Vísir - 17.08.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 17.08.1963, Blaðsíða 8
o V í S IR . Laugardagur 17. ágúst 1963. Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. ___________ Tekjustofnar sveitarfélaga Flestum, sem hafa fengizt við sveitarstjórnarmál, hefur lengi verið Ijóst að löggjöfin um tekjustofna sveitarfélaga þyrfti endurskoðunar og endurbóta við. Á stofnþingi íslenzkra sveitarfélaga 1945 var skorað á þáverandi ríkisstjórn að Iáta sem fyrst fara fram gagngerða endurskoðun á löggjöfinni, og sú krafa var endurnýjuð á öllum þingum og fundum samtakanna, en bar ekki árangur fyrr en núverandi ríkisstjóm tók málið upp. Jafnhliða þeirri endurskoðun, sem fór fram á fjármálum ríkisins, voru fjárhagsmál sveitarfélaganna tekin til gagngerðrar endurskoðunar og fyrstu heild- arlög sett um tekjustofna þeirra. Útsvarsstigar voru samræmdir, einn ákveðinn útsvarsstigi lögfestur fyrir allt landið og gamla reglan um niðurjöfnun eftir efn- um og ástæðum afnumin. Sveitarfélögin fengu nýja tekjustofna, landsútsvör og hluta af söluskatti. Fram að þeim tíma höfðu útsvörin numið yfir 90% af öllum tekjum sveitarfélaganna og þurftu því óhjákvæmilega oft að vera hærri en sveitarstjómim- ar hefðu viljað og æskilegt var. Þá var það líka í meira &agi vafasamt, að verða að treysta á þennan tekju- stofn einan, hvemig sem áraði og atvinnu manna var háttað, enda varð reyndin oft sú, að fyrir þrengdist um álagningu og innheimtan gekk misjafnlega. Breyt- ingin var því mikið nauðsynjaverk, enda viðurkennt af öllum, sem gerst þekkja. Sum nýmælin um tekjustofna sveitarfélaga voru lögfest 1960, en þau lög voru svo felld inn í heildar- löggjöfina 1962. Árið 1960 sagði formaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga, Jónas Guðmundsson, um málið: „Sambandið hefur sérstaka ástæðu til að þakka núverandi ríkisstjórn, og þó sérstaklega Gunnari Thor- oddsen fjármálaráðherra, fyrir að hafa beitt sér fyrir lausn þessara mála, sem svo miklu skipta sveitarfé- lögin, en alla fyrirrennara hans hefur annaðhvort brostið skilning á eða kjark til að taka upp til far- sællar og réttlátrar úrlausnar“. Samkvæmt löggjöfinni eins og hún er nú fá sveit- arfélögin nýja tekjustofna sem hér segir: Fasteignaskattur er nú lögákveðinn, en áður höfðu sveitarstjórnimar aðeins haft heimild til að leggja hann á. Þá er heimilað að innheimta í sveitarsjóð hið svonefnda aðstöðugjald, sem er mikil framför frá veltuútsvarinu, sem jafnframt var afnumið. Af söluskattinum greiðir ríkissjóður 1/5 hluta til jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna og aldrei lægri upp- hæð en 56 millj. kr. á ári. Er þeirri fjárhæð síðan skipt milli sveitarfélaganna í hlutfalli við ibúatölu. Loks em landsútsvörin, en fjórðungur þeirra gengur til sveitarfélagsins þar sem hið gjaldskylda fyrirtæki starfar, en afgangurinn til jöfnunarsjóðsins. Það mun ekki ofmælt, að fjárhagsgrundvöllur og sjálfsforræði sveitarfélaganna hafi verið treyst mjög mikið með þessum lögum. Helander og fjölskylda hasrs. HELANDER Á NÝ FYRIR RÉTTI 'p'g er saklaus. Þessi orð verða sennilega hin fyrstu, sem koma yfir varir Helanders biskups, er mál hans kemur fyrir Hæstarétt Svíþjóð- ar þriðjudaginn 20. þ. m. á nýj- am Ieik, en rétturinn fellir þá m. a. úrskurð um níðbréfin, sem dreift var með leynd í Strang nás-biskupsstifti, er biskups- kjör átti þar fram að fara haust ið 1952. Einn umsækjenda var Dick Helander og það var hann sem var kjörinn biskup. En hann var ekki fyrr flutt- ur inn 1 biskupsgarð en orð- rómur komst á kreik varðandi hin nafnlausu dreifibréf, sem í umferð voru. I bréfunum voru keppinautar Helanders um emb- ættið svertir. Orðrómurinn, sem á kreik komst, hermdi að hinn nýkjörni biskup mundi sjálfur vera höfundur bréfanna. ennarar guðfræðjdeildarinn- ar í Uppsölum — og Hel- ander