Vísir - 23.07.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 23.07.1963, Blaðsíða 16
VISIR >ri8Judagtir 23. júU 1963. Færeyjaflug hófst í morgun Togarar með fullfermi Verið var að landa úr tveimur togurum hér í morgun, Jóni Por lákssyni og Hvalfellinu. Báðir v.oru á heimamiðum og komu með fulllfermi. Aflinn var karfi. í vikunni sem Ieið var landað liér úr togurum 1470 tonnum af fiski, og er það heidur meira en verið hefur. AIls var landað úr 8 togurum. Innbrof hjá símanum í nótt var framið minni háttar innbrot í skemmur Landssímans að Jörva fyrir innan Elliðaár. Brotizt var inn um glugga, með því að brjóta rúðuna og seilast þaðan í læsingarjárn. Gluggi sá var á kaffi- stofu, og voru þar einhverjar skemmdir af völdum innbrotsþjóf- anna. Stolið var tveim pennum, rafmagnsborvél, gæru úr úlpu og matarbita. Vilaiaflinn mer 300þás. m. minni Um kl. 8.30 í morgun tók sig á loft af Reykja- víkurflugvelli Dakota leiguflugvél Flugfélags- ins og hélt í fyrstu áætl- unarferð til Færeyja. Á- ætlað var, að flugvélin lenti á flugvellinum í Vogey kl. 11.43 í morg- un. í þessa fyrstu áætl- unarferð fóru tuttugu farþegar, sem er há- marks farþegatala Da- kotavélanna á þessari flugleið með farangri. Eftir viðkomu í Færeyjum heldur vélin áfram til Bergen og Kaupmannahafnar í dag, á fimmtudaginn fer vélin aftur til Bergen og Færeyja, og þaðan til Glasgow og Reykjavíkur. Öllum nauðsynlegustu tækj- Framh. á bls. 5 Mynd þessi er frá flugvellinum i Færeyjum. Er hér símstöðin á flugvellinum og yzt til hægri flugumferð- artuminn. Mikil ánægja ríkir i Færeyjum vegna tilkomu flugsins og biða menn spenntir eftir hvernig til takist, en Færeyingar gera sér grein fyrir, að farþegar verða einhverjir að fást, til að hægt verði að halda flugi þangað uppi. Þess má geta ,að um 4>/2 milljón krónum hefur verið varið til flugvallarins og bygg- inganna, sem hér sjást að ofan. Vísitalan hækkar Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í byrjun júlímánaðar 1963. Reyndist hún vera 132 stig eða 1 stigi hærn en í júníbyrjun 1963. — meira saltað Veður var rysjótt i vikunni og áttu skip oft erfitt með að at- hafna sig við veiðarnar. Aðalveiðisvæðið var við Kol- beinsey og út af Sléttu. Vikuaflinn var aðeins 72.710 mál og tunnur, en var sömu viku í fyrra 361.581 mál og tunna. þó en í fyrra Heildaraflinn í vikuflokin var 508.704 mál og tunnur, en i lok sömu viku i fyrra 851.563 mál og tunnur. Vikuaflinn var að mestu salt- aður og nam söltunin í vikuJok- in 170.626 uppsöltuðum tunnum, en var 144.538 tunnur í lok sömu viku í fyrra. Vitað var um 214 skip, sem fengið höfðu einhvern afla i vikulokin og af þeim höfðu 190 skip aflað 500 mál og tunnur eða meira. Keeler fyrir rétti Skrá um þau skip, sem fengið hafa 3000 mál og meira, fylgir hér með: Akraborg Akureyri 4424, Ak- urey Höfn, Homafirði 3419, Anna Siglufirði 4335, Árni Geir Keflavik 4232, Ámi Magnússon Sandgerði 4251, Áskell Grenivík 4112, Auðunn Hafnarfirði 4398, Bára Keflavík 4826, Bjarmi Dal vík 5224, Björg Eskifirði 3109, Björgúlfur Dalvík 3454, Búða- fell Fáskrúðsfirði 3451, Eldborg Hafnarfirði 5870, Faxaborg Hafn arfirði 3298, Garðar Garðahreppi 4788, Gjafar Vestmannaeyjum 