Vísir - 23.07.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 23.07.1963, Blaðsíða 9
V1 S IR . Þriðjudagur 23. júlf 1963. 9 ☆ í þessu landi tækifæranna er ekki nauðsynlegt að byrj.a með fullar hendur fjár til að skapa stórt og stöðugt fyrirtæki á fá- einum árum. Með þvf að byrja í smáum stíl, vinna vel, færa sér cill tækifæri í nyt, er sýnt hvað hægt er að gera. Þórir Jónsson, framkvæmdastjóri, er einn þeirra sem hafa sýnt okkur þetta. Eftir að hafa Iokið námi bifvélavirkja á fjórum árum, setti hann á stofn Iítið bifreiða- verkstæði, sem annaðist hvers konar viðgerðir. Sama ár tókst honum að afla sér Hfils leyfis fyrir vélakaup- um frá Bandaríkjunum. Með tvö þúsund dollara leyfi í vasanum hélt Þórir til Amerlku, keypti allar þær vélar sem hann gat fengið fyrir peningana, flutti þær heim og stækkaði verkstæð ið. Tveimur árum siðar varð nauðsynlegt að stækka verk- stæðið aftur, en um leið varð tímabært að fá fleiri aðila inn í fyrirtækið. Það tókst auðveld- lega, þar sem augljóst var að verkstæðið hafði unnið sér álit og var í hröðum vexti. Aðeins fjármuni vantaði til að skapa fullkomnari aðstöðu til að taka á móti hinum auknu verkefnum. T stað þess að annast almennar bifreiðaviðgerðir, tekur Þ. Jónsson og Co. nú eingöngu að sér vélaviðgerðir. Fyrsta árið endurbyggði fyrirtækið um 60 vélar, en á s. 1. ári var talan komin upp í 600 vélar. Á þessu tímabili starfaði fyrirtækið fyrst í bragga, slðan í eigin húsnæði við Borgartún, en flutti fyrir 7 árum f stórhýsi við Brautarholt. Frekari stækkanir standa fyrir dyrum. ★ rjriffjöðurin f starfseminni er eins og minnzt hefur ver- ið á, Þórir Jónsson, bifvélavirki og landskunnur skíðamaður á sinni tíð. Þórir er Reykvíking- ur, Vesturbæingur og KR-ingur. „Ég ólst upp í Vesturbænum og varð KR-ingur þar með“, seg ir Þórir. Þórir lauk fullnaðar- prófi f barnaskóla, einu ári fyrr en þá var venja og settist ásamt fjórum bekkjarsystkinum slnum í undirbúningsdeild Menntaskól- ans í Reykjavík. „En mér þótti allt ganga seint fyrir sig, svo ég hætti námi“. í stað þess starfaði hann sem sendisveinn, fór svo í Bretavinn- una um leið og hún hófst. Þar hafði hann um tíma því merki- lega hlutverki að gegna að standa allan liðlangan daginn við eina dælu, sem dældi sjó úr Skerjafirðinum upp á Reykjavík urflugvöll, sem þá var í bygg- ingu. Bretarnir notuðu nefnilega saltvatnið I steypuna. „Þeir drep ast ekki ráðalausir Bretarnir". Raunverulega var hlutverk Þóris ekki annað en að ýta á hnapp á morgnana til að setja dæluna I gang og endurtaka hreyfing- una að kvöldi til að stöðva tækið. En árið 1942 ákvað hann að læra eitthvað og valdi bið- vélavirkjun. Hann þekkti Sigur- jón heitinn Pétursson, sem þá var að undirbúa stofnun Ræsis — auðvitað kynntust þeir I KR — og Sigurjón hvatti Þóri til að læra hjá fyrirtækinu. Þórir starfaði síðan hjá Sigurjóni I fjögur ár, meðan hann var að ljúka náminu, en hélt síðan til Svíþjóðar og dvaldist þar stutt- an tíma til að kynna sér mótor- viðgerðir og skipulag á verk- stæðum. Þórir var staðráðinn I því að verða sinn eigin herra og koma á fót atvinnurekstri, sem hann gæti haft framfæri