var einn þeirra — og komu þeir saman á fund, og allir — Helander líka — skrif- uðu undir yfirlýsingu um, að þeir væru ekkert við riðnir dreifibréfin og skírskotuðu til heiðurs síns og samvizku, en einn sló þann varnagla, að hans vitnisburðar væri ekki getið, og var það Helander. Þegar þetta varð kunnugt var æ tlðara farið að nefna nafn þáverandi prests þar, og nú docents, Eric Segelbergs, og leiddi það til þess, að hann fór á fund lögreglunnar og krafð- ist rannsóknar, og mun hann hafa látið lögreglunni einhverj- ar upplýsingar I té, sem ekki voru Helander I hag. Oörje Holmgren Iandfógeti I Nyköbing var falin rann- sóknin og kom ýmislegt I ljós, sem gat bent til, að Helander hafði haft afskipti af bréfunum. Meðal annars kom 1 ljós, að mörg bréfanna voru skrifuð á ritvél, sem Helander hafði um- ráð yfir, en svo kom I ljós, að hann hafði farið með þessa rit- vél til Stokkhólms og látið skipta um stafi á henni, og hinir gömlu verið eyðilagðir. Og grunur vaknaði um,að bréfin hefðu einnig verið skrifuð á aðra ritvél, sem Helander átti. Þegar lögreglan óskaði eftir að sjá þá ritvél kom I Ijós, að Hel- ander hafði haft skipti á henni og annarri ritvél sömu gerðar, og er þessi ritvélaskipti áttu sér stað, kallaði hann sig Ge- org Arvidsson kaupmann frá Södertálje. Fyrir Brilioth þáverandi erki- biskupi lýsti Helander yfir, að hann hefði engin afskipti haft af hinum nafnlausu bréfum. Mál ið var tekið fyrir I ráðhúsrétt- inum I Uppsölum og þar lýsti Helander yfir I upphafi réttar- haldanna, að hann væri sak- laus og ítrekaði það, og það endurtekur hann 1961 I umsókn sinni til Hæstaréttar um upp- reist æru. ið far eftir þumalfingur Hel- anders á einu bréfinu. Afið réttarhöldin 1 Uppsölum ’ kom þriðja ritvélin til sög- unnar, og var hún einnig eign Helanders. Hann kvaðst ekki muna hvar eða hvernig hann hefði eignazt hana, en lögregl- an komst að þvl, að hann hafði keypt hana I Iltt kunnu fyrir- tæki I Klara og kallaði sig þá David Magnusson, að því er ung kona, sem kvödd var sem vitni, bar fyrir réttinum. Einnig gerðist það meðan á réttarhöldunum stóð, að tveir ungir efnafræðingar I Uppsölum tjáðu réttinum, að þeir hefðu fundið upp aðferð til þess að sanna hverra væru gömul fingra för á skjölum. Þeir fengu þriggja daga frest til þess að rannsaka bréfin og að henni lokinni kváðust þeir hafa fund- T lokaræðu sinni hélt verjandi því fram að bréfin væru ekki ærumeiðandi, og væri það eitt næg ástæða til sýknunar. Þá hélt verjandi þvl fram, að það væri ekki hegningarvert at- hæfi að skrifa leynibréf, ef menn dreifðu þeim ekki — og fyrir þvf, að Helander hefði dreift þeim, lægju engar sann- anir. Þrátt fyrir, að Helander neit- aði allri sekt og héldi fast fram sakleysi sínu féll dómur ráð- húsréttarins ekki honum I vil. Honum var vikið úr embætti og missti þannig 50.000 króna árstekjur og samtals munu út- gjöld hans vegna málaferlanna nema hálfri milljón króna, en hann hefur haldið áfrarri bar- áttu sinni. Hann samdi varnar- rit, „Oskyldig dömd“ (Dæmdur saklaus) og lét prenta. í þessu riti hélt hann því fram, að rangar ályktanir hefðu ver- ið dregnar af líkum, og þar að auki hélt hann því fram, að ýmislegt nýtt hefði komið fram, sem sannaði sakleysi hans, og hann gagnrýnir mjög alla máls- meðferð. \/msar orsakir liggja til þess, að það hefur dregizt I tvö ár, að tekin yrði krafa Hel- anders um uppreist æru. Margt getur orðið til þess að lengja rekstur málsins fyrir réttinum, ýmislegt kann að koma fram, sem rannsaka þarf og gæti af því Ieitt frestun, og einnig er þess að gæta, að heilsu Heland- ers hefur farið allmjög hnign- andi. En málið, sem raunar hef- ur aldrei legið niður, þ. e. ávallt verið rætt og um það ritað, er nú aftur orðið meðal höfuð- mála, sem rædd eru manna með al og I blöðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.