Vísir - 17.08.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 17.08.1963, Blaðsíða 9
V1SIR . Laugardagur 17. ágúst 1963, FERÐALOG XJvers vegna hefur fólk gam- an af að ferðast? Hvers vegna lifir það fyrir að fá sumarleyfi? Ætla mætti, að það lægi í augum uppi: að menn hafi takmarkaða ánægju af brauðstritinu, sem virðist henta mörgum illa, ekki hvað sízt síðan störf manna fóru að beinast inn á véla- og tækni- svið og sköpun og hugvit urðu að víkja úr vegi. Þess vegna er ekki nema eðlilegt, að sálar- hróið gerl uppreisn og krefjist uppbótar fyrir tap á uppruna- legum verðmætum og elginleik- um. Nútfmafólk hefur með auknum þæglndum farið á mis við snertingu við ódýrustu og beztu hlutina f tilverunni. Það hefur jafnframt þurft að breyta eðli sínu til þess að aðlagast ytri aðstæðum, og með bættum skUyrðum tll Iffsafkomu (sem dauður, ef hann langar ekki til þess að taka sig upp annað veifið. Ella væri hann hættur að lifa f sinni upprunalegu mynd. Lífið er alltaf á hreif- ingu og krefst hreifingar. Hvers vegna þá að vera að hneykslast á ferðaþrá þeirra, sem búa í markaðs- og iðnaðar- borg? En nú mun margur spyrja: „Er þessi ferðahvöt sprottin af löngun manna f jafn- vægi og þörf á að finna það, sem er falið f þeim í hvers- dagssýslu?" Þetta er samvizkuspurning, sem er einstaklingsbundið að finna rétt svar við. Kannski er ríkasti þátturinn í ferðamannin- um frelsiskenndin. Öndin flýg- ur aldrei frjálsara en við til- breytnina að fara úr einum stað f annan. Hins vegar getur verið sá meinbaugur á frelsinu, Það er sama, hvert er farið... alltaf birtist ísjand eins og andlit eða persóna, sem ekkl er hægt að fá lajð 4. oe SUUARLEYFI Á ISLANDI BW £ K getur kostað kapphlaup við tim- ann og taugabilun) hafa svo margir glatað jafnvægisskyni f lífsmati Nú vOl svo vel til, að þó nokkrir, sem bundnir eru á þennan klafa, gera sér grein fyrir þessari vöntun (á lífsfyll- ingu) og reyna af brjóstviti að bæta úr þessu með lífrænum áhugamálum. Áhugamálin eru t. a. m. laxveiðar, ættfræði, Iistir, mannkærleiki (sem er dýrasta sportið), svo að dæmi séu nefnd. Svo eru það ferðalögin. Þau eru kapítuli út af fyrir sig, og geta verið af ólíkum toga spunnin. Hvers leitar þú, mað- ur eða kona, á ferðalagi? Hvers vegna nð vera að æðibunast svona út um allar trissur? Ekki má koma svo mikið sem dag- málaglenna yfir Esjuna, að hver amlóði, sem vettlingi getur valdið, rjúki ekki út í buskann, ef hann hefur frí (stundum tek- ur viðkomandi sér frí). Sumir grípa með sér veiðistöng, til málamynda Er þetta kannski ekki eðli- legt? Maðurinn er verri en að ákveðin tegund af öryggis- helzt að ferðast aleinn, eða leysi geri vart við sig hjá ferða- með óvini sfnum, lífs eða liðn- fól'ki, einkum ef allt gengurí rf umr.'t ekki að óskum, veðrið, farar- tækið, viðtökur, hótelþjónusta og sitthvað fleira. Þetta örygg- isleysi getur stundum verið blandið ótta, t d. þegar sveita- maðurinn kemur til Reykjavík- ur eða þegar Reykvíkingurinn kemur út á land. Réttara væri að skilgreina þetta sem ein- manakennd, en við einmana- kenndina koma ýmis áður dul- in einkenni í ljós. Maðurinn get- ur ekki lengur dulizt bak við grímuna, hvorki fyrir sjálfum sér né öðrum, og er það út af fyrir sig skemmtilegt athugun- arefni. Kannski er manneskja aldrei ótiibúnari en einmitt við slíkar aðstæður. Og um leið og hulunni er svipt af, skerpist sjón þess, er hana ber, ef hann á annað borð sér. Það er eftir- tektarvert, að flestir, sem ferð- ast, forðast að komast f þetta ástand og velja þann kostinn að vera með kunningjum eða vinum. Ef einhver vill læra um