Vísir - 20.07.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 20.07.1963, Blaðsíða 7
VÍSIR . Laugardagur 20. júlí 1963. 7 KIRKJULEG MIÐSTÖÐ í tilefni vígslu Skálholtskirkju hefir Vísir beðið séra Ólaf Skúla- son, æskulýðsfulitrúa þjóðkirkjunnar, að rita þessa grein um surn- arbúðir kirkjunnar, sem fyrirhugaður er staður í Skálholti. Séra Ólafur hefir frá upphafi átt þátt í því að kirkjan fór inn á þessa nýju braut í æskulýðsstarfi sínu, en nú eru búðir hennar starfandi á sumrum að Laugum og Kleppjárnsreykjum og í fyrra voru reistar nýjar sumarbúðir við Vestmannsvatn. Cunnudaginn 21. júlí telja ^ flestir merkis dag. Margir bæta því við, að veðrið geti sett sinn svip á hann, og mikið sé komið undir því, að það verði nú nógu gott. Þúsundir eru taldar muni leggja leið sína austur yfir fjall og enn fleiri fylgjast með útvarpssendingum þaðan, og jafnvel sjónvarpssend ingum. Þetta er gott, af því að Skálholt á sína sögu og í vígslu kirkjunnar má greina roða nýs dags og nýs kafla. Það eru þátta skil. Tjaldið er hafið á ný, kirkjunni afhentur staðurinn til umsjónar og afnota. 21. júlí mun vafalaust seint gleymast, og margir munu tala um hann og bera saman við aðra merkis daga. Vfgsla dómkirkjunnar er heilög athöfn, helgi og lotning samfara bæn. En er deginum lýkur, fara flestir heim til sín aftur. Hafa átt í Skálholti dagsstund sem nú er á enda. En ekki munu margir dagar líða, þar til aftur stefnir hópur manna til hins merka staðar Isleifs og Gissurar. Ekki mun þörf að hafa mikil umsvif hjá lögreglu, og fæstir munu hafa af þvi nokkrar áhyggjur, þó að veðrið verði ekki sem bezt þann daginn. Og þó er þarna einnig um merkilega til- raun að ræða. Straumarnir frá Skálholti eftir tæknileiðum ald- arinnar eru e. t. v. bundnir við vfgsludaginn einan. Áhugi og þáttaka fjöldans má þó ekki takmarkast við hann. í Skál- holti að vera kirkjuleg mið- stöð, kristileg aflstöð, sem hefur áhrif um allt land og út fyrir landsteinana, óháð út- varps. og sjónvarpsbylgjum. Hópurinn, sem kemur í Skálholt á föstudaginn kemur, er ein Ieiðin að þvf marki. Tjað er ungt fólk á ferð, glað- vært og fullt tilhlökkunar. Sumt hefur komið um langan veg, flestir hafa aldrei litið landið fyrr. Það ferðast undir merki Alkirkjuráðsins: skip, sem ber krossmark yfir hafið. Hér hittir það fyrir jafnaldra sína íslenzka og sameinað held- ur fólkið til kirkjunnar, sem helgað hefur verið herra þess og Drottni, Jesú Kristi. Með helgistund skal Skálholti fagn- að, hún skal vera inntak og um- gjörð þess starfs, sem á eftir kemur. Þjóðkirkjan hefur lengi þráð að eignast eigin hús fyrir sum- arbúðastarf sitt. Hún hefur ætíð verið öðrum háð með þá starf- semi sína, og enda þótt allsstað- ar hafi verið velvilja að mæta, þá hlaut óhjákvæmilega að koma að því, að reynt yrði að byggja sérstök hús. í fyrra var hafizt handa fyrir norðan, við Vestmannsvatn í Aðaldal, og nú stendur þar reisulegt hús, sem vafalaust á eftir að verða mikil lyftistöng öllu æskulýðsstarfi Nú rekur hún tvennar sumar- búðir að Löngumýri í Skaga- firði, þar sem þetta starf var hafið, og að Kleppjámsreykjum í Borgarfirði. Em þarna sex flokkar með 70 börn hver. Ekki hefur farið fram nein rannsókn á því, hver áhrif slík dvöl hefur á börnin, enda vafalaust erfitt um vik. En hitt mun fáum dyljast, sem sjá bömin taka þátt í þeim helgiathöfnum, sem hafðar eru um hönd f sumar- búðum, að þar er verið að sá þeim frækornum, sem æskileg- ast væri að hlúð yrði að í fram- tíðinni. Einlægni barnanna, lotn- ing þeirra fyrir því, sem fram fer, hiklaus þátttaka þeirra og fölskvalaus trú þeirra á Guð speglast í andlitunum og gefur fyrirheit um nýja kynslóð, sem tekur samband sitt við Krist og kirkju hans alvarlega. Aukn- ing og margföldun þessa starfs er fólgin I sumarbúðum þeim, sem reisa á í Skálholti. \7innubústaðastarfið er nokkru ’ yngra eða frá 1957. Þá kom hingað flokkur á vegum Al- kirkjuráðs og hóf starf sitt við grunn hinnar nýju Langholts- kirkju. Síðan 1960 hafa verið vinnubúðir hér á hverju sumri, Fulltrúar Æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar með biskupi