Vísir - 23.07.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 23.07.1963, Blaðsíða 11
VlSIR . Þriðjudagur 23. júlf 1963. Tilkynning Frá mæðrastyrksnefnd. Hvíldar vika Mæðrastyrksnefndar að Hlað gerðarkoti í Mosfellssveit verður að þessu sinni 1. vikuna í septem ber, Umsóknir sendist nefndinni fyrir 12. ágúst. Allar nánari uppl. í síma 14349 kl. 2—4 daglega. Minningar sp j öld Minningarspjöld Blindrafélags- ins fást að Hamrahlíð 17, sími 38180 og öllum lyfjabúðum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnar- firði. Norræna sundkeppnin stendur yfir. Við hrannadunur og strauma nið hafa íslendingar búið og munu búa. Enginn veit, hvenær hann þarf að grípa til sundsins. Lærið sund, iðkið sund, syndið 200 metrana. Framkvæmdanefnd. STJÖRNUSPA Kappamir eru fremur léttklæddir, enda engin íslandsveðrátta þarna, og hitinn 35 stig. Myndin var tekin í ferð Víkings til Tékkóslóvakíu 20. júní til 12. júií. Víkingar unnu fjóra Ieiki, gerðu eitt jafntefli og töpuðu sex. Á myndinni hér að ofan sést hluti flokksins við styttu af skósmið, tákni verkalýðsins. (Ljósm. Bergsteinn Páisson). Söfnin Ásgrfmssafn, Bergstaðastræti 74 er opið alla daga í júlí og ágúst nema laugardaga frá kl. 1,30 til 4. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega frá kl. 1,30 til kl. 3,30. Tæknibókasafn IMSÍ er opið alla virka daga nema laugardaga kl. 13—19. Þjóðskjalasafnið er opið alla virka daga kl. 10-12 og 14-19. Minjasafn Reykjavíkur Skúlatúni 2 er opið alla daga nema mánu- daga kl. 14—16. lán alla virka daga kl. 13—15.. Árbæjarsafnið er opið á hverjum degi frá kl. 2—6 nema á mánu- dögum. Á sunnudögum > er “^opið frá kl. 2—7. Veitingár fh'Dilfons- húsi á sama tíma. Þjóðminjasafnið og Listasafn ríkisins er opið daglega frá kl. 1,30 til 16. Ymislegt Lasamio. Lestrarsalur virka daga kl. 10—12, ; 20—22 nema laugar- 10—12 og 13—19. Út- Hinn 20. júlí 1963 skipaði for- seti Islands að tillögu menntamála ráðherra dr. Bjarna Guðnason prófessor í bókmenntum f heim- spekideild Háskóla íslands frá 1. ágúst 1963 að telja. Menntamálaráðuneytið, 20. júlí 1963. I-Irúturlnn, 21. marz til 20. apríl: Hafðu nánar gætur á framvindu mála hjá ástvinum þínum svo og efnahaginum. Ef veðurlagið hefur leiðinleg áhrif á þig, þá ættirðu að hvílast vel í kvöld. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þú ættir að rétta hinum þurf- andi hjálparhönd í stað þess að ávíta þá fyrir getuleysi, sérstak- lega ef fjölskyldumeðlimir þínir eiga í hlut. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júSí: Það er hætt við að þér skjátlist hrapallega, þegar þú leggur dóm á málefni, sem þú hefur raunverulega sára litla þekkingu á. Krabbinn, 22. júní til 23. júlf: Þ^ð er ekki ráðlegt að tefla j á ’ iiéííiar'■'týfsýnur eins og nú sfánda sakir, hvorki á sviði ástamálanna né efnahagslega, sakir þess að dómgreindin nær ekki að sjá allar hiiðar málsins. Ljónið, 24. júlf til 23. ágúst: Ef þú hefur hagað aðgerðum þínum meir af kappi heldur en forsjá, þá er hætt við að út- koman verði þér alls ekki til þeirrar ánægju sem ætiast var til. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Horfur eru áað dómgreind þín sé í lakara lagi, sakir óhag- stæðra plánetuáhrifa. Þér væri ráðlegast að leita til þeirra, sem hafa gott vit á málunum. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Sé eitthvað athugavert við með- ferð þína á fjármununum, þá ættirðu að grípa tækifærið og kippa þessu í lag. Styrktu vilja- orkuna. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þær upplýsingar, sem þér kunna að berast í dag gætu vel verið á röngum forsendum byggðar, og þar af leiðandi æskilegt að grennslast nánar fyrir um þær. