Vísir - 23.07.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 23.07.1963, Blaðsíða 4
4 V1 SIR . Þriðjudagur 23. júlí 1963, Guðmundur Einarsson refaskytta — níræður /^UÐMUNDUR EINARSSON fyrrum bóndi og refaskytta að Brekku á Ingjaldssandi í Ön- undarfirði var níræður síðast- liðinn föstudag, 19. júlí. Guðmundur stundaði refaveiðar 1 meira en hálfa öld. I þeim skóla lærði hann svo rækilega svarta- galdur refaveiðanna, að skolli stóð honum hvergi snúning, enda er gamli maðurinn þekktur víða um land sem ein mesta refa- skytta allra tfma. Svo mikið orð fór af veiði- kænsku og skotfimi Guðmundar, að sumir töldu jafnvel, að þar væri ekki allt með felldu. Og þótt hann missti að mestu sjón á hægra auga, þegar hann var 53 ára að aldri, kom það rebba að engu haldi, þvl að upp frá þvl brá Guðmundur byssunni vinstra megin og miðaði með vinstra auganu með jafngóðum árangri. Má vissuiega segja, að sú fþrótt tæki af allan vafa um ó- venjulega hæfileika og leikni með byssuna. Á meira en hálfrar aldar veiði- mannsferli sínum hefur Guð- mundur auk þess orðið einn mesti „útilegumaður" sfðari tíma. Þessum mikia útilegumanni telst svo til, að hann hafi alls legið úti við grenjavinnslu 2496 nætur og veitt samtals 2464 dýr ung og fullorðin. Skortir þvf lítið á, að hann hafi að jafnaði veitt eitt dýr á hverri útilegunótt, og verður að^ telja það góðan feng af svo duttlungafullri veiðibráð. Það gefur að skilja, að oft hef- ur andað köldu um refaskyttuna í útlegðinni, þegar vorkuldarnir næddu um náttstaðinn f fjöllum og óbyggðum og regnið og krapa- hrfðin lamdi á útlaganum undir berum himni, enda var í þá. daga minna um skjólgóðan klæðnað og hvers konar ferðaútbúnað en nú á dögum, auk þess sem það hlaut að vera takmarkað, sem hægt var að bera með sér um fjöll og firnindi. En Guðmundur hefur einnig átt margan bjartan sólardag og yndislega vornóttina í óbvggðum. Hann telur líka sjálfur. að þessi langvinna sambúð við fs- lenzka náttúru f blíðu og stríðu fjarri öllum mannabyggðum hafi orðið einn lærdómsrfkasti og merkasti þátturinn f lífsreynslu hans. En nú er Guðmundur refa- skytta að sjálfsögðu búinn að leggia byssuna á hilluna, og þó gerði hann það ekki vonum fyrr. þvl að ekki samdi hann vopnahlé við lágfótu, fyrr en hann var orðinn 73 ára. Um langa og viðburðarfka ævi Guðmundar Einarssonar mætti margt rita óskylt refaveiðum og útilegum, þótt það verði ekki gert hér. Það hefur lfka margt verið um hann skrifað og eru þar merk- astar æviminningar hans, Nú brosir nóttin, eftir Theódór Gunn. laugsson. Sú ágæta bók kom út 1959 og fór verðskuldaða sigur- för. Þá má einnig nefna þátt sem Guðm. G. Hagalfn ritaði um hann f bók sfna Þrek í þrautum. Guðmundur Einarsson fæddist 19. júlí 1873 á Heggstöðum I Andakflshreppi í Borgarfjarðar- sýslu. Faðir hans var Einar sonur Guðmundar Ólafssonar frá Vest- mannaeyjum, og var hann bóndi á Háhóli í Mýrasýslu. Föðuramma Guðmundar refa- skyttu var Hedga dóttir Horna- Salómons, en móðir Guðmundar var Steinþóra Einarsdóttir, Korts- kemur þá Irafellsmóri til sög- unnar, ef lengra er rakið , þá átt. Þegar Guðmundur var 11 ára missti hann föður sinn. Það var þungt áfall fyrir heimilið, þvf að börnin voru mörg og sex þeirra innan við fermingu. Móður hans tókst þó að halda áfram búskap í 4 ár, auðvitað við sárustu fátækt og neyð. Guð- mundur fór þá í vist hjá Tómasi bónda á Skarði f Lundareykja- dal. Þar var hann í vinnumennsku í 7 ár, og minnist han ætíð hús- bændanna á Skarði með hlýju og þakklæti. Á Skarði eignaðist hann 4 börn með Katrínu Guðmundsdóttur, sem þar var samtíða honum. Þau börn eru öll á lífi, og er Herdfs Ijósmyndari í Hafnarfirði þeirra á meðal. Árið 1897 fer svo Guðmundur til Vestfjarða, í fyrstunni að hvalveiðistöðinni að Sólbakka f Önundarfirði. En sú för varð lengri en gert hafði verið ráð fyr- ir í upphafi, því að sfðan hefur Guðmundur verið búseftur vestra. Hann kvæntist árið 1899 Gúð- rúnu Magnúsdóttur, Eggertssonar bónda á Tungufelli í Borgarfirði, og ári síðar hófu þau