Vísir - 20.07.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 20.07.1963, Blaðsíða 9
V í SI R . Laugardagur 20. júlí 1963. ist. Biskupsstóllinn var upp frá þessu staðbundinn og viðtak- andi biskup gat jafnan gengið að honum fullbúnum öllu því, sem til embættisrekstursins þurfti. Árið áður en Gissur biskup dó, var að hans ráði kosinn eftir maður hans, Þorlákur Runólfs- son, ágætur maður. Hann vann það stórvirki kirkjunni til handa, að fá, með atfylgi Ketils Hóla- biskups, samþykkt á Alþingi ár- ið 1123 hin fyrstu skráðu kirkju- lög fyrir ísland. J^ftirmaður Þorláks biskups hét Klængur Þorsteinsson. — Hann var norðlenzkur og læri- sveinn Jóns biskups helga. Hann var lærður vel, mælskur og skáldmæltur. Klængur biskup var örlátur höfðingi og mjög vinsæll bæði innan lands og utan. Þó var hann meinlætamað- ur í einkalífi sfnu og gekk þar framar en fyrirrennarar hans. Hann tók niður kirkju Gissurar biskups og reisti aðra nýja af grunni. Hún var höggvin í Nor- egi og flutt hingað á tveimur skipum. Var það mjög mikið hús. Um hana segir í Hungur- vöku: at hún var at öllu vönd- uð fram yfir hvert hús annat, þeirra er á íslandi váru gjör, bæði at viðum og smíði“. Hef- ir það að líkindum verið hin fyrsta stórkirkja á landi hér og e. t. v. eitt mesta timburhús á Norðurlöndum á sinni tíð. ,,En þá er kirkja var gjör svá at biskupi þótti hún til vfgslu fallin, gjörði biskup veizlu mikla ok ágæta vinum sfnum ok bauð þangat Bimi biskupi ok Niculási ábóta ok mörgum höfðingjum. Þeir vígðu báðir kirkju í Skálholti, annar utan ok annar innan ok helguðu báð- ir Pétri postula sem áður hafði verit. En Niculás hafði for- annara, er á Islandi voru“ Páll biskup lét reisa stöpul við kirkj- una og kom þar ágætum klukk- um, er hann hafði til fengið. Hann gerði og kirkju í stöplin- um og helgaði hana Þorláki bisk upi. Auk þess gaf hann kirkj- unni „samhringjur tvennar" er komið var fyrir uppi í henni, og prýddi hana í hvfvetna „þat hug um mátti hyggja bæði kirkju ok stöpul í búningi öllum, í brík- um, krossum, líkneskjum, skript um ok lömpum ok glergluggum ok biskupsskrúði alskyns". Eftirmenn Páls biskups hafa eflaust allir viðhaldið prýði þessarar kirkju, þó heimildir séu fáar um það. Þessi kirkja brann árið 1309. Hafði eldingu lost- ið í stöpulinn og kveikti hún í kirkjunni. Þegar þetta gerðist var Ár.ni Helgason biskup í Skálholti. Hann hóf fjársöfnun um allt land, sigldi síðan til viðarkaupa og gat vfgt hina nýju kirkju eftir tvö ár, 1311. Þessi kirja hefir vafalaust verið traust- byggð og notið góðrar umhirðu, því að hún stóð f 215 ár og fór ekkert orð af hrörnun hennar. Hún brann sumarið 1526 í tíð Ögmundar biskups Pálssonar. Biskup var á þingi þegar brun- ann bar að. Maður var sendur til að segja honum tíðindin. Sendimaður mætti biskupi nærri gjábakka. Þegar biskup heyrði tíðindi þessi hné hann meðvit- undarlaus af hestinum. Aftur fór á sömu leið þegar hann fyrst leit staðinn úr fjarska kirkju- lausan og enn í þriðja sinn er hann sá brunarústimar af klif- inu fyrir ofan túnið. Þó er eftir