Vísir - 07.09.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 07.09.1963, Blaðsíða 5
V í S IR . Laugardagur 7. sept. 1963. 5 Siassssf FramHald •.! bls. t. ust saman af miklu afli. Kon- an sem var í bifreiðinni er kom eftir Laugarnesveginum kastað- ist á framrúðu bílsins, hlaut á- verka á höfuð og missti með- vitund um stundarsakir. í hinni bifreiðinni var karl og kona, en hvorugt sakaði. Skemmdir á bif- reiðunum urðu miklar. Hitt slysið varð á þriðja tím- a'num í gær í Svínahrauni, í beygju allkrappri skammt fyrir ofan Sandskeið. Þar mættust tvær áætlunarbifreiðjr í sjóðvit- laust vatnsveðri, önnur úr Hvecagerði, hin úr Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá um ferðardeild rannsóknarlögregl- unnar er vegurinn á þessum stað nægilega breiður til að stórar bifreiðir geti mætzt, en í þessu tilfelli lét vegbrúnin und an Hveragerðisbílnum, þannig, að hann seig út af veginum og valt á hliðina. Þrjár konur í bifreiðinni meiddust. Ein þeirra skrámaðist lítillega á höfði og eftir að bif- reiðarstjórinn hafði búið að meiðslum hennar hélt hún för sinni áfram austur. Hinar kon- umar meiddust meira og voru báðar fluttar í slysavarðstofuna f Reykjavík til aðgerðar. Önnur hafði hlotið áver-ka á andliti vegna glerbrota, sem stungizt höfðu inn í andlitið, en yfir hina hafði hellzt sýra úr raf- geymi bifreiðarinnar. Sú fyrr- nefnda heitir Brynhildur Ey- steinsdóttir frá Hrauni í Ölfusi, en hin Vigdís Karlsdóttir frá sama bæ. Meiðsli þeirra voru ekki talin alvarlegs eðlis. Hreindýr — Framh aí 1. síðu var um dágóða veiði hjá okkur að ræða. Á sunnudagsmorguninn fór- um við ÓIi að huga að hrein- dýrum og komum fljótlega auga á 5 dýr í hóp, en þau voru þann- ig staðsett að mjög erfitt var að komast að þeim án þess að þau yrðu manns vör. Einasta ráðið var að róa yfir vatn og komast að þeim úr þeirri átt. Við höfðum gúmmíbáta með- ferðis og rerum öðrum þeirra yfir vatnið. Frá vatnsbakkanum ufðum við að skríða unz við vorum komnir í skotfæri. Þetta gekk allt samkvæmt áætlun og af þessum 5 hreinum náðum við þrem þeirra. Það voru allt stór og væn dýr. ■ Við urðum síðan að róa með dýrin yfir vatnið að bílnum og urðum að selflytja þau í tveim ferðum. Það gekk ágætlega. Við komum niður að Skjöldólfsstöð- um á Jökuldal um ellefuleytið á sunnudagskvöldið eftir vel heppnaða veiðiferð að við sjálf töldum. Guðmundur læknir tjáði Vísi að þeir hreindýraleiðangrar sem til þessa hafg verið gerðir á veiðar upp á öræfin hafi flestir komið slyppir eða því sem næst til baka. Hafi þeim gengið illa og lítið orðið varir. Sömu sögu hafði fréttaritari Vísis á Akur- eyri að segja af þeim hrein- dýraleiðöngrum sem þaðan hafa verið gerðir í sumar. Dýrin hafa ýmist verið mjög stygg eða þá að veiðimennirnir hafa alls ekki fundið þau. Svo virðist og sem dýrin haldi sig nokkuð á öðr- um slóðum en þau hafa gert til þessa. Framhald af bls. 1 uðum breytingum á skiptingu þeirri, sem nú er á milli barna- og unglingaskóla. Verður stefnt að því að hafa skyldunámið, sem í sjálfu sér er samfellt nám í sama skóla í stað þess að hafa tvo síðustu bekki þess í gagn- fræðaskólum. k Kennsla er nú allfrábrugðin í barna- og unglingaskólum eins og kunnugt er, einkum hvað við kemur kennurum. I’ barna- skólum kennir yfirleitt einn kennari flestar bóklegar greinar en í unglinga- og gagnfræða- skólum er mikil sérkennsla, þannig að sérmenntaður kenn- ari kennir hverja grein. Þegar unglinga- og barnaskóli er sameinaður koma að sjálfsögðu upp vandamál, t. d. að hve miklu leyti eigi að hafa sér- kennslu. Um þetta eru skoð- anir skiptar, en líklega verður ofan á að láta þá nemendur, sem hægt eiga með að læra og hyggja á framhaldsnám, hafa sérkennslu, en hina, sem lakari eru, hafa mikið til sama kenn- arann. Kennarinn kynnist þá nemendunum betur og ætti að ná betri árangri. Lenging námstímans Lengi hefur verið í ráði að lengja skólaárið um einn mán- uð, september, en úr þvl varð ekki í ár. Námsgreinum fer fjölg andi og álagið á tímana eykst því stöðugt. Námið fer nú að miklu leyti fram með heima- 50 þúsund flóttamenn frá Kína fú hæli i Rússlandi Það er nú haft eftir opinber- um rússneskum heimildum, að um 50 þúsund kínverskir flótta- menn hafi komið til Sovétríkj- anna síðustu þrjá mánuði. Hafa Kínverjar krafizt þess, að Rúss- ar skili þessu flóttafólki aftur, en þeir síðarnefndu neitað því á þeim grundvelli, að hér sé um pólitíska eða trúmálalega ................ flóttamenn að ræða. Hafa þeir veitt þeim hæli sem slíkum. Rússneskir embættismenn skýra frá því, að þessi flótta- mannastraumur hafi komið þeim á óvart og hafi orðið að búa fólki þessu bráðabirgðabúðir í sovétlýðveldinu Kasakstan. — Komið hefur til vopnaðra átaka milli kínverskra og rússneskra landamæravarða, þegar kín- verskir hermenn reyndu að elta flóttafólkið inn á sovézkt lands- svæði. Rússar segja, að flóttafólkið sé allslaust, það hafi einungis fötin sem það stendur í. Kín- verjar hafa ráðizt á Rússa fyrir að örva þennan flótta, en Rúss- ar neita því, þeir geri ekkert annað en að veita fólkinu við- töku. Nýtízku húsgögn sýnd í sýningarsal Gefjunar lestri og yfirheyrslu í skólum og þar sem yfirferðin þarf að vera svo hröð til þess að kennsluáætlun verði haldið, er lítill eða enginn tími til að fara nánar úr í námsefnið. — Með lengdu skólaári ætti kennslan að geta orðið fjölbreytilegri og vinnuaðferðir frjálslegri og sjálf stæðari en sjálfstæðar vinnuað- ferðir eru einmitt það, sem skól- inn þarf að kenna. Það má búast við að mikil óánægja verði meðal barna og unglinga er fyrirkomulaginu verður breytt í þetta horf — en eins og að framan greinir ættu breytt vinnubrögð til hins betra að geta breytt viðhorfum nemenda til námsins og skólans. 36 stundir á viku Þá er og annað, sem hert hef- ur á að úr þessum breytingum geti orðið. Samkvæmt nýju kjarasamningunum ber kennur- um að kenna 36 stundir á viku alla mánuði kennslutímabilsins og þurfa þeir því að fá fulla kennslu í september. Áður var sá háttur hafður á að kennarar kenndu aðeins hálfa kennslu i september en það sem á vant- aði dreifðist jafnt niður á hina mánuði kennslutímabilsins. Færri námsdagar en erlendis Það er staðreynd — jafnvel þótt Norðmenn komi hingað til að leita fyrirmynda að skóla- kerfi — að ísland er á eftir hinum Norðurlöndunum í skóla- málum. Þar eru námskröfur lík- ar og hér en munurinn er sá, að þar eru skóladagar 230 en hér ekki nema 170—200, eftir því hvort um er að ræða yngri eða eldri börn. Úrval glæsilegra húsgagna er á sýningu, sem opnuð verður í dag kl. 2 i sýningarskála Gefjunar í Kirkjustræti. Á sýningunni eru ein ungis alveg nýjar gerðir húsgagna, sem húsgagnaverkstæði Helga Ein- arssonar er nú að hefja fram- leiðslu á. Er þar um að ræða þrjá flokka: Skrifstofuhúsgögn, nýstárleg rað- húsgögn og vegghúsgögn. Húsgögn þessi, sem bera nafnið „System Piramid", eru teiknuð af Sigurði Karlssyni og framleidd eftir fyrir- sögn hans, Helga Einarssonar og nokkurra fleiri aðila. Rað- og vegg húsgögnin eru kennd við sænskan húsgagnaarkitekt, Olav Pira að nafni, kallar hann uppfinningu sína Pirasystem. Öll eru húsgögnin frá- bærlega falleg og vönduð. Þau bjóða líka upp á margvfslega mögu leika, því að hægt er að setja þau saman á margvíslegan hátt. Sigurður Karlsson sagði, að ekki væri hægt að halda þvi fram, að þetta væru beztu fáanleg hús- gögn, en það hefði sannarlega allt verið gert til þess að svo mætti verða. Sýningin verður opin næstu viku frá kl. 2—10. Gullfoss — Fraranald at bls. 1. svo á að sjómönnum beri að boða verkfallið á nýjan leik með vikufresti til verkfalls. Svo kann að fara að Gullfoss fari ekki á hádegi, ef ekki verður ljóst hver úrslitin hafa orðið, en úrslit at- kvæðagreiðslu um borð í nokkr um skipum voru ekki væntanleg fyrr en í dag, kannski ekki fyrr en um hádegi. Er hugsanlegt að skipverjar vilji bíða úrslita at- kvæðagreiðslunnar. BENEDIKT S. BJARKLIND lögfræðingur lézt í Ríkisspítalanum í föstudagsins 6. þ. m. Kaupmannahöfn aðfaranótt Eiginkona og systkini. VOLKSWAGEN - 1500 VERÐ: VOLKSWAGEN 1500 KR. 163.780. VOLKSWAGEN 1500 STATION KR. 175.220. Alltaf fjölgar VOLKSWAGEN H E K L A , Laugavegi 170-172 . Sími 11275.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.