Vísir - 20.07.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 20.07.1963, Blaðsíða 6
6 V í S I R . Laugardagur 20. júlí 1963. Kemur Sir Anthony Eden aftur? f öllum þeim glund- roða og óvissu sem ríkir meðal forystumanna íhaldsflokksins brezka, hefur athygli manna beinzt að einum fyrrver andi leiðtoga flokksins, sem tvímælalaust stend- ur með höfuð og herðar yfir aðra íhaldsmenn, hvað reynslu, hæfileika og almenningsálit snert- ir. Sá maður er Jarlinn af Avon, eða öðru nafni Sir Anthony Eden. Þótt ferill hans sem forsætis- ráðherra hafi verið stuttur og þyrnum stráður, þá má full- yrða, að jarlinn af Avon njóti ríkari og meiri virðingar m'ððal almennings en yfirleitt nokkur annar maður í Bretlandi. Milljónir manna úr o'lum flokkum minnast þess enn, hvernig honum tókst í nær lutt- ugu og fimm ár, að halda ó- flekkuðum skildi slnum, í harðri og stormasamri stjórnmálabar- áttu. Nafn hans er enn amvafið töframætti og dýrðarljóma — og fólkið treystir honum. 4 liðnum árum hefur jarlinn þjónað föð- urlandi sfnu dyggilega. Og nú er spurningin: Gæti hann nú tekið til starfa á ný og látið Ihaldsflokkinn njóta hæfileika sinna? JARLINN hefur aldrei misst áhuga á stjórnmálum slöan hann sagði af sér 1957. Hann hefur meira að segja við og við látið uppi álit sitt á ýmsum mikilvcegum málum. Síðastliðið sumar lýsti hann óánægju sinni á frávikningu Selwyns Lloyd sem utanríkisráðherra. Um haustið studdi hann kröfur brezku samveldislandanna, gegn rökum þeim sem fylgdu Efna- hagsbandalaginu. Og nú síðast i júnlmánuði lét hann uppi álit sitt á hugmyndum Kennedys um kjarnorkuflota Nato. I öllum þessum yfirlýsingum eða skoðunum sínum, talaði hann fyrir munn þeirra milljóna manna sem fylgja „íhaldslín- unni“ I Bretlandi. Meðan ráð- herrarnir voru önnum kafnir I ráðuneytunum við embættis- störf sín, og gáfu sér ekki tíma til að kynna sér viðhorf hinna hörðu flokksmanna sinna, lýsti jarlinn af Avon skoðunum sln- um, algjörlega í samræmi við þann anda sem ríkti meðal fólks f^&ann cr núna 66 árá, þ?em árum yngri en Macmillan. Hann verður enn að fara varlega með sig, áreynsla er honum forboð- in. En heilsa hans hefur stór- batnað síðustu árin. Með því að taka að sér eitt- hvert minni háttar ráðuneyti, gæti jarlinn auðveldlega endur- vakið traust almennings og þingmannanna á forystunni og jafnframt miðlað ráðherrunum af reynslu sinni. Það væri engin minnkun fyr- ir jarlinn að taka að sér minni háttar ráðherrastarf. Þvert á móti, eru jafnvel fordæmi fyrir því, sem gefa annað til kynna. Balfour, sem var forsætisráð- herra frá 1902 til 1905, hélt áfram störfum sem stjórnmála- maður og þingmaður og var áhrifamikill innan íhaldsflokks- Sir Anthony Eden. ins allt til ársins 1929. Það ætti því ekki að valda neinum vandræðum þótt fyrr- verandi forsætisráðherra starf- aði undir stjórn eftirmanns síns. Og vlst er að jarlinn af Avon mundi ekki láta sitt eftir liggja undir þeim kringumstæð- um. y/EL má vera að jarlinn njót hvíldarinnar og friðarins eins og nú er, og að hann haf enga löngun til að taka til starfa á ný. En ef Macmillan legði hart að honum, gæti hann vart neitað þeirri áskorun, sérstaklega þeg- ar heill flokksins er I voða sem nú. Jarlinn hefur aldrei dregið sig í hlé, ellegar snúið bakinu að þvl, sem hann hefur álitið rétt og skylt. Við þetta er því að bæta, að Macmillan mun sennilega segja af sér hvað úr hverju. Ef svo vel skyldi takast að samningar næðust við Rússa um afvopn- unarmálin, gæti hann hætt með heiðri og sóma. Og ef svo fer, þá er enn frekari ástæða til þess að jarlinn af Avon taki sæti I ríkisstjóminni. Hann mundi verða ótrúlegur styrkur fyrir eftirmann Mac- millans. Hvort sem það yrði Butler ellegar Maudling, þá yrði sá eftirmaður að horfast I augu við það risavaxna verkefni að koma íhaldsflokknum á réttan kjöl fyrir næstu kosningar. Nær- vera jarlsins I rlkisstjórninni gæti ráðið úrslitum I þeirri bar- áttu. Ef hann kæmi aftur, mundi hann að sjálfsögðu setja eitt skilyrði. Hann mundi leggja áherzlu á, að rödd hans heyrðist og tillit yrði tekið til hans þeg- ar ákvarðanir yrðu teknar. Hann mundi ekki láta sér nægja nafnið eitt. Það mundi heldur ekki koma flokknum að eins miklu gagni og hitt, ef hann réði virkilega einhverju. TjAÐ er hvorki Profumo- hneykslið né gallar I öryggis- málunum, sem hafa orðið Ihalds flokknum til tjóns. Það sem hef- ur verið helzta fótakeflið er sú skoðun kjósenda að stjórnin hafi vikið frá hinni raunveru- legu Ihaldsstefnu. Sá hæfileiki jarlsins að færa kennisetningar íhaldsstefnunnar I hagnýtan búning, gera þær Iifandi og nýtilegar, gæti sann- arlega bjargað flokknum. Og margur íhaldsmaðurinn er á þeirri skoðun að um leið og hann bjargaði flokknum, þá bjargaði hann landinu um leið. ► Dean Rusk utanríkisráðherra Bandaríkjanna heflr persónulega fyrirskipað að brezki kommúnista- leiðtoginn William Callagher skuli fá að koma til Bandaríkjanna til þess að heimsækja veika systur sína, en að undanförnu hefir staðið I strfði með þetta. Callagher er kominn yfir áttrætt og er leiðtogi hins fámenna brezka kommúnista- flokks frekara að nafninu nú orðið en að hann hafi sig I frammi. Mannabústaðir Irá móðuharðindum Eftir 20 mínútna gang frá Búðum á Snæfells- nesi, niður með hraun- grýttri f jörunni, er kom- ið í svokallaðar Fram- búðir. Þar getur að Iíta greinilegar húsatóftir og annað jarðrask af mannavöldum. — Fróðir menn á staðnum sögðu fréttamönnum Vísis, sem þarna voru á ferð- inni fyrir nokkrum dög- um, að hér væri um að ræða rústir þess fólks, sem flúið hefði undan móðuharðindunum og Skaftáreldunum, vestur þangað. Rústir þær, sem þarna finn- ast I Frambúðum, eru enn all greinilegur. Munu þær vera eftir Framh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.