Vísir


Vísir - 26.07.1963, Qupperneq 5

Vísir - 26.07.1963, Qupperneq 5
VÍSIR . Föstudagur 26. júlí 1963. 5 Kennedy. Cóðar fíorfur Framhald at bls 6. Annað mikilvægt atriði á dag skrá Efnáhags og félagsmála- ráðsins er fjárhagsstuðningur við efnahagsþróunina. I skýrs’u Sameinuðu þjóðanna um efnið segir, að straumurinn af fjár- magni, sem lánað er til langs tíma, og opinberum fégjöfum frá háþróuðum iöndum með einkarekstur, hafi vaxið úr 5 2 milljörðum dollara árið 1959, í 6 milljarða 1960, og 7.2 milljarða 1961. Lönd þau, sem reka áæil- unarbúskap, veittu á þessu skeiði aðstoð, sem árlega nam einum milljarði dollara, og er það talsvert meira en áður var. 1 sambandi við þetta atriði skýr ir framkvæmdastjórinn frá samn ingsviðræðum sem hann hefar átt við ríkisstjórnir í háþróuð- um löndum varðandi tiliöguna um að koma upp stofnlánasjóði hjá Sameinuðu þjóðunum. Áætlanirnar um „þróunarára- tuginn“ hafa m. a. að geyma tillögu um að koma á fót árið 1964 stofnun Sameinuðu þjóð- anna til menntunar og rann- sókna, og tiilögu um samræm- ingu allra aðgerða með tilliti til vatnsforða heimsins. NÝR FORSTJÓRI G JALDEYRISS JÓDSINS. Frakkinn Pierre-Paul Schweit zer var skipaður forstjóri AI- þjóðagialdeyrissjóðsins 22. júní. að Per Jacobsson látnum. Schweitzer hefur síðan 1960 verið aðstoðarbankastjóri franska þjóðbankans. Hann er 51 árs gamall. Nýr andikominn tii sögunn- ar með Moskvusamningnum Nýr andi samkomulags og friðar er af mörgum tal- inn kominn til sögunnar með samningunum í Moskvu. Samnincarnir eru árangur af starfi briggja Ieiðtoga, bótt aðrir sætu við samningaborðið. Þess- ir brír menn eru Kennedy forseti, Macmillan og Krúsév. Kennedv Bandaríkjaforseti á- varpar þjóð sína í kvöld í útvarpi og sjónvarpi og gerir henni grein fyrir samkomulaginu um bann við tilraunum með kjamorkuvopn, í andrúmsloftinu, sjó, og úti í geimn- um, en það var frum-undirritað í gær í Moskvu, og verður það form- lega undirritað þar eftir nokkrar vikur, og var tilkynnt í London í gær og Washington, að utanríkis- ráðherrar Bretlands og Bandaríkj- anna. Home lávarður og Dean Rusk færu þangað til að skrifa undir. Macmillan flutti rs’ðu í neðri málstofunni í gærkvöldi og var hvert sæti skipað að kalla og var honum ágætlega tekið. Ræddi hann hversu sér væri innanbrjósts, er þessum árangri hefði verið náð, eftir að hann hefðj unnið að þvj og vonað, að samkomulag þjóða milli og friðarhorfur gætu batnað. Hann kvaðst líta á þetta sem mik- ilvægt skref og upphaf, von- andi, að lausn fleiri vandamála, og þetta er sá andi, sem einnig er ríkjandi í flestum höfuðborgum, Washington, Moskvu og jafnvel í París er samkomulaginu vel tekið, þótt bar sé rætt af varkámi vegna sérstöðu Frakka. en það var vegna hennar sem beir Kennedv forseti og Macmillan skrifuðu De Gaulle og sögðu honum frá samkomulagsum- leitunum og árangri, en einnig tók Macmillah fram í gær, að banda- lagsþjóðir Breta og Bandaríkja- manna hefðu fengið vitneskju um samkomulagsumleitanirnar jafn- harðan. í Japan ,sem hefur eitt landa orðið fyrir kjarnorkuárás, er sam- komulaginu fagnað, þótt það sé tal- ið ófullnægjandi. Þótt almennt sé talið, að nýr andi samkomulags og friðar sé kominn til sögunnar, heyrast þó raddir afturhaldssamra sem reyna að draga úr gildi samkomulagsins. í Bandaríkjunum má búast við