Vísir - 17.08.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 17.08.1963, Blaðsíða 7
V í S IR . Laugardagur 17. ágúst 1963. 7 i JJinn friðsæli og fagri Hvalfjörður er aftur kominn á dagskrá og veldur nú sem fyrr hörð- um deilum í blöðum þjóðarinnar. Það hefir átt fyrir þessum mikla firði að liggja að vera öðru hverju á dagskrá, að vera umdeildur og umtalaður meira en nokkur annar fjörður á þessu landi. Þess vegna er Hvalfjörður ugglaust pólitískasti fjörðurinn á hinni miklu strand- lengju íslands, þótt lax- arnir í lygnum Botnsár og fuglagerið undan Miðsandi láti sig heims- sögulega þýðingu fjarð- arins enn sem fyrr litlu slcipta. Tjað var heimsstyrjöldin sem breytti Hvalfirði úr frið- sælum reit í varnarlægi svo til á einni nóttu. Hitler sá fyrir því, eins og svo mörgu öðru. Strax við komu sína til íslands, á hinum sólbjörtu maídögum árið 1940, sigldu bryndrekar brezka heimsveldisins inn fjörð- inn og minnast Hvalfjarðabænd- ur þess enn hve bárurnar foss- uðu hvítar af stefnum hinna blágráu stórskipa Flotaforingj- ar brezkir höfðu þá löngu áður ákveðið að ef til hertöku lands- ins kæmi væri Hvalfjörður hið bezta skipalægi, ekki verri en Scapa Flow, sem um þær mund- ir lék svo stórt og hörmulegt hlutverk í heimsfregnunum. Hafizt var strax handa um framkvæmdir. Bryggja var reist í Hvítanesi sunnanvert við fjörðinn og þar gerð flotahöfn. Fjörðurinn var jafnframt girt- ur þéttriðnu kafbátaneti, sem átti að halda öllum óboðnum gestum í hæfilegri fjarlægð. Innan þess lágu birgðaflutninga- skip í kyrru lægi, og skips- hafnir þeirra gátu sofið rólegar, ugglausar um áreitni nazista nætur sem daga. Ári seinna 1942, komu Banda- ríkjamenn til skjalanna. Og þá hófst upphaf þess kafla í sögu fjarðarins sem nú veldur sem mestum deilum. Bandaríkja- floti hófst brátt handa um byggingu olíustöðvar norðan megin fjarðarins, á Miðsandi, á- samt bryggju og legufærum. Þar voru smám saman byggðir 37 olíugeymar, stórir á Islenzk- an mælikvarða. Auk þess voru þar byggð margvísleg önnur hernaðarmannvirki, skotfæra- geymslur, birgðageymslur, skemmur og fleira. Staðurinn var stráður varðmönnum og öll umferð íslendinga sett undir smásjá hins erlenda herliðs. Ctyrjöldin tók enda 1945 og ^ ári seinna hugðu Banda- ríkjamenn á brottflutning úr hinni úlfgráu herstöð sinni í Hvalfirði. Hús og mannvirki voru mörg rifin og eyðilögð, þar sem friður var aftur kominn á í veröldinni. En olíugeym- arnir voru augljóslega til mik- illa nota á friðartímum, enda mannvirki sem ekki gera nein- um mein að fyrra bragði. íslenzka ríkið ffcsti þetta sama ár kaup á olíustöðinni í firð- inum, ásamt bryggjunni, legu- færum og öðrum útbúnaði fyrir olíuafgreiðslu. Kaupverðið var 2 millj. króna, og þótti ekki ó- sanngjarnt, jafnvel á þeirrar tíðar mælikvarða. En olíustöðin, sem nú stóð svu tú ein eftir hinna miklu mannvirkja í firðinum, var ekki lengi í eigu ríkisins Ári seinna, 1947 voru % hlutar hennar seldir Olíufélaginu h.f. (Esso) sem þá var að byggja upp starf- semi sína. Kaupverðið var 1.3 millj. króna. Hvalveiðifélagið fékk nokkurn hluta stöðvarinn- ar til sinna afnota og greiddi ríkinu fvrir það 650 þús. krónur. Sjálft hélt ríkið eftir oliuskip- inu Þyrli Þessi viðskipti urðu upphafið að innanlandsstyrjöld þeirri sem lengi síðan hefir staðið um oliu- stöðina, og nú hefir aftur bloss- að upp. Þegar Olíufélagið gerði þessi kaup gerðu kommúnistar mjög harða hríð að félaginu og stjórnarvöldum. Héldu þeir því fram að Olíufélagið væri að leppa herstöð fyrir bandariska áúðhríngjnn Standard Oil. Hefir síðan sama vers verið sungið með mismunandi lögum 'áf' þeirra hálfu æ síðan þegar olíu- stöðina hefir borið á góma. En í þetta sinn léku Fram- sóknarmenn ekki sama leik og kommúnistar, heidur mótmæltu þessum fullyrðingum harðlega. Var þar nefnilega komið við olíustrenginn í brjóstum ýmissa Framsóknarforingja, því að baki Olíufélaginu stendur hörð sveit þeirra og SÍS-manna. Stimplaði Tíminn ásakanir kommúnista „herstöðvardellu" og „glæpsamlegar aðdróttanir“. Á árabilinu 1947—1951 var olíustöðin síðan notuð sem olíubirgðastöð fyrir íslenzka atvinnuvegi — eins og til stóð í upphafi. Nutu nýsköpunartog- ararnir góðs af og á daginn kom að hér var um þýðingar- mikla birgðastöð