honum haft við þetta tækifæri: „Mér hefir hingað til margt að óskum gengið, þvf er makligt þó mér gangi nokkuð á móti“. Enginn vissi um upptökin að bruna þessum. Miklu varð bjarg sögunnar mæli“. Eftir vígsluna bauð bisk up öllum viðstöddum til dag- verðar og urðu það sjö hundruð (lfklega tólfræð eða um 840 manns). Þegar Klængur biskup tók að ellimæðast fékk hann leyfi erki- biskups til að láta kjósa sér eftir mann. Alþingi fól biskupi sjálf- um þann vanda og gerði hann það. Hann dó 28. febr. 1176. Klængur biskup var sá gæfu- maður að kjósa til biskups eft- ir sig Þorlák ábóta Þórhallsson. Hann var af göfugu fólki, lærð- ur vel og guðhræddur. Af hon- um er mikil saga, eins og kunn- ugt er og verður hún ekki rak- in hér. Um afskipti hans af dóm kirkjunni er þess getið, að hann hafi fengið til kirkjunnar klukk- ur miklar, er þá voru beztar á öllu íslandi og auk þess fjögur tré 20 álna til stöpulgerðar. Ekkj fékk hann reist stöpulinn. Hann andaðist 23. des. 1193. Eftirmaður hans varð systur- sonur hans, Páll Jónsson frá Odda. Hann var glæsimenni eins og fyrirrennarar hans. Lét hann sér mjög annt um dómkirkjuna og prýddi hana og bætti á all- an hátt. Er hann kom frá vígslu, „hafði hann með sér tvo gler- glugga, at færa kirkju sinni, ok sýndi hann þá þegar þat, er síðar kom fram, hvat honum bjó í hug, hversu mjök hann vildi þá kirkiu prýða, um þat fram, sem áður var, er hann var til vígður, þótt hún væri gjörviligri ok dýrligri en hver /að úr kirkjunni af verðmætum munum, þ. á m. altarisbrík mik- illi, Þorláksskríni og miklu af skrúða. Karlmenn voru fáir heima, en björgunarstarfið unnu heimaprestar og konur og þótti mikið afrek. ögmundur biskup lét gera búð í kirkju- garðinum til messugerða meðan kirkjan var niðri. Oersýnilegt er, að hinir evang- elisku biskupar hafa ekki haldið kirkjunni vel við, enda rýmuðu tekjur stólsins og fjár- ráð mjög við siðaskiptin. Þegar Brynjólfur biskup Sveinssonkom að Skálholti, tvar kirkjan talin í hrörlegu ástandi. Brynjólfur biskup byggði því nýja kirkju. Þó hún væri nokkru minni en hinar fornu kirkjur höfðu verið — a. m. k. þær stærstu — var hún mjög vandað og veglegt hús. Hún var byggð á árunum 1650—51. Árið 1673 var byggð- ur við hana kór. Enn eru til munir úr þessari kirkju s. s. altari, prédikunarstóll, skímar- sár, koparhjálmur og stjakar. Þessi dómkirkja stóð meðan biskup var í Skálholti. Hún var rifin um 1800 og seld bændum í árefti. Sumar klukkur hennar vom brotnar og brotin seld kop arsmiðum sem hráefni í smíðis- gripi þeirra. Eftir dómkirkjuna var reist þar lítil kirkja. Og um miðia 19. öld önnur enn minni. Hún Framh. á bls. 13 Dómklrkja sú, er Brynjólfur blskup byggði árið 1651. Teikningin var gerð um 1770. Staðurinn, eins og haim var áður en Skálholtshreyfingin hófst, áður en alda endurreisnarinnar hófst. Hin nýja Skálhoítsdómkirkja, sem verður vígð á morgun. Á myndinni sjást biskupinn, herra Sigur- björn Einarsson, og húsameistari ríkisins, Hörður Bjarnason, sem teiknaði kirkjuna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.