Vísir - 17.08.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 17.08.1963, Blaðsíða 3
V ÍSIR . Laugardagur 17. ágúst 1963, 'SMMM 3 Þegar ógæfan skall yfir SKOPLJE Myndsjá Vísis birtir í dag tvær áhrifamiklar myndir, er voru teknar stuttu eftir að jarð- skjálftarnir skullu yfir borgina Skoplje í suður- hluta Júgóslavíu að morgni þess 26. júlí s.l. Myndirnar sýna nokkuð skelfingu fólksins, sem slapp út úr húsum sín- um. Það var flest alls- laust, komst út á nátt- klæðum einum og marg ir höfðu misst ástvini sína í þessum skyndi- Iegu ósköpum. Það ranglaði um stræti borg- arinnar, margir grátandi og aðr- ir höfðu fengið taugaðfall. Þessi hörmunganótt mun aldrei líða þvf úr minni. Nöttin hafði verið kyrrlát og öli borgin í fastasvefni, þegar ósköpin dundu yfir um stundar- fjórðung yflr fimm um morg- uninn. Talið var, að upptök jarð- skjálftans hefðu verið í jörð- inni imdir borginni sjálfri og varð harrn svo snöggur og kraft mikill, að heil hverfi lögðust f rúst í einu vetfangi. Verst fóru eldri borgarhiutarnir, þar sem húsunum var hróflað upp úr lé- legum múrsteinum, en mörg nýrri hús fóru einnig mjög illa. Talið var, að um þúsund manns hefðu farizt, um þrjú þúsund særzt en 200 þúsund urðu hús- næðislausir. Stærsta gistihús borgarinnar, Hotel Makedonia, lagðist 1 rúst- ir og fórust allir, sem i þvi voru. Myndirnar tvær, sem hér birtast, voru teknar af banda- rískum blaðaljósmyndara, Sam Nocella, sem hafði einmitt kom- ið til Skoplje kvöldið áður. — Hann hafði farlð inn í Hotei Makedonia við komuna og beð- ið um gistingu þar, en hótelið var þá fullskipað. Var honum vísáð í annað minna gistihús, Hotel Túrist, þar sem hann fékk rnni. Það fór einnig illa í jarð- hræringunum, en Ijósmyndarinn komst út úr því við illan leik og það eina, sem hann hafði meðferðis var myndavélin og tók hann þessar sögulegu mynd ir, sem sýna það sáiarástand skelfingar og harms, sem ríkti meðal íbúanna. Sjáifur var ljós- myndarinn aðeins á náttfötun- um. L. , Jf

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.