Vísir - 29.08.1963, Blaðsíða 13

Vísir - 29.08.1963, Blaðsíða 13
b VlSlR . Fimmtudagur 29. ágúst 1963. ^Coty rtreinsunarkrem, andlitsvatn, 2 tegundir Hairso new hárlagningarvökvi og næring í mjög hentugum glösum. SNYRTIVÖRUBÚÐIN Laugavegi 76 . Sími 12275 T1ZKUSKOLI ANDREU innritim dksgiegea Sími: 2-05-65 Síld Framh. af 9. síðu. upp neinn dómur á gildi þess- ara skoðana, en aðeins bent á, að svo einkennilega vill til, að á árunum fyrir 1895 var hér ágæt síldveiði inni á fjörðum og flóum bæði fyrir austan og norðan land, og var það raunar upphaf síldveiða á Islandi sem sjálfstæðrar atvinnugreinar. TJannsóknir íslendinga o. fl. sýna að blöndunarsvæði At lants- og pólsjávar norðanlands og austan eru jafnan mjög gróð ur- og áturík á sumrin. Það er til þessara svæða, sem bæði norska og íslenzka síldin leitar þá, og breytileg lega þeirra hef- ur því oft úrslitaáhrif á síldar- göngurnar á sumrin (sjá mynd). Hin svokallaða Norðurlandssild er þvi ekki neinn einh síldar- stofn. Stærð hennar og heims- þekkt gæði byggjast fyrst og fremst á hinum sérstæðu göng- um elztu árganga norskrar og fslenzkrar vorgotsssíldar á mið in. Síldin er flestum fiskum fé- lagslyndari og finnst oftast í torfum. Mjög eru þær þó mis- munandi að stærð, allt frá nokkrum tugum eða hundruð- um sílda upp í margar milljón- ir. Áður fyrr héldu ýmsir sér- fræðingar því fram, að sömu einstaklingarnir væru saman f torfu langan tíma í senn, allt upp í nokkra mánuði eða ár. Nú er hins vegar ljóst, að torfur eru sífellt að dreifast og nýjar að myndast, svo að ekki er unnt að líta á torfuna sem stöðuga eind f sögu síldarinnar. Á sumr- in kemur þetta m. a. fram f þvf, að norsk og íslenzk síld blandast í torfunum fyrir norð- an og austan og er hlutur hvors stofnsins mjög breytilegur á hinum ýmsu svæðum, sem veið- arnar fara fram á. Norski stofn- inn er oft í meiri hluta á mið- svæðinu norðanlands og einnig út af Norðausturlandi, en á vest ursvæðinu og á Austfjarðamið- um er þessu öfugt farið — þar hefur fslenzka síldin oftast ver- ið í meiri hiuta s. 1. 5 ár a. m. k. Hinn náni félagsskapur þess- ara tveggja sfldarstofna hefur orðið ærið umhugsunarefni margra og sú tilgáta hefur kom- ið fram, að íslenzk sild lendi með norsku síldinni austur yfir hafið á veturna og hrygni við Noregsstrendur í febrúar og marz. Enn fremur, að norsk síld muni, einkum þegar íslenzki stofninn er f meiri hluta, halda með honum til hrygningastöðv- anna við Suðurland. Rannsóknir okkar á hrygn- andi vorgotssíld eru aðeins tveggja ára gamlar, og er því ekki unnt að draga miklar álykt anir af þeim ennþá, en þær gefa þó tii kynna, að stofnarnir skilj- ast furðu vel í sundur eftir fé- lagsskap sumarsins, þvf «ð norskrar síldar verður aðeins vart á hrygningastöðvunum hér í mjög litlu magni. Við teljum ' hana t. d. ekki ná 5 hundraðs- hlutum af þeirri hrygnandi síld, sem rannsökuð hefur verið. Síldarmerkingar hófust hér við land og við Noreg að til- hlutan dr. Árna Friðrikssonar árið 1948. Þeim hefur verið hald ið áfram svo til sleitulaust síð- an, og ýmsir kaflar lífssögu síld arstofnanna, sem við höfum nú rakið, .eru einmitt byggðir á árangri merkinganna. Með þessu er þó ekki nema hálfsögð sagan, því að merkingar í svo stórum stíl, sem hér um ræðir, veita ekki einungis ómetanlega vitneskju um göngur síldarinn- ar, heldur er einnig unnt með nokkrum útreikningum að fá hugmynd um stærð stofnsins eða a. m. k. sveiflur í stærð hans. ^ síðastliðnu ári var unnið úr öllum endurheimtugögnum norsk-ísienzku síldarmerkinga- tilraunanna með sérstöku tilliti til ákvörðunar á stærð norska síldarstofnsins. Kom þá í ljós, að það voru einungis endur- heimtur íslenzku síldarmerkinga tilraunanna, sem unnt var að nota til þessara