sitt af, í stað þess að vera öðrum háð- ur. Þegar eftir heimkomuna frá Svíþjóð byrjaði Þórir með Þ. Jónsson og Co. Fyrst um sinn / varð Þórir að annast hvers kon- ar bifreiðaviðgerðir, en síðar sér i hæfði hann fyrirtækið smátt og smátt, þannig að nú starfar það eingöngu að vélaviðgerðum. illllPiS Þórir Jónsson, framkvæmdastjóri hjá minjum um keppnisferðir til útlanda. Skjalið er til staðfest- ingar á þátttöku Þóris í Vetrarolympíuleikunum árið 1948, en hann var fyrstur íslendinga til að En þess er ógetið þegar Þ. Jóns- taka þátt í þeim. (Ljósm. Vísis, B. G.). jgfling fyrirtækisins hefur ver- ið rakin í stórum dráttum. ÞORIR JONSSON son og Co. færði út kvíarnar og keypti Svein Egilsson h.f. fyrir tveimur árum. Tók Þórir Jóns- son þar við framkvæmdastjórn s. 1. febrúar. Sveinn Egilsson h.f. hefur sem kunnugt er á hendi umboð fyrir Ford-bifreiðaverksmiðjurnar á- samt Kr. Kristjánssyni h.f. Sveinn Egilsson h.f. var í tals- vert slæmri samkeppnisaðstöðu um þær mundir sem eigenda- skipti fóru fram og gekk mjög erfiðlega að bæta úr því. Hins vegar hefur hagur fyrirtækisins farið vænkandi á síðustu mán- uðum og hefur aldrei flutt inn fleiri bifreiðir á einu ári en fyrri helming þessa árs, eða um 200 bifreiðir alls. Þessi árangur náð- ist aðeins eftir endurskipulagn- ingu á rekstri fyrirtækisins og fór hún fram undir stjórn Þóris. Hann bendir hins vegar á að fyrirtækið sé í of litlu húsnæði og litlir möguleikar til að auka þar þjónustu bifreiðaumboðsins við viðskiptavini sína. Tjess vegna hefur nú verið á- kveðið að sameina I náinni framtlð Þ. Jónsson og Co„ sem er sameignarfélag, og hlutafé- lagið Svein Egilsson. Ætlunin er að fyrirtækin hefji sameiginleg- ar byggingarframkvæmdir I Iðn görðum á þessu sumri, ef þess er nokkur kostur. Eftir að það hús er risið, verður undir einu þaki bifreiðasala og hvers konar þjónusta I sambandi við hana. Með þessu verða stækkunar- möguleikar beggja fyrirtækj- anna auknir verulega, enda er sameiningin gerð með það í huga, að efla þau sameiginlega. jpn Þórir hefur ekki aðeins lát- ið sér nægja að fást við fyrrgreind tvö stórfyrirtæki. Hann keypti á s. 1. ári Gísla Jónsson og Co. h.f. ásamt Gunn- ari Helgasyni lögfræðingi, og er þar í félagsstjórn. Þetta fyrir- tæki hefur m. a. flutt inn loft- tæmdar plastumbúðir, sem Þórir telur stöðugt vaxandi þörf fyrir, t. d. í kjörbúðum. Eru þær þeg- ar mikið notaðar hér ekki sízt til umbúða á matvörum, sem flytjast út um land, þar sem geymsluþol vörunnar verður meira í þessum umbúðum en öðrum. Það vill svo vel til, að framleiðandi þessarra umbúða er sá eini í heiminum, svo að Gísli Jónsson og Co. h.f. sitja einir að vörunni. Af þessu má sjá, að dugnaður og hagsýni hafa orðið að gulli í höndum Þóris, frá því að hann var að baksast í verkstæðis- bragganum, sællar minningar. Er ekki séð fyrir endann á þeirri gullmölun. jy/Jaður, sem hefur jafnmörg járn 1 eldinum, á ekki marg ar frístundir, ekki sízt meðan fyrirtækin, sem hann starfar við eru nánast í uppbyggingu eða verið að endurskipuleggja þau. „Maður hefur varla tíma til að lesa blöðin. En I þeim fáu tóm- stundum, sem til verða, er