landsins að undirbúa byggingu sumarbúða í Skálholti. Frá vinstri: séra Guðmundur Óli Ólafsson, Torfastöðum, séra Bragi Friðriksson, form. Æskuiýðsnefndar, Axel L. Sveins, Helgi Þorláksson og herra Sigurbjöm Einarsson biskup. (Ljósm. sr. Óddur Skúlason). Ungt fólk nýkomið að Vestmannsvatni til þess að vinna við bygg- ingu sumarbúðanna þar. það. Hverjar vinnubúðir eru sem þjóðfélagsmynd í hnot- skurn. Ólíkir einstaklingar, ólík ur uppruni, ólík áhugamál, fram andi venjur og hættir. Allt er þetta hrist saman og út á að koma fyrirmyndar heimili. Und- ir venjulegum kringumstæðum mundi slíkt algjörlega óhugs- andi. En í vinpubúðum er það eitt afí, sem öðru fremur hefur mótandi áhrif og dregur þar með úr oddhvössustu köntun- um, sem annars kynnu að særa og meiða, en laðar fram hið bezta og mildasta hjá hverjum einstaklingi. Þetta afl er trúin. I vinnubúðum jafnt sem sumarbúðum eru helgistundir, og vafalaust eru þar til staðar þeir þættir, sem nefndir voru áðan, sem einkenni barnanna við slíkar kringumstæðum. En auk þess er annað, sem hjálpar til og gefur hverjum þátttak- anda tækifæri til þess að kynn- ast sjálfum sér og samfélaginu í því ljósi, sem orð Guðs varpar á það. Biblíulestrar eru iðkaðir. Umræður geta orðið ákafar, þar Æskan í SKÁLHOLTI nyrðra. Og nú í sumar er ætlunin að leggja drögin að slíkum bygg- ingum í Skálholti. Hópurinn, sem minnzt var á áðan, er kom- inn austur þeirra erinda. í þessu starfi sameinast því tvennt af því, sem sett hefur sinn svip á æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar undanfarin ár: vinnubúðir og sumarbúðir. Sumarbúðastarf sitt hóf ÞjórV kirkjan 1954 og hefur haldiö því áfram svo til óslitið síðan. og þessi þrjú síðustu tvennar vinnubúðir hvert sumar. Auk þess sem nú strax að íokinni vígslu Skálholtskirkju mun fiokkur ungmenna lialda til Skotlands til þess að taka þar þátt f vinnubúðum. Margfalt eru þeir fleiri, sem dvalið hafa í sumarbúðum heldur en vinnu- búðum, enda eru þær allt öðru vísi uppbyggðar. Þátttakendur vinnubúðanna eru eldri ungl- ingar eða ungt fólk og við- fangsefnin því í samræmi við sem mismunandi kirkjudeildir eru samankomnar og áherzluatr- iðin þar af leiðandi ólík. En ein- mitt þetta er þess valdandi að hver einstakur verður að gera sér ljóst, hvar hann stendur, liver viðhorf hans sjálfs eru, á hvaða grunni trú hans er reist. Biblíulesturinn höfðar því til hugsunar, eðlisgreindar og at- liugana þátttakendanna. Ot úr því skapast svo þetta „dverg“ þjóðfélag, sem flestum stendur fyrir hugarsjónum, eftir að hafa kynnzt því, sem einhver hin eftirsóknarverðasta mynd fyrir raunveruleg þjóðfélög, er hægt er að hugsa sér. jU'n vinnubúðirnar eru ekki aðeins myndaðar fyrir þátt- takendurna. Annað eðli búð- ánna er fórnin. Hún bírtist í vinnunni, sem lögð er að mörk- um, erfiðinu, kostnaðinum. Hver borgar fyrir sig, fargjöld og nokkuð er látið renna til mat- arkostnaðarins. Önnur mynd hins sama atriðis er viðleitnin til þess að ná út til fólksins, sem í kring býr, bjóða því að taka þátt í helgistundum búð- anna, koma á samkomur þeirra og sjá með eigin augum, hvað þar á sér stað. Með þessu skap- ast oft vinátta milli heimamanna og útlendinganna, sem báðum verður mjög dýrmæt og varan- leg. Það er ekki nóg að taka á móti, heldur verður að veita straumunum áfram til umhverf isins. Einstaklingurinn á að senda frá sér nokkurs konar boga, sem allir þeir, sem hann umgangast, eiga að geta komizt í snertingu við. Kraftinn til slíkrar útsendingar fær hann fyrir samfélagið við Guð. Ijað sem hér hefur verið sagt að ofan, á að bera uppi full yrðinguna um það, að Skálholt eigi að verða kristileg aflstöð. Og óneitanlega er hægt að halda því fram, að fyrstu skref in bendi til þess, að svo megi verða. Hinir eldri hjálpa þeim yngri, hinir ungu vaxa upp og hjálpa öðrum. Er þetta framtíð- in? Engu skal spáð um það, en hitt er víst, að miklu meira máli skiptir það, sem á eftir kemur, heldur en m. a. s. það, hvort veðrið verði nú nógu gott sjálf an vígsludaginn. Megi straum- Framh. á bls. 10. KRISTILE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.