Vísir - 07.09.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 07.09.1963, Blaðsíða 4
V í SIR . Laugardagur 7. sept. 1963. y Vínkaupmaður vann skáld- sagnasamkeppni Gyldendals Fyrir rúmu ári þegar Gylden dal bókarf.orlagið efndi til Dan- merkurkeppni um beztu skáld- söguna tóku um 100 danskir rit- höfundar þátt í henni. Öllum til mikillar undrunar var það nær algerlega óþekktur maður, sem vann og hlaut í verðlaun 25.000 danskar krónur. Skáldsagan hét „Dagen för i morgen“. Hinn 21. ágúst sl. þegar skáld sögur þær sem komizt höfðu í úrslit í hinni norrænu skáld- sagnakeppni Gyldendals komu fyrir dómnefndina í Osló varð „Dagen för i morgen“ enn hlut- skörpust og voru nú verðlaun- in 75.000 danskar krónur. TTöfundurinn heitir Leif Jörg- ensen og er vfnkaupmaður í Fredensborg. Hann er ekki alveg óþekktur sem rithöfund- ur ,hefur skrifað nokkrar barna- bækur. Hugmyndirnar að barna bókunum fékk hann f suður- frönskum heliamyndum, sem hann skýrir á sinn sérstaka hátt og hugmyndirnar og efnið í verðlaunaskáldsöguna sækir hann í fleygrúnafrásagnir Súm- eranna af syndaflóðinu. Upphafið að skáldsögunni má segja það, að fyrir um það bil 10 árum náði Leif í eintak af enskri syndaflóðsfrásögn, „Life after The Deluge“, sem gefin er út um 1866 og varð hún til þess að vekja áhuga hans á synda- flóðum. Syndaflóðsfrásagnir eru til víða og eiga atburðirnir yfirleitt að eiga sér stað fyrir 5000 árum, þ.e. um það leyti sem okkar gamli góði Nói lagði frá landi. Nýlega þýddi brezkur vísinda- maður fleygrúnafrásögn af syndaflóði, sem skall yfir ríki Súmeranna fyrir um það bil 5000 árum. Þessa frásögn kynnti Leif sér einnig af mikl- um áhuga. J~kg tók Leif að láni Nóa Súm- eranna, sem nefndur er Utnapishim á fieygrúnunum og gerir hann að aðalhetju í skáld- sögu, sem ber þann boðskap að sérhver eyðilegging feli í sér frækorn að nýjum gróðri. Það tók Leif meira en þrjú ár að lýsa því hvernig guðirnir, sam- kvæmt kenningum Súmera, sköpuðu jörðina og hvernig jarð arbúar skiptu sér í valdaþjóðfél- ag og þjóðfélag, sem er til fyrir manninn eins og hann er — og hvemig guðirnir létu syndaflóð ið skella yfir alla menn til að hegna þeim. En Utnapishim slapp. Allar syndaflóðsfrásagnir skýra frá eyðileggingunum og því sem við tekur er flóðunum linnir, en enginn — heldur ekki Mósebók Biblíunnar — segir frá sjóferð Nóa. Það gerir aftur á móti Leif. Pdeðan hann var enn í sjóferðinni með Utnapishim sagði Gyidendal frá hinni fyrir- huguðu norrænu skáldsagna- ÞÝZKA LEIKRITIÐ KANÍNUHLAUPIÐ Jjrjú nútímaleikrit hafa verið sýnd á Edinborgarhátíðinni sem nú stendur yfir. Það leikrit- ið sem vekur mesta at.hygli er „Eiche und Angora" eftir Mart in Walser, nefnt á ensku Tbe Rabbit Race (Kanínuhlaupið') sem er tæpast réttnefni. Leikrit- ið er sundurgreining á viðhorf- um Þjóðverja til valdhafa, og vakti miklar deilur er það var fyrst sýnt í Vestur-Berlín. Leik ritið er í eðli sfnu and-þjóðernis legt. Andæfandinn og hetja leik ritsins er Alois Grubel, velvili- aður sakleysingi, sem er alltaf einu skrefi á eftir stjórnmálum samtímans. Á tímum nazista gerðist hann fylgismaður komm únista, og þegar áhorfendur kynnast honum fyrst, á síðustu mánuðum styrjaldarinnaf þeg- ar búið er að leysa hann úr fang elsi, þá hefur hann orðið að þola hryllilega meðferð, verið vanaður, og umskapaður í stór- kostlegan tenórsöngvara. Hann hefur verið gerður að aðstoðar- manni liðþjálfa nokkurs og stytt ir sér stundir með því að ala upp Angora-kanínur. Af tilviljun verður hann þess valdandi að heimabær hans gefst upp fyrir herjum banda- manna, og liggur við að hann verði hengdur sem fyrirlitlegur landráðamaður. Hann bjargar sér með þvi að stinga upp á að hann og yfirmenn hans bindi sig við tré og segi síðan þeim her mönnum, sem fyrstir koma, Þjóðverjum eða bandamönnum, að hinn aðilinn hafi tekið þá til fanga. Fimm árum síðar er Alois Grubel orðin