila við félaga sína tvo, sem enn voru uppi á heiðum I gær að leita að honum. í ráði var að gerður yrði út leitarleiðangur úr Vatns- dal.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.