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Ef fyrir þér skyldu liggja einhverjar mikiívægar ákvarð- anir, þá ættirðu að láta þær dragast, þangað til málin skýr- ast betur og þú öðlast meira sjálfstraust. Steingeitinj 22. des. til 20. jan.: Það gæti verið hyggilegast fyrir þig að halda þig utan við vandræði annarra, nema þú sért reiðubúinn að taka á þig þær af- leiðingar, sem slíkt getur haft í för með sér. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Það bezta sem þú getur gert til að vernda eigur þínar og innstæður er að tefla þeim ekki út í neinar tvísýnur. Full- vissaður þig um að ráðgjafar þínir séu áreiðanlegir. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Þér kann að finnast margt á huldu um það, hvað framtiðin ber í skauti sér. Vertu ekki kvíðafullur út af atriðum, sem þú hefur fullkomið vald á. R S P K I R B Jæja við skulum byrja að vinna. segir Rip. Eru með einhverja sér- staklega stóra sendingu sem þú ANP WHO 15 THIS } FAN, HERE, NEW GOURIER? / WILL PO NICELY... vilt fá í gegn? Já, en hvað með þessa óheiðarlegu þorpara sem eru að reena okkur? Ef þeir sýna sig há skal ég sjá fyrir þeim, segi: Xirby. Ef þeir ekki sýna sig, þa kemst nýi sendiboðinn ó- hultur í gegn. Og hver er þessi nýi sendiboði spyr Ming. Fan til dæmis væri ágæt, segir Rip. FR/EfiT FÓLK Ferðamaður noklcur kom inn á snotra krá í Texas og fékk sér sjúss á barnum. Um leið og barþjónninn rétti honum glasið spurði gesturinn for- vitinn: Heyrðu, af hverju haftb þið allt þetta sag á gólfinu? O, sagði þjónninn, þetta er eig- inlega ekki sag. Það voru smá- vægileg slagsmál hér f gær- kvöldi, og þetta er afgangur- inn af húsgögnunum. Nú er aumingja Mickey Rooney kominn á hausinn. Hann gaf yfirlýsingu þess efn- is ekki alls fyrir löngu, að fjár- munir hans væru á þrotum. Rooney hefur frá 10 ára aldri í Mickey Rooney. þénað um 700 000 000 íslenzk- ar krónur. En hjónaskilnaðir hans hafa kostað hann svo mikið fé og skattarnir hafa líka pfnt hann, að nú situr hann eftir blásnauður. Hann mun bó eiga sér elnhverrar við reisnar von, þvf að í HoIIy- wood ríkir lögmálið „easy come, easy go“ um peninga. Blair Gibbons, dómarinn, sem vakti hvað mesta athygli á sér, þegar hann dæmdi Pat Lawford, systur Kennedys for- seta til þess að skrifa ritgerð um slösuð börn, eftir að hún hafði valdið umferðarslysi, hef ur nú aftur vakið á sér athygii fyrir dóma sína. Hann ieyfir þeim, sem brjóta umferðarregl urnar að velja á milli þess að fara í fangelsi eða líma á fram- rúðuna á bíl sfnum miða, sem á stendur: Ég er Ökufantur. Þetta, segir dómarinn, er gapa- stokkur í nýrri mynd, sem ég vona að reynist eins vel og sá gamli. Fyrstu 10 mennimir, sem fengu að velja, kusu að fá miðann fremur en fara f fangelsi. Hann hafði fengið sér ein- um of mikið neðan i þvf, og þegar hann opnaði augun næst lá hann á sjúkrahúsi vandlega reifaður og með mikla verki í höfðinu. Við rúmstokklnn hjá honum sat vinur hans, er hafði verið með honum kvöldið áð- ur, dálítið fölur, en að öðm ieyti í góðu ásigkomulagi. — Hvað kom fyrir? spurði sjúkl- ingurinn. Tja, sagði vinurinn. Það var þama um þrjúleytið, þá opnaðirðu gluggann, og sagðist ætla að fá þér smá flugferð yfir bæinn, svo hopp- aðirðu út. Af hverju f ósköp- unum stoppaðir þú mig ekki, maður, spurði sjúklingurinn gramur. Ja, sagði vinurinn vandræðalega, sérðu til, á því augnabliki var ég jafn sann- færður og þú um að þú gætir það. ■ssw

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.