búskap í Hjarðardal í Dýrafirði. Eftir 3 ár fluttu þau að Litla-Garði í sömu sveit og bjuggu þar f 6 ár, en 1909 settust þau að á Brekku á Ingjaldssandi í önundarfirði, þar sem þau bjuggu síðan óslitið, þar til þau brugðu búi fyrir elli sakir. Guðmundur er nú hjá Kristjáni syni sínum, sem tók við bú- skapnum á Brekku, þar og hvergi annars staðar vill gamli maður- inn eyða síðustu ævidögunum, og svo getur hann skroppið þar á næstu bæi í dalnum, þegar heilsan leyfir, en þar eru einnig búsettar húsfreyjur þrjár af dætr- um hans og ein dótturdóttir. Guðrún kona hans, sem varð 86 ára 2. júlí sl„ hefur verið mjög lasburða síðustu árin og mest dvalið hjá Guðrfði dóttur sinni á Flateyri. Guðmundur á Brekku og Guð- rún eignuðust 17 böm og eru 12 þeirra á lífi. Þau eiga nú langan og strang- an vinnudag að baki. Eftir þau liggur stórt og mikið dagsverk, sem þurft hefur óvenjulegan dug og dáð til að Ieysa svo vel af hendi. Ég bið Guðmundi Einarssyni, f^æn^a mínum, „ og . jtonu ha^. allrar blessunar á þessurn tfma- mótum. Hitaveitukvik- myndin frumsýnd S.l. laugardag var Hitaveitu- voru. Höfundur og leikstjóri mynd- kvikmyndin frumsýnd í Gamlabíó, og Moskvu. Viðstaddur var meðal gesta borgarstjóri, og flutti hann formálsorð með myndinni. Hann kvað myndina sérstæða að því leyti að hún innihéldi sérstakt efni, sem viðkæmi borgarmálunum. Hitaveit- an væri ekki aðeins sérstæð hér- lendis, heldur um heim allan, og væri ástæða til þess að kynna hana yngstu borgurunum. Hann þakkaði aðalleikurunum, Ragnheiði Gestsdóttur, og Guðjóni Inga Gestssyni, fyrir þeirra þátt í myndinni og færði þeim að gjöf fána Reykjavíkur. Gestur Þor- grímsson þakkaði borgarstjóra, hitaveitustjóra, Pálj Líndal, og öðr- um þeim er aðstoðað hefðu á ein- hvern hátt við töku myndarinnar. Sýningartími myndarinnar er alls 26 mínútur, og eru á þeim tíma sýnd 1000 fet, af 11000 sem tekin Megi síðustu ævidagar þeirra verða þeim jafn bjartir og hlýir og fegurstu stundirnar á heið- björtum vornóttum, sem „útilegu- maðurinn“ á Brekku hefur á lið- inni ævi notið í friðsælum faðmi vestfirzkra fjalla og dala. Afrek þessa aldna manns, ævistörfin sýna: anda, sjón og hendi hans, hæf ileikar. krýna, Lárus Salómonsson. arinnar var Þorgeir Þorgeirsson, en framkvæmdastjóri Gestur Þor- grimsson. Tónlistina samdi Jón G. Ásgeirsson. Kvikmyndatökumaður var Englendingur, Christopher Nenges, og honum til aðstoðar Donald Ingólfsson. Það er Kvik- myndafélagið Geysir sem sýnir myndina. (/VWWWVWWWWVWV ..................................... . ...............:.......... ..................... ...... ■ ■■ ....... ,■'■ .'■■■.■■■.■ Ný sundlaug í Mosfellssveit Um þessar mundir standa yfir miklar framkvæmdir í Mos- fellssveit. Meðal helztu mann- virkja, sem langt eru komin í byggingu, er ný sundlaug sem staðsett er á íþrótta- og skóla- svæði hreppsins, fyrir neðan Hlégarð. Nýja sundlaugin er 25X8 metrar, en rúmmál bún- ingsklefa er 1230 rúmmetrar. Vinna hófst við sundlaugina ár- ið 1961 en árið eftir var samið við verktaka um að steypa laugina og sundlaugarbygging- inguna sjálfa. Byrjað var að nota laugina í vor, en þá fór fram í Iienni sundnámskeið fyr- ir skólabörn og sóttu það nám- skeið einnig börn úr næriiggj- andi hreppum. Innréttaðir hafa verið búningsklefar í kjallaran- um, meðan verið er að vinna við að ljúka hæðinni, þar sem búningsklefarnir verða. En þeg- ar að þeir verða teknir í notkun fær Ungmennafélagið Aftureld- ing búningsklefana í kjallaran- um til afnota og bætir það mjög aðstöðu félagsins, því knattspyrnuvöllurinn er stað- settur rétt við laugina. í stuttu viðtali við Vfsi sagðist sveitar- stjórinn Matthías Sveinsson vonast til að hægt yrði að ljúka við að setja hreinsitækin upp fyrir næsta sumar. Sundlaugin er teiknuð hjá Teiknistofu húsameistara ríkis- ins af Guðmundi Guðjónssyni. Byggingarmeistari er Sigurbjöm Ágústsson, en yfirumsjón með verklegum framkvæmdum hef- ur Hreinn Þorvaldsson verk- stjóri hreppsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.