Vísir - 23.07.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 23.07.1963, Blaðsíða 3
V1 S I R . Þriðjudagur 23. júlf 1963. 3 Þrátt fyrir 72 ára aldur heyjar Kjartan bóndi á Hraðastöðum 400 hestburði af heyi ásamt 12 ára gömlum dóttursyni. rifja. Þegar að við höfðum kvatt Kjartanana héldum við áleiðis til borgarinnar, en komum við á Huldustöðum f leiðinni. Þar hittum við bóndann Viggó Valdi marsson úti við hlöðu. Viggó var að setja nýjan gnýblásara í gang. — Nýtt og dýrt tæki, sem er meðal þeirra mörgu tækja sem valdið hafa byltingu í ís- lenzkum búskaparháttum. Og þrátt fyrir mikla leit í gærdag við marga bæi hér f nágrenni borgarinnar fundum við hvergi manneskju með hrífu eða Ijá. — Allsstaðar voru notaðar ný- tízku vélar og allt gekk með 20. aldar hraða. Um þessar mundir stendur heyskapur sem hæst í sveitum landsins. Sláttur hófst almennt um s. 1. mánaðamót, spretta var góð og yfirleitt hefur verið góð tíð til heyskapar um allt land. Margir bændur hafa hirt tals- vert og hvarvetna má sjá hey% p* **1 f sætum. I gærdag brugðum við okkur uppfyrir bæ og tókum þær myndir sem eru í Myndsjánni f dag. Fyrst stöldruðum við hjá Kjartani bónda á Hraðastöðum í Mosfellssveit. Þrátt fyrir 72 ára aldur heyjar Kjartan alltaf af sama dugnaði. Heyjar hann nú ásamt 12 ára gömlum dóttur syni sínum. En Kjartan var ekki alveg á því að láta mynda sig. „Mynd af mér. Nei ég held nú ekki. Hver haldið þið að vilji sjá mynd af mér í Vísi. Eld gömlum karli sem kominn er á grafarbakkann. Nú svo er ég ó- rakaður og fólkið heldur að ég sé einhver slæpingi“. Eftir að hafa reynt nokkra stund að fá þennan gamla harð- jaxl til þess að leyfa okkur að taka af sér mynd, tókst það og við vonum að hann verði á- nægður með myndina. Þegar Kjartan litli hafði hjálpað afa sínum að hlaða á vagninn brá hann sér yfir á dráttarvélina, sem dró múgavél, og byrjaði að Á myndinni sést nýi gnýblásarinn á Huldustöðum. Viggó bóndi situr á dráttarvélinni. Ljósm. Vísis, B. G. Kjartan Jónsson er mjög duglegur að hjálpa afa sínum. Hér sést hann á dráttarvélinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.