Vísir - 23.07.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 23.07.1963, Blaðsíða 15
V í SIR . Þriðjudagur 23. júlí 1963. ?5 að trufla hann. Hún sú að tillit augna hans var heiftarlegt. Hvern- ig mundi hún geta sannfært hann um, að hún átti enga sök á því, sem gerzt hafði? — Þú verður að gera þér grein fyrir, að John er svo æstur og taugaveiklaður, að hann er að bug- ast —- hann veit ekki hvað hann gerir... — Jú, hann veit bað vel. En veizt þú hvað þú ert að gera? Sleppum þvf, að hann er eiginmaður systur þinnar, það lítur út fyrir að bú hafir gleymt, að þú sjálf ert bundin. — Ég hef ekki gleymt því. — Nei — þú heldur víst að ég sé einhver aulabárður? — Nick. hlustaðu á mig ... — Ég hef hlustað á þig nógu lengi. Þú ert slyng að bera fram afsakanir. en í þetta skinti gaenar þér það ekki. Hann greip harkalega um axlir hennar, svo að hún sárkenndi til. — Hiónaband okkar var kannski bara formsatriði, en meðan ég er í þessu Iandi og þú berð mitt nafn þoli ég ekki að þú örvir aðra menn til ástleitni við þig. — Þú vogar þér, æpti Blanche æf af reiði, og mundi hafa slegið hann utan undir, ef hann hefði ekki haldið henni í járngreipum. — Það var heimskulegt af þér, hvæsti hann. — Hrotti. slepptu mér! Hann gerði það, — henni til undr unar, og hún hrökklaðist upp að veggnum. Hún sárkenndi til. — Ég lem þig ekki, ef þú hagar þér skikkanlega, en ef ... gerðu þér Ijóst, að ég ætlast til þess, þótt hjónaband okkar... — Er það í rauninni löglegt hjónaband? spurði hún kuldalega. — Þú munt komast að raun um bað, ef þú hegðar þér ekki sæmi- lega. Ég sætti mig ekki við, að þú daðrir við Marsden eða neinn ann- an. Hann hefur slíku hlutverki að gegna, að ekkert rná koma fyrir, sem verði til þess að trufla hann. — Ég mun að minnsta kosti ekki reyna til þess. Þú hlýtur að ætla mig litlum mannkostum búna, ef ég leyfði eiginmanni systur minnar að revna að koma sér í miúkinn hjá mér. — En bú elskar hann ekki. — Nei, ég elska hann ekki og hef aldrei gert bað Os bað sagðirðu siálfur eftir að — eftir ^ð við höfðum verið sefin saman. Hún varð að bagna sökum þess hve skiálfröddnð Vu'in var en brátt eat hún haldið áfram: — Vertu alveg óhræddur F.g skal gera allt sem í mínu valdi stendur til bess að balda .Tohr1 ' v-^fil(icrri fjarlægð. Ég held, að hann hljóti að iðrast nú þegar framkomu sinn- ar. Hann er greinilega mjög slæm- ur á taugum. Ef Dorothy hefði fengið að koma hingað hefði þetta ekki komið fyrir. — Það er nóg, að hér sé ein kona, sagði Petrov — það er sann- ast að segja einni of mikið. Gott og vel, ég skal taka orð þín trú- anleg. En bregðist það mun ég gera það, sem ég sagði. — Og þú heldur, að John mundi horfa á það aðgerðalaus? — Hann gæti ekkert gert, — ég hef ráðið við stærri og sterk- ari menn en hann, og ég mundi heldur ekki leiða hann sem vitni. — Ég hefði kannski átt að vita, sagði hún dapurlega, að þú mundir ekki geta eða vilja fara aðra leið til þess að njóta virðinga en að beita valdi á hrottalegan hátt. Hún var nú staðráðin á að láta ekk; bugast. Það væri of auðmýkj- andi. Gráta skyldi hún ekki. Og hún leit snöggt undan. Hann snert hlýlega við öxl henn ar. — Við skulum gleyma þessu. Ég sagði, að ég skyldi taka orð þín trúanleg. Marsden hagaði sér eins og asni. Þegar hlutverki hans hér er lokið, þarft þú ekki að vera framar í nánlægð hans. En þér mun leiðast — hér eru ekki bækur eða neitt. — Ef þú gætir útvegað mér nál og þráð, gæti ég gert við fötin ykkar,.ng