Vísir - 20.07.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 20.07.1963, Blaðsíða 15
VlSIR . Laugardagur 20. júlí 1963. 75 Konain, sem ekki brást FRAMHALDSSAGA EFTIR MARY RICHMOND Og hvað mundi nú koma fyrir hana sjálfa? Hvert mundi Sue Wong fara með hana? Þegar sólin kæmi upp, mundi þokunni létta og brennudjöflamir mundu sjá bátinn. O, Nick, Nick, af hverju mátti ég ekki fara með þér? hugsaði hún. Hún huldi andlitið í höndum sér og grét. Þernan snart við handlegg hennar og sagði: — Héma — takið þetta ... — Ekkert getur hjálpað mér, kveinkaði hún, ekkert ... en hún leit upp og tók við pelanum, sem Sue Wong rétti henni. Hún tók tappann úr og saup á, fékk ákaft hóstakast, en hresstist. Þetta var vodkapelinn, sem Petrov hafði skil ið eftir þegar hann fór, það var enn leki í honum. — Annan sopa til, sagði þernan og Blanche svolgraði í sig það sem eftir var. Og henni létti í höfði, en samt fann hún til þreytu og svefnþarfar, og þernan tók utan um hana og hallaði henni að sér og brátt sofn- aði hún við barm Sue Wing. Ef Blásóley hefði verið þarna, hugsaði hún, er Blanche var að sofna, hefði allt verið gott, en £ þetta skipti hafði það brugðizt, að hún gæti heillað karlmennina — og orðið að gjalda fyrir með lífu sínu, að hún hafði hjálpað þessari stúlku. En það hafði verið seinasta fyrir- skipun. .Blásóleyjar að hjálpa þess- ari stúlku, og hún hafði hlýtt hús- móður sinni, og hún ætlaði að ann- ast hana hvað sem á dyndi, eins vel og hún gat. III. Dagur rann. Þokunni létti og þernan sá, að eldurinn mundi hafa lagt allt í rúst og sviðna jörð á landareigninni. Loks vaknaði Blanche. Hún sett- ist upp, strauk hár sitt. Hún leit í kringum sig og skyndilega mundi hún allt. Henni fannst hún finna reykjalykt í vitum sér. Sól skein glatt. Húsið þar sem hún hafði átt heima um hrið sást ekki lengur. Hún fann til hungurs, en hverju skipti það? Hún leit spyrjandi aug- um á þernuna, sem sat hreyfingar- laus og þögul eins og stytta. —- Hvar erum við? spurði hún. —, Veit ekki, svaraði þernan. — En þér hljótið að hafa hugboð um það, sagði hún en hugsaði eitt- hvað á þá leið, að kannski mundu þau, þernan og gamli maðurinn, hæst ánægð með að láta reka niður eftir öllu fljóti, unz bátinn bæri út í hafsauga og kannski væri það betra en að verða dátunum að bráð. Hún sneri sér að gamla mann inum, en hann svaraði ekki held- ur, brosti bara til hennar tann- lausum munni. Klukkustund síðar tók gamli maðurinn upp böggul, en í honum var brauð og te og nú lagaði þernan tevatn, en prímus var í bátnum. Blanche leið betur þegar hún var búin að fá sér brauðbita og te og höfuðverkurinn hvarf henni með öllu. Hún fór aftur að hugsa um Petrov. Ef hún aðeins vissi hvar hann væri, og Dorothy og John og börnin, en ef hún fyndi hann, mundi það þá hafa sömu af- leiðingu fyrir hann og Blásóley? Hún fór að hugsa um hvort ekk- ert illt hefði nú ekki komið fyrir þau öll og lá við örvinglan, og lagðist aftur fyrir niðri í bátnum til þess að reyna að leyna þvi hvernig henni leið. Og brátt sofn- aði hún. Þegar hún vaknaði, var komið undir sólarlag og himininn eld- rauður. Henni flaug fyrst í hug hvort það hefði verið svefnlyf í teinu, en það gat ekki verið, hin höfðu drukkið það lika, og þau voru glaðvakandi, er hún vaknaði. Hún hafði víst verið úrvinda af svefnleysi og þreytu. Hún settist nú upp og leit til beggjíL hliða: fCVígl til?þess áðiW-ðA' allt sem .bezt.ifyxir |ér á árbakk- anum, Og er hún sat þarna um- vafin myrkri, er sól var hnigin, sá hún allt í einu ljósglampa, og svo eins og dökka þústu, sem virtist líða áfram á vatninu, en þetta var þá bátur, sem nálgaðist, en á hon- um var ljóskastari. Og með því að nota hann fundu þeir, sem í vél- bátnum voru, litlu kænuna. Skyldi þetta vera kínverskur lögreglubát- ur? Ef svo var, hugsaði Blanche, get ég gengið að því vísu að ég verð yfirheyrð og handtekin. Sjötti 1' Þegar vélbáturinn nálgaðist kæn- una, horfðu þau, sem í henni voru, áhyggjufullum augum fram, og Blanche var kvíðafull og hafði ákafan hjartslátt. Hún reyndi að stappa í sig stálinu og láta b?n e!:]:' sjá, hve hrædd hún var, en á þ.T’ var engin svipbreyting sjáanleg. En allt í einu sá hún sjón, er geisla ljóskastarans var beint niður, sem vakti ósegjanlega gleði hennar. Hún hafði komið auga á manninn, sem hún elskaði, á