Vísir - 26.07.1963, Síða 8

Vísir - 26.07.1963, Síða 8
8 V í S I R . fostudagur 26. júlí 1963. C2 VISIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 línur). ^•■pntsrn'ðja ^tfiis. — Edda h.f. Flokkur afturhalds og ranglætis Jafnvægi í byggð Iandsins er í augum Framsóknar það að halla á kaupstaði landsins, og þó sér í lagi höf- uðborgina. Það er í fersku minni, er málgagn flokks- ins barðist sem mest fyrir því fyrir kosningamar 1956 að fjárfestingarhömlunum yrði aflétt í þremur lands- fjórðungum. í þeim fjórða, Suðurlandi, átti að ríghalda hömlunum. Þar bjuggu Reykvíkingar og þeir áttu ekk- ert frelsi að fá. Af sama toga spunnin var umhyggja Framsóknarflokksins fyrir íbúum Faxaflóasvæðisins í vetur, er þeir lögðust harkalega gegn því að lánað væri úr atvinnubótasjóði til útgerðar við Faxaflóann. Því fólki sem þar bjó skyldi engin hjálparhönd rétt. Það er gegn slíku misrétti, sem heilbrigð stjórnmála- stefna hlýtur að berjast. Landsmenn á ekki að flokka eftir gæðum eða því hvar þeir búa á landinu. Það eiga allir að búa við jafnrétti. Það er kjami lýðræðislegra stjórnarhátta. I* * ý„!K.i Það er svo annar kapituli þessa máls, hve bænda- pólitík Framsóknarflokksins hefir leitt til mikilla hags- bóta fyrir bændur. Þeir hafa þótzt vera sjálfkjömir málsvarar þeirra í tvo mannsaldra. Kjör bændastétt- arinnar benda hins vegar ekki til þess að sú barátta Framsóknar hafi verið bændum í hag. Eitt dæmi skal tekið um það. Þegar Framsókn hrökkl aðist frá völdum síðasta sinn, hafði flokkurinn gert sjóði bænda gjaldþrota og skorti 30 millj. krónur upp á að þeir ættu ekki neitt. Það er ekki fyrr en undir forystu Sjálfstæðismanna að þeir hafa verið byggðir upp aftur, enda hafa framkvæmdalán í sveitum aldrei verið meiri en nú. Það er því kominn tími til að bænd- ur sem borgarbúar snúi bakinu við Framsókn. Sá flokkur er flokkur íhalds og þröngsýni. Megi næstu fjögur árin gera þann flokk að smæsta flokki lands- ins. Verðbólguhættan Verðbólguhættan er sú hætta, sem nú steðjar mest að efnahag og afkomu almennings. Gróðrarskilyrði hennar em þessa mánuðina hin ákjósanlegustu. At- vinna er gífurleg, og svo er komið að mörgum starfs- hópum er borgað yfir taxta. Peningar verða því mjög miklir í umferð á næstunni, einkum ef síldarvertíðin bregzt ekki. Ef hér við bætist að kaup verður sprengt upp frá því sem nú er, þarf enginn að efast um það hver af- leiðingin verður. Verðbólgan magnast og gerir þær kjarabætur sem náðst hafa til þessa að engu. Á næstu mánuðum verður séð hvemig til tekst. Ný hætta í S-Vietnam Suður-Vietnam tcCst til hættu svæða heims og horfur þar eru mjög ískyggilegar, þar sem nú er ekki lengur aðeins um utan- aðkomandi hættu að ræða, þ. e. frá kommúnistlskum skænilið- um, sem stjórninni gengur erf- iðlega að halda ( skefjum, þótt hún njóti stuðnings Bandaríkj- anna, er hafi lagt henni tii þyrlur og vopn — og sérþjáíf- aða menn. Þyrlur eru mjög notaðar í sókninni gegn skæruliðurðr Þess var getið nýlega í fréttum, : að Bandaríkjamenn hefðu misst samtals 100 menn I sókninni, frá upphafi hennar, og varð þá einum öldungadeildarþingmanni f Washington að orði, að eitt einasta hermannslíf væri of mikits virði til þess að fórna því í Suður-Vietnam, og bæri að hætta efnahagsstuðningnum við það. En líklega fá þessi orð ekki hljómgrunn þeirra, sem ráða, því að þeir óttast, að Suður- Vietnam yrði þá kommúnistum að bráð, en þeir njóta stuðnings frá Norður-Vietnam og Kína, og nái kommúnistar S.V., fer að verða þröngt fyrir dyrum hjá ríkjunum I Suðaustur-Asíu- bandalaginu (SEATO). En hættan er ekki öll frá kommúnistum komin. Það er komin af stað öflug hreyfing I landinu sjálfu til þess að vinna gegn stjóm Ngo Dinh Diems, sem Bandarlkin raunar eru hvergi nærri ánægðir með. HIN NÝJA HÆTTA. Hún er frá Buddhistum kom- in, en þeir eru fjölmennir I landinu, og krefjast jafnréttis við kristna menn. Þeir beita ekki hemaðarlegum vopnum, en þeirra vopn kunna að reyn- ast enn hættulegri, og and- stæðurnar koma æ skýrara í ljós. Forsætisráðherrann á það nú á hættu, að missa alveg stuðn- ing þeirra, þvl að æ fleiri ger- ast þátttakendur I baráttu þeirra, og þeir