ég held, aþ ég geti fram reitt góðan mat —I jáfrivel 'gerF dósamat lystilegan. — Gott og vel. Taktu þetta að þér. Þernan annast uppþvott, og viljirðu að hún þvoi eitthvað fyrir þig, skal ég fara með það til hennar. — Getur hún ekki komið sjálf eftir því? — Ég vil helzt ekki, að neitt samband sé ykkar í milli. — Þú treystir mér ekki, sagði Blanche, en hvað get ég gert — eða hún? — Þótt furðulegt sé, treysti ég þér, en ég er ekki öruggur að því er þernuna varðar. — O, en hún bjargaði lífi mínu. — Kannski. — Og hún dáði Blásóley. Hug- leiddu. að hún vildi fara, þrátt fyr ir áhættuna. og reyna að komast að raun um hvort Blásóley mundi hafa komizt undan. Hermennirnir voru ekki fiarri er við vorum að flýja — og hún hefði getað svikið mig í hendur beirra. — Glevmdn bví, sem ég sagði, svaraðí hann eekk að skáp og fóV ór i-'onnrn b-Ul" nn bálft brauð. — Komdu, við skulum fá okkur að borða. Og svo verðurðu að leggja þig. Ég skal útbúa eins kon- ar hlíf til þess að hafa fyrir fram- an rúmið þitt. III. Fimm dögum seinna sagði Petrov við Blanche, að hann yrði að vera fjarverandi áríðandi erinda tvo sól arhringa. — Marsden verður starfandi hér áfram. bætti hann við. Það sem hann er að gera hér er erfiðara og tekur meiri tíma en gert var ráð fyrir. Ég vona þó, að hann hafi lokið því, er ég kem til baka. Ég var tilneyddur að tala við hann um bað sem gerðist ykkar í milli, og ég hygg, að bp verðir ekki fyrir neinni áleitni. — En — ef það kæmu nú her- menn? spurði hún hrædd — eða erindrekar leynilögreglunnar. — Það kemur ekki til þess, — þú getur verið örugg hér. — Þú hefur sagt það einu sinni áður, og það brást. — Það kom ekkert fyrir þig. — Já — en Blásóley, sagði hún titrandi röddu. — Tveir sólarhringar líða fljótt, svaraði Petrov, ég verð kominn aftur áður en þú veizt af. — Stutt stund getur verið eins og heil eilífð, þegar maður er einn. — En þú mdtt ekki vera hrædd. Ég veit. að mikið hefur verið á þig lagt, en þú mátt ekki einblína á það. Þú færð nóg af fatnaði til viðgerðar, svo að þú getur verið önnum kafin. Og ég skal fá einn af mönnum Changs til þess að vera hér og vera lífvörður þinn meðan ég er fjarverandi. Reyndu nú að brosa framan í mig og ég skal reyna að koma með eitthvað handa bér að lesa. — Ég vildi að þú þyrftir ekki að fara, sagði hún án þess að geta haldið aftur af orðunum, og tillit augna hennar kom upp um tilfinn- ingar hennar. Petrov þótti leitt að verða að koma eins fram við hana og hann hafði verið tilneyddur stundum — og hann hafði helzt viljað sýna henni fullan trúnað, en það gat hann ekki. Marsden var nógu erf- iður viðfangs. Hann virtist geta bugast algerlega þá og þegar. Og hann vissi, að það var í rauninni ábyrgðarhluti að skilja hann eftir einan í tvo sólarhringa, og ekki hefði hætt á það ef hann hefði ekki getað treyst á Chang, að sjá um að allt gengi sinn gang. — Ég vildi geta tekið þig með, en það er ekki hægt sagði hann í léttum tón. Ég þarf nauðsynlega, að hitta háttsetta persónu, sem ég vona, að þú hittir aldrei. — Áttu við með þessu, að þú ért í hættu? — Alls ekki, sagði hann, þótt 'iann vissi, að hann hætti á allt með að fara á fund þessa manns, en hitt vissi hann, að ef hann væri nógu kaldur og ákveðinn gæti allt farið vel, og til þess hafði það aldrei skeikað, að honum hafði tek- izt að koma sínu fram við háttsetta foringja bæði sovézka og kín- verska. Hann þrýsti henni að sér sem snöggvast. — Nú skaltu ekki ala neinar á- hyggjur, sagði