Vísir - 23.07.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 23.07.1963, Blaðsíða 8
8 VI SIR . Þriðjudagur 23. júlí 1963. VISIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. 1 Iausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 lfnur). ^••entsrrnðia vffiis. — Edda h.f. Úr Þjórsárdal Vísir tók fyrir nokkrum vikum upp það nýmæli að birta vikulega þætti um uppeldismál og sálgæzlu, sem ungur sálfræðingur ritar fyrir blaðið. Með þessu vill blaðið vekja athygli á ýmsum vandamálum í upp- eldi barna og unglinga, sem ofarlega eru á baugi og mörgum reynist erfitt að ráða fram úr. Hér á landi hefir verið furðu hljótt um uppeldis- og sálgæzlumál, ef gerður er samanburður við ná- grannaþjóðirnar. Þau mál eru þó hin mikilverðustu. Við höfum til skamms tíma ekki átt stétt sálfræðinga í landinu og fræði þeirra hafa verið heldur lftils metin af mörgum þeim, sem státað hafa af „raunhyggju“ sinni. Æskulýðsmálin eru þó sízt minna vandamál hér á landi en annars staðar, þótt afbrot unglinga séu hér ekki eins gróf, sökum fámennis þjóðarinnar. Upp úr sýður þegar Þjóðsárdalsævintýrin komast í hámæli, og þá er talað í belg og biðu um hvemig sé unnt að lækna meinin. En ráðið er hér ekki einungis aukin löggæzla á skemmtunum unglinga, eins og sumir virðast halda. Höggva verður að rótum meinsins. Hefja verður í há- vegu hlutlægt og skynsamlegt upplýsingastarf í sál- og uppeldisfræðum. Það þarf að kynna foreldrum vandamál, sem æska nútímans á við að etja og hvem- ig bregðast beri við þeim. Sálgæzla í skólum er nýr þáttur en mjög mikilvægur á þessu sviði, og óhætt er að fullyrða, að hún hefir gefið mjög góða raun. En samfara upplýsinga- og leiðbeiningastarfsemi þjóðfélagsins þarf að sjá unglingunum fyrir nægum tómstundaverkefnum. íþróttimar em þar mikilvægast- ar. En ekki einungis þjálfun afreksmanna, sem nú er tíðust, heldur þátttaka hins mikla fjölda unglinga. Og störf æskulýðsnefnda bæjarfélaganna em líka hin mik- ilvægustu, sérlega á vetmm. Á slíkan hátt verður bezt komið í veg fyrir fleiri Þjórsárdalsævintýri. Kampavínsglasaglaumur? Enn hafa Norðmenn sent okkur frændum sínum góða gjöf, nú til Vídaiínsskólans. Gjöfin er merki um norræna samvinnu í verki. Stundum heyrist sagt, að sú samvinna sé ekkert annað en hjóm eitt og kampa- vínsglaumur. Ekkert er fjær lagi. Annað dæmi um það er hið norræna hús, sem brátt rís á Háskólalóðinni. Þá geta þeir menn, sem efast þreifað á múr norrænnar samvinnu bæði í Skál- holti og Reykjavík. "t 'í 4- mmmm: ÍSSSíiíS: - RACHMAN -hneykslið rætt í neðri málstofunni Á Bretlandi er nú rætt ekki minna um húsaleiguokur og hörkulegar aðfarir gegn leigj- endum en um Profumo-málið, Stephen Ward og léttúðugar konur. Verkalýðsflokkurinn vill kenna þvf um hve illt ástand er f ofannefndu efni, að íhalds- flokkurinn breytti húsaleigu- iögunum hér um árið, með þeim afleiðingum, að nú er hægt að okra á húsaleigu, bera menn út o. s. frv., og ber flokkurinn fram vantraust á stjómina fyrir framkomu hennar í þessum málum, en hún ber fram breyt- ingartillögu þess efnis, að hún harmi húsaleiguokur, er átt hafi sér stað, en telji það ekki eiga rót að rekja til breytinganna á húsaleigulögunum. Inn i þessar