5688, Grótta Reykjavík 9289, Guðbjörg Ólafsfirði 3555, Guð- mundur Péturs Bolungarvík 3992, Guðmundur Þórðarson Reykjavík 8832, Guðrún Jóns- dóttir ísafirði 3070, Guðrún Þor kelsdóttir Eskifirði 4386, Gull- faxi Neskaupstað 3766, Gullver Seyðisfirði 6047, Gunnar Reyð- arfirði 6669, Halldór Jónsson Ó1 afsvfk 8863, Hamravik Keflavík 3554, Hannes Hafstein Dalvik 6596, Haraldur Akranesi 4041, Helga Reykjavík 4074, Helga Björg Höfðakaupstað 3215, Helgi Flóventsson Húsavík 7073, Helgi Helgason Vestmannaeyj- Framh. á bls. 5 Snjókomn á Siglufírði Þegar mál Stephens Wards lækn is var tekið fyrir i gær, vakti mesta athygli framburður Christine Keel- er, en hún ein höfuðvitna var yfir- heyrð. Vakti framburður hennar meiri athygli en yfirlýsing læknis- ins, að hann væri saldaus af öll- um þeim ákærum, sem á hann væru bornar. Meðal þeirra voru, að hann hefði haft lífsviðurværi sitt af vændi, eða verið milligöngumaður um útveg- un kvenna undir 21 árs aldri. Ungfrú Keeler lagði áherzlu á það sem fyrr, að hún teldi sig ekki vændiskonu, eiturlyf kvaðst hún ekki hafa notað, en stundum reykt marijuanasígarettur, en stórskaðleg áhrif þeirra eru viðurkennd, verði menn sólgnir í þær. Hún kvaðst aldrei hafa sængað með Ward •lækni og er það líka I samræmi við fyrri framburð, og að hún hefði hitt Profumo, fyrrv. hermálaráð- herra, í húsi Wards, einnig Ivanov sendiráðsmann og sængað með þeim og fleiri. Hún kvað Ward Framh. á bls. 5 Það er víða kaldara en hér í Reykjavík þessa dagana, og frá fréttarit- urum Vísis úti á landi berast sömu fréttimar hvaðanæva að: norðan- garri og kuldi. Á Siglu- firði hefur ekki aðeins Siglufjarðarskarð lokazt vegna snjókomu, þar snjóar í sjálfum kaup- staðnum og jörð var hvít grá í morgun. Hitastig þar var 1 eða 2 gráður. Að undanförnu hefur verið úrhellisrigning og norðanstrekk- ingur á Sigiufirði, en í morgun var komið stillt veður, en hins vegar kominn snjór í stað rign- ingar. Fjöll voru alhvít niður í miðjar hlíðar, og grá jörð niður að sjó, eins og fyrr segir. Siglufjarðarskarðið lokaðist í gærkvöldi öllum bifreiðum nema farþegabifreiðum, en í morgun var einnig lokað fyrir þær. Voru tvær „rútur“ tepptar í Siglu- firði 1 morgun. Von var á jarð- ýtum úr Strákaveginum til að ryðja skarðið, en hins vegar verður aðeins fært fyrir stærri bifreiðir eftir sem áður. Fjölmennnsti íþróttammmafíokkur sem nokkru sinni hefur farið utan í fyrramálið fer utan áttatíu manna hópur knattspyrnumanna úr KR. Hér er um að ræða langfjölmennasta hóp ís- lenzks íþróttafólks, sem farið hefur í keppnis- ferðalag á erlenda grund. Taka KRingarn- ir á leigu 80 manna Cloudmasterflugvél, DC -8 hjá Flugfélagi íslands og fljúga til Kaupmanna hafnar. I hópnum eru 15 fararstjórar. Þegar til Kaupmannahafnar kemur, skiptist hópurinn á þrjá staði, en hann samanstendur af 5 liðum, sem keppa síðan á ýmsum stöðum, bæði í Dan- mörku og Þýzkalandi. Meistaraflokkur félagsins held ur til Oddsherred á Sjálandi og leikur fjóra leiki við sjálenzk lið, m. a. við 1. deildar lið AB, sem margir kannast við hér á landi, enda einn þekktasti klúbbur Dana. Framh. á bls. 5 Christme Keeler.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.