hann. — Ég skal reyna. — Vel mælt og þegar ég kem aftur þarf ég ekki að fara með þig öllu Iengur sem fanga. Við verðum svo saman að hætta á mikið — en við verðum saman. — Það skiptir mig ekki miklu — og það kann að líta einkennilega út eftir framkomu þína við mig vegna þess, að John kom svona fram — en ég er alltaf öruggari hjá þér. Já, ég held ég gæti sætt mig við örlög Blásóleyjar. ef þú hefðir verið þar. Hann gat ekki varist því að á- lykta, að þessi stúlka elskaði hann og treysti honum, en hann harm- aði að tilfinningum hennar skyldi vera svona varið, því að horfurnar á, að þau gætu nokkurn tíma Iifað saman í hamingjusömu hjónabandi voru sannarlega engar. Hann varð að gegna því hlutverki, sem honum hafði verið falið, — og er hann væri búinn að koma henni örugg- lega úr Iandi mundi hún gleyma honum er frá liði, en jafnframt gerði hann sér ljóst, að Blanche hafði kveikt eld í hans huga, er seint myndi slokkna. Hann beygði sig niður og kyssti hana á ennið. — Vertu sæl, Blanche litla, vertu sem mest innan húss — og ef þú verður hrædd einhverra hluta vegna kallarðu á Sing, sem verður á verði við dyrnar og kemur, þegar kallað er — bregzt ekki. Hann hef- hún varð að vera þarna án Petrovs — Vertu sæll, sagði hún og gekk á eftir honum fram í dyragættina og horfði á eftir honum. — Hún fór svo að bæta föt. Sing var á verði fyrir dyrum úti og hún veitti honum athygli, án þess að veita því eftirtekt. Hann var hrotta Iegur á svip við fyrstu sýn, en við nánari athugun komst hún að þeirri niðurstöðu, að ekkert illt væri I svip hans. Hann bar byssu og hafði hníf í belti. Hugur hennar hvarf til Blásól- eyjar 0 hún hugsaði um í hverju’ starf Johns mundi vera fólgið. Henni flaug í hug, að reyna að komast að því, til þess jafnframt að fá hugmynd um hvers vegna hún varð að vera þarna án Perovs í tvo sólarhringa. Tveir sólarhring- ar voru ekki langur tími, það var T A R Z n □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ ° Hárgreiðslustof an nHÁTÚNI 6, sími 15493. □ E3 Í3--------------------- a ^Hárgreiðslustofan §S Ó L E Y ^SóIvallagötu 72. h □ Sími 14853. ra________________________ 3 □Hárgreiðslustofan gPIROLA □ Grettisgötu 31, sími 14787. Q_________________________ □ □ 'lárgreiðslustofa I3V ESTURBÆJAR □ Grenimel 9, sími 19218. a —....................... □ P Hárgreiðslustof a □ AUSTURBÆJAR □ □ C □ □ (María Guðmundsdóttir) gt__________________ QÉaugaveg 13, sími 14656. SjNuddstofa á sama stað. Ú--------------------— sa □ Hárgreiðslu- og snyrtistofa qSTEINU og DÓDÓ QLaugaveg 18. 3. hæð (lyfta). nSími 24616. □ □ D □ -E3 E3 Q Q D Q Ks -c a a a a c ú o □ □ □ Cl □ □ D Q □ D u Q gHárgreiðslustofan a □Hverfisgötu 37, (horni Klappar-§ gstígs og Hverfisgötu). GjöriðD qsvo vel og gangið inn. Engarg ^sérstakar pantanir, úrgreiðslur. D y___________________________d d a dPERMA, Garðsenda 21, simÍQ §33968 — Hárgreiðslu og snyrti-D □stofa. p □---------------------------Q D Q §Dömu, hárgreiðsla við allra hæfig DTJARNARSTOFAN, □ prjarnargötu 10, Vonarstrætis- Sími 14662. Hárgreiðslustofan Símí 12614 Þyrilvængjan er tilbúin til flugs hjúkrunarkonu til sjúkrahússins ,neð Jones flugmann og Naomi I Mombuzzix. Bíðið ég gleymdi einu. Þetta terðu fyrir að bjarga lífi mlnu, stóri myndarlegi maður. □ □□□□□□DaDDDDDDniJDDDDD Bílakjör Nýir bílar, Commer Cope St. 8IFREIÐALEIGAN, Bergþórugötu 12 Símar 13660, 14475 og 36598 kr. 990,00

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.