að ræða til dreifingar um land allt. Lá áróð- ur kommúnista og niðri þetta tímabil. félag, enda viðskiptin óvenju- lega ábatasöm við Bandaríkja- menn. Sama stjórn var þvl I hinu nýja félagi og Olíufélaginu h.f en hana skipa nú: Helgi Þorsteinsson, Jakob Frímanns- son, Ólafur Tr. Einarsson, Kar- vel Ögmundsson og Magnús Kristjánsson. Hið nýja félag starfar sem dótturfélag Olíufé- lagsins h:f. Hefir ágóði þess skipt milljónúm á ári og tug- mílljónúm á þeim áratugum sem félagið hefir starfað. T^n skjótt skipast veður í Jof.ti og enn verða þáttaskil er varnarliðið sté hér á land 1951 í boði þings og þjóðar. Þá skorti varnarliðið birgðageymslu undir olíu og benzín og gerði skjótt samning við Olíufélagið um að fá varaeldsneyti sitt geymt í geymunum í firðinum, sem eitt sinn voru í þeirra eigin eigu. Tveimur árum síðar töldu stjórnendur Olíufélagsins heppi- legra að stofna sérstakt hluta- félag, sem annaðist h-* citt að Ieigja geymana og a “ekst- ur olíustöðvarinnar i ...'alfirði. Var stofnað árið 1953 hlutafélag sem var gefið nafnið Olíustöðin í Hvalfirði h.f. Ekki þótti á- stæða til að hleypa nýjum mönnum inn í hið nýstofnaða þá komið að slðasta þætti þessa máls, og hinum merkilegasta. Olíugeymarnir 37 eru nú orðnir lélegir enda tutt- ugu ára gamlir. Hefir varnar- liðið, eða nánar tiltekið Nato, farið þess á leit að þeir verði endurnýjaðir og þeim fjölgað. Beiðni bandalagsins er á þá lund að heimild fáist til að byggja 20 — 28 nýja olíugeyma, olíubryggju og viðlegufæri í olíustöðinni. Þar skuli eftir sem áður einungis varabirgðir geymdar. Ekkert liggur enn fyrir um það hvort hinir nýju geymar verða í umsjá dóttur- fyrirtækis Olíufélagsins eða hinna annarra olíufélaga Iands- manna, eða nánar tiltekið, hvert félaganna kemur til með að . selja þá olíu og benzín sem á geymunum verður. Þessi beiðni hefir valdið nýj- um ófriðarblossa í Hvalfirði, sem er nú magnaður dag frá degi. En í þetta sinn eru það ekki kommúnistar einir, sem sjá draug þar sem enginn er. Framsóknarflokkurinn gengur nú fram til atlögunnar og bítur í skjaldarrendur, ekki síður en hinn minni vopnabróðir. Það er fullyrt af þeim félögum að nú eigi að byggja herskipahöfn í Hvalfirði og kafbátalægi — og þá náttúrlega fyrst og fremst fyrir kjarnorkukafbáta. Virðast hernaðarsérfræðingar þessarra tveggja stjórnmálaflokka ekki hafa fyllilega áttað sig á því að kjarnorkukafbátar ganga ekki fyrir olíu, heldur kjarn- orku. Óþarft er að taka það fram að engin beiðni hefir komið fram um slíka herskipahöfn. Hér 1 Vísi gat utanríkisráð- herra þess I fyrradag að hlut- verk stöðvarinnar myndi í engu breytast við stækkunina. Hún yrði eftir sem áður einungis birgðastöð. Atlantshafsflotinn myndi ekki taka þar olíu frem- ur en hingað til og skipaferðir yrðu ekki meiri um hinn nátt- úrufagra fjörð en verið hefir fram að þessu. Þau skip væru einungis olíuskip. 'C1n nú talar Tíminn ekki ■*"* lengur um „herstöðvadellu“ kommúnista. Sinnaskipti Fram- sóknarflokksins geta stafað af tvennum ástæðum. í fyrsta lagi er með nýbyggingunni ógnað milljóna olíugróða óskabarns flokksins. í öðru lagi er það handhægt í gúrkutíð stjórn- málanna að skjóta örlítið á rík- isstjórnina með herstöðva og kafbátasprengiefni. Það er að vísu gömul sprengja og hætt er við að hvellurinn verði ekki hár. En Framsóknarmenn eru margir uppflosnaðir bændur og muna það frá dögum sínum í sveit- inni að allt er hey í harðindum. Má þvi búast við því að þeir Eysteinn, Þórarinn og Einar Olgeirsson leiðist í næstu Hval- fjarðargöngu, sem vafalaust verður haldin þegar sól tekur að lækka á lofti. Ætti Atlants- hafsbandalagið að sýna göngu- mönnum þá sjálfsögðu kurteisi að senda herskip með hópinn upp í Hvalfjörð svo hann þyrfti einungis að ganga heim til Reykjavíkur. Tjannig mun enn um hríð verða harla ófriðvænlegt í hinum mikla firði. Friðarspill- arnir eru að vísu ekki nema nokkrir olíugeymar, en þess má þá minnast að fyrr hafa menn af eðlu blóði barizt við vind- myllur og aðra grimmúðuga andstæðinga. Og það er alltaf huggun harmi gegn að ef Olíu- félagið h.f. fær enn um hrið að höndla með olíu á Miðsandi, þá heltist annar spjótamaðurinn brátt úr lestinni. Vestri. o

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.