Vísir - 20.07.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 20.07.1963, Blaðsíða 16
VISIR Laugardagur 20. júlí 1963. i 50.000 flöskur C ^..'trrgun gekk 1 gildi 20 aura hækkun á Kóka kóla flöskum, og kostar þá hver flaska á búð- arverði 3,95. Kók er líklega einn vinsælasti drykkur sem hér fæst, og er hægt að fá hann í hverri kvöldsölu og matvörubúð Þegar heitt er í veðri seljast allt að 50.000 flöskur á dag, og enn meira fyrir hátíðar. Hækkun þessi er talin nauð- synleg vegna mikilla hækkana á sykri sem orðið hafa allt að 300 prósent, en töluvert mikið er af honum í Kóka-kóla. ............ ECirkjurúð sumþykkti í gær: áætlun um Skálholtsstaður Á fundi biskups og Kirkjuráðs, sem haldinn var í gær, var gengið frá drögum að víðtækri framkvæmdaáætlun og stefnuskrá fyrir áfram- haldandi uppbyggingu Skálholtsstaðar. Skýrði biskup, herra Sigur- björn Einarsson, Vísi frá þessu í viðtali í gærkvöldi. Nær áætlun þessi mörg ár fram í tímann. Fjailar hún m. a. um stofnun hins kristiiega lýð- skóia í Skálholti, og að auki um aimenna uppbyggingu Skál- hodtsstaðar sem kristins mennta seturs. Er f ráði að þar verði víðtæk menningar- og mennta- starfsemi. Það er hugmynd okkar, sagði biskup, að í Skálholti geti menn komið og átt frjálsan griða- stað, sótt hvíld og endumær- ingu, og dregið sig út úr skark- ala dagiegs lífs. Þar verður eins konar klaustur í nútímanum. Jónína Jónsdóttir. Fyrsta gjöfín Skálholtsskólans r • Biskupinn, herra Sigurbjörn | Einarsson, skýrði Vísi svo frá í gærkvöldi að fyrsta gjöfin hefði borizt til hins nýja Iýð-1 skóla í Skálholti. Eru það tutt- ugu þúsund krónur, sem kona, fædd og uppalin í Skálholti, gaf til minningar um foreldra sína. Bræla á miðunum hvergi var veiðiveður. í fyrrinótt 1 gærkvöld var komin bræla á miðunum fyrir austan, þannig að var ekkert veiðiveður fyrir norðan, en góð veiði fyrir austan, f Seyðis- fjarðardýpi, allt fram að hádegi. f gær. En upp úr hádeginu tók einnig að hvessa þar. Pétur Sig- urðsson var með sfðustú skipunum sem köstuðu eystra f gær. En þá var orðinn svo þungur sjór að nótin rifnaði. Mikil söltun mun hafa verið á öllum stöðum austan- lands í gær. Konan er Guðrún Grimsdótt- ir, sem nú er búsett vestanhafs og er maður hennar Ágúst Eyj- ólfsson. í bréfi til biskups segir Guðrún að fé þetta sé gefið til minningar um foreídra hennar. f Skálholti fæddust 11 börn foreldra hennar af 14, sem þau eignuðust alls. Þar bjuggu foreidrar mínir góðu búi, segir hún og ég minn- ist þeirra sem góðra og guð- rækinna foreídra. Þau reyndu að sjá svo um að okkur skorti sem fæst. Og reyndin var sú að við börnin fengum allt nema bækur. Eru það því miklar fréttir þegar ég heyri að skóli verði nú stofnaður í Skálholti. Meiri skemmdir en ætlað var í fyrstu Mikið annríki hefur verið hjá glersölum bæjarins og glersker- ar hafa haft nóg að gera f allan dag við að skera rúður f allan þann fjölda gjugga sem skemmd ust í sprengingunum f fyrra- kvöld. 