þilfari bátsins. — Það er Nick, það er Nick, kallaði hún og greip í handlegg þernunnar, það er Petrov ofursti. Nú verður allt gott. Nú fór lögreglubáturinn einn hring kringum kænuna og lagði svo að henni. Petrov hoppaði niður í kænuna og Blanche varpaði sér í faðm hans. O, ég er svo glöð, — þetta var svo hræðilegt, ég má ekki til þess hugsa. — Uss, hvíslaði hann, nú verð- urðu umfram allt að vera róleg. Svo sneri hann sér að Sue Wong og mælti til hennar á kínversku — bað hana segja sér allt, sem gerzt hafði. Og hún gerði það og klykkti út með að segja, að hún hefði enga trú á, að Blásóley væri á lífi. — Við skulum ekki gefa upp alla von. Ég er búinn að vera þar. Allt er í rúst, og ég fann ekkert, sem gaf nokkra vísbendingu. —1 Það gat ekki verið neitt eftir, sagði þernan, eftir slíkan bruna. -— Sé Blásóley á lífi, mun hún setja sig í samband við mig. Gerí hún það ekki, skal mér heppnast að fá vitneskju um það, sem gerð- istfotaoéi<*. , 'l>! iyr Blanche var því fegin að mega fara í vélbátinn, en þernan kvaðst vilja snúa aftur og vita hvers hún yrði vísari. Kannski einhver þjón- anna hefði komizt lífs af, falizt. .. og gæti sagt henni hvað gerzt hafði. — Mér þykir það leitt, sagði Petrov, en þið verðið að koma báð- ar tvær. Lfka gamli maðurinn. Hann vildi líka snúa aftur, — kvaðst hafa farið frá fjölskyldu sinni, en Petrov var óbifanlegur. Og þau urðu að hlýða. — Það voru nokkrir menn í vélbátnum, sem Chang hafði lánað honum. Stefnt var að fljótsbakkanum. Blanche sat aftur í hjá Petrov. — Af hverju leyfirðu þeim ekki að fara, fyrst hermennirnir eru farnir. Skilurðu ekki örvæntingu gamla mannsins, Hann óttast um fjölskyldu sína. — Ég skil þig — og ég hef samúð með honum. En þau mega ekki vera að flækjast þarna. Her- mennirnir gætu komið aftur — eða aðrir verða sendir þangað. Og ef bessi tvö yrðu handtekin gæti farið illa fyrir okkur. Þau yrðu neydd til að segja allt, sem þau vita. Ég er viss um, að þeir vita ekkert um leynigöngin, og þess vegna ályktað, að þú hafir farizt í eldinum. Ég þori blátt áfram ekki að láta þau snúa aftur. — Ég skil, sagði Blanche, en því — því brenndu þeir húsið? — Þeir vildu vera alveg öruggir um, að þú kæmist ekki undan. — O, mér finnst ég eiga sök á öllu. — Þú mátt ekki ásaka sjálfa þig fyrir það. sem gerðist. — Jú, Blásóley bjó þarna í friði og öryggi — og hefði sennilega getað verið þarna örugg áfram. Ég hefði aldrei átt að Iáta Dorothy fá mig til að koma með. Ég skil nú, að ég hefði ekki þurft að ótt- ast þá, sem komu til að sækja hana. — Af hverju hélztu það? — Hún sagði, að vegna alls sem ég vissi um John myndu þeir aldrei skilja mig eftir Iifandi — þeir myndu ekki hætta á, að ég færi tií lögreglunnar og segði allt, sem ég vissi. — Vitleysa. Marsden var horfinn — og öruggur austan járntjalds. Og sannast að segja gat hann ekkert sagt þér, sem hefði teflt öryggi þfnu íhættu. Það sáum við um. Jafnskynsöm stúlka og þú hefð'r Vt að sjá þetta. Inijání fer í sumarleyfi s ■ rr Þið heyrðuð neyðarkallið á síð- ustu stundu Captain Wildcat, við höfum ekkert til þess að nota við höggormsbiti. Kannski komum \: ekki nógu snemma, segir Wildcat þegar hann tekur um púls hins aðvitundarlausa flugmanns. Það 3r bezt að við látum Navajo flug mann fara með Jones og Naomi hjúkrunarkonu til Mombuzzi, ég hefi verk að vinna hér, — ef þú gætir orðið eftir hjá mér. 16 mm filmuleiga Iívikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar .Flestar gerðir sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Ljósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor) FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 Sími 202S5 Morris minor. — Crysler ’53, fæst fyrir fasteignabréf. Hill man ’50 góðir skilmálar. Benz ’51 verð 32 þús. Benz ’55 á hagstæðu verði. Flestar árgerðir Volkswagen og fleira og fleira. Hef kaupendur að bílum fyrii fasteignatryggð skuidábréf. /gamlabílasalanV^ JIHEJ RAUÐARÁ SKtJLAGATA 55 — SÍMI1581« HIÍSBYGGJENDUR Leigjum skurðgröfur, tökum I að okkur i timavinnu eða á- ) kvæðisvinnu allskonar gröft og mokstur. — Uppi. f síma 14295 , kl. 9-1 f.h. og frá kl. 7-11 á I kvöldin i síma 16493. Bílakjör Nýir bílar, Commer Cope St. 8IFREIÐALEIGAN, Bergþórugötu 12. Símar 13660, 34475 og 36598. Eidhúsborð kr. 990,00

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.