Vísir - 02.09.1963, Síða 4

Vísir - 02.09.1963, Síða 4
 V í SIR . mánudagur 2. sept. 196% \ jitH'4#MliWXr Sjjj J J J 'jVj/. ■&■. jjjj jj JJ j'j' Teikniiig af Strókki, gerð af listamanninum J. Cleveley,' sem var með í ferð Joseph Banks til íslands 1772. „Úr holu, sem var níu fet í þvermál og lá beint fram undan mjer í h. u. b. hundrað skrefa fjar- lægð, gaus vatnsstrókur með óhemjulega mikilli gufu, óskiljanlega miki- um krafti og geysilegum öskurshávaða. Var hann misjafnlega hár, frá fimmtíu til áttatíu feta, og var sem hann myndi myrkva sjóndeildar- hringinn, enda þótt morgunsólin í öllum Ijóma sínum skini á hann. Fyrsta stundar- fjórðunginn reyndist mjer ómögulegt að rísa af þeim knjebeði, er jeg hafði látið fallast á til þess að úthella sál minni í tilbeiðslu hins almátt- uga höfundar náttúrunn ar, er allar duldar hreyf- ingar og ógnaöfl Iúta“ — „sem lítur til jarðar og hún nötrar, sem snertir við fjöllunum svo að úr þeim rýkur“. Þessi hugðnæma lýsing er af hverinum Strokk í Haukadal og hinn hrifni sögumaður er Eben- ezar Henderson. Henderson var enskur maður, sem ferðaðist hér um landið og ritaði síðan ferða- bók þá, sem kennd er við hann og þykir gagnmerkust slíkra bóka. Lýsing hans á þessu gosi er rifjuð hér upp, þar eð sá sami hver hefur nú nýlega tekið að gjósa að nýju eftir langa og mikla hvíld. „Geysisnefnd" gerði ráðstafanir til þess að bor- að væri í hverinn, en hann er skammt frá Geysi I Haukadal, með þeim árangri að hann tók að gjósa allt að 40 metra háum gosum. Eru gosin mjög tíð og það án þess að Iátin sé sápa í hverinn. Eru þetta gleðilegar og skemmtilegar fréttir. > Lykillinn að gosinu. ,'ivO i ,1A bióVA I Strokkur var áður fyrr einn þekktasti goshver hér á landi, og sá næststærsti. 1 eldri ferða- bókum frá 18. öld og fyrri hluta 19. aldar er Strokks víða getið og gosum hans lýst. Á seinni hluta 19. aldar urðu gosin hins vegar tregari, unz nýtt líf færð- ist í þau við jarðskjálftana miklu á Suðurlandi 1896. Eftir aldamótin dró þó aftur úr gos- unum unz þau hættu alveg upp úr 1915 eða um líkt leyti og gos Geysis. í bók Hendersons, sem til- vitnunin hér að ofan er tekin úr, er rætt allítarlega um hver- ina í Haukadal, og koma þar við sögu Geysir, Strokkur, sem einn ig er nefndur Nýi ‘Geysir, og hver sem nefndur er Ösku-Geys ir. Sá hét áður Strokkur. Henderson var á ferð f Hauka dalnum 1814, og eru lýsingar hans hinar skemmtilegustu. Henderson segir m. a. frá því, „að hann hafi fundið lykilinn að Strokk. Með því að nota lyk- il, gat jeg látið þennan fagra hver gjósa hvenær sem mjer þóknaðist. Gaus hann þá nálega tvöfalt hærra gosi heldur en þegar hann var látinn gjósa sjálfráður. Morguninn eftir að jeg kom, vaknaði jeg við gos klukkan 4.20. Þaut jeg út að hvernum og stóð þar í hálfa klukkustund og horfði óslitið á gossúluna og úðastrókinn, sem á eftir henni fylgdi og náði að minnsta kosti hundrað feta hæð. Eftir það seig hann smám sam- an niður í pípuna eins og hann hafði gert áður, og bjóst jeg ekki við að sjá annað gos fyr en næsta morgun. En nálægt klukkan fimm síðdegis, eftir að stærstu steinunum, sem jeg gat fundið þar í grenndinni, hafði verið varpað í hann, tók jeg eftir því, að hann fór að verða háværari en hann átti vanda til, og þegar jeg gekk fram á barminn, gafst mjer naumast tími til að líta niður í vatnið sem var í ákafri ólgu, svo skyndilega hófst gosið og þeytt- ist upp ekki meir en tveim þumlungum fyrir framan and- litið á mjer og fór upp I loftið með þeim hraða, sem ekki er unt að gera sjer i hugarlund. Eftir að hafa sem skjótast kom- ið mjer f burt, stóð jeg vind- megin og var undrun mfn ekki lftil að horfa á gusurnar, sem sumar náðu meir en tvö hundr- uð feta hæð. Margir steinarnir fóru miklu hærra, og sumir, talsvert stórir, svo hátt að þeir hurfu sýn“. Og síðar: „Oft Ieit jeg um öxl til hinnar þrumandi gufu- súlu og undraðist með sjálfum mjer yfir þvi, að jeg skyldi með skyndilegri hugdettu hafa kom- ið á hreyfingu því gangverki, sem enginn máttur á jarðríki megnaði að stjórna". * Keppinautarnir. Enn ein stórbrotin lýsing Henderson skal látin hér fylgja til viðbótar. Undirstrikar hún vel, hversu mikil áhrif gosin höfðu á þá ferðalangana og lýs- ir jafnframt vel samspili þeirra grannanna, Geysis og Strokks: „En áhrifamesta sjónin var sú, er beið okkar að morgni þess 30. júlf. Um klukkan 5.10 vöknuðum við af svefni við öskr ið í Strokk, sem gaus kynstrum af gufu, og þegar úrið mitt stóð á 5.15 varð sá brestur, að það var eins og jörðin hefði klofn- að, í sömu svipan þeyttist upp vatn og úði og náði lóðrjett súlan sextíu feta hæð. Með þvf að sólin var á bak við ský, bjuggumst við alls ekki við að sjá neitt dásamlegra en það sem við höfðum þegar sjeð. En Strokkur var ekki búinn að vera yfir tuttugu mínútur í hreyf- ingu þegar Stóri Geysir, sem ætla má að hafi þótzt þurfa að gæta sæmdar sinnar, og var lfk- lega gramur yfir þvf, að við skyldum láta keppinaut hans í tje svo mikið af tíma okkar og hrósi, tók að þruma ægilega og ruddi úr sjer svo miklu af vatni og gufu, að við gátum ekki látið okkur nægja að horfa á slíkt úr fjarlægð, heldur skund- uðum út á hólinn með þeirri forvitni, að það var eins og við sæjum þar fyrsta gosið. En þetta var nú það mikilfengleg- asta að stærð, þó að ekki stæði það eins lengi yfir, þvf hverinn var aftur orðinn rólegur að fimm mínútum liðnum. Á hinn bóginn hjelt granni hans, sem minna Ijet yfir sjer, en var stað fastari, áfram sínum leik til klukkan 5.56“. ★ Mynd, sem fylgir frásögn Hendcrson í ferð hans 1814. mmmu m hverinum STROBCEC, SEM NÚ ER TEKINN AÐ GJÖSA AÐ NÝJU i Wl

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.