Vísir - 02.09.1963, Síða 8

Vísir - 02.09.1963, Síða 8
8 ii 11 iiiiTnrBir—w—rr Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Óháðir dómstólar Kommúnistar hafa undarlegar hugmyndir um rétt- arfar. Þjóðviljinn ræðst mjög að ríkisstjórninni fyrir það að hún hafi sleppt togaranum Milwood úr haldi, eins og blaðið orðar það. Sannleikurinn er auðvitað sá, að það var ekki ríkisstjórnin sem sleppti togaranum, held- ur Sakadómur Reykjavíkur með úrskurði 28. ágúst. Lá fyrir dóminum krafa þess efnis frá umboðsmanni tog- arans, að honum yrði sleppt gegn hæfilegri banka- tryggingu að mati dómsins. Hér setur því kommúnistablaðið Sakadóm Reykja- víkur og ríkisstjórnina algjörlega undir sama hatt- Það er í samræmi við hugmyndir kommúnista um réttar- far. í kommúnistaríkjunum eru dómstólamir ósjálf- stæðir erindrekar ríkisvaldsins og taka við skipunum frá hinum pólitísku valdhöfum. Þeir em aðeins einn angi kommúnistaflokksins, sem með völdin fer án um- boðs frá þjóðinni. f réttarríkjum em dómstólarnir hins vegar sjálf- stæðir og láta sig engu varða fyrirmæli ríkisstjóma fremur en annarra aðila. Þeir kveða upp sína dóma á grundvelli þeirra lagaraka, sem fyrir liggja hverju sinni. Þannig er það á íslandi, því sem betur fer bú- um við íslendingar við réttarríki. Og vonandi verður það aldrei öðruvísi á þessu landi. En í áróðursvímunni gleyma íslenzkir kommúnistar þessari staðreynd. Það er vísbending um hvemig rétt- arfarið á íslandi yrði ef þeir næðu nokkm sinni völd- um. Ur skugga haftanna Það er eftirtektarvert hve illa andstæðingum Sjálf- stæðisflokksins er við frelsi til framkvæmda og at- hafna. Allir minnast hamlanna, sem vinstri stjómin hugð- ist setja á eigið húsnæði landsmanna. Áður en núver- andi ríkisstjórn tók við völdum, var nær öll verzlun landsins ófrjáls, háð leyfum og höftum. Ferðalangar til útlanda þurftu oft að hætta við för sína eða breyta henni vegna þess að gjaldeyrishömlur vom þá strang- ar. Og alls kyns verðlagshöft hafa verið mjög vinsæl hjá andstæðingum Sjálfstæðisflokksins og em það reyndar enn- ÖII eru þessi höft óheilbrigð og eiga aðeins rétt á sér á neyðartímum. En því hafa andstæðingar Sjálf- stæðismanna gleymt. Þeir gerðu höftin og hömlurnar að aðalatriðum og þrjóskuðust við að breyta þeim, þótt aðstæðurnar breyttust. Og það var þannig komið, að fjölmargir voru famir að telja haftaþjóðfélagið sjálf- sagt og eðlilegt, vegna þess hve lengi þau höfðu varað. Sem betur fer hefur orðið breyting á þessu. Athafna- frelsið fær nú aftur að njóta sín. Og í kjölfar þess hefur velmegunin fylgt. V f S í R . mánudagur 2. cení. 19C3. Kona Fellin, annars námumamnsms, sem bjargað hefur verið, kyssir mann sirni í gleði simri. Tekst að bjarga þriðja manninum úr námunni Einhver hræðilegustu slys, sem eiga sér stað, eru þegar námur hrynja eða lokast með þeim af- leiðingum að námamenn einn eða fleiri lokast niðri í göngunum og láta þar lífið, án þess að nokkurri björgun verði við komið. Bíður þess- ara manna oftast óhugn- anlegur dauðdagi, eins t í síðustu viku skeði það í Utah í Bandaríkjunum, að náma hrundi með þeim afleiðingum, að þrír menn lokuðust niðri. Dagarnir liðu einn af öðrum og ekkert var Ifklegra en að þeir ----—.... ..... ...... ■ ■■ ( Héraðsmót að Reykjanesi Héraðsmót Sjálfstæðismanna í -Norður-ísafjarðarsýslu var haldið jað