lífið, á ferðaiagi, þá ætti hann mtnuri idöin m Laxveiðar bæta úr vöntun á lífsfyllingu. J^gústmánuður og raunar júlí er tími sumarleyfa, í sum- ar hefur landið verið undirlagt af innlendum og útlendum ferðamönnum. Veðráttan ekki alltaf verið sem skyldi, en land- ið og þjóðin geta alltaf tekið á móti ferðamönnum, án þess að þurfa að skammast sín. Það er ekki eingöngu, að hótel- menningin hafi færzt í betra horf en áður var, heldur hefur vanmetakenndin íslenzka og fákunnátta í ytri siðvenjum þok- að úr vegi fyrir meiri veraldar- mennsku. Þó er vafamál, að ýmsir kostir, sem lágu í þjóðar- hjartanu, eins og gestrisni og hjálpfýsi, sem íslendingum var löngum jafn-eðlileg og andar- drátturinn, hafi dafnað að sama skapi. Of sterkt væri að segja, að um áberandi afturför í þeim efnum væri að ræða. Menning hjartans er aldréi til- lærð. Hún er frumstæðs eðlis eins og gestrisnin hjá Aröbum, eða trúarleg eins og hjá Spán- verjum. Menningarfurstar, sumir lífs og aðrir liðnir, t. d. Laxness og Dr. Gunnlaugur heitinn Claes- sen, skrifuðu hverja greinina á fætur annarri um siðmenningar- venjur landans, t. d. meðferð hans á kjöti, sem sagt matar- smekk mörlandans; og annar þeirra lýsti yfir heilagri vand- lætingu á hreinlæti á hótelum I alfaraleið. Allt hafði þetta sín áhrif, á löngum tíma þó, eins og annað, sem kenna þurfti þjóðinni. Laxness skrifaði meira að segja um tannskemmdir og tannhirðingu íslendinga. Eru heimspekivangaveltur nóbels- skáldsins um skoltarækt þjóð- arinnar eitt hið skemmtilegasta sem hann hefur látið frá sér fara á þrykki. Og nú eru risnir upp nýir menningargjafar á Is- landi, sem byrjaðir eru að skrifa um géðprýði þjóðarinnar og geðvernd (eftir þvf sem er meira skrifað um taugaveiklun, þeim mun meira ber á henni). En kannski á allt þetta eftir að hafa betri áhrif á þessa, að upp- lagi, vel gerðu þjóð. Landslagið á íslandi verður alltaf að leita langt yfir skammt, en örvun sálarinnar er lífsnauðsyn, til þess að kunna betur að njóta þess, sem er fyrir hendi. Það er alveg óþarfi að „bregða sér út fyrir pollinn“ í leit að endurnýjun. Þeir, sem hafa fengið samanburðinn, vita það bezt. Margsigldur Islend- ingur, og sá er ekkert rusl, var Ferðaþjónusta á íslandi hefur tekið framförum: Veitingasalurinn (setustofa) f sumarhótelinu, sem Ferðaskrifstofa rfkisins rekur f Heimavlst Menntaskólains á Akureyri. hins vegar ekki fyrir áhrifum af þessu. Tslenzkar bókmenntir eru barmafullar af ferðasögum og ferðalýsingum. I fornri kviðu er talað um „fjöid of farit“ og í það látið skína, að það víkki sjóndeildarhringinn og dragi úr heimsku að ferðast. Frummerkingin í heimskur er heimaalinn (dregið af ao. heima,). Ferðalög eru eins og hreinsun! Það er eins og að detta 1 ástina eða reynsla af stuttum veikindum. Þau eru á- fall fyrir ytra og innra skyn og hreinsa hugarfarið af ýmsum leiðindavenjum. Þó ber að hafa það í huga, að það þarf ekki spurður, hvernig honum hefði litizt á Caprí, en þangað þykir fínt að hafa komið. „Það slagar upp í Vestmannaeyjar", sagði hann, „en ekki meira“. Þegar ísland, ofan á sína fornaldarfrægð, verður viður- kennt sem Otópia ferðamanna, innlendra og útlendra, verður hlegið að uppskafningssjónar- miðum á fegurðinni í útlöndum. Hér þrífast ferðaskrifstofur, sem veita greiðari aðgang að gæðum íslands sem ferða- mannalands. Ýmist eru þær reknar af einstaklingsframtaki eða hlutafélögum. Ferðaskrif- stofa ríkisins hefur staðið fyrir innflutningi á stórum ferða- mannahópum og til þess að bæta úr hótelvandamálum, hef- Framh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.