Vísir - 29.08.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 29.08.1963, Blaðsíða 7
VÍSIR . Fímmtudagur 29. ágúst 1963. 7 Ungur kvikmyndagerðarmað- ur, Lúðvík Karlsson, mun á nðestunni rita um kvikmyndir, sem sýndar eru hér £ Reykja- vík, fyrir Vísi. Lúðvík er ný- komi'nn heim frá námi í London en þar nam hann kvikmynda- Lúðvfk Karlsson. gerð við London School of Fiim Technique á annað ár, en það er höfuðskóli brezkrar kvikmyndagerðar. I dag birtist fyrsta grein Lúðvíks í blaðinu. í Stjömubíó má um þessar mundir sjá brezka gamanmynd, sem heitir The mouse that roa- red, og hefur myndin verið köll uð Músin sem öskraði á ís- lenzku. í smáríkinu Grand Fen- wick ríkir mikil ringulreið. Þetta ríki í Evrópu, einhversstaðar ná lægt Ölpunum, framleiðir vín sem selt hefur verið til Amer- íku, er í mikilli hættu, þar sem samkeppni hefur komið fram og þeirra framleiðsla selst nú ekki lengur. Það er tekið til bragðs að segja Ameríku stríð á hendur og senda þangað tutt ugu manna herflokk og fer margt öðruvísi en áformað var. Hinn bráðsnjalli gamanleikari Peter Sellers fer með hvorki meira né minna en þrjú hlut- verk í þessari mynd, og skilar hann a. m. k. tveim þeirra mjög vel. Hann er hittinn og honum tekst að gera þessar þrjár per- sónur svo gjörsamlega ólíkar, að unun er á að horfa. Ein þess ara þriggja persóna er sjálf furstynja smáríkisins. David Kossoff leikur prófessorinn við- utan, sem ekki er hægt án af að komast, en hann nær sér aldrei almennilega á strik, enda skygg ir leikur Peters Sellers svo al- gjörlega á leik allra hinna, þann ig að leikarar eins og William Hartneli og Timothy Bateson eru eins og byrjendur í mynd- inni og njóta sín engan veginn. I gerð myndarinnar er eftir- tektarvert hvernig leikstjórinn leikur sér að áhorfendum, sýnir þeim hvað gæti skeð, útskýrir með glettnum teikningum hvað er að ske, og notar alls kyns inskot til að vekja smáauka- hlátur við og við. Alveg frá byrj un er verið að koma áhorfend- um á óvart, og jafnvel £ endin- um getur hann ekki látið vera að gera grín að merki Columbia kvikmyndafélagsins, sem fram- leiddi. Þó eru nokkrir áberandi gallar, eins og til dæmis götu- myndirnar frá New York, sem koma fram £ myndinni og eiga að sýna borgina dauða, en á tveim þeirra mátti sjá að þar voru ljósmyndir notaðar og á þeim mátti sjá fólk, og er þetta í sjálfu sér afar spillandi fyrir þennan hluta myndarinnar, þar sem maður finnur svo vel að þetta hefði svo auðveldlega ver- ið hægt að gera miklu betur. Jack Arnold heitir leikstjór- inn og á hann þakkir skilið fyr- ir að koma bröndurum í ‘ rétt mark, en engar þakkir skilið fyrir smáatriði eins og það, sem áður er á minnzt. Taka myndarinnar var ekkert athyglisverð, og þar sem bak- sýning (það er þegar bakgrunn- urinn er sýningartjald sem sýnt er aftanfrá) er notað, er auð- velt að sjá það. Litir voru ósköp venjulegir og leiktjöld langt frá þvi að vera frumleg. Þetta er samt fyndin gaman- mynd, sem kemur manni í gott skap og gefur hlátrinum útrás, og ég mundi segja að allir meðlimir fjölskyldunnar ættu að geta skemmt sér jafn vel. Lúðvík Karlsson. Karl Rowold á för- um til Svíþjóðar Á morgun hverfur héðan af landi brott Karl Rowold menn- ingar og blaðafulltrúi þýzka sendiráðsins hér. Hann hefir dvaiizt hér á Iandi um fimm og hálfs árs skeið. Á þeim tima hefir hann eignazt hér óvenju- marga vini og kunningja. Hann hefir nú verið skipaður stjóm- mála og blaðafulltrúi þýzka sendiráðsins i Svíþjóð. Karl Rowold á mjög viðburða ríka ævi að baki sér. Ungur tók hann þátt i stjórnmálabarátt unni gegn nazistum. Afleiðing þess varð sú að Gestapo hand- tók hann skömmu eftir að naz- istar komust til valda. Rowold tókst að flýja úr fangelsis- sjúkrahúsi nokkrum mánuðum seinna og fór huldu höfði í Þýzkalandi um skeið en flúði síðan til Danmerkur. Þar starf- aði hann fyrir styrjöldina með öðrum þýzkum útlögum að mál efnum flóttamanna sem flúðu ógnarstjórn nazista, m. a. Willy Brandt og vann einnig að félags málastörfum og blaðamennsku. Gerðist hann danskur ríkisborg ari. Er Þjóðverjar hertóku Dan mörku komst hann undan til Svíþjóðar, þar sem hann dvald ist til styrjaldarloka. Að styrjöldinni lokinni starf- aði Rowold á vegum dönsku ríkisstjómarinnar við starf- rækslu hjálparbúða þeirra sem Danir komu upp fyrir þýzkt flóttafólk sem til landsins leit- aði. Ritaði