mað- ur aðeins KR-ingur,“ segir Þór- ir. Frá þvi hann var 12 ára gam- all hefur Þórir verið mikill á- hugamaður um skíðaíþróttina. Hann var um tlma meðal fremstu skíðamanna landsins, ís landsmeistari í svigi, og var I hópi fyrstu íslendinga tii að eftir Ásmund Einarsson taka þátt í Vetrarólympíuleikun- um, það var árið 1948. Eftir að Þórir hætti keppni, hefur hann starfað ötullega í stjórn skíða- deildar KR, og er formaður henn ar. En þar með er Þórir ekki hættur keppni, heldur tók hann hana upp á öðrum vettvangi, í badminton. Þar tókst honum að verða íslandsmeistari bæði í tvenndarkeppni og tviliðaleik karla. Líf Þóris hefur því verið stöðug keppni, á sviði Iþrótta og kaupsýslu. Nú stundar Þórir badminton reglulega á vetrum, tvisvar f viku, en iðkar sklða- íþróttina á sumrin. Þegar tæki- færi gefst, tengir hann hraðbát- inn sinn, sem stendur á vagni, aftan I bifreið og ekur þangað sem rýmið er nóg, út í Skerja- fjörð eða austur að Þingvalla- vatni og hvílir sig á sjóskíðun- um. Hann hefur fengið talsverða æfingu á sjóskíðum, eins og sjá má af því að hann fer aldrei á tveimur skíðum og lætur sér nægja að renna aðeins á einu skíði. „Það er ekkert spennandi að renna á tveimur sklðum, eftir að maður hefur komizt upp á lagið með eitt skíði“. Tjegar talað er við Þóri, má ” strax greina að hann telur sig hafa reynt meira og lært meira á skíðum en I viðskipta- lífinu, reyndar talað I vissum skilningi, sem skýrist með þess- um orðum hans: „Mér finnst stundum eins og ég hafi lifað ævintýralegra lífi á sklðum en sem kaupsýslumaður. Eftir að hafa verið sendur til keppni I Ölpunum og orðið að renna á skíðum úr þrjú þúsund metra hæð í erfiðu landslagi, án þess að hafa nægilega æfingu, kunn- áttu og reynslu, finnst mér eins og ekkert vandamál eða aðsteðj- an hætta jafnist á við það. Brautirnar voru ekkert vanda- mál fyrir Mið-Evrópumennina, sem eru aldir upp í þeim. En þegar við keppum í brautum sem þessum, er á takmörkun- um að við þolum þær. Þess vegna verðum við að taka á öllu því, sem við eigum. Það þýðir ekki að kalla á mömrnu", bætir Þórir við. Tfiginkona Þóris er Hanna Felixdóttir, Reykvlkingur. Þau búa undir þaki á þriðju hæð í snoturri og rúmgóðri ibúð, en þaðan sést vitt yfir borgina og út á flóann. Þórir er land- fræðilega séð ekki Iengur Vest- urbæingur, þar sem íbúðin stend ur I Austurbænum. En rætur hans liggja hins vegar þangað og þær verða ekki rifnar upp, eins og sjá má á starfi hans fyrir KR og heyra má á því, hvernig hann talar um gamla góða Vesturbæinga. Hann unir sér samt vel í Austurbænum, eyðir hinum fáu frítlmum sínum heima við lestur góðra bóka og hefur einkum dálæti á ljóðum. Skáldið frá Fagraskógi og Steinn Steinarr eru hans eftir- lætisskáld. „Mig hryllir við þeirri tilhugs- 1 A un að sjónvarpið verði landlægt", segir Þórir. „Þá er hætt við því að maður verði háður því eins og aðrir. Þær fáu frístundir sem maður hefur verð ur þá eytt fyrir framan sjón- varpið 1 þeirri mynd sem það er nú, f stað bókalesturs. Þvl hlýtur að fylgja andlegur doði. Þá verðum við allir nashyming- _ _«í ar .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.