Reykjanesi síðastl. sunnudag. / Mótið var fjölsótt og fór mjög •vel fram. Samkomuna setti og Jstjórnaði síðan Baldur Bjarnason, .bóndi, Vigur, Dagskráin hófst með leinsöng Guðmundar Guðjónssonar, • ióperusöngvara, undirleik annaðist jSkúli Haildórsson, póanóleikari. ' '|ÞvI næst flutti Jónas G. Rafnar, ‘aiþingismaður ræðu. Að lokinni ’.ræðu Jónasar söng Guðmundur Guðjónsson nokkur lög. Þá flutti jMatthías Bjarnason, alþingismaður ■ ræðu. Síðast á dagskránni var fljgamanþáttur, er þeir fluttu leikar- arnir Árni Tryggvason og Jón - |Sigurbjörnsson. Ræðumönnum og listamönnum var mjög vel tekið af áheyrendum. Mótinu lauk svo með dansleik. og hægt er að ímynda sér. mundu grafast lifandi án þess að nokkur fengi að gert. Með þrautseigju og hugviti björgun- armanna tókst þó að lokum að koma niður í námuna lítilli lyftu 14 dögum eftir að náman lok- aðist. Tveimur hefur þegar ver- Henry Hhome. ið bjargað, en sá þriðji var niðri samkvæmt síðustu fréttum, yf- irgefinn, hungraður og umlukt- ur grúfandi myrkri Annar félaga hans, Davey Fellin, hefur boðizt til að fara niður og bjarga honum. „Ég verð að gera allt mitt til að bjarga honum“, sagði Fellin við konu sína, strax eftir að hann hafði verið ferjaður upp á yfir- borð jarðar, neðan úr gröf sinni, 400 metrum neðar. Sá sem eftir er niðri, Louis Bova, var ekki á sama stað og hinir tveir, þeg- ar náman hrundi. Allar tilraunir til að bjarga honum hafa hingað til mistekizt. ÖIl bandaríska þjóðin hefur fylgzt með björgunarstarfinu. Það var mikill fögnuður þar í landi, þegar það tókst að bjarga þeim Feliin og Henry Thorne, hinum námamanninum. Thorne var á undan upp, eins og allir höfðu gizkað á, því Fellin, sem var verkstjóri í námunni, skip- aði Thorne að fara á undan sér. Thorne sagði þegar hann kom upp: „Þetta var aldeilis reisa, þegar ég spýtti tóbakinu, lenti það strax á mér aftur". Gríðar- leg fagnaðaróp heyrðust frá mannfjöldanum í kring, þegar Thorne birtist. Farið var rak- leiðis með hann á sjúkrahús f þyrilvængju. V Ferð Fellins upp á yfirborðið tók álíka langan tíma og ferð Thome, eða um 18 mínútur. „Mér líður eins og í hæginda- stólnum heima“, sagi Fellin á leiðinni upp, og hann tók að syngja við raust „She will be coming round the mountain when she comes“. Einn björgunarmannanna kall aði í hátalaranum niður til hans: „Þú heldur að þú sért I ein- hverjum ástargöngum þarna niðri". „Já, rétt er það. Þannig hefur mér a .m. k. liðið meðan ég hef verið niðri“. Þegar flytja skyldi Fellin til sjúkrahússins, neitaði hann að fara nema prestur kæmi með, „ef svo skyldi fara að ég logn- aðist út af á leiðinni". t Á sjúkrahúsinu sáu þeir fjöl- skyldur sínar aftur, og konur þeirra grétu af fögnuði. Thorne gæddi sér af mestu lyst á hamborgara, bjór og vindlum og læknar voru furðu lostnir yfir líkamlegu ástandi námumannanna tveggja. Þeir munu samt áður dvelja á sjúkra húsinu í nokkra daga til ör- yggís. Þeir segja svo frá, að þeir hafi haldið á hvor öðrum hita, með því að blása á bak hins. Aðspurður um, hvað hann hafi hugsað, þegar björgun var í vændum, svaraði Thorne: „Ég vissi alltaf að Guð al- máttugur mundi bjarga okkur". Þegar þeir ræddu við blaða- menn, var Thorne enn f hjóla- stól, og hann féll algjörlega saman, grátandi mcðan á fund- inum stóð.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.