eru mjög fjöl- mennir I landinu. Kristnir menn eru aðeins 20% landsmanna — og helmingurinn flóttamenn frá Norður-Vietnam. — Buddhistar eru um 70% landsmanna og það hefir verið komið fram við þá, eins og til þeirra þyrfti ekkert 'tillit að taka. Þeir eru beittir misrétti eins og tíðkast hefir allt frá þeim tíma, er landið var frönsk nýlenda. Gremja Buddhista brauzt út í Suður-Vietnam 8. maí þegar Varpað var plastsprengju að fylkingu buddhista I Hue. Nokkrir biðu bana og enn fleiri særðust og þegar buddhistar söfnuðust saman til þess að fara I kröfugöngur skaut lög- reglan á mannfjöldann og biðu þá margir bana tit- viðbótar og ennmíflðlw .særðust., Stjórnin reyndi að skella allri skuld á kommúnista, en buddhistar neit uðu að taka þá skýringu gilda. ÓLGA. Kom nú til mikillar ólgu I landinu og uppþota. Hinn 15. maí tók Diem forseti á móti 8 trúarleiðtogum buddhista og hét forsetinn þeim, að buddhistar mættu fram- vegis draga trúarfána að hún á lóðum mustera, að ættingjum þeirra, sem féllu eða særðust í Hue, yrðu greiddar bætur, og — að buddhistar skyldu nú njóta þess trúfrelsis, sem gert er ráð fyrir I stjórnarskránni að allir njóti. ÓÁNÆGJA. En daginn eftir tilkynnti varaformaður buddhista-munk- anna 1 S.-V., að sendinefndin væri óánægð með svar forsetans við mótmælum þeirra gegn trú- arlegu misrétti., HUNGURVERKFALL. Og þ. 28. maí birti formaður Landssambands buddhista yfir- lýsingu þess efnis, að allir munkar og nunnur I buddhista- musterum landsins skyldu hefja hungurverkfall til stuðn- ings kröfum buddhista, sem eru: 1. Afnám bannsins á trúar- fánum, 2. Jafnrétti við kristna menn. 3. Að hætt verði ofsókn- um og brottrekstri buddhista. 4. Að buddhistar skuli hafa fullt frelsi til þess að útbreiða trú sína, 5. Að þeir, sem eiga um sárt að binda í Hue fengju bætur. Þessar kröfur leiða nokkurn veginn skýrt I ljós hvað liggur til grundvallar hinum trúarlegu og stjómmálalegu deilum í landinu. En til viðbótar yfirlýs-' ingunni var sagt, að budðhistar væra ekki andstæðingar stjórn- arinnar, en óskuðu þess aðeins að hún breytti neikvæðri af- stöðu sinni gagnvart buddhism- anum. FRÁVIKNINGAR. Kom nú til hungurverkfalls um land allt og ríkisstjórnin neyddist til að víkja frá tveimur hátt settum lögreglumönnum í Hue, en hinn 5. júní stofnuðu 14 öflugustu buddhistafélög. landsins nefnd til þess að hafa forustu til verndar buddhisman- um. Formaður hennar sendi samdægurs beiðni símleiðis um stuðning bæði til Kennedys Bandaríkjaforseta og U Thant framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna — en stjórnarvöldin stöðvuðu símskeytin. Þá gerist það að munkurinn Thich Quang Duc fórnar lífi sínu á torgi í Saigon með því að kveikja í sjálfum sér og þegar logarnir léku um hann sat hann f bæn- arstöðu tii þess að draga athygli heimsins að málstað buddhist- anna. OTVARPSRÆÐA. Nú var aðstaðan orðin erfið fyrir Diem, sem ávarpaði þjóð- ina í útvarpi og harmaði hið „ónauðsynlega sjálfsmorð hins æruverðuga munks“. Hinn 14. júní tók stjórnin aftur upp sam- komulagsumleitanir við buddh- ista og féllst í grundvallarat- riðum á kröfur þeirra um jafn- rétti, að því er varðaði notkun trúarfána og trúboðsréttindi. En nú létu buddhistar þetta sér ekki nægja. Hvaðanæva úr land- inu bárust kröfur um, að buddhistamunkar skyldu undan- þegnir herskyJdu og að þeir skyldu fá Ieyfi til þess að gegna prestsstörfum I hernum eins og kaþólskir stéttarbræður þeirra. TRU, HEIMSPEKI. Sagt er, að stjórnin veigri sér við að fallast á þetta, þar sem buddhisminn sé ekki trú, held- ur heimspeki. Og um miðbik júll ,kom tilp nýrra uppþota í Saigon og blóðugra átaka. Tala handtekinna var yfirlOO, flestir hinna handteknu voru munkar og nunnur. SAMÚÐ. Samúð var nú farið að láta í ljós í löndum buddhista. Sihan- uk prins I Kambódíu sendi skeyti til Kennedys forseta, U Thants og Macmillans og bað um stuðning i baráttu buddhista fyrir jafnrétti og buddhistar á Ceylon krefjast þess, að málið verði tekið fyrir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. ÁHYGGJUR. Þróun hefir orðið sérlega erf- Framh. á bls. 13

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.