að afturhaldsöfl republikana slái á þá strengi, að kommúnistum sé mest- ur hagur að þessu samkomulagi og reyni að nota sér það í næstu kosn- ingum, en almennt er búizt við að öldungadeild þjóðþings Bandaríkj- Krúsév. anna staðfesti hann (ratifiseri) og önnur þjóðþing. Öll lönd geta gerzt aðilar að samkomulaginu og hvert um sig getur sagt sig frá aðild með þriggja daga fyrirvara. HÖFUÐMARK. í inngangi að sáttmálanum seg- ir að ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Hins sameinaða konungsríkis Stóra Bretlands og Norður-lrlands og Sövétríkjanna, í samningunum kallaðir frumaðilar að samningun- um, Iýsi það sitt höfuðniark, að ná eins hratt og auðið verði samkomulagi um almenna og algera afvopnun, í samræmi við þann tilgang Sam- einuðu þjóðanna, að binda enda á vígbúnaðarkapphlaupið og uppræta allt sem hvatning er í til framleiðslu og tilrauna með hvers konar vopn, þar með tal- in kjarnorkuvopn. Fyrsta grein samninganna fjallar svo um skuldbindingar aðila til þess að g^ra engar tilraunir með kjarnorkuvopn f andrúmsloftinu, í sjó eða úti í geimnum. Þessar skuldbindingar ná til landhelgi að- ila og úthafa. Enn fremur að aðilar skuldbindi sig til að hvetja ekki til og stuðla ekki að slíkum tilraun um neins staðar. í annarri grein segir, að hverj- um sem er sé heimilt að bera fram tiliögur um breytingar á samningunum, og nánara sagt hversu með skuli fara. Hvers kon- ar viðbót verður að samþykkjast af meiri hluta allra aðila að þeim, að meðtöldum frum-aðilum. Þá segir þar, að gildistaka sé bundin við staðfestingu (ratification) þjóðþings hverrar þjóðar um sig, er gerist aðili. SíBdin — Framhald •.-) bls 1. Erlingur III. 700, Gísli Lóðs 150, Heimir 150, Stapafell 150, Hring ur 500, Oddgeir 1200 Guðbjörg ÓF 250, Faxaborg 700, Kópur 200, Bjarni 200, Grótta 1300, Baldur 400, Sæfari 850, Rán IS 300, Ólafur Magnússon 700, Sig- i urpáll 300, Engey 150, Snæfell 200, Steinunn gamla 150, Hólma- nes 350, Skarðsvík 300, Fram 250, Helga 100, Ólafur Baldur 350 og Hamravík 700. Einnig vissi síldarleitin af þó nokkrum skipum, sem höfðu fengið veiði í morgun, en skipin höfðu ekki tilkynnt um aflamagn. Um 60 mílur norður af Hraun- hafnartanga fréttist af nokkrum góðum torfum, sem voru ofar- lega. Fóru nokkuð mörg skip þangað, en aðeins var vitað um tvö skip ,sem fengið höfðu þar afla, Harald frá Akranesi og Run Samningarnir eru til ótiltekins tíma og uppsögn bundin við þrjá mánuði. ólf. Var síldin mjög stygg og einnig voru miklir straumar. Mest fer síldin til Vopnafjarð- ar, en búizt er við að saltað verði á öllum stöðum fyrir aust an og á öllum stöðvum á Rauf- arhöfn. Vonir manna um batn- andi síldveiði hafa nú glæðzt mjög. Næg síld virðist vera, en allt er undir veðrinu komið. — Veðurspáin í dag er ekki talin hagstæð. Þingdeildir í Washington vilja lækka efnahagsaðstoð við erlendar þjóðir um 277 milljónir dollara og fella hana alveg nið- ur til Japans og velmegandi Vestur-Evrópuþjóða. ^ rierter, sérlegur sendimaður Kennedys Bandaríkjaforseta, — kom til London f vikunni, til viðræðna við brezka ráðherra um viðskiptamál. Þau mál hef- ur Herter rætt að undanförnu í París og öðrum höfuðborgum á meginlandinu. ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN FERÐIZT í VOLKSWAGEN

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.