hetja. Til heiðurs honum er sett á tréð skjöldur með áletruninni „Sá sem snýst til varnar fyrir föðurland sitt, eyðir því”. Og tenór rödd hans er stolt bæjarkórsins. y^rið 1960 er Alois sviptur heiðri sínum. Skiltið er rif- ið niður, þar sem áletrunin fel- ur í sér undanlátssemi gagnvart rússneskum ógnunum. Hvað var nazisminn annað en ófullburða. yfiráköf tegund andkommún- isma? Hrakinn úr kórnum leitar Alois hælis á geðveikraspítala til að láta læknana uppræta all- ar Ieifar stjörnmálalegrar rang- stöðu. keppni og Leif tókst rétt að bjarga Utnapishim upp á þurran tind áður en fresturinn til að skila sögunni rann út. Það kom alveg flatt upp á Leif að „fleygrúnaskáldsagan“ hans skyldi vinna undanrásina að norrænu keppninni, þ.e. Dan merkurkeppnina, og enn meiri varð undrun hans þegar sagan hans var einróma kjörin bezta norræna skáldsagan. Jíithöfundurinn Tom Kristen- sen sem var meðal dönsku dómaranna sagðu um bók Leif Jörgensens: — Ég veit ekki hvað maður á að kalla svona stfl. En hann á eftir að fá sitt nafn og sína fylgismenn. Leif Jörgensen segir: —■ Ég veit heldur ekki hvað ég á að kalla „svona stíl". En bókin verður í öllu falli engin metsölu bók. Hún er víst alveg sér í flokki. — Og kemur vínkaupmannin um og rithöfundinum vel sam- an? — Eins og stendur hef ég ekki hugsað mér að láta af hinu borgaralega starfi mínu, segir rithöfundurinn. Ég hef skrifað, þegar ég hef haft tíma og löng- un til þess og vínkaupmaður fær auðveldlega innblástur þeg- ar hann tekur aukavinnuna með heim. — Vínkaupmanninum og rithöfundinum kemur ágætlega saman. Leif Jörgensen. NÝ BÓK EFTIR .íiiíng. GUNTER GRASS jfjýzki rithöfundurinn Giinter Grass hefur aðeins sent frá sér tvær bækur, en er þegar heimsfrægur, talinn þýðingar- mikill rithöfundur, sem flytur óvenjulegan .mergjaðan skáld- skap, er á vart sinn líka í nú- tímabókmenntum Evrópu. Þó á hann það sameiginlegt með ýms um rithöfundum Evrópu er ól- ust upp í ofríki Hitlers að minn ingirt um grimmdina og þján- ingarnar frá þessu tímabili hef- ur ekki liðið honum úr minni. Þessa gætir í bókum hans eins og annarra slfkra. Dæmi er fyrsta bók hans, Tintrumban. Önnur bók Giinters Grass er ný komin á bókamarkaðinn, Köttur inn og músin. Söguhetjan Joach im Mahlke er að því leyti frá- brugðin öðrum, að ofvöxtur hef ur gert vart við sig kringum barkakýlið. Þennan ofvöxt kall- ar hann „mús“. Þegar Mahike er 14 ára, liggur dottandi við íþróttavöllinn tekur gamansam- ur náungi kött og leggur hann á „músina". Upp frá þessu verð ur Mahlke sér óeðlilega mikið meðvitandi um „músina". Á vet urna passar hann að láta trefil- inn sinn hylja hana ,og notar til þess öryggisnælu. Hann er allt- af að bera hendina upp að háls inum til að fullvissa sig um að ,,músin“ sé nægilega dulin. Á sumrin eyðir hann eins miklum tíma og hann getur í sundlaug- inni ,svo að músin verði ósýni- leg undir vatninu. Hann berst á ýmsan annan hátt gegn yfir- gengilegri stríðni bekkjarbræðra sinna ,sem sjá ekkert athuga- vert við sig, t. d. með því að vera bezti sundmaður skólans, bezti dýfingamaðurinn og bezti námsmaðurinn. Stríðið hefst. Mahlke einsetur sér að vinna Járnkrossinn ,æðsta virðingar- merki Þýzkalands fyrir hemað- arafrek. En hvemig sem hann reynir tekst honum ekki að fá félaga sína og yfirmenn til að viðurkenna hæfileika sína, hann vekur stundum hjá þeim aðdá- unarblandna undrun, en ekki nægilega mikla til að þeim detti nokkurn tíma í hug að viður- kenna hann sem skyldi. Tjá tekst Gúnter Grass bezt, er hann lýsir æskuárum Mah- lkes, fáir hafa skarpara auga fyr ir andstæðum uppvaxtaráranna. Og dökkar lýsingar fylla síður þessarrar bókar eins og f Tintr- umbunni. En það sem hann seg- ir um Mahlke virðist fela í sér að hversu vanskapaður sem maðurinn sé, séu það fyrst og fremst markmið hans og vonir, sem móti hann. Gúnter Grass.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.