hluta. Sýnir það ótvfrætt, hve árvissar göngurn- ar eru milli íslands og Noregs. Samkvæmt niðurstöðum þess- ara rannsókna var heildarþungi norska síldarstofnsins á hrygn grunn- málning úti og inni á trc, járn og stcin. Yfir Vinyl grunnmálninguna má mála með öllum algcngum málningartegundum. ■ ir.g er aigjör nýjung. grunnmálning sparar yður crfiði ■vreAO tvnr#wir/J-'Yrvi*-ifV' ingasvæðunum 15—20 milljónii smálesta á árunum 1950—1956, en síðan hefur stofninn minnk- að allt fram til ársins 1960, að hann var kominn í ca. 5 millj- ónir lesta. Séu þessir útreikn- ingar nærri sanni, þá hefur hið árlega dánarhlutfall, sem veiðin veldur, aukizt verulega, þar sem síldaraflinn hefur ekki minnkað að sama skapi og stofninn. Þrátt fyrir þetta er ekki talið, að sóknin í hinn uppvaxna stofn sé meginorsök þess hruns hans, sem átt hefur sér stað — heldur er ástæðan talin vera vöntun nýrra árganga. Síðasti sterki ár gangurinn sem bættist í norska síldarstofninn er frá árinu 1950, þ. e. a. s, síld, sem nú er nærri 13 ára gömul. Ég tel hins veg- ar, að ástæðan fyrir því að nýir árgangar hafa ekki náð því magni að dygði til viðhalds stofnsins, sé bæði af völdum náttúru og manna, en ekki skal þetta umdeilda atriði rætt hér nánar. Stærð íslenzku sfldarstofn- anna hefur aldrei verið ákvörð- uð, en flestir telja þá mun minni en norska stofninn. Rannsóknir okkar benda þó til þess, að ís- lenzku síldarstofnarnir hafi stækkað verulega á undanförn- um árum, en sú staðreynd, að hér byggjast veiðarnar fyrst og fremst á ætisgöngum síldar- stofnanna, gerir alla útreikninga á stærð þeirra flóknari og óviss- ari, en t. d. við Noreg, þar sem veiðin byggist á hrygningagöng- um. Niðurstöður merkinganna sýna þó að miklu meira virðist vera af íslenzkri vorgotssíld fyrir Norður- og Austurlandi á sumrin en fyrir Suðvestur- og Suðurlandi á veturna, þannig að vetrarsíldveiðar okkar byggjast aðeins á hluta af íslenzku síld- arstofnunum. / Jjegar sagt var frá göngum síldarinnar hér áðan, var þess getið, að hin svokallaða Norðurlandssíld væri fyrst og fremst elztu hlutar norsku og fslenzku vorgotssíldarstofnanna, þ. e. 10—14 ára síld. Þvf mætti ætlá, að síldarmagnið ykist við Norðurland, þegar sterkir ár- gangar eru á þessu aldursskeiði. Sterkustu árgangar norska stofnsins á s. 1. 20 árum eru frá 1942 og 1950. Islenzku ár- gangarnir virðast mun jafnari en þeir norsku og valda áreið- anlega ekki eins miklum afla- sveiflum. Góðir íslenzkir árgang ar eru t. d. frá árunum 1945, 1950 og 1951. Að þessu athug- uðu virðist Ijóst, að mest síld við Norðurland hefði átt að vera á árunum 1952—1955 og svo aftur 1960—1964. Alkunna er, að á fyrra tímabilinu var al- gert aflaleysi, en á tveimur af jjeim þremur árum, sem liðin eru af síðasta tímabilinu, hefur verið mokafli. Þessi dæmi sýna vel, að það eru ekki einungis sveiflur f stærð síldarstofnanna, sem hafa áhrif á veiðarnar, held ur verður einnig að taka tillit til hegðunar síldarinnar og þeirr ar veiðitækni, sem beitt er hverju sinni. Enginn vafi leikur t. d. á því, að sumarið 1954 gekk mikil síld á djúpmið norð anlands, eins og stofnrannsókn- ir bentu til. Aflabrestur varð þrátt fyrir þetta. Helztu ástæð- urnar voru m. a. þær, að slæmt veður ríkti mikinn hluta sum- ars, síldin var oft í smáum torf- um langt undan landi og óð þar sjaldan eða aldrei, en slíkt hafði í þá daga úrslitaáhrif á veið- arnar. S. I. sumar var aflinn 13 sinnum meiri en 1954 — því olli ekki meira síldarmagn í sjónum, heldur var nú betra veður, síldin var oft f góðum torfum og siðast en ekki sízt höfum við nú tileinkað okkur fullkomnustu leitar- og síldveiði tækni, sem beitt er í heiminum. mmmmmmmmBmmmmmmmmmmmm*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.