1 dag hafa flestir íbúanna f þeim tuttugu húsum sem rúður brotnuðu f, verið önnum kafnir við að byrgja giuggana eða setja rúður í. Mestu tjóninu hefur Jónfna Jónsdóttir, ekkja Halldórs Ólafssonar, orðið fyrir. Jónfna á auk verzlunarinnar, sem staðsett er á horni Njáls- götu og Rauðarárstfgs, íbúðir i næsta húsi eða Rauðarárstíg nr. 20. Óhætt er að segja að enginn einstaklingur hafi orðið fyrir eins miklu tjóni af völdum sprenginganna eins og Jónína. Rúður brotnuðu nærri því I hverjum glugga í íbúðum henn- ar, verzlun, verkstæði og geymslum. — Fréttamenn hittu Jónlnu f gærkvöldi þar sem hún var að laga til í íbúð sinni. Jónfna sagði svo frá: — Við vorum rétt byrjuð á því að drekka kvöldkaffið, þeg- ar fyrstu spreneinpaxnar komu, og ekki leifr & löngu, þar til rúðurnar splundruðust og allt fór af stað í íbúðinni. En sem betur fór höfðum við forðað okkur. — Við rannsókn í dag hefur komið fram, að húsin tvö hafa orðið fyrir mun meiri skémmdum en ætlað var í fyrstu eftir brunann í nótt. Fjórir veggir eru gerónýtir, stórt stykki hefur farið úr út- vegg verzlunarinnar, minnst fjórar hurðir sprungu upp, auk allra þeirra mörgu rúðna sem brotnuðu. Jónína hefur unnið frá þvi snemma í gærmorgun að því að laga til í íbúð sinni og reynt að byrgja gluggana, svo hægt sé að sofa í íbúðinni. HÖFUNDUR SKÁL- HOLTSKIRKJU Hörður Bjamason, húsameistari rikisins. Hörður Bjarnason húsamcist- ari ríkisins hefir teiknað hina nýju dómkirkju, sem nú er risln af grunni f Skálholti og verður vígð á morgun. Hefir það verið mikið vandaverk, með tilliti til kirkjusögunnar þar. 1 kirkjunni hefir orðið að samræma foma arfleifð og nútíma byggingar- hátt. Munu leikir sem Iærðir sammála um, að húsameistari ríkisins hafi leyst verk þetta af hendi með ágætum, og mun Skálholtskirkja lengi halda nafni hans á lofti. Hornsteinninn að kirkjunni var lagður á Skálholtshátfðinni 1956, á níu Iiundruð ára afmæii biskupsstóls í Skálholti. Frá bún aði þessa mikla guðshúss verður síðar sagt hér i blaðinu. Friðrik efstur? Friðrik Ólafsson á mikla sig- urmöguleika á Piatikovsky- Verður mjólkurluust á morgun? Sáttafundir voru f deilu mjólk urfræðinga og Mjóíkurstöðvar- innar f gærdag og hófust aftur kl. 21 f gærkveldi. Útlit fyrir samkomulag var ekki gott, þeg- ar Vísir fór í pressuna. Hins vegar taldi einn samningamanna ekki útilokað að samningar tækj ust einhvem tfma um nóttina. Allir Reykvikingar vona það, þvf skeJli á verkfall mjólkur- fræðinganna, sem á að hefjast í dag, ef samningar ekki nást, þá verður að mestu leyti eða alveg mjólkurlaust í Reykjavík á morgun og þartilverkfalli lýkur. mótinu í Bandaríkjunum. Hann vann Najdorf f 2. skák^ inni, var þá með svart, sigraði einn:g Reshevsky f 3. skákinni og sennilega unna 1. skákina sem var á móti Gligoric. Vinni hann biðskákina er Friðrik með 61/2 vinning og skipar þá efsta sæti. Þá á hann eftir að tefla við tvo neðstu menn mótsins Benkö og Panno en einnig báða Rússana á mót- i, Petrosjan og Keres, en þeir verða væntanlega þyngstir I skauti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.