hann bók á dönsku um þetta tímabil sem danska stjórnin gaf út. Um 1950 gerð- ist Rowold aftur þýzkur ríkis- borgari og hóf störf í utanríkis- þjónustunni þýzku. Hér á landi hefir hann unnið mikið starf við það að treysta menningarsamband Islendinga og VesturÞjóðverja. Hefir hann annazt fyrirgreiðslu fjölmargra námsmanna, sem leitað hafa til Karl Rowold Þýzkalands og annarra sem 'þangað hafa far'ð í kynnisferð- ir, skipulagt komu þýzkra lista manna hingað til lands og fjöl- margra annarra góðrá gesta. Rowold hefir kynnzt landinu ó- venju vel og ferðazt um það þvert og endilangt oft með syni sinum, sem stundar nám i lög- um við Kaupmannahafnarhá- skóla. Rowold er kvæntur danskri konu, sem verið hefir manni sínum mjög samhent í vandasömu starfi. Nú þegar þau hjónin hverfa til nýrra starfá í annarri nor- rænni höfuðborg árnar Vísir þeim heilla pg góðs gengis. Og vinir þeirra allir hér kveðja þau með orðunum: Auf wiedersehen! ÍVcntun ? prcntsmlója & gúmmlstlmplageró Elnholti Z - Slmi 20960 --------------------® Harðnandi afstaða USA í S. Áfstaða Bandaríkjastjórnar gagn- vart „f jölskyldustjórninni“ í Suður- Vietnani, er sögð harðnandi. Hefur hinn nýi amb’assador Bandaríkj- anna, sem er nýkominn til Saigon, roett tvívegis við Diem forseta, og einnig við Ngo Dinh Nhu, raun- verulega valdamesta mann landsins nú, en hann og kona hans eru „potturinn og pannan“ í ofsóknun- um gegn Buddhistunum. Seinustu fréttir frá Saigon herma að nú hafi Vu Van Mau utanríkis- ráðherra verið settur í stofufang- elsi. Er hann þannig háður eftirliti, má ekki fara út fyrir tiltekið svæði — og ekki fara i pílagrímsferðina, sem hann hafði boðað að hann ætlaði i, til Indlands. Vu Van Mau baðst lausnar vegna ofsóknanna í garð Buddhista. Um leið lét hann krúnuraka sig að sið Buddhista. Diem forseti neitaði að -Víetnam taka lausnarbeiðnina til greina, en veitti honum'þriggja mánaða leyfi, sem Vu hugðtst nota til Indlands- fataHnnar. Þúsundir stúdenta hylltu hann eftir að hann baðst lausnar. Ngo Dinh Nhu ræður yfir leyni- lögreglu landsins, kona hans er for- seti þjóðþingsins, — og sameigin- lega hafa þau meira vald en for- setinn. Öll þrjú eru rómversk-ka- þólsk. í „fjölskyldustjórninni" (rík- isstjórninni) eru einnig Ngo Dinh Thuc erkibiskup af Hue, Ngo Dinh Can, stjórnmálaleiðtogi Mið-S- Vietnam og Ngo Dinh Luyen am- bassador i London — allir bræður forsetans. En ambassadorinn í Washington, sem raunverulega rauf fjölskyldu- eininguna, er hann baðst lausnar — Tran van Chuong — er faðir M iame Nhu. Hann og kona hans, sem var fulltrúi hjá S. Þ., og einnig Aldrei er Kodak litfilman nauðsynlegri en þegar teknar eru blómamynd KODACHROMEII 15 DIN KODACHROME X 19 DIN EKTACHROME 16 OIN HANS PETERSEN H.F. Simi 2-03-13 Bankastrætí 4. jr Agreiningur meðnl knup- munnu um kvöMsöiumúlið Verulegur skoðanaágreiningur virð- ist vera meðal matvörukaupmanna um kvöldsölumálið svonefnda. Vfsi hefur borizt fréttatilkynning frá félagi matvörukaupmanna, þar sem skýrt er frá atkvæðagreiðslu er fram fór nýlega um þessi mál inn- an félagsins. Komu fram þrjár til- lögur. Fréttatilkynningin er svo hljóðandi: Allsherjaratkvæðagreiðsla fór fram i Félagi matvörukaupmanna um lokunarmálin svonefndu, dag- ana 20., 21. og 22. ágúst, í fram- haldi af almennum félagsfundi er haldinn var í Þjóðleikhúskjallaran- um 13. þ. m. Fyrir lágu þrjár tillögur og fór kosning þannig: Tillaga um afnám allra kvöld- söluieyfa, þ. e. að eftir venjulegan lokunartíma sölubúða megi engin V' fram fara nema í biðskýl- isvagna og þá einungis tak markaður vörufjöldi, fékk langflest atkvæði og var því samþykkt sem viljayfirlýsing matvörukaupmanna. Tillaga fulltrúa þeirra matvöru- verzlana, sem leyfi hafa til kvöld- sölu um söluop, um að frestað verði afturköllun kvöldsöluleyfa í 15 mán uði eða um óákveðinn tíma, en öll; um matvörukaupmönnum, er þess óska, verði veitt slík kvöldsölu- leyfi um söluop, fékk næst flest atkvæði. Tillaga um tafarlausa lausn máls- ins á grundvelli þeirra tillagna er nú liggja fyrir borgarráði og borg- arstjóra, er fela m. a. í sér tak- mörkun vörutegunda þeirra, er kvöldsölustaðir mega selja, aðskiln að kvöldsölustaða frá öðrum verzl- unum, en heimild til hverfaopnun- ar að fengnum tillögum stjórnar K.í. og K.R.O.N., fékk fæst at- kvæði. œ /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.