umræður hafa vafizt miklar deilur út af hinu svonefnda Rachman-máli, en Peter Rachman, sem fyrir nokkm er látinn í sjúkrahúsi, var álitinn einn alræmdasti húsaleiguokrarinn f allri Lund- únaborg. Var talið að hann og félög hans hefðu hagnazt um stórfé á húsabraski, en öllum til undrunar lét Peter — stund- um kallaður pólski Pétur — lítið eftir sig, og er það hald margra, að hann hafi verið leppur manna, sem voru of „fínir" til þess að nafn þeirra væri bendlað við Ieigukassa hans, þar sem hrúgað var sam- an blökkufólki frá Vestur-Indí- um. Geta ber þess, að ekkja hans hefir nýbirt tilkynningu þess efnis, að hún standi hjálp- arlaus til þess lagalega að geta klekkt á þeim, sem svert hafa nafn manns hennar, en hann hafi aldrei hagnazt eða félög hans, á húsaleiguokri eða húsa- braski. En hvað sem hið sanna er í þessu leiddu Rachman-málaferl- in til þess, að Henry Brooke innanrfkisráðherra bað lögregl- una um sem greinilegastar skýrslur um allar kærur út af því, að Ieigjendur hefði verið féflettir, beitt við þá kúgunum og ofbeldi, til þess að kreista úr þeim okurleigu. Er sagt frá þessu í SUNDAY TIMES, er bætir því við, að þetta hljóti mjög að koma fram við um- ræðuna í neðri málstofunni, er Harold Wilson, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar, ræðir húsa- leigulögin frá 1957 á mánudag (þ. e. í gær). Blaðið taldi, að umræðumar mundu verða hin- ar hvössustu í málstofunni um langt skeið, og sú staðreynd að Harold Wilson, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar, væri aðalræðu- maður sýndi að jafnaðarmenn ætluðu að freista að nota þetta mál ti! stórárása á stjómina. Blaðið Daily Mail, sem kveðst hafa látið rannsaka málið sér- staklega, segir niðurstöðuna þá, að Rachman hafi verið leppur, Köngurléin" höfuðpuur pólski Pétur “ leppur en á bak við hinn 42ja ára Pólverja hafi verið auðugur hlutafélaga-brakún, þekktur undir nafninu „Köngurlóin“, Nafn hans komi stöðugt fram í alls konar hlutabréfaskrám, félaga og fundaskýrslum er varða Rachman-máHið — og hann sé enn við sömu iðju. Blaðið segir, að ekki hafi sannazt ólögleg starfsemi á Rachman meðan hann var á lífi, en leigjendur hans, sem voru handhafar réttinda samningnum samkvæmt, hafi verið neyddir til að flýja er hávaðasamir blökkumanna-músikantar voru iátnir flytja í húsin. Er svo fleiri íbúðir losnuðu var hleypt inn fleiri blökkumannafjölskyld um, svo að allt að 8 manns vom í herbergi, og öllum gert að greiða okurleigu. Blaðið segir m. a., að skatt- heimtan krefjist skýringa á þvi að eignir við dauða Rachmans námu aðeins 9000 pundum, en samkvæmt félagaskýrslum áttu þær að nema hundruðum þús- unda punda — ennfremur hvernig hafi gerlegt verið að koma húsaleigufé í dollara og annan gjaldmiðil erlendan og flytja loftleiðis til Sviss og Bandaríkjanna „I ferðatöskum". ■jc Árekstur varð á sunnudag milli tveggja olíuskipa um 180 mílur úti fyrir Virginíuströnd. Annað var norskt, hitt banda- rfskt. Áhöfn norska skipsins var flutt um borð f bandaríska skip- ið, en sfðar fór skipstjóri aftur ásamt nokkrum mönnum sínum út f skip sitt. Var þá talið, að það myndi ekki sökkva, eins og óttazt var í fyrstu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.